Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darwin verði seldur frá Liverpool - Margir orðaðir við Man Utd
Powerade
Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool.
Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool.
Mynd: EPA
Adam Wharton er orðaður við Man Utd.
Adam Wharton er orðaður við Man Utd.
Mynd: Crystal Palace
Mbeumo er bendlaður við Newcastle.
Mbeumo er bendlaður við Newcastle.
Mynd: EPA
Það er engin klásúla í samningi Cole Palmer.
Það er engin klásúla í samningi Cole Palmer.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðri dagsins þennan föstudaginn. Það er fullt af sögum í gangi á leið inn í helgina.

Það verður æ líklegra að Liverpool muni selja Darwin Nunez (25) í sumar en hann hefur ekki verið fastamaður í liðinu á þessu tímabili. (Athletic)

Manchester United leiðir kapphlaupið um Adam Wharton (21), miðjumann Crystal Palace, en Juventus á Ítalíu er á meðal félaga sem hafa einnig sýnt honum áhuga. (CaughtOffside)

Jack Grealish (29), Kevin de Bruyne (33) og Bernardo Silva (30) eru á meðal leikmanna sem munu líklega yfirgefa Manchester City í sumar. (Daily Star)

Manchester City gæti selt allt að átta leikmenn og eru leikmenn á borð við Florian Wirtz (21) hjá Bayer Leverkusen og Andrea Cambiaso (25), bakvörður Juventus, á óskalistanum hjá félaginu. (Mirror)

Guardiola ætlar sér að koma City aftur á toppinn en félagið mun ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vill hætta. (Telegraph)

Newcastle er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir framherjann Bryan Mbeumo. (Football Insider)

AC Milan er tilbúið að hlusta á tilboð í Rafael Leao (25) en Barcelona og Chelsea hafa lengi fylgst með leikmanninum. (La Gazzetta dello Sport)

Manchester United hefur áhuga á Juan Musso (30), markverði Atalanta, sem er núna á láni hjá Atletico Madrid. Man Utd hefur áhyggjur af því hversu lítinn stöðugleika Andre Onana hefur sýnt. (Fichajes)

Man Utd er einnig að velta fyrir sér að sækja bakvörðinn Theo Hernandez (27) frá AC Milan í sumar. (Fichajes)

Man Utd er á meðal fjölda félaga í Evrópu sem hafa áhuga á Geovany Quenda (17), kantmanni Sporting í Portúgal, en það er ekkert samkomulag í höfn. (TeamTalk)

Arsenal er að skoða það að fá markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol. (Teamtalk)

Newcastle mun næla í markvörðinn James Trafford (22) frá Burnley í sumar, jafnvel þó svo að Burnley komist upp í ensku úrvalsdeildina. (Mail)

Newcastle hefur einnig áhuga á Antoine Semenyo (25), framherja Bournemouth. (talkSPORT)

Barcelona, Bayern München og Paris Saint-Germain vilja öll fá Mason Greenwood (23) frá Marseille. Hann hefur leikið vel með Marseille eftir að hann kom þangað frá Manchester United síðasta sumar en United mun fá 50 prósent af næsta söluverði sóknarmannsins. (GiveMeSport)

Enzo Maresca er enn með stuðning frá leikmönnum sínum og stjórn Chelsea þrátt fyrir að liðið hafa unnið þrjá af síðustu ellefu leikjum sínum. (Mail)

Carlos Alcaraz (22) vonast til að hann verði keyptur til Everton en hann er núna á láni hjá félaginu. (Times)

Það er engin klásúla í samningi Cole Palmer (22) hjá Chelsea sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið ef því mistekst að komast í Meistaradeildina. (Mail)

Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, er efstur á óskalista Tottenham til að taka við af Ange Postecoglou ef Ástralinn yfirgefur Lundúnafélagið. (talkSPORT)

Arsenal er að kaupa miðvörðinn efnilega Callan Hamill (15) frá St. Johnstone í Skotlandi. (Athletic)
Athugasemdir
banner