Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Breiðablik
2
3
Aberdeen
0-1 Christian Ramirez '3
0-2 Lewis Ferguson '11
Gísli Eyjólfsson '16 1-2
Árni Vilhjálmsson '43 , víti 2-2
2-3 Christian Ramirez '49
05.08.2021  -  19:00
Laugardalsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Dómari: Ivan Bebek (Króatía)
Áhorfendur: Frábærir
Maður leiksins: Árni Vilhjálmsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('82)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('88)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('64)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('82)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Elfar Freyr Helgason
9. Thomas Mikkelsen ('82)
14. Jason Daði Svanþórsson ('64)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
24. Davíð Örn Atlason ('88)
27. Tómas Orri Róbertsson
29. Tómas Bjarki Jónsson
29. Arnar Númi Gíslason
30. Andri Rafn Yeoman ('82)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('48)
Damir Muminovic ('58)
Davíð Ingvarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aberdeen leiðir einvígið 3-2 eftir fyrri leikinn.
94. mín
Aberdeen fær aukaspyrnu á vinstri kantinum. Sennilega ein fyrirgjöf og svo búið.
94. mín
Thomas brýtur á McCrorie, það er lítið eftir.
93. mín
Jason Daði með flottan sprett og á svo fyrirgjöf sem er of há og fer afturfyrir.
91. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Brýtur á Gurr.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
88. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
87. mín
Ojo í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Gurr en Ojo skallar í jörðina og Anton Ari grípur boltann auðveldlega.
85. mín
Svolítið mikið af klaufamistökum hjá Blikum með boltann síðustu mínútur.
83. mín
Blikar hafa verið í einhvers konar 4-3-3 kerfi síðan Jason kom inn á. Það heldur áfram og fer Árni nú vinstra megin, Thomas er fyrir miðju og Jason á hægri.
83. mín
Inn:Ryan Hedges (Aberdeen) Út:Christian Ramirez (Aberdeen)
82. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Voru orðnir þreyttir þeir Oliver og Gísli, sýnilega.
82. mín
Inn:Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
78. mín
Aberdeen taka aukaspyrnu snöggt en Viktor Örn vel á verði og bjargar því að Aberdeen komist í dauðafæri.
78. mín
Thomas Mikkelsen er að fara koma inn á.
77. mín
Oliver tapar boltanum til Ojo við vítateig Blika og Blikar eru heppnir að ekkert kom upp úr þessum mistökum.
75. mín Gult spjald: Jack Gurr (Aberdeen)
Fyrir leiktöf, gestirnir eru búnir að vera með leikþátt síðustu mínútur í innköstum.
73. mín
Árni Vil gerir frábærlega og vinnur aukaspyrnu, Mackenzie brotlegur. Árni að eiga frábæran leik og sýnir hversu sterkur hann er með boltann.
71. mín
Höskuldur tekur spyrnuna en hún er misheppnuð, fer hátt yfir markið.
70. mín
Blikar sækja þessa stundina.

Árni Vill vinnur aukaspyrnu við vítateig Aberdeen!

'Höskuldur gegn KR færi'!
68. mín
Davíð Ingvars með fyrirgjöf sem Gallagher hittir illa og sparkar upp í loftið. Lewis kemur út úr markinu og bjargar því að þetta fari í horn.
67. mín
Viktor Karl finnur Árna inn á teignum en Árni nær ekki að stilla sér nægilega vel upp og missir boltann afturfyrir. Blikar vildu fá horn.
65. mín
Inn:Jack Gurr (Aberdeen) Út:Calvin Ramsay (Aberdeen)
64. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
64. mín
Jason Daði er að koma inn á hjá Blikum.
62. mín
Gestirnir eru búnir að spila seinni hálfleikinn í 3-4-1-2 kerfinu.

Gallagher kom inn í miðvörðinn milli McCrorie og Considine. McLennan er með Ramirez frammi og McGeaouch er með Scott Brown á miðjunni.

Ojo er fremstur á miðjunni.
62. mín
Ojo reynir skot en það ver vel yfir mark Blika.
61. mín
Gestirnir eiga hornspyrnu.

Blikar hreinsa.
60. mín
Eins og mér fannst dómari leiksins með allt á hreinu í fyrri hálfleik þá er hann ekki að byrja seinni hálfleikinn neitt frábærlega.
59. mín
Blikar verulega ósáttir með að brot sé dæmt á Alexander. Blikar sóttu hratt en Alexander dæmdur brotlegur fyrir að stíga út leikmann gestanna.
59. mín
Gallagher með skallann eftir fyrirgjöf. Anton Ari grípur.
58. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir rennir sér og brýtur á McLennan.
54. mín
McGeaouch með fyrirgjöf sem Anton Ari kýlir í burtu, þetta var góður bolti inn á teiginn, Ojo við það að ná til boltans.
53. mín
Blikar ósáttir með dómarann. Vilja fá brot á Ramsay en endar á því að Árni brýtur á Ramsay.
49. mín MARK!
Christian Ramirez (Aberdeen)
Stoðsending: Connor McLennan
Þetta var einfalt fyrir gestina. Langur bolti innfyrir vörn Blika frá markverðinum Lewis, McLennan tekur við honum, er kominn inn á teiginn og rennir boltanum til hliðar.

Ramirez rennir boltanum svo í netið í dauðafæri.
49. mín
Ramsay með boltann inn á teiginn en Árni skallar í burtu.
48. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Alexander brýtur á Dylan McGeaouch. Aukaspyrna á hægri kantinum.
46. mín
Árni dæmdur rangstæður eftir sendingu frá Kidda. Tæpt en rétt sýndist mér.
46. mín
Meira af því sama Blikar, takk.

More of the same Blikar, thank you.

Svona fyrir enskumælandi lesendur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn, Blikar byrja með boltann.
46. mín
Inn:Connor McLennan (Aberdeen) Út:Johnny Hayes (Aberdeen)
46. mín
Inn:Dylan McGeaouch (Aberdeen) Út:Lewis Ferguson (Aberdeen)
46. mín
Inn:Declan Gallagher (Aberdeen) Út:Jay Emmanuel-Thomas (Aberdeen)
46. mín
Já takk, Aberdeen er að henda í þrefalda skiptingu í hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
Frábær endurkoma eftir brasið með hornspyrnurnar í upphafi leiks. Árni Vill, sá er búinn að vera góður, vá!
45. mín
Hálfleikur
45+3

Fyrri hálfleik er lokið. Þvílíkur leikur og þvílík skemmtun.

Blikar mjög góðir!
45. mín
45+2

Hætta inn á teig Aberdeen, Árni reynir fyrirgjöf en gestirnir ná að hreinsa.
45. mín
45+1

Tveimur mínútum bætt við.

Blikar eiga horn!
45. mín
Davíð Ingvars með fyrirgjöf en Consi nær að hreinsa.
43. mín Mark úr víti!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni!!!!!!

Sendir Lewis í rangt horn. Allt jafnt!!

42. mín
VÍTI!!!!!!

Blikar fá víti!!!!

Árni er tekin niður af Consi. Hann er alls ekki sáttur. Virkaði eins og klárt víti!
41. mín
Scott Brown brýtur á Árna Vill á vallarhelmingi Blika.
40. mín
Blikar hafa haldið vel í boltann síðustu mínútur.

Oliver átti rétt í þessu flotta skiptingu á Höskuld sem lúðraði einni fyrirgjöf inn á teiginn en boltinn aðeins of hár fyrir Árna sem var í góðri stöðu.
35. mín
Höskukdur með fastan bolta inn á teiginn en Blikar eru dæmdir brotlegir, sá ekki hvað það var, sennilega Kiddi fyrir smá hrindingu.
34. mín
Árni vinnur hornspyrnu fyrir Breiðablik.
32. mín
Anton Ari gerir vel að verjá frá Ojo sem átti fast skot úr teignum og Anton grípur svo inn í fyrirgjöf frá Ramsay.
32. mín
Það er frábær stemning hjá Blikum í stúkunni, gaman að sitja nálægt þeim í þessum gír!
31. mín
Oliver henti í huggulega tæklingu gegn Scott Brown, vann auðvitað boltann.
31. mín
Boltinn frá Oliver er aðeins of hár. Árni Vill reyndi en náði ekki til boltans á fjærstönginni.
30. mín Gult spjald: Calvin Ramsay (Aberdeen)
Blikar eiga aukaspyrnu á vinstri kantinum. Oliver er klár að taka.
29. mín
Blikar eiga innkast hátt uppi á vellinum úti vinstra megin.

Blikar eru betri út á vellinum finnst mér en mörk eftir föst leikatriði telja jafn mikið og önnur...
25. mín
Hár bolti inn á teig Blika en Considine nær ekki að teygja sig nægilega langt til að koma boltanum fyrir, hitti ekki boltann. Blikar eiga markspyrnu.
24. mín
Alexander Helgi með skottilraun fyrir utan teig sem fer beint á Lewis í marki Aberdeen.

Aberdeen á núna aukaspyrnu á vallarhelmingi Blika. Viktor Örn dæmdur brotlegur gegn JET eins og stendur aftan á treyju leikmanns númer 14.
23. mín
Ferguson reynir að koma boltanm á Jay E-T en Viktor Örn gerir vel.
23. mín
Smá bras á Blikum aftarlega á vellinum þarna. Oliver tók blindandi sendingu til hliðar og hún fór beint á Hayes sem reyndi að skjóta yfir Anton sem stóð framarlega. Skotið fór yfir.
22. mín
Davíð með flotta taktaog á fyrirgjöf en Mackenzie hreinsar.
21. mín
Ramirez brotlegur núna eftir návígi við Damir.
21. mín
Ramirez er eitthvað kveinka sér og Damir fær tiltal frá dómara leiksins. Blikar eiga innkast við miðlínu.
20. mín
Viktor Örn og Oliver gera mjög vel að vinna boltann af gestunum við vítateig Blika. Blikar byggja upp sókn.
19. mín
Viktor Örn dæmdur brotlegur eftir einvígi við Ramirez. Aberdeen á aukaspyrnu á vallarhelmingi Blika.
17. mín
Þetta kætti Blika í stúkunni, eðlilega. Það er hörku stemning hérna í Laugardalnum.
16. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
BÆNG!!!!!!

Árni Vilhjálmssson gerir stórkostlega inn á teignum. Hann er tekinn niður en dómarinn dæmir ekkert á það. Árni nær að pikka boltanum fyrir á Gísla sem klárar í opið markið.

Árni fékk háan bolta úr öftustu línu en lætur McCrorie líta hræðilega út þarna. Geggjaður Árni!
15. mín
Virkilega vel útfærð skyndisókn hjá Blikum. Árni reynir að finna Kristin en Scott Brown var mættur til baka til að bjarga á ögurstundu fyrir gestina. Vel gert hjá Blikum!
13. mín
Ekkert kemur upp úr þessari aukaspyrnu.
12. mín
Aberdeen á aukaspyrnu úti á hægri vængnum eftir að Alexander fór í Ojo.
11. mín MARK!
Lewis Ferguson (Aberdeen)
Stoðsending: Calvin Ramsay
Aftur skora gestirnir eftir horn. Ramsay finnur Ferguson inn á teignum og hann á skalla sem fer yfir Viktor Karl á línunni. Opinn skalli hjá Ferguson og setti boltann vel í hornið.

Hornin að kosta Blika!
10. mín
Ramirez með þrumuskot sem Anton Ari ver vel. Aberdeen á horn.

Það var Jay E-T sem átti sendinguna inn á Ramirez.
9. mín
Gísli Eyjólfs með tilraun eftir ágæta sókn hjá Blikum. Höskuldur með bolta inn á teiginn sem Árni tekur á kassann og leggur fyrir Gísla. Gísli lætur vaða en skotið yfir.
6. mín
Gísli kemst inn á teiginn en missir boltann aðeins frá sér og Scott Brown hirðir boltann. Árni Vill á svo hlaup en er dæmdur rangstæður eftir sendingu frá Viktori Karli inn á teiginn.
6. mín
Vel gert hjá Damir gegn Emmanuel-Thomas, vinnur boltann af framherjanum sem reyndi að komast utan á Damir við teiginn.
5. mín
Gestirnir eru í 4-4-2 með Ramirez og Emmanuel-Thomas sem fremstu menn.
3. mín MARK!
Christian Ramirez (Aberdeen)
Stoðsending: Calvin Ramsay
Hornspyrnan er tekin meðfram jörðinni og Ramirez kemur í hlaup á nærstöngina og þrumar boltanum í nærhornið framhjá Antoni Ara. Vel útfært hjá Skotunum en Blikar ekki tilbúnir!
2. mín
Aberdeen fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Aberdeen byrjar með boltann!
Fyrir leik

Óskar Hrafn er klár!
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik, varamenn eru búnir að taka sér sæti. Blikar leika í hvítum stuttbuxum og grænum treyjum í dag. Aberdeen spilar í rauðu.

Aðstæður í Laugardalnum eru góðar, búið að rigna, fjórtán gráður og logn.

Kópacabana eru mættir í stúkuna og verða með læti!
Fyrir leik
Consi betri skallamaður en Kári Árnason?

Kári Árnason tjáði sig um sín færi gegn Breiðabliki á mánudag.

,,Ég fékk fjögur góð skallafæri í leiknum gegn þeim og átti að gera betur og Andy Considine er sterkari í loftinu en ég. Komið boltanum á stóra Consi á fjærstönginni," sagði Kári.
Fyrir leik
Watford hefur áhuga á leikmanni Aberdeen

Lewis Ferguson er miðjumaður sem Watford vill krækja í fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni.

Watford mun gera tilboð í írska miðjumanninn James McGrath ef félagið nær ekki að kaupa Ferguson sögðu slúðurmiðlar fyrir tæpri viku síðan.
Fyrir leik
Uppstilling (4-3-3) Aberdeen samkvæmt vef UEFA:
Lewis
Ramsay - McCrorie - Considine - Mackenzie
Ferguson - Brown - Ojo
Emmanuel-Thomas - Ramirez - Hayes

Þetta er sama lið og byrjaði gegn Dundee. Þá var Hayes á vinstri vængnum og Ojo á þeim hægri.
Fyrir leik
Uppstilling (4-4-2) Breiðabliks samkvæmt vef UEFA:
Anton Ari
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð Ingvars
Viktor Karl - Alexander - Oliver - Gísli
Kristinn - Árni
Fyrir leik
Einni umferð frá umspili og mikill peningur í kassann

Ef Breiðablik nær að leggja Aberdeen, þá bíður annað hvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabag frá Aserbaídsjan í næstu umferð. Sú umferð er síðasta umferðin fyrir riðlakeppni.

Með árangri sínum í hinni nýju Sambandsdeild UEFA hefur Breiðablik tryggt sér nú þegar um 125 milljónir íslenskra króna. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

,,Þeir eru með 550 þúsund evrur fyrir að komast í þriðju umferðina, plús 100 þúsund evrur á hverja umferð. Þeir eru komnir yfir 800 þúsund evrur," sagði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, í þættinum.
Fyrir leik
Af hverju er leikurinn spilaður á Laugardalsvelli?

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks, uppfyllir ekki kröfur UEFA um leikstað. Kröfurnar eru meiri þegar komið er þetta langt í keppninni. Breiðablik sótti um undanþágu en Aberdeen hafnaði því að leikurinn yrði færður.

Óskar Hrafn ræddi við Fótbolta.net á þriðjudag og var ekki sáttur með Kópavogsbæ.

,,Það er sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu heldur þurfi að fara í annað sveitarfélag með leikinn. Það er auðvitað mjög sorglegt."

Var einhver sérstök krafa sem þetta féll á?

,,Kópavogsvöllur er category 2 völlur út af flóðljósum og einhverri aðstöðu. Völlurinn þarf að vera category 3 völlur þegar komið er á þetta stig keppninnar."

Hverju breytir það fyrir ykkur að spila á Laugardalsvelli sem er auðvitað grasvöllur?

,,Það skiptir engu máli held ég. Við höfum spilað á grasvöllum áður og höfum spilað vel þar. Ég hef ekki skoðað Laugardalsvöll en geri ráð fyrir að hann sé góður, vel hirtur og góður völlur."

,,Það breytir hins vegar andrúmsloftinu á vellinum. Þú vilt spila heimaleiki á heimavellinum þínum. Það er hætt við því að þeir örfáu áhorfendur sem fá að mæta á völlinn týnist á jafnstórum velli og Laugardalsvöllur er. Ég geri ráð fyrir því að það verði erfiðara fyrir okkar stuðningsmenn að ná upp rífandi stemningu."
Fyrir leik
Upphitun fyrir leikinn: Kári Árnason

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur tvisvar sinnum verið á mála hjá Aberdeen. Hann svaraði nokkrum spurningum fyrir þennan leik.

Kári var í viðtali við skoska blaðið Press and Journal í gær þar sem hann gefur Aberdeen góð ráð.

,,Það er mikilvægt fyrir Aberdeen að ná í fyrsta markið á morgun. Við klúðruðum dauðafæri á fyrstu sjö sekúndunum gegn þeim á dögunum og svo öðru færi stuttu eftir það. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru okkar en okkur var refsað fyrir að skora ekki."

,,Við erum með ungan hóp af leikmönnum og þetta var einn af þessum dögum. Við vorum 2-0 undir í hálfleik og töluðum um að reyna að skora þriðja markið en þeir náðu í mark úr föstu leikatriði og þá var þetta búið,"
sagði Kári um tapið gegn Blikum.

Hann bendir á að Blikar séu eitt besta lið landsins í að halda bolta og það getur verið erfitt að eiga við þá þegar þeir komast yfir.

,,Þegar við spiluðum við þá á heimavelli fyrr á tímabilinu þá unnum við þá örugglega, 3-0. Við náðum í fyrsta markið og beittum skyndisóknum á þá trekk í trekk. Við vorum vissir um að við gætum gert þetta aftur og ef við hefðum nýtt færin í byrjun þá hefðum við getað unnið leikinn."

Gefur Aberdeen mikið að spila á Laugardalsvelli

Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir á Laugardalsvöll þar sem völlurinn uppfyllir ekki þau skilyrði sem UEFA setur fyrir leikstað. Það gefur Aberdeen mikið.

,,Þeir þurfa leyfi frá UEFA til að spila leiki á eigin velli og hann stenst ekki kröfur. Það að leikurinn hafi verið færður á Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslands, gefur Aberdeen mikið."

,,Það var hagur Aberdeen að spila á öðrum velli en heimavelli Blika því það hefði verið erfiðara fyrir Aberdeen."


Hvað þarf Aberdeen að gera til að vinna Blika?

Kári bendir á nokkra hluti sem Aberdeen þarf að hafa í huga þegar þeir mæta Blikum og hvað þeir þurfa að gera til að landa sigri.

,,Þeir spiluðu án þess að hafa níu gegn okkur og Austría Vín og spil á milli bakvarða og vængmanna er öflugt. Þeir munu reyna að særa ykkur þar."

,,Ég held að Blikar viti að þeir þurfa að vinna fyrsta leikinn því ég býst við að þeir verði í vandræðum á Pittodrie-leikvanginum en við verðum að muna að þetta er Aberdeen, töluvert stærra lið, og þeir ættu ekki að koma til Íslands og vera passífir."

,,Þeir verða að vera varkárir því skyndisóknir Blika eru góðar en við erum ekkert að tala um Barcelona. Sigur þeirra gegn okkur skrifast á slæman dag hjá okkur. Aberdeen getur skapað mikinn usla í föstum leikatriðum og ég býst við að þeir nýti sér það í leiknum."

,,Ég fékk fjögur góð skallafæri í leiknum gegn þeim og átti að gera betur og Andy Considine er sterkari í loftinu en ég. Komið boltanum á stóra Consi á fjærstönginni,"
sagði hann í lokin.
Fyrir leik
Upphitun fyrir leikinn: Óskar Hrafn Þorvaldsson

Styrkt sig frá síðasta tímabili

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi um andstæðinga Blika við Fótbolta.net.

,,Þetta er auðvitað öflugt lið, þeir spila 4-4-2 og eru með stóran 'target man', þeir finna hann og vinna í kringum hann. Þeir eru búnir að styrkja liðið frá því á síðasta tímabili. Þeir eru meðal annars búnir að fá Scott Brown sem var fyrirliði Celtic í mörg ár og tvo öfluga framherja," sagði Óskar.

Næstbesta lið Skotlands
,,Ég held að Aberdeen horfi í það í dag þeir séu næstbesta liðið í Skotlandi á eftir Rangers svona á meðan Celtic er í einhverri niðursveiflu. Þeir eru með öfluga leikmenn sem eru kraftmiklir, fljótir, mjög beinskeyttir, líkamlega sterkir og alveg ljóst að ef við ætlum að eiga möguleika þurfum við að eiga toppleik."

,,Við þurfum allir saman að vera mjög góðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að bretta um ermarnar og hjálpast að."


Minna svigrúm fyrir mistök - Þurfa þora að vera þeir sjálfir
Er þetta allt öðruvísi en að spila á móti t.d. Víkingi?

,,Já, þetta er það auðvitað vegna þess að leikmennirnir eru öflugri. Maður myndi halda að þeir væru fljótari, stíga fastar til jarðar, þeir refsa fyrir mistök. Ég myndi halda að svigrúmið fyrir mistök væri mun minna en í Pepsi Max-deildinni."

,,Í grunninn þá er ekkert annað fyrir okkur en að halda áfam okkar takti, halda áfram að reyna byggja ofan á frammistöðuna í undanförnum leikjum. Eina leiðin til að gera það er að þora að vera við sjálfir, þora að mæta þeim, mæta þeim með kassann úti og ætla að taka frumkvæðið í leiknum."

,,Svo þurfum við að sjá hvar nákvæmlega við stöndum gagnvart þeim en við komumst ekkert að því nema við séum við sjálfir,"
sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ BREIÐABLIKS:
Breiðablik stillir upp sama byrjunarliði og í báðum leikjunum gegn Austria Vín frá Austurríki.

Jason Daði Svanþórsson og Thomas Mikkelsen byrja báðir á bekknum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Upphitun fyrir leikinn: Oliver Sigurjónsson


Hvernig líst þér á leikinn á morgun?

,,Bara vel, þetta er spennandi leikur og gaman að keppa við topplið frá Skotlandi. Ég er bara spenntur," sagði Oliver í vikunni.

Gaman að sjá hversu langt við erum komnir
Hvað vitiði um Aberdeen?

,,Flestir þekkja Scott Brown sem er spilandi aðstoðarþjálfari. Við erum búnir að fara aðeins yfir þá á vídeófundum og förum betur yfir þá í dag. Þeir eru með alvöru turn frammi og eru nokkuð skoskir í sér. Þeir refsa vel fyrir minnstu mistök, eru sterkir og hraðir."

,,Það verður gaman að sjá hversu langt við erum komnir í þessum 'process' sem við erum í. Ég hlakka til að sjá hvernig vinnan í vetur og sumar, hvernig hún mátast við svona lið."


Klár í að fara í tæklingu á Scott Brown
Hvernig líst þér á að mæta Scott Brown?

,,Rosalega gaman. Það var einhver sem sagði mér að einhver hefði tæklað hann í leik og Brown hafi hraunað yfir þann einstakling restina af leiknum. Ég veit ekki alveg við hverju á að búast, maður hefur séð vídeó af honum skellihlæjandi eftir tæklingar."

,,Það er gaman að keppa við svona nöfn en þegar maður er kominn á völlinn þá er þetta ekki spurning um nöfn, þá snýst þetta bara um að vinna vinnuna sína og reyna skora fleiri mörk en andstæðingarnir."


Þú verður ekkert hræddur að henda þér í eina tæklingu á hann?

,,Nei, nei, það verður bara skemmtilegt. Það er svo gaman að keppa við svona gaura sem eru með passion eins og hann og eru harðir."

Spila 4-4-2
Þú talar um þennan hávaxna framherja, þurfið þið að breyta einhverju í ykkar leik til að verjast honum?

,,Við erum ekki búnir að fara alveg yfir það, förum yfir það á fundinum á eftir. Þeir spila 4-4-2 og við höfum í síðustu leikjum spilað með djúpan miðjumann. Það 'matchar' ágætlega fyrir okkur að vera þá með þrjá á móti tveimur þarna niðri en við viljum líka vera ákveðnir og pressa á þá eins og við erum vanir."

,,Ég held að við breytum ekki okkar kerfi en aðlögum okkur betur að þessum hávaxna framherja. Ef við gerum það þá ræður Óskar hvernig hann gerir það,"
sagði Oliver um andstæðingana.
Fyrir leik
Síðasti leikur: Aberdeen

Aberdeen vann Dundee United í fyrstu umferð skosku deildarinnar á sunnudag. Jonathan Hayes og Christian Ramirez skoruðu mörk Aberdeen í leiknum.
Fyrir leik
Síðasti leikur: Breiðablik

Breiðablik vann Víking á mánudag 4-0 í síðasta leik sínum fyrir leikinn í kvöld. Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk fyrir Blika, Viktor Örn Margeirsson skoraði eitt og Gísli Eyjólfsson gerði það sömuleiðis.
Fyrir leik
Dómararnir:
Allt dómarateymið kemur frá Króatíu.

Dómarinn Ivan Bebek, sem er 44 ára, hefur áður dæmt á Laugardalsvelli en hann var með flautuna þegar Ísland vann frækinn 3-0 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM en leikurinn fór fram haustið 2014.

Fyrir leik
Leið liðanna í þessa þriðju umferð:
Breiðablik endað í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og kom inn í 1. umferð forkeppninnar. Liðið sló út Racing Union frá Lúxemborg og Austria Vín frá Austurríki til að komast í þessa þriðju umferð.

Aberdeen endaði í fjórða sæti í skosku deildinni á síðasta tímabili og kom inn í 2. umferð forkeppninnar. Liðið sló út sænska liðið Häcken í 2. umferð.
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Um er að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu og hefst hann klukkan 19:00 á Laugardalsvelli.
Byrjunarlið:
1. Joe Lewis (m)
2. Ross McCrorie
3. Jack Mackenzie
4. Andrew Considine
8. Scott Brown (f)
9. Christian Ramirez ('83)
14. Jay Emmanuel-Thomas ('46)
16. Funso Ojo
17. Johnny Hayes ('46)
19. Lewis Ferguson ('46)
22. Calvin Ramsay ('65)

Varamenn:
25. Gary Woods (m)
30. Tom Ritchie (m)
5. Declan Gallagher ('46)
10. Niall McGinn
11. Ryan Hedges ('83)
15. Dylan McGeaouch ('46)
18. Connor McLennan ('46)
20. Teddy Jenks
21. Jack Gurr ('65)
24. Dean Campbell
28. Michael Ruth
35. Mason Hancock

Liðsstjórn:
Stephen Glass (Þ)

Gul spjöld:
Calvin Ramsay ('30)
Jack Gurr ('75)

Rauð spjöld: