Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 07:35
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City
Powerade
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Arsenal ætlar að styrkja sóknarlínu sína í sumar og Manchester City hefur áhuga á miðjumanni AC Milan. Þetta og mikið fleira áhugavert í slúðurpakka dagsins.

Brasilíski framherjinn Matheus Cunha (25) hjá Wolves segist hafa hafnað tilboðum um að fara frá Wolves í janúarglugganum, en hefur sagt félaginu að hann þurfi að „taka næsta skref“ á ferlinum þar sem hann vilji „berjast um titla á stærsta sviðinu“. (Guardian)

Arsenal gæti verið mögulegur áfangastaður fyrir Cunha, sem er með 62,5 milljóna punda riftunarrákvæði. Andrea Berta, nýr íþróttastjóri Arsenal, hjálpaði til við að fá framherjann til Atletico Madrid árið 2021. (Mail)

Berta er einnig aðdáandi Viktor Gyökeres (26), sóknarmanns Sporting Lissabon. Arsenal ætlar að styrkja sóknarkosti sína í sumar. (Athletic)

Tijjani Reijnders (26), hollenski miðjumaðurinn hjá AC Milan, er á óskalista Manchester City fyrir sumarið. Hann skrifaði nýlega undir nýjan samning sem inniheldur ekki riftunarákvæði. (Football Insider)

Ajax hefur áhuga á að endurheimta danska miðjumanninn Christian Eriksen (33) frá Manchester United. Eriksen hóf atvinnumannaferil sinn í Amsterdam en samningur hans í Manchester rennur út í sumar. (Manchester Evening News)

Everton ætlar að kaupa Ben Doak (19), skoskan kantmann Liverpool sem er á láni hjá Middlesbrough, á 25 milljónir punda. (Sun)

Manchester United gæti haft forskot í kapphlaupinu um að fá Hugo Ekitike (22), framherja Eintracht Frankfurt, þar sem franski framherjinn hélt með United í æsku. (Mirror)

Mark Ashton, stjórnarformaður Ipswich Town, neitar að gefa upp hvort framherjinn Liam Delap (22) sé með riftunarákvæði í samningi sínum. (East Anglian Daily Times)

Ekki er búist við því að Bayern München gefi þýska framherjanum Thomas Müller (35) nýjan samning en núgildandi samningur rennur úr í sumar. Félög í bandarísku MLS-deildinni hafa áhuga á að fá hann. (Sky Sports Þýskalandi)

Simon Rolfes, íþróttastjóri Bayer Leverkusen, segir að stjórinn Xabi Alonso hafi sagt félaginu að hann verði áfram, þrátt fyrir að vera orðaður við Real Madrid. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner