Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
KR
1
1
FH
0-1 Matthías Vilhjálmsson '8
Stefán Árni Geirsson '15 1-1
Guðmundur Kristjánsson '64
08.08.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 621
Maður leiksins: Kennie Chopart
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('66)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson ('86)
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('66)
16. Theodór Elmar Bjarnason ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('44)
Grétar Snær Gunnarsson ('57)
Pálmi Rafn Pálmason ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jaftnefli er niðurstaðan.

Viðtöl og skýrlsa innan skamms.
93. mín
KR er að banka hressilega á dyrnar.
91. mín
Fáum +3
90. mín
90 mín að detta á klukkuna og þá fer hver að verða síðastur til þess að verða hetjan fyrir sitt lið. Er sigurmark í þessu fyrir okkur eða látum við jafntefli nægja?
87. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
86. mín
Jónatan Ingi með flottan sprett og vinnur horn. - Tekur spyrnuna sjálfur en hún svífur yfir pakkann.
86. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
86. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
81. mín
KR svo nálægt því að komast yfir! Kennie Chopart með frábæran bolta í gegnum vörn FH en vantaði ekki nema kannski 0.2cm í tærnar á Kjartan Henry að ná að pota boltanum inn!
79. mín
KR aðeins farið að bæta í sóknarþungann.
71. mín
Smá samskiptaleysi í öftustu línu KR sem spyrna boltanum útaf við miðlínu.
69. mín
Ég er alls ekkert viss um að við höfum séð síðasta rauða spjaldið í þessum leik.
68. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Harkalegt brot á Jónatan Inga.
66. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Sóknarsinnuð skipting hjá KR.
65. mín
Það er að færast hiti í leikinn.
64. mín Rautt spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Fær sitt annað gula og rautt! Rífur Pálma Rafn niður og uppsker sitt annað gula.
62. mín
Ekki mikið um að vera þessar mínúturnar í leiknum.
57. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Brot á Matta Vill.
55. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
55. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
54. mín
KR kemur boltanum í markið en eru flaggaðir rangstæðir.
53. mín
FH í flottu færi en Björn Daníel á flottan sprett og finnur Bald Loga sem á laust skot sem Beitir á ekki í neinum vandræðum með.
48. mín
Kennie Chopart með flottan sprett inn á teig FH en er stöðvaður. Vinnur þó horn en ekkert verður úr henni.
46. mín
Steven Lennon sparkar seinni hálfleikinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
+1
Kjartan Henry tekur fast skot niðri sem fer í vegginn og við það flautar Þorvaldur Árnason dómari til leikhlés.
Liðin skilja jöfn í hálfleik.
45. mín
+1
KR fær aukaspyrnu á flottum stað! Verður líklega það síðasta sem gerist í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
+1
Siglum inn í uppbótartíma, fáum auka mínútu í fyrri hálfleik.
44. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
43. mín
KR í hörkusókn en Óskar Örn kemur með frábæran bolta fyrir markið sem mér sýndist Gummi Kri ná að bjarga á síðustu stundu.
42. mín
Óskar Örn með fyrirgjöf fyrir mark FH ætlaða Kjartan Henry sem fellur við og biðlar til Þorvaldar um að fá eitthvað fyrir sinn snúð en Þorvaldur lætur ekki platast.
39. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Fyrsta gula spjald leiksins. Togar Stefán Árna niður.
37. mín
Kjartan Henry með skalla að marki FH en boltinn fer framhjá.
36. mín
Heldur rólegar síðustu mínútur hér á Meistaravöllum.
31. mín
KR með aukaspyrnu utan af velli sem þeir spyrna fyrir markið og Pámi Rafn reynir að kassa boltann niður á Kjartan Henry en FH nær að spyrna boltanum frá.
30. mín
KR kemur boltanum yfir línna en búið að flauta.
Óskar Örn reynir fyrirgjöf sem fer beint í Kennie Chopart sem tekur boltann með sér og sendir fyrir markið en Þorvaldur búin að flauta og sýndist hann vera dæma hendi á Chopart.
28. mín
Kjartan Henry fær tiltal frá dómara.
,,Hann hlustar ekkert á tiltal - Spjaldaðu hann!" heyrist úr stúkunni.
24. mín
FH í fínu færi en Steven Lennon á flottan sprett upp að endamörkum og finnur Jónatan Inga sem tíar Björn Daníel upp í hörku skot en boltinn svífur rétt yfir samskeytin. Hefði verið svaðalegt mark!
20. mín
Steven Lennon fellur við í teignum og fórnar hönum í átt að dómara en Þorvaldur Árnason hristir bara hausinn og leikurinn heldur áfram. Hárrétt metið.
15. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
MAAARK!!

KR JAFNA!!
Kristinn Jónsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið ætlaða Óskari Erni en Gunnar Nielsen kemur út og slær boltann út á Baldur Loga en Kennie Chopart vinnur af honum boltann og keyrir upp að endamörkum og á fastann bolta þvert fyrir markið sem Stefán Árni á ekki í neinum vandræðum með að stýra yfir línuna.
13. mín
KR að gera sig líklega en Pétur Viðars bjagar í horn.
12. mín
Matti Vill vinnur vel tilbaka og kemur boltanum á Jónatan Inga sem fær hraðbrautina til þess að keyra að marki KR og kemst grunsamlega nálægt markinu áður en hann á að lokum laflaust skot á markið.
8. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
MAARK!!

FH KEMST YFIR!!
Frábær hornspyrna frá Jónatan Inga sem Matti Vill skallar niður í vinsta hornið framhjá Beiti.
Verðskuldað verður að segjast!
6. mín
FH með hornspyrnu þar sem Matti Vill á skalla á fjærstöng sem Steven Lennon reynir að stanga á markið en boltinn yfir markið.
5. mín
KR keyrir upp og sækja hratt en Kennie Chopart fer illa með góða stöðu.
5. mín
FH fær fyrsta horn leiksins. Hörður Ingi með fyrirgjöf fyrir markið sem KR hreinsa í horn.
Ekkert verður hinsvegar úr horinu.
1. mín
Það eru KR sem byrja þennan leik. Kjartan Henry Finnbogason á upphafssparkið.
Fyrir leik
Bæði lið gera eina breytingu frá síðasta leik en hjá KR dettur Atli Sigurjónsson út fyrir Arnþór Inga Kristinsson og hjá FH fer Guðmann Þórisson á bekkinn fyrir Pétur Viðarsson.
Fyrir leik
Tommi eða Sá raunverulegi eins og hann hefur verið kallaður er útvarpsmaður, snappari og iPad eigandi með meiru er spámaður umferðarinnar.

KR 1 - 0 FH

Ég var harðasti FH maður landsins frá 2004-16 en ákvað svo að hætta að halda með þeim og byrja að halda með Val . Það var góð ákvörðun afþví FH sökka núna, því miður. Þrátt fyrir að hafa verið harður KR-ingur í körfunni frá 2014-19 þá tengdi ég aldrei við fótboltaliðið. Þeir loka þessu samt 1-0 með marki frá Kjartan Henry.


Fyrir leik
Þorvaldur Árnason sér um dómgæsluna í þessum leik en konum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Ragnar Þór Bender. Jóhann Ingi Jónsson verður til taks á skiltinu og þá mun Hjalti Þór Halldórsson hafa eftirlit með dómurum leiksins.


Fyrir leik
FH

Staða í deild: 6
Sigrar: 5 (36%)
Jafntefli:3 (21%)
Töp: 6 (43%)
Markatala: 20:21 (-1)

Markahæstu menn
Steven Lennon - 8 Mörk
Ágúst Eðlvald Hlynsson - 4 Mörk
Matthías Vilhjálmsson - 3 Mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 2 Mörk
Aðrir minna.

Fyrir leik
KR

Staða í deild: 5
Sigrar: 7 (46%)
Jafntefli:4 (27%)
Töp: 4 (27%)
Markatala: 24:15 (+9)

Markahæstu menn
Óskar Örn Hauksson - 4 Mörk
Pálmi Rafn Pálmason - 4 Mörk
Kjartan Henry Finnbogason - 4 Mörk
Ægir Jarl Jónasson - 2 Mörk
Kristján Flóki Finnbogason - 2 Mörk
Kennie Chopart - 2 Mörk
Guðjón Baldvinsson - 2 Mörk
Atli Sigurjónsson - 2 Mörk
Aðrir minna



Fyrir leik
Leikur þessara liða fyrr á leiktíðinni var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem hafði byrjað mótið gríðarlega vel en segja má að eftir þennan leik hafi farið að halla verulega undan fæti.
KR sigraði FH í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Ægir Jarl Jónasson og Pálmi Rafn Pálmason sáu um markaskorun KR í þeim leik.
Fyrir leik
Pepsi Max deild karla er farinn að taka á sig mynd en hún lítur svona út fyrir þessa umferð:

1. Valur 33 stig (+13)
2. Víkingur R 29 stig (+6)
3. Breiðablik 26 stig (+15)
4. KA 26 stig (+11)
5. KR 25 stig (+9)
6. FH 18 stig (-1)
7. Leiknir R 18 stig (-4)
8. Stjarnan 16 stig (-5)
9. Keflavík 16 stig (-6)
10. Fylkir 15 stig (-8)
11. HK 13 stig (-10)
12. ÍA 9 stig (-20)

Fyrir leik
Bæði lið koma inn í þennan leik særð eftir tap í síðustu umferð en heimamenn í KR heimsóttu Valsmenn á Origo vellinum á hlíðarenda en þurftu að sætta sig við 1-0 tap.

Gestirnir í FH fengu HK í heimsókn á Kaplakrika í skemmtilegum leik sem endaði þó með því að HK hafði betur 2-4 að lokum.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá stórleik KR og FH í 16.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('86)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('87)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14. Morten Beck Guldsmed
21. Guðmann Þórisson
22. Oliver Heiðarsson ('87)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson ('86)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('39)
Pétur Viðarsson ('55)
Guðmundur Kristjánsson ('55)

Rauð spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('64)