Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 10:10
Elvar Geir Magnússon
Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool
Powerade
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Nathan Ake.
Nathan Ake.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugganum verður lokað 1. september og það er ýmislegt í gangi. BBC tekur saman það helsta í slúðrinu á hverjum degi.

Newcastle býr sig undir að Liverpool leggi fram nýtt tilboð upp á 120-130 milljónir punda í sænska framherjann Alexander Isak (25). (Teamtalk)

Úlfarnir reyna að halda norska framherjanum Jörgen Strand Larsen (25) en Newcastle hefur áhuga á að kaupa hann fyrir um 60 milljónir punda. (Express and Star)

Manchester United hefur sagt Napoli að félagið sé opið fyrir láni með kaupmöguleika varðandi danska framherjann Rasmus Höjlund (22). (Fabrizio Romano)

Everton hefur áhuga á að styrkja vörn sína með því að fá hollenska varnarmanninn Nathan Ake (30) frá Manchester City. (Mail)

Manchester United vonast til að Tottenham blandist í baráttuna um argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho (21) og veiti Chelsea samkeppni. (Givemesport)

Roma gæti þurft að treysta á að umboðsmaður Jadon Sancho (25) lækki 10 milljóna evru þóknun sína, sem staðið hefur í vegi fyrir því að enski vængmaðurinn fari frá Manchester United. (Corriere della Sport)

Real Betis heldur í vonina um að fá brasilíska vængmanninn Antony (25) frá Manchester United, en ensku meistararnir þurfa að taka ákvörðun um framtíð hans. (Mail)

Tottenham hefur áhuga á franska miðjumanninum Maghnes Akliouche (23) hjá Mónakó og argentínska landsliðsmanninum Nico Paz (20) hjá Como. (Telegraph)

Tottenham skoðar einnig möguleika á því að fá franska framherjann Christopher Nkunku (27) frá Chelsea. (Teamtalk)

Nottingham Forest hefur haft samband við Aston Villa varðandi pólska bakvörðinn Matty Cash (28) og lagt fram tilboð í spænska hægri bakvörðinn Jose Angel Carmona (23) hjá Sevilla. (Mail)

West Ham hefur samþykkt að lána mexíkóska landsliðsmanninn Edson Alvarez (27) til Fenerbahce og fylgist með miðjumönnunum Romano Schmid (25) hjá Werder Bremen og Andy Diouf (22) hjá Lens. (Guardian)

Ítalska félagið Inter er bjartsýnt á að tryggja sér Diouf á fimm ára samning í viðskiptum sem gætu verið virði um 25 milljónir evra fyrir franska félagið (21,6 milljónir punda). (La Gazzetta dello Sport)

Crystal Palace hyggst reyna að skáka Everton í kapphlaupinu um enska kantmanninn Tyler Dibling (19) hjá Southampton með því að gera tilboð upp á rúmlega 35 milljónir punda. (Givemesport)

Borussia Dortmund reiknar með að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Fabio Silva (23) frá Wolves á næstu dögum. (Bild)
Athugasemdir
banner