Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Víkingur R.
2
2
KA
Viktor Örlygur Andrason '8 1-0
1-1 Rodrigo Gomes Mateo '23
Kristall Máni Ingason '45 2-1
2-2 Rodrigo Gomes Mateo '86
08.08.2021  -  17:00
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Aðstæður eru frábærar. Átján gráðu hiti, örlítil gola og léttskýjað.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: ca. 500
Maður leiksins: Rodri
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
3. Logi Tómasson ('52)
7. Erlingur Agnarsson ('56)
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
9. Helgi Guðjónsson ('52)
11. Adam Ægir Pálsson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('56)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Logi Tómasson ('35)
Viktor Örlygur Andrason ('88)
Arnar Gunnlaugsson ('91)
Halldór Smári Sigurðsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan! Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld.
92. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Braut núna á Elfari.
91. mín
Þremur mínútum bætt við!
91. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Arnar Grétarsson allt annað en sáttur við einhvern á bekknum hjá Víkingi. Mér sýndist það vera Arnar Gunnlaugs sem fékk spjaldið á bekk Víkings.
90. mín Gult spjald: Arnar Grétarsson (KA)
89. mín
Halldór Smári hendir sér í eina fullorðins í boltann og svo liggur Jakob Snær.
88. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
88. mín
KA var búið að pressa mínútrnar á undan og hafa sýnt það í þessum leik að þeir þurfa ekki mörg færi til að skora.
86. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Gestirnir jafna!
Hallgrímur Mar finnur Rodri á fjærstönginni úr aukaspyrnunni og sá spænski jafnar leikinn með skallamarki!
85. mín
KA á aukaspyrnu við vítateig Víkings.
82. mín
Einhver læti milli Helga Guðjóns og varnarmanna KA. Vilhjálmur reynir að róa menn. KA menn vilja að leikurinn haldi áfram.
82. mín
KA náði að halda fínni pressu á heimamenn en þeir ná núna aðeins að losa hana og eru með boltann.
81. mín
Jakob með flottan bolta inn á teiginn sem Doddi slær til hliðar og í innkast.
80. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Síðasta skipting KA í leiknum.
79. mín
Dusan tekur Helga niður við miðlínu. Heimamenn vilja fá að sjá spjöld á gestina.
78. mín
Kristall með fasta fyrirgjöf á Niko sem skallar yfir. Góður bolti hjá Kristalli.
77. mín
Rodri brýtur á Nikolaj við miðlínu.

Kwame fær boltann eftir aukaspyrnuna og vinnur hornspyrnu.
76. mín
Grímsi með fyrirgjöf en Atli verst vel á fjærstönginni og boltinn berst á Dodda í markinu.
76. mín
Ívar Örn í fínum séns en skallar yfir mark Víkings! Gundalach átti flotta fyrirgjöf frá hægri, boltinn berst á Ívar sem nær ekki að skalla á markið.
74. mín
Kári með skalla framhjá og liggur eftir í kjölfarið.

KA menn vilja að Kári sé dæmdur brotlegur þarna, að hann hafi togað andstæðinga sína niður.
73. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
73. mín
Rodri brýtur aftur á Kristalli, svipað og siðast.
71. mín
KA reynir að spila sig út úr öllum pressum og til þessa hefur liðinu ekki verið refsað fyrir það. Get ímyndað mér að stuðningsmenn gestanna séu á köflum stressaðir að illa fari.
68. mín
KA menn leita að jöfnunarmarki. Gengur illa að finna opnanir á vörn Víkings.
66. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
66. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
66. mín
Rodri steinhissa að hann er dæmdur brotlegur gegn Kristalli.
64. mín
Kwame gerir mjög vel og vinnur boltann af Sveini við vítateig Víkings. Þarna var KA í góðri stöðu!
60. mín
Þorri með fyrirgjöf eftir að hornspyrnan er tekin stutt. Boltinn frá Þorra yfir allan pakkann og beint afturfyrir.
59. mín
Nökkvi með tilraun yfir mark Víkings, átti skot úr teignum eftir sendingu frá Mark.

KA vinnur svo hornspyrnu skömmu síðar.
58. mín
Þorri með sprettinn upp vinstri kantinn og fer að Kára og lætur svo vaða en Kári kemst auðveldlega fyrir. Þjálfarateymi KA vill sjá Þorra keyra á Kára.

'Þú ert þrisvar sinnum fljótari'
58. mín
Atli Barkar með tilraun sem fer beint á Stubb. Um að gera að láta vaða samt.
56. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
55. mín
Viktor dæmdur brotlegur gegn Ásgeiri.
54. mín
Ábending frá lesenda. Sölvi og Haukur spiluðu auðvitað saman í landsliðinu fyrir einhverjum árum síðan.
53. mín
STUBBUR!!!

Geggjuð varsla hjá markverði KA. Helgi fær botlann frá Erlingi eftir geggjaðan sprett hjá Kristalli.

Helgi tekur vel við boltanum, á flottan snúning en Stubbur ver frábærlega.
52. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
52. mín
Flott sókn hjá KA. Ásgeir fær langan bolta frá Stubbi, gerir vel gegn Kára og sendir á Nökkva sem gefur áfram á Mark. Mark á skot eða fyrirgjöf sem fer framhjá.
50. mín
Grímsi fær boltann frá Þorra úti vinstra megin, á nokkrar snertinga og lætur svo vaða við vítateigslínuna. Skotið fer vel yfir mark Víkings.
49. mín
Mikkel reynir að finna Svein Margeir í hlaupinu innfyrir línu Víkings úti hægra megin en sendingin of löng.
48. mín
Kalli lætur Grímsa vel finna fyrir sér. KA fær innkast eftir baráttu þeirra á milli.
47. mín
Doddi hreinsar í innkast eftir sendingu frá Atla, tók enga sénsa.
46. mín
Sólin byrjaði að skína undir lok fyrri hálfleiks og heldur því áfram.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Mark Gundelach (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
45. mín
Hálfleikur
Mark Gundelach kemur sennilega inn á hjá KA í upphafi seinni hálfleiks miðað við hans upphitun.

Þá fóru þeir Sölvi og Haukur Heiðar yfir stóru málin í hálfleik, veit ekki hvaðan þeir þekkjast, kannski glímt við sömu meiðsli á ferlinum.
45. mín
Hálfleikur
45+1

Doddi hreinsar í Ásgeir sem kom í pressuna og boltinn fór svo afturfyrir. Í kjölfarið flautar Vilhjálmur til hálfleiks.
45. mín
45+1

Einni mínútu bætt við.
45. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Víkingur aftur kominn yfir!

Flott sókn hjá Víkingum upp vinsri kantinn. Kalli teiknar boltann inn á markteig KA og þar er Kristall mættur og skallar boltann í netið.
43. mín
Þorri Mar fer niður inn á vítateig Víkings eftir baráttu við Kalla. Ekkert á þetta segir Vilhjálmur dómari.
41. mín
Atli Barkar með tvær fyrirgjafir en vanrarmenn KA gera vel í að hreinsa.
40. mín
Ásgeir með hörkuskot sem Halldór Smári hendir sér fyrir og boltinn fer svo á Dodda í markinu.
39. mín
Logi dæmdur brotlegur eftir návígi við Gríma. Það vekur nákvæmlega enga lukku hjá Víkingum. Logi var kominn upp að vítateig KA.
35. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Gult fyrir dýfu!!
Þorri renndi sér inn á vítateig KA og Logi fór niður. Vilhjálmur Alvar var fljótur að taka ákvörðun og Logi mótmælir ekki mjög mikið.

Hárrétt sýnist mér miðað við öll viðbrögð.
33. mín
Grímsi reynir skot sem Júlíus kemst fyrir svo reynir Brebels skot og aftur er Júlíus fyrir. KA á horn.

Mikkel Qvist er dæmdur rangstæður eftir fyrirgjö Andra Fannars í kjölfar hornspyrnunnar.
32. mín
Þorri reynir að finna Grímsa inn á teig Víkings en Atli skilar sér vel til baka og skallar í burtu. Víkingur á svo innkast á varnarhelmingi sínum.
31. mín
Kristall við það að fá boltann inn á teignum en Nökkvi vinnur vel til baka og nær að tækla boltann afturfyrir.

Þorri skallar svo hornspyrnu Loga í burtu.
29. mín
Kalli með fyrirgjöf inn á teig KA. Niko reynir að ná til boltans en nær ekki nægilega mikilli snertingu á boltann, skallar framhjá.
27. mín
Kalli reynir skot sem Þorri kemst fyrir. Logi á svo fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann.
26. mín
Dusan brýtur á Kristalli í hröðu upphlaupi, heppinn að fá ekki spjald.
25. mín
Ásgeir liggur aðeins eftir, fékk smá högg en heldur svo leik áfram.
23. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Stoðsending: Mikkel Qvist
KA jafnar!
KA tekur hornið stutt og svo kemur fyrirgjöf frá Andra Fannari á fjærstöngina. Mikkel vinnur skallaeinvígi, Ásgeir reynir að teygja sig í boltann en boltinn berst á Rodri sem skorar í opið markið.
22. mín
Nökkvi reynir annað skot og fer þetta af varnarmanni og afturfyrir.
21. mín
Hallgrímur Mar fær boltann á milli miðju og varnar Víkinga. Grímsi á nokkrar snertingar og þræðir svo boltann á Nökkva sem á skot sem Doddi ver.
20. mín
Stubbur danasar þarna aðeins með boltann undir pressu frá Nikolaj, vel leyst hjá markverði gestanna.
19. mín
ÚFF.

Erlingur í geggjuðu færi en á of þunga snertingu á ögurstundu og KA keyrir upp í sókn. Erlingur gerði frábærlega allt þar til kom að þessari síðustu snertingu.
17. mín
Erlingur með flotta sendingu inn á Nikolaj sem lætur vaða vinstra megin úr teignum. Stubbur ver skotið í horn.

Logi tekur hornið og sendir boltann meðfram jörðinni út fyrir teiginn. Þar er Atli og hann reynir að lúðra boltanum á mark gestanna en skotið fer hátt yfir.
15. mín
Logi með fyrirgjöf sem Kristall reynir að komast í. Kristall fellur við og vill fá brot á Andra Fannar en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert. Held það sé rétt metið.
14. mín
Viktor hleypur framhjá boltanum og Logi á svo skot sem fer í Dusan í veggnum. Boltinn endar svo á Stubbi í markinu.
13. mín
Sveinn Margeir dæmdur brotlegur, Viktor Örlygur krækir í aukaspyrnu við vítateig KA! Logi ætlar að láta vaða.
10. mín
Andri Fannar með vel tímasetta tæklingu og vinnur boltann af Atla Barkar.

Skömmu síðar á Viktor sendingu ætlaða Niko inn á teiginn en sendingin aðeins of innarlega.
9. mín
KA reynir að svara strax en vörn Víkings heldur. Halldór Smári skallar í burtu fyrirgjöf Nökkva.
8. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Júlíus Magnússon
Fyrsta markið!

Góð sókn hjá Víkingi. Logi átti skot í varnarmann, heimamenn færðu boltann til vinstri þar sem Atli Barkarson kom með bolta fyrir. KA hreinsar úr teignum, beint á Júlíus sem skallar á Viktor.

Viktor á tvær snertingar til vinstri áður en hann skýtur að marki með vinstri og setur hann út við stöng í hægra markhornið.

Víkingur leiðir!
6. mín
Víkingur fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Kalli á fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og afturfyrir.

Logi með hornið en Dusan nær að hreinsa. Víkingar missa svo boltann afturfyrir og KA á markspyrnu.
3. mín
Erlingur Agnars vinnur boltann hátt á vellinum og á skot með hægri fyrir utan teig. Það ver rétt framhjá. KA menn heppnir.
2. mín
Lið KA:
Stubbur
Andri - Dusan - Mikkel - Þorri
Rodri
Sveinn - Brebels
Nökkvi - Ásgeir - Hallgrímur
1. mín
Lið Víkings:
Þórður
Kalli - Kári - Halldór - Atli
Logi - Júlús - Viktor - Erlingur
Nikolaj - Kristall
1. mín
Leikur hafinn
KA byrjar með boltann.
Fyrir leik
Fyrir leik var Nikolaj Hansen verðlaunaður fyrir að vera besti leikmaður annars þriðjungs í deildinni. Nikolaj er markahæstur í deildinni með 13 mörk.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. KA spilar í gulum treyjum og bláum stuttbuxum. Víkingur í rauðum og svörtum treyjum og svörtum stuttbuxum.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik. Aðstæður eru frábærar. Átján gráðu hiti, örlítil gola og léttskýjað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár:

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir fjórar breytingar frá 4-0 tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Pablo Punyed tekur út leikbann og Nikolaj Hansen snýr úr leikbanni. Þá koma þeir Logi Tómasson, Halldór Smári Sigurðsson og Karl Friðleifur Gunnarsson inn í liðið. Sölvi Geir Ottesen, Helgi Guðjónsson og Kwame Quee taka sér sæti á bekknum.

Arnar Grétarsson. þjálfari KA, gerir tvær breytingu frá sigrinum gegn Keflavík í síðustu umferð. Jonathan Hendrickx er farinn heim til Belgíu og inn í hans stað kemur Andri Fannar Stefánsson. Þá byrjar Nökkvi Þeyr í stað Elfars Árna Aðalsteinssonar sem byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Mikið undir í Evrópubaráttunni

Efstu tvö liðin í deildinni fara í Evrópukeppni næsta sumar. Möguleiki er á því að þriðja sætið fari líka í Evrópu ef annað af efstu tveimur liðunum vinnur bikarinn. Öll toppliðin komust í 16-liða úrslit bikarsins nema Breiðablik.
Fyrir leik
Víkingur vann fyrri leik liðanna

Víkingur vann fyrri leik liðanna á Dalvíkurvelli í maí. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins en Hallgrímur Mar Steingrímsson klikkaði á vítaspyrnu fyrir KA í uppbótartíma til að jafna leikinn.
Fyrir leik
Tommi spáir jafntefli
Tómas Steindórsson er spámaður umferðarinnar. Hann spáir 1-1 jafntefli í þessum leik.

X þarna er það sem ég kalla 100% bet. Það kemur ekkert annað til greina. KA kemst yfir með marki frá Hallgrími Mar en Helgi Guðjóns bróðir Arnars Guðjóns þjálfara Stjörnunnar í körfubolta jafnar. Flottir þeir bræður en samt er þriðji bróðirinn, Hilmar Guðjóns, flottastur.
Fyrir leik

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Gunnar Jarl Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ og Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari.
Fyrir leik
KA á skriði
KA hefur unnið þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. KA vann 2-1 gegn Keflavík í síðasta leik.

Víkingur hefur náð í 10 stig úr síðustu fimm leikjum. Í síðasta leik tapaði liðið 4-0 gegn Breiðabliki á útivelli.
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Víkingur er í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals.

KA er með 26 stig og á leik til góða á Víking og Val. KA er í 4. sæti fyrir leiki umferðarinnar.
Fyrir leik
Pablo er í banni
Pablo Punyed fékk að líta sitt fjórða gula spjald í sumar gegn Breiðabliki og tekur út leikbann í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Víkings og KA í Pepsi Max-deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Víkingsvelli.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('73)
14. Andri Fannar Stefánsson ('46)
20. Mikkel Qvist
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('80)
27. Þorri Mar Þórisson ('66)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('66)

Varamenn:
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Ívar Örn Árnason ('66)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('73)
26. Mark Gundelach ('46)
29. Jakob Snær Árnason ('80)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('66)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Arnar Grétarsson ('90)

Rauð spjöld: