Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Keflavík
1
1
Fylkir
0-1 Orri Hrafn Kjartansson '14
Oliver Kelaart '81 1-1
08.08.2021  -  19:15
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæg sunnangola, skýjað og hiti um 16 gráður
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Nacho Heras
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('8)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams ('78)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('63)
86. Marley Blair ('78)

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson ('8)
9. Adam Árni Róbertsson
10. Dagur Ingi Valsson ('63)
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky ('78)
98. Oliver Kelaart ('78)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín og bæði hundfúl með það.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Föst fyrirgjöf frá vinstri inn á teig Fylkis siglir framhjá öllum í teignum. Vantaði bara ákveðni.
91. mín
Orri Sveinn í dauðafæri í teignum eftir aukaspyrnu en setur boltann framhjá.
90. mín
Uppbótartími er 3 mínútur.
89. mín
Þórður á sprettinum en Sindri mætir honum og nær til boltans.
89. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir)
Lét Sindra Þór heyra það þegar Sindri kveinkaði sér í grasinu.
87. mín
Þórður aftur en í þetta sinn skot úr góðri stöðu beint á Sindra.
87. mín
Þórður Gunnar með skalla í stöngina!!!!!!!

Sindri hreyfði hvorki legg né lið.
85. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Jordan Brown (Fylkir)
85. mín
5 mínútur til stefnu. Fáum við sigurmark.
81. mín MARK!
Oliver Kelaart (Keflavík)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
Oli Torres er að jafna!!!!!!

Darraðadans í teig Fylkis og Oli fyrstur að átta sig í þvögunni sem myndast og skóflar boltanum í netið.

Aron Snær hreinlega missir boltann fyrir fætur Torres sem þakkar pent fyrir sig.

Held hreinlega að þetta sé hans fyrsta snerting á boltann.
78. mín
Inn:Oliver Kelaart (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
78. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
78. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
77. mín
Gibbs gerir vel að finna Blair í teignum en skot hans úr ágætri stöðu beint á Aron.
75. mín
Heimamenn áfram að sækja meira en eru ekki að ná að skapa sér neitt. Fylkismenn þolinmóðir og sitja til baka og líður bara vel. Eiga þó sínar sóknarlotur líka.
69. mín
Stál í stál þessa stundina.

Keflavík að freista þess að sækja en komast lítt áleiðis.
65. mín
Ari Steinn sleppur í gegn hægra meginn en Aron mætir honum og ver glæsilega i horn.
63. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
63. mín
Inn:Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fylkir) Út:Ragnar Sigurðsson (Fylkir)
Fylkismenn klappa sínum manni lof í lófa og syngja. Stöndum upp fyrir geitinni.
62. mín
Frábært spil Fylkis inn á teig Keflavíkur og boltinn lagður fyrir Orra Hrafn sem nær góðu skoti en Sindri ver í horn.

Gestirnir að taka yfir leikinn á ný?
57. mín
Arnór Borg fyrir því sem næst opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt ná Keflvíkingar að henda sér fyrir skot hans af 50 cm færi og boltinn yfir markið.
55. mín
Fylkir fær horn.
53. mín
Smá pressa Keflavíkur og fá þeir annað horn. Byrjað þennan hálfleik betur.

Dæmdir brotlegir eftir hornið.
51. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
49. mín
Marley með bylmingsskot að marki Fylkis en Aron fær hann hreinlega bara í sig. Það fast að ögn til hliðar og hann hefði ekki átt séns.
47. mín
Nacho Heras með skalla að marki eftir aukaspyrnu en kraftlaus og beint á Aron.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Liðin skipta um vallarhelming eins og vera ber og gestir byrja með boltann. Bæta Fylkismenn við eða koma Keflvíkingar til baka. Komumst að því eftir 45 mínútur í viðbót.
45. mín
Hálfleikur
Fylkir leiðir hér í hálfleik og það sanngjarnt held ég. Komu af krafti inn í leikinn og uppskáru gott mark. Heimamenn aðeins náð vopnum sínum eftir því sem liðið hefur á leikinn en ekki tekist að ógna marki Fylkis að ráði.
45. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Fylkir)
50-50 bolti en Raggi bara aðeins of seinn og fer af krafti í Sindra Þór.
41. mín
Helgi Valur!!!!!!

Aleinn inn í markteig eftir frábæran sprett Dags en setur boltann framhjá af miög mjög mjög stuttu færi.

Hittir boltann hreilega ekki.
41. mín
Helgi Valur með geggjaða sendingu innfyrir á Ragnar Braga sem hendir sér niður við smávegis snertingu. Elías lætur sér fátt um finnast og áfram með leikinn.
40. mín
Virkilega gott spil Keflavíkur upp völlinn endar með sendingu inn á teiginn á Blair sem er í frábærri stöðu en flaggið fer á loft.

Heimamenn að færast nær?
38. mín
Jordan Brown með skot en yfir mark Keflavíkur.
37. mín
Davíð Snær með fínt upphlaup en skot hans framhjá marki Fylkis.
34. mín
Keflavík aðeins að vinna sig inn í leikinn en betur má ef duga skal. Fylkir enn með ágætt tak á leiknum.
30. mín
Marley Blair fer niður í teignum og biður með vonaraugum um víti. Elías er ekki á sama máli og rekur hann á fætur og áfram með leikinn.

Horfði á endursýningu og ég er bara ekki frá því að Marley hafi eitthvað til síns máls. Orri Sveinn hvergi nálægt boltanum og fer klárlega af krafti í Marley.
26. mín
Dagur í dauðafæri eftir undirbúning Ragnars Braga og Brown en boltinn í varnarmann og afturfyrir. Fylkir með horn
24. mín
Dagur Dan með lúmskt skot frá vítateigslínu en Sindri gerir vel í að verra. Fylkismenn halda boltanum.
23. mín
Fylkismenn sækja, Arnór Borg með fyrirgjöf en boltinn endar afturfyrir eftir skalla. Markspyrna.
21. mín
Ragnar Bragi hársbreidd frá því að skora stórglæsilegt sjálfsmark en Aron með frábæra markvörslu!

Langur bolti fram sem Ragnar ætlaði að hreinsa viðstöðulaust en nánast búinn að setja hann í vinkilinn á eiginn marki.
20. mín
Verið mikið tempó í leik Fylkis fyrstu 20 mínúturnar og Keflavíkurliðið í miklu basli með að halda í við þá.

Keflavík vinnur þó hér hornspyrnu.
17. mín
Brown fer illa með Frans Elvarson úti hægra meginn, nær fínni fyrirgjöf en Nacho bjargar í horn á síðustu stundu.
14. mín MARK!
Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan fær boltann úti vinstra meginn eftir góða baráttu Jordan Brown. Setur boltann fast inn á teiginn þar sem Orri tekur við honum tekur eina snertingu og leggur boltann í netið fram hjá Sindra í marki Keflavíkur.
12. mín
Marley Blair sækir horn fyrir Keflavík

En ekkert verður úr horninu.

Mikill hraði í leiknum en engin almennileg færi litið dagsins ljós.
11. mín


Það er eitthvað fallegt við að sjá Ragga aftur í appelsínugulu
10. mín
Marley Blair með fyrstu tilraun Keflavíkur. Leikur inn á völlinn frá vinstri en skot hans beint á Aron.
8. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Magnús lokið leik.
6. mín
Magnús Þór liggur aftur og virðist ekki vera í lagi. Grunar sterklega að hann hafi lokið leik hér í dag.
4. mín
Raggi snýr á Kian Williams og stuðningsmenn Fylkis fagna vel og innilega.
2. mín
Magnús Þór fyrirliði Keflavíkur steinliggur eftir hornið. Fékk boltann af stuttu færi beint í pönnuna.
1. mín
Unnar með skot utan af velli sem virkar alveg skelfilegt enda hitti hann boltann engan veginn. Boltinn fer þó í háum boga inn að marki og Sindri neyðist til að slá hann í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Aðstæður

Það eru fyrirmyndaraðstæður í Keflavík til þess að bjóða upp á fótbolta. Hægur vindur, skýjað og um 16 gráðu hiti. Völlurinn lítur líka bara nokkuð vel út.
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Stóru fréttirnar úr byrjunarliðum liðanna eru þær að Ragnar Sigurðsson er í byrjunarliði Fylkis í fyrsta sinn síðan hann sneri aftur í Árbæinn á dögunum. Annars gera Fylkismenn tvær breytingar frá liðinu sem gerði 0-0 jafntefli gegn Leikni á dögunum. Daði Ólafsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson víkja fyrir þeim. Ragnari og Jordan Brown.

Keflvíkingar eru óbreyttir frá liðinu sem tapaði 2-1 gegn KA á Akureyri á dögunum
Fyrir leik
Tíóið

Elías Ingi Árnason fer með leikstjórn á HS-Orkuvellinum í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Fjórði dómari er Arnar Ingi Ingvarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir

33 leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og hallast tölfræðin til gestanna.


10 sigrar hafa falli í skaut heimamanna í Keflavík, 8 leikjum hefur lokið með jafntefli og alls 15 sinnum hefur Fylkir haft sigur. Markatalan er 44-61

Fyrri leik liðanna í Árbæ þetta sumarið lauk með 4-2 sigri Fylkis en áhugasamir geta nálgast skýrslu Fótbolta.net um leikinn hér
Fyrir leik
Keflavík

Keflavík hefur sogast af alvöru niður í botnbaráttuna í deildinni að undanförnu. Sigur HK á FH eftir tap Keflavíkur gegn KA á Akureyri galopnaði fallbaráttunna og þurfa Keflvíkingar að bíta í skjaldarendur og sækja stig ætli þeir sér ekki að sogast niður í enn meiri vandræði.
Leikur liðsins þetta sumarið hefur verið allt eða ekkert en jafntefli hafa ekki verið algeng úrslit í leikjum Keflavíkur og aðeins einu sinni hefur leikur liðsins endað jafn en það var í 2-2 jafntefli gegn botnliði ÍA á Akranesi.



Fyrir leik
Fylkir

Gestirnir úr Árbæ sitja fyrir leik kvöldsins í 10.sæti deildarinnar tveimur stigum á undan liði HK sem situr í 11. og næst neðsta sæti. HK mætir botnliði ÍA í kvöld og fari allt á versta veg fyrir Fylkismenn gætu þeir endað kvöldið í fallsæti. Það má því gera ráð fyrir því að gestirnir mæti vel gíraðir til leiks staðráðnir í því að spyrna sér aðeins frá botnliðunum.

Það sem flestir bíða spenntir eftir að sjá er líklega hvort Ragnar Sigurðsson muni spila sinn fyrsta leik eftir endurkomu í Fylki. Miðvörðurinn sterki var í leikmannahópi Fylkis í 0-0 jafntefli gegn Leikni á dögnum en kom ekki við sögu. Það gæti þó kitlað enn frekar á taugarnar hjá Ragnari að fá að spila að síðasta mark sem hann skoraði fyrir Fylki kom gegn Keflavík fyrir rétt tæpum 15 árum síðan. Því má líka bæta við að helmingur marka Ragnars í deild og bikar fyrir Fylki hefur komið gegn Keflavík en hann hefur gert tvö mörk alls í þeim keppnum.




Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Fylkis í 16.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('78)
9. Jordan Brown ('85)
22. Dagur Dan Þórhallsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
25. Ragnar Sigurðsson ('63)
28. Helgi Valur Daníelsson
72. Orri Hrafn Kjartansson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson ('78)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson ('63)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('85)
17. Birkir Eyþórsson
21. Malthe Rasmussen
77. Óskar Borgþórsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Ragnar Sigurðsson ('45)
Dagur Dan Þórhallsson ('89)

Rauð spjöld: