SaltPay-völlurinn
þriðjudagur 17. ágúst 2021  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 13 gráður og smá úði
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Karen María Sigurgeirsdóttir
Þór/KA 1 - 0 Tindastóll
1-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('19)
1-0 Shaina Faiena Ashouri ('90, misnotað víti)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
5. Steingerður Snorradóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Margrét Árnadóttir
8. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy ('90)
21. Shaina Faiena Ashouri
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir
20. Arna Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('90)
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir

Liðstjórn:
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Anna Catharina Gros
Jakobína Hjörvarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Jóhann Þór Hólmgrímsson
90. mín Leik lokið!
Leik lokið! Gríðarlega mikilvægur sigur Þór/KA! Viðtöl og skýrsla koma inn í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
Þór/KA fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA)

Eyða Breyta
90. mín Misnotað víti Shaina Faiena Ashouri (Þór/KA)
SETUR BOLTANN Í SLÁNNA!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll )
VÍTI!

Kristrún tekur Colleen niður!
Eyða Breyta
89. mín
Margrét flikkar boltanum á Karen Maríu og hún klárar færið vel en hún er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
86. mín
Nadejda Colesnicenco með slaka tilraun fyrir utan teig beint í fangið á Hörpu.
Eyða Breyta
83. mín
MURIELLE Í DAUÐAFÆRI!

Fyrirgjöf úr aukaspyrnu, boltinn dettur fyrir fætur Murielle sem stendur inn í markteignum en tekst að skófla boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
82. mín
Murielle með fyrirgjöf sem Harpa reynir að kýla frá, boltinn fer ekki langt en hún heppin að enginn leikmaður Tindastóls var nálægt.
Eyða Breyta
81. mín
Hulda Bj0rg með fínan skalla framhjá.
Eyða Breyta
80. mín
Þór/KA fá hornspyrnu. Shaina og Colleen að ógna vörn Tindastóls með hraða sínum. Stólarnir gera vel.
Eyða Breyta
79. mín
Slök fyrirgjöf sem endar í hliðarnetinu.
Eyða Breyta
78. mín
Þór/KA fá aukaspyrnu á hægri.
Eyða Breyta
74. mín
Bjartsýnisskot hjá Murielle sýndist mér, af löngu færi beint í fangið á Hörpu.
Eyða Breyta
69. mín
Kristrún er komin aftur inná eftir smá aðhlynningu utanvallar.
Eyða Breyta
66. mín
Leikurinn er stopp. Margrét fór heldur hátt með fótinn í Kristrúnu maríu sem liggur eftir.
Eyða Breyta
63. mín Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll ) Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Tindastóll )

Eyða Breyta
62. mín
Murielle með fyrirgjöf alltof innarlega og engin vandræði fyrir Hörpu.
Eyða Breyta
58. mín
Stórkostleg skyndisókn hjá Þór/KA. Boltinn endar hjá Kareni Maríu. Í frábæru færi en hún hittir ekki á markið.
Eyða Breyta
57. mín
Tindastóll fær hornspyrnu, Arna misreiknar boltann eitthvað og hann fer til Hugrúnar, hún reynir fyrirgjöfina en Arna bjargar í horn.
Eyða Breyta
53. mín
Amber með slaka hreinsun beint í fætur Margrétar sem á skotið en María Dögg kemst fyrir boltann.
Eyða Breyta
52. mín
Ekkert varð úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
52. mín
Góð sending frá Margréti innfyrir á Colleen, hún nær ekki nógu góðu valdi á boltanum en vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
49. mín
Þór/KA koma boltanum frá í bili. Tindastóll halda boltanum, fyrirgjöf sem Murielle skallar beint á Hörpu.
Eyða Breyta
48. mín
Tindastóll mæta ákveðnar til leiks í síðari hálfleik. Fá horn núna.
Eyða Breyta
47. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Arna tekur Murielle niður, stuðningsmenn Tindastóls ekki sáttir, það var ekkert fólskulegt við þetta brot.
Eyða Breyta
46. mín Nadejda Colesnicenco (Tindastóll ) Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Tindastóll gerir eina breytingu í leikhléinu.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur. Heimakonur fara með 1-0 forystu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Shaina með sendingu á Sögu Líf sem átti frábæran snúning en skotið vel yfir markið.
Eyða Breyta
41. mín
Fyrirgjöf meðfram jörðinni alla leið á miðjan vítateiginn. Tindastóll ná að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
41. mín
Arna aftur með skallann. Vel varið frá Amber í horn, það þriðja í röð.
Eyða Breyta
40. mín
Arna Sif í baráttunni eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu. Þór/KA fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
38. mín
Boltinn fer yfir allan pakkann og afturfyrir hinumegin.
Eyða Breyta
36. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
32. mín
Shaina skyndilega kominn í gott færi. Kristrún í vandræðum í vörninni en Shaina með slakt skot framhjá markinu.
Eyða Breyta
31. mín
Flottur sprettur hjá Murielle, fer auðveldlega framhjá Huldu Björg og á skotið beint á Hörpu sem kýlir boltann aftur á Murielle en Þór/KA ná að hreinsa frá.
Eyða Breyta
30. mín
Colleen og Amber í baráttunni. Flott úthlaup hjá Amber, nær að tækla boltann frá rétt á undan Colleen í boltann.
Eyða Breyta
24. mín
Harpa fer í úthlaup og verður fyrir einhverju hnjaski. Hún stendur fljótt upp og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
23. mín
Karen María með fína fyrirgjöf en Amber gerir vel í að kýla boltann frá áður en Margrét kæmist í boltann.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
MAAARK!

Karen María skorar með laglegu skoti fyrir utan teiginn.. Fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig þarna. Þór/KA komnar með forystuna. 1-0!
Eyða Breyta
15. mín
Shaina með skot beint á Amber í marki Tindastóls.
Eyða Breyta
12. mín
Þór/KA skalla frá en Tindastóll nælir í aðra hornspyrnu. Harpa grípur fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
11. mín
Tindastóll fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
7. mín
Colleen með skot rétt fyrir utan vítateiginn og boltinn fer í tvo varnarmenn Tindastóls áður en Amber grípur boltann örugglega.
Eyða Breyta
5. mín
Þór/KA stjórnar leiknum hér í upphafi. Eru þó ekki að skapa sér neitt.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þór/KA byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Þór/KA er með óbreytt lið frá 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ í síðustu umferð. Steingerður Snorradóttir sem er fædd árið 2005 byrjar annan leikinn sinn í röð.

Tindastóll gerir eina breytingu á sínu liði frá 3-1 tapi gegn Breiðablik á heimavelli í síðustu umferð Dominiqe Evangeline Bond-Flasza kemur inn í liðið, Bergljót Ásta Pétursdóttir sest á bekkinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það var mikil dramatík í leik liðanna á Sauðárkróki fyrr í sumar. Murielle Tiernan kom Stólunum yfir en Sandra Nabweteme, sem nú er farin á lán í FH, kom inná sem varamaður á 69. mínútu jafnaði tveimur mínútum síðar og skoraði sigurmarkið með síðustu snertingu leiksins á 94. mínútu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tindastóll hefur náð tveimur góðum og mikilvægum sigrum í síðustu fimm leikjum, gegn Stjörnunni og Fylki. Töp gegn Þrótti, ÍBV og Breiðablik. Liðið er í 9. sæti með 11 stig og á leik til góða á Þór/KA og getur því komist í fína stöðu með sigri hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA er í 7. sæti með 15 stig eftir 14 umferðir. Liðið hefur verið í erfiðu programmi að undanförnu en liðinu hefur ekki tekist að vinna í 5 síðustu leikjum. Tap gegn Val og jafntefli gegn ÍBV, Selfossi, Breiðablik og Stjörnunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin. Hér verður bein textalýsing frá leik Þór/KA og Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna. Algjör sex stiga leikur. Leikurinn fer fram á SaltPay Vellinum á Akureyri og hefst kl 18:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
2. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('63)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
8. Laura-Roxana Rus
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('46)
17. Hugrún Pálsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('63)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
16. Eyvör Pálsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
29. Nadejda Colesnicenco ('46)

Liðstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Svavar Viktorsson
Árný Lilja Árnadóttir
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Konráð Freyr Sigurðsson

Gul spjöld:
Kristrún María Magnúsdóttir ('90)

Rauð spjöld: