Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Þróttur R.
2
2
Fram
Róbert Hauksson '4 1-0
1-1 Alexander Már Þorláksson '24
1-2 Þórir Guðjónsson '56
Sam Hewson '90 2-2
24.08.2021  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Næstum því upp á tíu!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Franko Lalic (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
3. Teitur Magnússon
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Sam Hewson (f)
11. Kairo Edwards-John ('69)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('63)
20. Andi Hoti
21. Róbert Hauksson
23. Guðmundur Friðriksson ('63)
26. Viktor Elmar Gautason ('69)

Varamenn:
3. Stefán Þórður Stefánsson
9. Sam Ford ('63)
9. Hinrik Harðarson ('69)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('63)
14. Lárus Björnsson ('69)
22. Kári Kristjánsson

Liðsstjórn:
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Jens Elvar Sævarsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Henry Albert Szmydt

Gul spjöld:
Sam Hewson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var síðasta spyrna leiksins. Lokatölur 2-2 í þessum leik.

Þróttur er sjö stigum frá öruggu sæti? Er möguleiki? Ég veit það ekki. Það verður erfitt. Þessi úrslit hafa ekki mikla þýðingu fyrir Fram. Þeir eru áfram á toppnum með gott forskot.
90. mín MARK!
Sam Hewson (Þróttur R.)
VÁÁÁÁÁÁ
Þróttur fær aukaspyrna af 20-25 metrunum. Síðasti séns?

Sam og Sam standa yfir boltanum. Það er Hewson sem tekur spyrnuna.

Hewson lætur vaða á markið og boltinn syngur í netinu; sláin, inn! Frábær spyrna!!
90. mín
Þróttur reynir langt innkast. Það skapast smá darraðadans í kjölfarið en Fram nær að koma hættunni frá. Svo aftur langt innkast og aukaspyrna dæmd.
90. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
89. mín
Langur bolti upp á Ford. Hann nær að koma sér í skotfæri en setur boltann yfir markið.

Ég man ekki til þess að Þróttarar hafi náð að reyna á Ólaf hér í dag. Fyrir utan auðvitað markið sem þeir skoruðu.
88. mín
Sam Hewson með langan bolta inn á teiginn. Guðmundur nær skallanum en hann er laflaus og auðvelt fyrir Ólaf að grípa.
84. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
84. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
81. mín
Alexander í DAUÐAFÆRI til að ganga frá þessum leik en Franko Lalic ver mjög vel frá honum.
81. mín
Mér finnst Þróttarar ekki líklegir til að jafna þennan leik.
78. mín
Lárus með flottan sprett! Núna fær Þróttur hornspyrnu. Skapast ekki mikil hætta upp úr henni.
76. mín
Þórir á geggjaða sendingu inn fyrir á Albert sem er við það að komast í mjög góða stöðu. Þróttarar verjast ágætlega og Fram fær hornspyrnu. Þróttarar verjast þá enn betur og koma boltanum í burtu.
74. mín
Leikurinn er að opnast aðeins. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fleiri mörk.
71. mín
Fred kemst í skotfæri en setur boltann yfir markið.
71. mín
Þróttur blæs til sóknar.
69. mín
Inn:Hinrik Harðarson (Þróttur R.) Út:Viktor Elmar Gautason (Þróttur R.)
69. mín
Inn:Lárus Björnsson (Þróttur R.) Út:Kairo Edwards-John (Þróttur R.)
69. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fred fór í tæklingu og meiddi sig.
66. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Fram) Út:Kyle McLagan (Fram)
66. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Fram) Út:Danny Guthrie (Fram)
65. mín
Enn og aftur á Kairo fyrirgjöf sem endar aftur fyrir.
63. mín
Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
63. mín
Inn:Sam Ford (Þróttur R.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.)
62. mín
Það eru breytingar í vændum hjá Þrótti.
59. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á ágætum stað. Kairo og Sam Hewson standa yfir boltanum hér mun væntanlega koma fyrirgjöf.

Kairo setur boltann fyrir en sendingin aftur fyrir endamörk. Þetta hefur ekki alveg verið leikurinn hans Kairo í kvöld.
58. mín
Tveir Framarar liggja í grasinu. Aron Þórður fékk höfuðhögg og Kyle virðist vera með krampa.
57. mín Gult spjald: Sam Hewson (Þróttur R.)
Fyrirliði Þróttar pirraður.
57. mín
Þórir skorar!

56. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MARK!!!
Gestirnir eru komnir yfir.

Albert á fyrirgjöf sem Þórir nær að skalla að marki. Franko var í boltanum en það var ekki nægilega mikið; boltinn lekur inn.
55. mín
Kairo fer yfir á hægri fótinn og lætur vaða. Skot hans er hins vegar auðvelt fyrir Ólaf.
53. mín
Framarar vilja hendi en Vilhjálmur dæmir frekar horn. Gestirnir ekki sáttir. Ég sá þetta ekki nægilega vel en viðbrögðin voru mikil.
52. mín
Þeir standa fjórir yfir boltanum. Albert tekur spyrnuna og hún er föst. Róbert gerir hins vegar mjög vel og kemur sér fyrir. Fórnar sér fyrir málstaðinn!
51. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað. Sam brýtur á Albert, fór of hátt með fótinn. Kemur mér á óvart að það fari ekki gult spjald á loft þarna.
49. mín
Þessi seinni hálfleikur er að fara frábærlega af stað. Núna á Kairo fínt skot sem Ólafur nær að verja og halda.
48. mín
Þórir með skot við vítateigslínuna en það er frekar auðvelt viðureignar fyrir Franko Lalic.
47. mín
Þróttur fær núna hornspyrnu. Kairo tekur stutt og setur boltann svo aftur fyrir endamörk.

Ætla rétt að vona að þetta hafi ekki verið beint af æfingasvæðinu.
47. mín
Sá ekki alveg af hverjum boltinn fór. Lalic varði frábærlega.

46. mín
ALVÖRU varsla!
Fram byrjar seinni hálfleikinn á að fá hornspyrnu. Albert tekur.

Góður bolti, finnur samherja og boltinn á markið. FRANKO LALIC VER STÓRKOSTLEGA!
46. mín
Leikur hafinn
Komið aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Liðin að mæta aftur til leiks.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks.

Þróttur byrjaði vel og náði marki inn snemma. Það tók Fram nokkurn tíma að vinna sig inn í leikinn en eftir því sem leið á hálfleikinn þá gerðu þeir það meira og meira. Svo kom jöfnunarmarkið. Fram hefur verið að pressa eftir öðru marki síðustu mínútur en það hefur ekki enn dottið.

Miði er möguleiki fyrir Þrótt. Þeir eru enn inn í leiknum og verða að nýta sér það. Útlitið er dökkt fyrir þá í fallbaráttunni.
44. mín
Fáum við mark fyrir hálfleiksflautið?
43. mín
Leikur Selfoss og Aftureldingar endaði 3-0 fyrir Selfoss.
42. mín
Fred með góðan bolta inn á teiginn. Kyle nær skallanum en fram hjá. Fram er að þjarma að Þrótturum!
41. mín
Skemmtileg tilraun!
Albert með skemmtilegra tilraun. Hann er næstum því við endalínuna en lætur bara vaða á markið. Franko var ekki alveg með þetta en blakar boltanum fram hjá markinu.

Haraldur Einar gerði frábærlega í að finna Albert í aðdragandanum.
40. mín
Fram miklu líklegri til að komast yfir.
40. mín
Ágætis tilraun hjá Aroni fyrir utan teig, en skotið yfir markið.
39. mín
Vel varið Franko!

Fram vinnur boltann. Guthrie spilar Fred í gegn en Franko kemur vel út úr markinu og lokar.
38. mín
Þórir fær boltann af 25-30 metrunum. Lætur vaða! Franko var ekki alveg nægilega vel staðsettur en er fljótur að koma sér í stöðu og handsamar boltann.
37. mín
Það er geggjuð stemning!
35. mín
Verð að gefa stuðningsmönnum Þróttar mikið hrós. Þeir hafa sungið allan leikinn og eru að vinna baráttuna í stúkunni.
34. mín
Þróttur vinnur boltann nokkuð hátt á vellinum. Kairo fær hann, en Aron Þórður sinnir varnarvinnunni gríðarlega vel og vinnur boltann aftur með löglegum hætti í þann mund er Kairo var að komast í hættulega stöðu.
31. mín
Fred fær boltann frá Haraldi úti vinstra megin. Hann fer yfir á hægri fótinn og á skot við vítateigslínuna. Skotið nokkuð hættulegt en fer aftur fyrir endamörk. Fred biður um hornspyrnu en fær ekki.
30. mín
Fram fær hornspyrnu. Albert skokkar út að hornfána og spyrnr svo boltanum inn á teig. Setur boltann á nærstöngina þar sem Þórir kemur askvaðandi. Hann á skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Önnur hornspyrna!

Svo tekur Albert spyrnu sem ratar ekki inn á teiginn. Beinustu leið aftur fyrir endamörk.
27. mín
Selfoss var að komast í 3-0!
25. mín
Alexander skoraði fyrir Fram!

24. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
MARK!!!
Haraldur fær tíma til að koma boltanum fyrir af vinstri kantinum. Þórir missir af fyrirgjöfinni en Alexander gerir það ekki. Fyrsta tilraun hans fer í varnarmann en boltinn fer aftur til hans. Hann klikkar ekki í annarri tilraun; sláin inn.

Staðan orðin jöfn í Laugardalnum.
23. mín
Framarar ekki að ná að opna Þróttaravörnina mikið enn sem komið er.
21. mín
Róbert hleypur upp völlinn og reynir sendingu fyrir, en sendingin er arfaslök. Fram nær að bægja hættunni frá.
19. mín
Danny Guthrie með huggulega sendingu inn í teiginn á Þóri. Hann setur boltann svo fyrir þar sem Alexander kemur á ferðinni og á skot í varnarmann, og rétt fram hjá.

Fram fær hornspyrnu. Þeir taka stutt og fá svo aðra hornspyrnu. Þá setur Fred boltann inn á teiginn. Sam Hewson vinnur baráttan og Þróttarar geysast upp í skyndisókn.
18. mín
Aukaspyrna inn á teiginn. Ratar beint á hausinn á Kyle en skalli hans er yfir markið. Mjög pirraður út í sjálfan sig að hafa ekki náð að setja þetta á markið.
15. mín
Hlynur Atli, fyrirliði Fram, reynir skot að marki rétt fyrir utan teig. Lalic skutlar sér á eftir boltanum sem fer fram hjá markinu.
15. mín
Fram fær hornspyrnu. Danny Guthrie tekur spyrnuna stutt og svo kemur bolti fyrir. Þróttarar gera vel og skalla í burtu.
12. mín
Franko Lalic með frábæra vörslu er skalli kom að marki eftir aukaspyrnu. Rangstaða dæmd en samt sem áður var þetta mjög flott varsla!
10. mín
Það er að myndast mjög góð stemning í stúkunni. Stuðningsmenn beggja félaga láta vel í sér heyra!
9. mín
Þróttur að hóta öðru marki. Eiríkur á mjög fína fyrirgjöf en það nær enginn að setja höfuð né fót í boltann.
6. mín
Lið Fram (4-4-2):
Ólafur
Matthías - Hlynur - Kyle - Haraldur
Alexander - Danny - Aron Þórður - Fred
Albert - Þórir
5. mín
Róbert kemur Þrótti yfir!

4. mín MARK!
Róbert Hauksson (Þróttur R.)
Stoðsending: Viktor Elmar Gautason
MARK!!!!!
Þróttarar eru komnir yfir!!

Viktor Elmar með boltann við hægra vítateigshornið. Róbert á gott hlaup og Viktor nýtir sér það. Róbert klárar mjög vel og kemur heimamönnum yfir.

Þetta er óvænt!
3. mín
Lið Þróttar (4-2-3-1):
Franko
Eiríkur - Teitur - Atli - Guðmundur
Andi - Sam
Viktor - Gunnlaugur - Kairo
Róbert
1. mín
DAUÐAFÆRI!

Mistök í vörn Þróttar og Þórir Guðjóns í góðu skotfæri en Franko Lalic sér við honum. Fred gerir sig klárann í því að sparka boltanum í markið í kjölfarið en rennur áður en hann nær skoti.

Þróttarar heppnir að lenda ekki undir á upphafssekúndum leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þá keyrum við þetta í gang. Leikur sem Þróttur verður að vinna.

Guðmundur Friðriksson fær blómvönd fyrir leik. Hann spilar sinn 100. leik fyrir Þrótt í dag. Óskum honum til hamingju með það.


Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Framarar í stúkunni láta vel í sér heyra og klappa fyrir sínu liði, sem leikur í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.
Fyrir leik
Gary Martin að koma Selfossi í 2-0 þannig að útlitið er orðið ansi dökkt fyrir Þróttara. Þeir þurfa á sigri að halda í dag.
Fyrir leik
Smá tölfræðimoli rétt fyrir leik. Fram hefur spilað átta leiki í sumar og unnið þá alla. Markatala liðsins í þessum átta leikjum: 16-0.

Verður Þróttur fyrsta heimaliðið til að skora gegn Fram í sumar?
Fyrir leik
15 mínútna viðvörun
Fyrir leik
TÍÐINDI!
Gary Martin var að koma Selfossi yfir gegn Aftureldingu. Það er hálfleikur á Selfossi. Ef það endar þannig, þá er Þróttur átta stigum frá öruggu sæti!


Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN:
Liðin eru mætt út á völl og byrjunarliðin eru klár.

Þróttur gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapleiknum gegn Grindavík. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, Andi Hoti og Viktor Elmar Gautason koma inn í byrjunarliðið fyrir Alberto Carbonell Gomariz, Baldur Hannes Stefánsson og Hinrik Harðarson.

Hjá Fram kemur Danny Guthrie inn í byrjunarliðið fyrir Indriða Áka Þorláksson.
Fyrir leik
Það eru í gangi þrír leikir í Lengjudeildinni þessa stundina og þar á meðal er leikur Selfoss og Aftureldingar.

Það er væntanlega leikur sem Þróttarar horfa til í ljósi þess að Selfoss er næsta lið fyrir ofan, í öruggu sæti. Það eru fimm stig frá Þrótti í Selfoss.

Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Aftureldingar hérna.
Fyrir leik
Ég er líklega hvað spenntastur samt að sjá Danny Guthrie í dag. Hann hefur komið við sögu í 12 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Þar er á ferðinni leikmaður með mikla reynslu á stærsta sviðinu. Því allra stærsta.

Danny, sem er 34 ára, er mjög reyndur miðjumaður sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.

Guthrie var leystur undan samningi við Blackburn Rovers 2017 og gekk árið eftir í raðir Mitra Kukar í Indónesíu. 2019-2021 lék fyrir Walsall í ensku D-deildinni. Hann lenti svo á Íslandi, óvænt, fyrir þetta tímabil.


Fyrir leik
Magnað lið Fram
Það er í raum ekki hægt að segja mikið meira en sagt hefur verið um þetta lið Fram.

Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum og þjálfararnir hafa unnið stórgott starf. Helst finnst mér Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan hafa verið sterkir í sumar en það er í raun hægt að taka alla í liðinu og hrósa þeim.




Fyrir leik
Efnilegir leikmenn
Þróttur hefur verið að spila á nokkrum ungum leikmönnum í sumar. Nokkrir þeirra eru mjög spennandi.

Í síðasta leik, í tapi gegn Grindavík, var Baldur Hannes Stefánsson með fyrirliðabandið. Hann er fæddur árið 2002. Róbert Hauksson, strákur fæddur 2001, hefur fengið athygli fyrir góða frammistöðu og þá hefur Hinrik Harðarson skorað tvö mörk í 12 leikjum.

Hinrik er fæddur árið 2004 og er sonur Harðar Magnússonar, fyrrum markamaskínu sem lýsir núna fótboltaleikjum af stakri snilld á Viaplay. Hinrik á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum.

Fyrir leik
Dómarinn
Dómari í dag er enginn annar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Einn besti dómari landsins á flautunni.

Honum til aðstoðar eru Antoníus Bjarki Halldórsson og Steinar Gauti Þórarinsson. Eftirlitsmaður er Sigursteinn Árni Brynjólfsson.


Fyrir leik
Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku, með 2-1 sigri gegn Selfossi á heimavelli. Þeir geta tekið því rólega í síðustu leikjunum en ég efast um að þjálfarar og leikmenn liðsins vilji það.

Fram hefur verið algjört yfirburðarlið í sumar og ekki enn tapað leik.



Það hefur ekki gengið eins vel hjá Þrótti. Þeir eru í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti. Þeir þurfa að fara að ná í jákvæð úrslit ef þeir ætla sér ekki að vera í 2. deild á næstu leiktíð.


Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu þar sem fram fer leikur Þróttar og Fram í Lengjudeild karla.

Endilega fylgist með!


Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Kyle McLagan ('66)
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Danny Guthrie ('66)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson ('84)
9. Þórir Guðjónsson ('90)
10. Fred Saraiva ('84)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
33. Alexander Már Þorláksson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson ('66)
7. Guðmundur Magnússon ('90)
21. Indriði Áki Þorláksson ('66)
22. Óskar Jónsson ('84)
23. Már Ægisson ('84)
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('69)

Rauð spjöld: