FH
0
0
Keflavík
25.08.2021 - 18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson - Keflavík
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson - Keflavík
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
('88)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
('80)
21. Guðmann Þórisson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
22. Oliver Heiðarsson
('80)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
35. Óskar Atli Magnússon
('88)
36. Dagur Óli Grétarsson
37. Róbert Þórhallsson
Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('16)
Björn Daníel Sverrisson ('93)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var ekki merkilegt...
Keflvíkingar eru fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Keflvíkingar eru fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
84. mín
Hættuleg skyndisókn Keflavíkur en Guðmann les þetta eins og opna bók og hreinsar í innkast.
80. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH)
Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Oliver skoraði á laugardaginn. Verður hann hetjan í kvöld?
76. mín
Jónatan Ingi! Rétt framhjá fjærstönginni! Keflvíkingar geta andað léttar eftir nokkuð þunga sóknarlotu heimamanna.
75. mín
Björn Daníel með flotta skottilraun en Sindri ver í horn. FH-ingar virðast vera búnir að setja í næsta gír og eru mun líklegri þessar mínútur.
72. mín
Baldur Logi á Hödda löpp sem vinnur hornspyrnu. Svakalegur darraðadans í kjölfarið á horninu! Mikil þvaga og ég var búinn að bóka að þetta sem mark en inn fer boltinn ekki.
69. mín
ÞRUMUFLEYGUR! Eggert Gunnþór lætur vaða fyrir utan teig og í þverslána fer boltinn. FH nálægt því að komast yfir þarna.
65. mín
DAUÐAFÆRI!!!! KEFLAVÍK FÆR DAUÐAFÆRI!
Volesky, nýkominn inn sem varamaður, sendir Marley Blair einan í gegn en hann skýtur framhjá. Þarna hefðu gestirnir átt að komast yfir!
Volesky, nýkominn inn sem varamaður, sendir Marley Blair einan í gegn en hann skýtur framhjá. Þarna hefðu gestirnir átt að komast yfir!
63. mín
Adam Árni með skot framhjá. Fín tilraun hjá honum. Fór svo mikið afl í þessa tilraun að hann liggur eftir á grasinu.
59. mín
Morten Beck fattaði ekki hvað hann var í góðri stöðu í teignum, reyndi að senda boltann þgar hann hefði átt að skjóta.
55. mín
Leiðindaveður, rigning og napurlegt, veitingasala bönnuð... vallargestir eiga skilið að fara að fá mark í þennan leik hérna!
49. mín
STÓRHÆTTA! Keflavík vel ógnandi, Eggert Gunnþór með mistök og í tvígang eru Keflvíkingar feikilega ógnandi. Fyrst sleppur Dagur í gegn en Guðmann bjargar með tæklingu. Endar á því að Adam Árni á skot í utanverða stöngina úr nokkuð þröngu færi.
46. mín
DJ Frikki Dór búinn að ljúka sér af og seinni hálfleikur er farinn af stað. Óbreytt hjá báðum liðum.
45. mín
Vörn án varnarmanna að ganga vel til þessa
Þrátt fyrir skort á varnarmönnum sem eru til taks þá hefur aftasta lína hjá Keflavík haldið býsna vel. Þeir þurfa svo sannarelga á því að halda að áframhald verði á því í seinni hálfleiknum.
Þrátt fyrir skort á varnarmönnum sem eru til taks þá hefur aftasta lína hjá Keflavík haldið býsna vel. Þeir þurfa svo sannarelga á því að halda að áframhald verði á því í seinni hálfleiknum.
45. mín
Rignir hér í Hafnarfirðinum. Hálf niðurdrepandi að vera staddur hérna og lesa veðurlýsingu Daníels Smára sem er í bongóblíðu á leik KA og Breiðabliks á Greifavellinum.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Hafnarfirði. Hefur bætt aðeins í vindinn en kemur sér vel að Krikinn er góð gryfja. Jafn leikur, FH meira með boltann en Keflvíkingar hafa fengið sín tækifæri til að skora.
44. mín
Marley Blair með flotta sendingu á Adam Árna sem er í ágætis færi en hittir ekki boltann!
40. mín
Joey Gibbs vill fá vítaspyrnu. Fer niður í teignum í viðskiptum við Eggert. Ég hefði ekki dæmt víti héðan úr fréttamannastúkunni allavega.
37. mín
Jónatan Ingi gerir frábærlega, vinnur boltann af Kian og á svo frábæra sendingu á Morten Beck sem er í ljómandi góðu færi en hittir ekki á rammann.
34. mín
Morten Beck með stungusendingu á Jónatan en Ástbjörn sterkur og stöðvar þetta, öxl í öxl.
33. mín
Matthías Vilhjálmsson með klóka sendingu á Morten Beck sem er að komast í dauðafæri en Keflvíkigur rennir sér fyrir á síðustu stundu. Sýndist þetta vera Ingimundur.
27. mín
FH að reyna að skapar sér færi en Keflvíkingar dúndra boltanum upp í loft og svo frá. Kappið að bera fegurðina ofurliði hér í Krikanum.
26. mín
Ingimundur Aron með aukaspyrnu inn í teiginn! Misskilningur í vörn FH og skyndilega er dauðafæri.... en búið að flauta! Erlendur Eiríksson dæmir hendi á Gibbs í aðdragandanum.
21. mín
Boltinn dettur á Pétur Viðars fyrir utan teiginn og hann tekur boltann á lofti, vel yfir markið og engin hætta.
17. mín
Davíð Snær með virkilega flott tilþrif! Tekur glæsilega hraðabreytingu, kemur sér framhjá FH-ingi og í fínt skotfæri. Lætur vaða en Gunnar Nielsen nær að verja í hornspyrnu.
16. mín
Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Adam Árni var kominn á hörkusiglingu en Logi Hrafn tók hann niður og fékk réttilega áminningu.
14. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins og það eru Keflvíkingar sem fá hana. Dagur Ingi sem var kominn upp að endamörkum og vann hornið. Mikil hætta sem skapast eftir hornið, smá fimbulfamb í teignum áður en boltinn flýgur yfir markið.
12. mín
Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Braut af sér og Elli Eiríks hendir upp gula spjaldinu.
11. mín
Matti Villa hársbreidd frá því að komast í dauðafæri en á síðustu stundu nær Keflvíkingur að reka tá í boltann, sýndist það vera Ástbjörn.
8. mín
Jónatan Ingi með fyrirgjöf en Keflvíkingar ná að skalla boltann út úr teignum. Hafnfirðingar sjá um að vera með boltann hér á upphafsmínútunum.
4. mín
Byrjunarlið FH:
Gunnar
Pétur - Guðmann - Eggert - Höddi
Björn Daníel - Matthías - Logi Hrafn
Jónatan - Morten - Baldur Logi
Gunnar
Pétur - Guðmann - Eggert - Höddi
Björn Daníel - Matthías - Logi Hrafn
Jónatan - Morten - Baldur Logi
3. mín
Byrjunarlið Keflavíkur:
Sindri
Ingimundur - Frans - Ástbjörn - Helgi
Kian - Davíð - Dagur - Blair
Adam
Gibbs
Sindri Þór Guðmundsson átti upphaflega að vera í byrjunarliðinu en hefur meiðst í upphitun. Nóg af púsluspili fyrir Sigga Ragga.
Sindri
Ingimundur - Frans - Ástbjörn - Helgi
Kian - Davíð - Dagur - Blair
Adam
Gibbs
Sindri Þór Guðmundsson átti upphaflega að vera í byrjunarliðinu en hefur meiðst í upphitun. Nóg af púsluspili fyrir Sigga Ragga.
1. mín
Keflvíkingar sækja í átt að heimahögum, í átt að Keflavík, í fyrri hálfleik.
Leikur hafinn
Keflvíkingar sækja í átt að heimahögum, í átt að Keflavík, í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Í upphitunarþættinum á Stöð 2 Sport er talað um að Steven Lennon sé frá út tímabilið.
Fyrir leik
Leikirnir sem FH á svo eftir:
Heimaleikur gegn Víkingi á sunnudag
Stjarnan í Garðabæ
Heimaleikur gegn Breiðabliki
KA á Greifanum góða
Heimaleikur gegn Víkingi á sunnudag
Stjarnan í Garðabæ
Heimaleikur gegn Breiðabliki
KA á Greifanum góða
Fyrir leik
Leikirnir sem Keflavík á svo eftir:
HK í Kórnum á sunnudag
KR á heimavelli
Leiknir í Breiðholti
ÍA á heimavelli í lokaumferð
HK í Kórnum á sunnudag
KR á heimavelli
Leiknir í Breiðholti
ÍA á heimavelli í lokaumferð
Elska að mÃnir menn mæti til leiks með 1 varnarmann. Sókn er besta vörnin. Koma svo KeflavÃk! #fotboltinet
— Ãrni Jóhannsson (@arnijo) August 25, 2021
Fyrir leik
Vantar í varnarlínu Keflavíkur
Frans Elvarsson og Ástbjörn Þórðarson verða væntanlega í hjarta varnarinnar í afleysingum reikna ég með. Vantar miðverðina sem byrjuðu síðasta leik. Ingimundur og Sindri Þór í bakvörðunum segja mér fróðir menn.
Frans Elvarsson og Ástbjörn Þórðarson verða væntanlega í hjarta varnarinnar í afleysingum reikna ég með. Vantar miðverðina sem byrjuðu síðasta leik. Ingimundur og Sindri Þór í bakvörðunum segja mér fróðir menn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Tvær breytingar á byrjunarliði FH frá því að liðin mættust í Keflavík á laugardaginn, þar sem FH vann 5-0 sigur. Ólafur Guðmundsson og Steven Lennon fara út. Lennon meiddist á laugardaginn og er ekki með í kvöld. Björn Daníel Sverrisson og Morten Beck koma inn.
Hjá Keflavík er Nacho Heras í leikbanni og Magnús Þór Magnússon fyrirliði fjarri góðu gamni. Ari Steinn Guðmundsson og Christian Volesky setjast á bekkinn. Kian Williams, Helgi Þór Jónsson, Dagur Ingi Valsson og Sindri Þór Guðmundsson koma inn.
Tvær breytingar á byrjunarliði FH frá því að liðin mættust í Keflavík á laugardaginn, þar sem FH vann 5-0 sigur. Ólafur Guðmundsson og Steven Lennon fara út. Lennon meiddist á laugardaginn og er ekki með í kvöld. Björn Daníel Sverrisson og Morten Beck koma inn.
Hjá Keflavík er Nacho Heras í leikbanni og Magnús Þór Magnússon fyrirliði fjarri góðu gamni. Ari Steinn Guðmundsson og Christian Volesky setjast á bekkinn. Kian Williams, Helgi Þór Jónsson, Dagur Ingi Valsson og Sindri Þór Guðmundsson koma inn.
Fyrir leik
FH-ingar hafa unnið 5-0 sigra í síðustu tveimur leikjum en þeir eru í sjötta sæti og sigla lygnan sjó. Fyrir tímabilið voru vonir og væntingar í Hafnarfirði um titilbaráttu en sumarið hefur verið strembið.
Keflvíkingar eru sem stendur í níunda sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir sem eru sleipir í stærðfræði sjá að með sigri í kvöld þá fara þeir í þæglegri stöðu, upp í áttunda sæti og verða sex stigum frá fallsvæðinu.
FH-ingar hafa unnið 5-0 sigra í síðustu tveimur leikjum en þeir eru í sjötta sæti og sigla lygnan sjó. Fyrir tímabilið voru vonir og væntingar í Hafnarfirði um titilbaráttu en sumarið hefur verið strembið.
Keflvíkingar eru sem stendur í níunda sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir sem eru sleipir í stærðfræði sjá að með sigri í kvöld þá fara þeir í þæglegri stöðu, upp í áttunda sæti og verða sex stigum frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Guðmundur Kristjánsson tekur út bann hjá heimamönnum. Keflvíkingar verða án miðvarðarins Nacho Heras en hann fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Hafnarfjarðarliðinu síðasta laugardag.
Nacho sló í hnakka Jóhanns Ægis Arnarssonar þegar boltinn var víðsfjarri og fékk að líta rautt. Tveggja leikja bannið gerir það að verkum að hann verður einnig í banni í fallbaráttuslag gegn HK næsta sunnudag.
Nacho sló í hnakka Jóhanns Ægis Arnarssonar þegar boltinn var víðsfjarri og fékk að líta rautt. Tveggja leikja bannið gerir það að verkum að hann verður einnig í banni í fallbaráttuslag gegn HK næsta sunnudag.
First 🟥 card of my career and 2 games banned.
— Nacho Herasson (@NachoHeras) August 25, 2021
It seems very far from fair to me, especially considering the precedents in the league.
It was a reflex action and never with the intention of hurting
Time to put up with nonsense, prepare for what is coming and support the team😊💙 pic.twitter.com/iMvnmRkkfr
Fyrir leik
Liðin mættust á laugardaginn í Keflavík og þar enduðu leikar 0-5! FH-ingar með stórsigur þar sem Jónatan Ingi Jónsson skoraði þrennu. Eftir að Keflvíkingar misstu mann af velli með rautt spjald þá rúlluðu Hafnfirðingar yfir leikinn.
Keflavík 0 - 5 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('45)
0-2 Jónatan Ingi Jónsson ('53)
Rautt: Nacho Heras, Keflavík ('74)
0-3 Jónatan Ingi Jónsson ('89)
0-4 Oliver Heiðarsson ('90)
0-5 Jónatan Ingi Jónsson ('95, víti)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Liðin mættust á laugardaginn í Keflavík og þar enduðu leikar 0-5! FH-ingar með stórsigur þar sem Jónatan Ingi Jónsson skoraði þrennu. Eftir að Keflvíkingar misstu mann af velli með rautt spjald þá rúlluðu Hafnfirðingar yfir leikinn.
Keflavík 0 - 5 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('45)
0-2 Jónatan Ingi Jónsson ('53)
Rautt: Nacho Heras, Keflavík ('74)
0-3 Jónatan Ingi Jónsson ('89)
0-4 Oliver Heiðarsson ('90)
0-5 Jónatan Ingi Jónsson ('95, víti)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Fyrir leik
Dómari kvöldsins er málarameistarinn Erlendur Eiríksson og mun hann flauta á klukkan 18:00. Bryngeir Valdimarsson og Kristján Már Ólafs eru aðstoðardómarar og Gunnar Oddur Hafliðason fjórði dómari. Eftirlitsmaðurinn síkáti Viðar Helgason er mættur úr Árbænum.
Dómari kvöldsins er málarameistarinn Erlendur Eiríksson og mun hann flauta á klukkan 18:00. Bryngeir Valdimarsson og Kristján Már Ólafs eru aðstoðardómarar og Gunnar Oddur Hafliðason fjórði dómari. Eftirlitsmaðurinn síkáti Viðar Helgason er mættur úr Árbænum.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson
('64)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kian Williams
('78)
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason
86. Marley Blair
Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Viðar Már Ragnarsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
('78)
20. Christian Volesky
('64)
98. Oliver Kelaart
Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson
Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('12)
Christian Volesky ('88)
Rauð spjöld: