Chelsea er líklegt í að gera tilboð í Alejandro Garnacho, Manchester City vill Andrea Cambiaso og Borussia Dortmund er orðað við bakverði úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta og fleira í slúðurpakkanum. Góða helgi!
Chelsea er að íhuga að gera tilboð í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho (20) hjá Manchester United eftir að Napoli hætti að reyna við hann. (Sky Sports)
Manchester City hefur áhuga á ítalska bakverðinum Andrea Cambiaso (24) en Juventus mun krefjast um að fá um 55 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)
Borussia Dortmund hefur dregið sig til baka í baráttunni um að fá Marcus Rashford (27), framherja Manchester United, en 350.000 punda vikulaun leikmannsins reyndist of stór biti fyrir þýska félagið. (Mail)
Joshua Kimmich (29), miðjumaður Bayern München, er í sambandi við Real Madrid um framtíð sína en samningur hans í Bæjaralandi rennur út í sumar. (Christian Falk)
Oleksandr Zinchenko (28) , vinstri bakvörður Arsenal og Úkraínu, mun væntanlega fara fyrir lok janúargluggans en Borussia Dortmund hefur áhuga. (Telegraph)
Dortmund hefur einnig auga á Ben Chilwell (28), vinstri bakverði Chelsea og England. (Sun)
Chelsea hefur munnlega samþykkt að lána portúgalska miðjumanninn Renato Veiga (21) til Juventus út þetta tímabil. (Athletic)
Lazio hefur gert endurbætt tilboð í miðjumanninn Cesare Casadei (22) og reiknar með að það dugi til að fá leikmanninn frá Chelsea. (Football Italia)
Kieran Tierney (27), vinstri bakvörður Arsenal og Skotlands, er á barmi þess að samþykkja samning um að snúa aftur til Celtic á frjálsri sölu í sumar. (Telegraph)
Brighton hefur fundað um hvort írski framherjinn Evan Ferguson (20) verði lánaður í þessum mánuði. (Mail)
Real Madrid ætlar að reyna að fá Alvaro Carrera (21), varnarmann Benfica, en Barcelona og Manchester United hafa einnig sýnt áhuga á þessum spænska vinstri bakverði. (Diaro AS)
Manchester United leiðir kapphlaupið um að fá enska varnarmanninn Ayden Heaven (18) frá Arsenal en Barcelona og Eintracht Frankfurt hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann hans. (Fabrizio Romano),
West Ham vill fá Andre Silva (29), leikmann RB Leipzig, á láni út tímabilið en mun snúa sér að Brian Brobbey (22), framherja Ajax, ef því tekst ekki að tryggja samkomulag um portúgalska framherjann. (Florian Plettenberg)
West Ham er að fylgjast með enska miðjumanninum Dan Neil (23) en Sunderland er tregt að láta hann af hendi á þessum tímapunkti. (Guardian)
Aston Villa vill fá franska miðvörðinn Loic Bade (24) frá Sevilla eftir að hafa leyft brasilíska varnarmanninum Diego Carlos (31) að skrifa undir hjá Fenerbache. (Express)
Chelsea vill fá marokkóska miðjumanninn Reda Belahyane (20) þegar félagið er búið að selja Casadei. (Gianluca di Marzio)
Írski varnarmaðurinn Andrew Omobamidele (22) hjá Nottingham Forest er að nálgast franska félagið Strasbourg. (Athletic)
Úlfarnir hafa hafnað fyrsta tilboði frá Millwall í enska miðjumanninn Luke Cundle (22) en Swansea og Bristol City hafa einnig áhuga. (Express)
Newcastle hefur áhuga á enska markverðinum James Trafford (22) hjá Burnley og brasilíska framherjanum Matheus Cunha (25) hjá Wolves. (The I)
Brasilíumaðurinn Willian (36), sem yfirgaf Olympiakos í lok desember, vill frekar fara í ensku úrvalsdeildina en til Sádi-Arabíu en Everton hefur sýnt honum áhuga. (Football Insider)
Athugasemdir