HS Orku völlurinn
fimmtudagur 26. ágúst 2021  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: SA gjóla skýjað og hiti um 13 gráður
Dómari: Jóhann Atli Hafliðason
Maður leiksins: Tiffany Sornpao
Keflavík 1 - 1 Breiðablik
1-0 Kristín Dís Árnadóttir ('4, sjálfsmark)
1-1 Selma Sól Magnúsdóttir ('88)
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
14. Celine Rumpf
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
21. Birgitta Hallgrímsdóttir ('61)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
33. Aerial Chavarin
34. Tina Marolt

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
17. Elín Helena Karlsdóttir
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
25. Cassandra Rohan
26. Amelía Rún Fjeldsted ('61)

Liðstjórn:
Soffía Klemenzdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Risastórt stig fyrir Keflavík í fallbaráttunni.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Gult fyrir að sparka boltanum í burtu.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 4 mínútur.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Gerir vel er hún fylgir á eftir skoti Hildar sem fer af varnarmanni. Spurning með rangstöðu þarna en markið stendur.
Eyða Breyta
88. mín
Selma Sól keyrir inn á teiginn og leggur hann út. En Tiffany vel á verði og hirðir boltann.
Eyða Breyta
87. mín
Blikar bruna upp og fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
86. mín
Amelía Rún með skot að marki Blika en vel framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
84. mín Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)

Eyða Breyta
82. mín
Selma Sól!!!!

Dauðafæri af vítapunkti en setur boltann í slánna! Þetta er ótrúlegt hvað Blikum gengur illa að finna netið.

Alein fyrir opnu marki því sem næst.
Eyða Breyta
81. mín
Baráttan og krafturinn í varnarleik Keflavíkur er aðdáunarverður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Henda sér fyrir alla bolta og vinna af þvílíkri samviskusemi fyrir sínu.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fer að full miklum krafti í skallabolta og uppsker gult. Tina Marolt liggur óvíg eftir og þarfnast aðhlynningar.
Eyða Breyta
76. mín
Breiðablik fær horn. Fannst nú klárlega brotið á Natöshu þarna en Jóhann ekki á sama máli. Tiffany grípur hornið.
Eyða Breyta
74. mín
Agla María með skot úr aukaspyrnu en boltinn beint í fang Tiffany. Sá þennan koma alla leið og átti ekki í vandræðum.
Eyða Breyta
71. mín Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik)

Eyða Breyta
71. mín
Agla með skotið en boltinn framhjá.
Eyða Breyta
69. mín
Selma Sól í ágætu færi í teig Keflavíkur en hittir boltann illa og boltinn vel framhjá.
Eyða Breyta
65. mín
Chavarin með skot úr D-boganum en Telma ver.
Eyða Breyta
61. mín Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Birgitta Hallgrímsdóttir (Keflavík)
Sem og Keflavík
Eyða Breyta
61. mín Taylor Marie Ziemer (Breiðablik) Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Bkikar gera sína fyrstu breytingu.
Eyða Breyta
56. mín
Boltinn í slánna á marki Keflavíkur

Ásta Eir með fyrirgjöf frá hægri sem lendir í slánni, boltinn dettur niður í teignum og upphefs smá kaðrak en enn og aftur komast Keflavíkurstúlkur upp með það. Henda sér fyrir allt og alla hérna.
Eyða Breyta
54. mín
Selma Sól með tilraun úr teignum sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Blikar fá horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
50. mín
Blikar í fínum séns á skyndisókn en Karitas helst til of bráð í sendingunni og boltinn beint til Tiffany í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
49. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Og annað.
Eyða Breyta
47. mín
Keflvíkingar tvær gegn einni óvænt en Chavarin fer illa með tækifærið og gefur boltann beint á eina Blikan sem var nærri.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hér í hálfleik heiðruðu Keflvíkingar sameiginlegan 5.flokk Keflavíkur Reynis og Víðis sem átti frábæru gengi að fagna í mótum sumarsins. Virkilega fjölmennur og fríður hópur þar á ferð og óskum við hér á Fótbolta.net þeim til hamingju með árangur sumarsins og hlökkum til að sjá þær á völlum landsins í framtíðinni.Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík þar sem heimakonur leiða. Telst mögulega seint sanngjarnt en þær uppskáru mark og hafa svo sannarlega unnið fyrir því að halda sínu marki hreinu. Seinni hálfleikur að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín
+ 1 uppbótartími í fyrri hálfleik er að lágmarki tvær mínútur.
Eyða Breyta
45. mín
Arndís bjargar á línu!

Karitas fær boltann í teig Keflavíkur og kemur honum á markið. Tiffany hvergi nærri en þá poppar Arndís upp á línunni og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
44. mín
Birta með hörkuskalla að marki Keflavíkur en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
42. mín
Arndís helst til of áköf í baráttu við Öglu Maríu og Blikar fá aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.

Spyrnan slök og heimakonur fá markspyrnu.
Eyða Breyta
40. mín
Farið að örla á pirringi í liði Breiðabliks. Lítið gengið upp af því fjölmarga sem þær hafa reynt.

Karitas með skotið en Tiffany sem fyrr með allt á hreinu og grípur boltann.
Eyða Breyta
38. mín
Chavarin vinnur boltann hátt á vellinum og kemst einn á einn gegn varnarmanni. Kemst inn að teig Blika en ekki lengra og Blikar hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
32. mín
Agla María með fyrirgjöf en Blika skortir áræðni í boxinu. Engin sem ræðst á boltann.
Eyða Breyta
31. mín
Keflavík með sókn.

Dröfn með boltann úti á hægri kanti en fyrirgjöf hennar beint í fang Telmu.
Eyða Breyta
29. mín
Eftir þrjár hornspyrnur í röð berst boltinn út á Chloe sem nær skotinu en boltinn langt frá því að hitta á markið.
Eyða Breyta
28. mín
Breiðablik fær horn.
Eyða Breyta
26. mín
Hvernig er Breiðblik ekki búið að jafna?

Tiffany Mc Carty fær boltann um 30-40 cm frá marki en Natasha og Tiffany markvörður í sameiningu henda sér fyrir hana og koma í veg fyrir að hún skori. Boltinn við það að berast á Öglu Maríu úr frákastinu en Tiffany hendir sér á eftir boltanum og handsamar hann.
Eyða Breyta
24. mín
Hafrún aftur á ferðinni. Nú með skotið af talsverðu færi en boltinn vel yfir markið.

Leikurinn fer nánast eingöngu fram á vallarhelmingi Keflavíkur sem stendur.
Eyða Breyta
23. mín
Hafrún Rakel með hættulegan bolta frá vinstri inn á teig Keflavíkur en þar vantar smá ákveðni og boltinn siglir í gegnum teiginn.
Eyða Breyta
21. mín
Karitas með skalla að marki eftir aukaspyrnu frá hægri en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
17. mín
Selma Sól með skot af talsverðu færi en boltinn í fang Tiffany.

Gestirnir farnir að þjarma vel að Keflavíkurstúlkum.
Eyða Breyta
16. mín
Agla María með lipur tilþrif í teig Keflavíkur, leggur boltann svo út á Karitas sem á skotið en boltinn beint í fang Tiffany.
Eyða Breyta
10. mín
Blikaliðið virkar jafnvel hálf slegið. Keflavík að gefa þeim alvöru leik. Keflavík fær horn.

Aníta með spyrnuna yfir á fjær en boltinn siglir alla leið yfir og í innkast.
Eyða Breyta
7. mín
Karitas Tómasdóttir í fínu færi í teig Keflavíkur eftir fyrirgjöf. Tiffany mætt út úr marki sínu og nær Karitas skallanum yfir hana en því miður yfir markið líka.
Eyða Breyta
6. mín
Ja hérna hér. Keflavík vann fyrri leik liðana í sumar en ég held að fáir hafi séð þetta fyrir. Óheppni hjá Blikum vissulega en að því er ekki spurt.
Eyða Breyta
4. mín SJÁLFSMARK! Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Hættulegur bolti inn á teiginn sem að Blikar reyna að hreinsa. Það heppnast þó ekki betur en svo að boltinn fer beint í Kristínu og þaðan í netið.

Kristín liggur eftir og þarfnast aðhlynningar.
Eyða Breyta
3. mín
Birta Georgsdóttir vinnur horn fyrir gestina eftir fínan sprett.

Agla María spyrnir boltanum inn en Tiffany mætir út og hrifsar til sín boltann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru sem heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild

13 leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum.

Keflavík Tveir sigrar og 13 mörk skoruð
Breiðablik Tíu sigrar og 43 mörk skoruð
Aðeins einum leik hefur lokið með jafntefli.

Fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar lauk með 1-3 útisigri Keflavíkur sem vann þar sinn fyrsta deildarsigur á Breiðblik í 14 ár. Aerial Chavarin (2) og Ísabel Jasmín Almarsdóttir gerðu mörk Keflavíkur í leiknum en Hafrún Rakel Halldórsdóttir gerði mark Blika.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Keflavík situr í 8.sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins með 12 stig. Fylkir situr sæti neðar með jafnmörg stig en talsvert lakari markatölu auk þess sem Keflavík á leikinn í kvöld inni á Fylkisstúlkur. Heimakonur sem unnu lið ÍBV í Vestmannaeyjum eyja því möguleika á að halda sæti sínu í deildinni og kæmu sér í verulega vænlega stöðu með sigri hér í dag.

Leikirnir sem Keflavík á eftir
Breiðablik (H)
Tindastóll (Ú)
Valur (H)
Þór/KA (Ú)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik

Blikastúlkur verja ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið það varð ljóst í gær með stórsigri Vals á liði Tindastóls. Blikastúlkur hafa verið sveiflukenndar þetta sumarið og tapað þó nokkrum leikjum óvænt til að mynda heimaleik sínum gegn Keflavík fyrr í sumar. Það tap er jafnvel óvæntara en ella sökum þess að í umferðinni á undan lagði lið Breiðabliks Val að velli á Origovellinum 7-3. Töp Blika eru alls 4 það sem af er þetta sumarið í deildinni en það eru fleiri töp en liðið hefur þurft að þola í deildinni síðustu 3 tímabil samanlagt. Deildin hefur þó boðið upp á mun fleiri óvænt úrslit í sumar en mörg undanfarin ár og ákveðin teikn á lofti að mögulega ætli fleiri lið að fara blanda sér í baráttuna um þann stóra á komandi árum.

Tímabilinu er þó langt í frá lokið hjá Breiðablik þótt titilinn sé úr þeirra höndum. Framundan eru leikir gegn NK Osijek frá Króatíu og vinni Breiðablik einvígið gegn þeim verða Blikastúlkur fyrstar Íslenskra liða til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið líkt og ávallt hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í 15.umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('71)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('84)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Birta Georgsdóttir ('61)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
55. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir
9. Taylor Marie Ziemer ('61)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('84)
21. Hildur Antonsdóttir ('71)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('78)
Ásta Eir Árnadóttir ('92)

Rauð spjöld: