Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
LL 4
2
Selfoss
Þróttur R.
3
2
ÍBV
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir '18 1-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '45 2-0
2-1 Selma Björt Sigursveinsdóttir '65
2-2 Clara Sigurðardóttir '68
Andrea Rut Bjarnadóttir '87 3-2
04.09.2021  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Ekkert sól og sumar en samt ágætt
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir ('70)
4. Hildur Egilsdóttir ('59)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
21. Dani Rhodes
44. Shea Moyer ('79)

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('70)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('59)
21. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er Þróttur sem nær að landa sigrinum eftir stórkostlega skemmtilegan seinni hálfleik.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Og já, ÍBV er öruggt með áframhaldandi sæti í deildinni.
90. mín
Inn:Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
90. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Helena Jónsdóttir (ÍBV)
90. mín
Ég veit ekki alveg hvað uppbótartíminn er langur, en það verða nokkrar mínútur.
90. mín
Dani Rhodes með skot sem Auður ver auðveldlega.
88. mín
Gífurlega svekkjandi fyrir ÍBV en þær fá nokkrar mínútur til að reyna að jafna þetta.
88. mín
Andrea Rut skorar sitt annað mark!

87. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
MARK!!!!

Geggjaður bolti fyrir frá Ólöfu og Andrea Rut skorar sitt annað mark í dag! Rétt náði að koma fæti í boltann og hún skorar!
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Alveg nægilega mikill tími fyrir sigurmark.
81. mín
Ólöf með sendingu fyrir eftir hraða sókn en Auður nær að handsama boltann.
80. mín
Þróttur fær dauðafæri! En einhvern veginn tekst Dani Rhodes ekki að koma boltanum í netið.
79. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.) Út:Shea Moyer (Þróttur R.)
78. mín
Ég held að við fáum hér sigurmark.
78. mín
Það er mikill kraftur í ÍBV!
Liana núna með skot úr hættulegri stöðu en Íris grípur það. Virtist vera að missa boltann en nær að halda honum.
77. mín
Clara aftur með skot fyrir utan teig. Íris var ekki alveg örugg með þetta og skutlaði sér en boltinn fer fram hjá markinu.
77. mín
Mér sýnist Ólöf Sigríður vera að gera sig klára í það að koma inn á.
71. mín
Shea með skot fyrir utan teig sem er auðvelt viðureignar fyrir Auði.
70. mín
Inn:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.) Út:Mist Funadóttir (Þróttur R.)
69. mín
Það var Clara sem jafnaði!

68. mín MARK!
Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
ÍBV JAFNAR!

Þetta er fljótt að gerast í boltanum. Clara jafnar með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Frábært mark og staðan allt í einu orðin jöfn!

Hvernig bregðast Þróttarar við þessu? Þær eiga Ólöfu á bekknum.
66. mín
Selma Björt minnkar muninn!

65. mín MARK!
Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Liana Hinds
ÍBV MINNKAR MUNINN!

Flott sókn hjá Eyjakonum. Liana með boltann hægra megin í teignum og á flotta fyrirgjöf sem Selma stýrir í netið.

Núna er þetta leikur!
63. mín
Dani í dauðafæri en setur boltann fram hjá. Var hvort sem er dæmd rangstæð.
61. mín
Liana með fyrirgjöf sem Íris missir af! Ég hélt að þessi væri á leiðinni inn en sem betur fer fyrir Þrótt fer hann það ekki.

Sóknin endar með skoti yfir markið.
59. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.)
58. mín
ÍBV hefur ekkert náð að reyna á Írisi í seinni hálfleiknum.
57. mín
Þróttur vill fá vítaspyrnu þegar Dani fellur í teignum. Helgi staðfastur á því að þetta hafi ekki verið vítaspyrna. Ég sá ekki nægilega vel til að dæma um það.
56. mín
Andrea fær pláss til að fara í skot við vítateigslínuna en skot hennar er fram hjá markinu. Andrea hefur verið frábær í þessum leik!
52. mín
Sóknarleikurinn hjá ÍBV er mjög hugmyndasnauður.
50. mín
Þróttarar fá hornspyrnu. Spyrnurnar hjá Andreu hafa verið stórhættulegar hingað til.

Þessi var ekki alveg jafn stóhættuleg.
47. mín
Það truflar mig svolítið að sjá Hildi með treyjunúmer 4 í fremstu víglínu. Ekki oft sem maður sér það!
46. mín Gult spjald: Hanna Kallmaier (ÍBV)
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Þá er búið að flauta til hálfleiks á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Þróttur fer inn í leikhléið með tveggja marka forystu, sem er bara nokkuð verðskulduð. Miðað við úrslit samt í öðrum leikjum, þá er ÍBV að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næstu leiktíð. Það eru aðrar 45 mínútur framundan og þá getur margt breyst hins vegar.
45. mín
Andrea Rut með annað mark Þróttar!

45. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Dani Rhodes
ÞAÐ ER 2-0!!!!

Dani Rhodes býr til þetta mark fyrir Andreu; leikur á varnarmann og sendir hana svo í gegn. Andrea gerir allt rétt og klárar fram hjá Auði í marki ÍBV.
43. mín
Shea með boltann fyrir. Auður kemur ekki og sækir hann, og því kemst Katie í knöttinn. Hún setur boltann rétt fram hjá markinu.

Þetta var hættulegt!
37. mín
Svarið við færslunni áðan er nei.

Olga á reyndar svo skot lengst utan af velli sem fer rétt fram hjá markinu. Mjög fín tilraun!
36. mín
Þessi fyrri hálfleikur er ekki alveg það skemmtilegasta sem ég hef horft á, viðurkenni það. Mér finnst Eyjakonur vera að koma sér meira inn í leikinn.

Þær fá hérna hornspyrnu. Verður þessi betra en þær sem hafa komið á undan?
32. mín
Svo tekur Clara hornspyrnu inn á teiginn en það er skallað burt.
31. mín
Besta færi ÍBV!
Olga fær langa sendingu í gegn og hún er komin ein í gegn en Íris gerir vel að loka á hana og ver í horn. Eyjakonur hafa verið að gera betur síðustu mínútur og þetta var þeirra besta færi í leiknum.
29. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
ÍBV gerir breytingu snemnma leiks.
22. mín
Þróttarar eru að gera sig líklegar í að bæta við öðru marki.
21. mín
Mér sýndist Júlíana fá boltann í höndina inn á teignum en dómarinn hefur örugglega séð þetta betur en ég.
19. mín
Það var Álfhildur sem skoraði!

18. mín MARK!
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MARK!!!!

Þessar spyrnur hjá Andreu eru geggjaðar! Hún á núna svifbolta sem ratar beint á hausinn á Álfhildi. Hún stýrir boltanum fagmannlega í netið og kemur heimaliðinu yfir.

Þetta mark hefur legið í loftinu síðustu mínútur!
17. mín
Þróttarar geysast í sókn og fá aðra hornspyrnu. Sú síðasta skapaði mikla hættu.
16. mín
Þróttur fær hornspyrnu og það er Andrea sem mun spyrna inn á teiginn. Spyrnan kemur utarlega í teiginn. Þróttarar ná að taka boltann niður og er hann lagður út á Elísabetu...

hún tekur skot sem endar ofan á slánni!
15. mín
Fín sókn hjá Þrótti; Andrea á fyrirgjöf en Hildur nær ekki að koma fóti í boltann.

Í kjölfarið syngja stuðningsmenn Þróttur hástöfum!
11. mín
Þróttarar hafa reynt tvo skot snemma leiks og hefur árangurinn verið keimlíkur; tvö laflaus skot sem hafa rúllað beint í fangið á Auði.
11. mín
Katie Cousins með gamla góða buffið á höfði sínu.
10. mín
Þessar fyrstu tíu mínútur frekar rólegar.
7. mín
Lið Þróttar (4-4-2):
Íris
Elísabet Freyja - Jelena - Sóley María - Mist
Shea - Katie - Álfhildur - Andrea
Hildur - Dani
5. mín
Lið ÍBV (5-3-2):
Auður
Liana - Helena - Antoinette - Ragna Sara - Júlíana
Clara - Hanna - Þóra Björg
Olga - Viktorija
4. mín
Eyjakonur eru með þriggja hafsenta kerfi í dag. Ragna Sara, Antoinette og Helena skipa hafsentalínuna og eru Júlíana og Liana vængbakverðir.
1. mín
ÍBV fær strax fínt færi! Júlíana komin í skotstöðu í teignum en Þróttarar koma sér fyrir.

Hornspyrna sem Clara tekur, en hún fer yfir allan pakkann og í innkast hinum megin.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta hafið! Næst síðasta umferð Pepsi Max-deildarinnar er farin af stað.

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, fær viðurkenningu fyrir leik. Hún hefur núna spilað um 130 leiki fyrir Þrótt.


Fyrir leik
Eitthvað bull í mér greinilega. Nik er bara mættur og hann verður á bekknum í dag. Hann var samt sem áður í brúðkaupi út í Englandi í gær.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN KLÁR
Athyglisvert að Linda Líf er ekki í hóp og Ólöf Sigríður byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða
Fyrri leikur þessara liða í sumar - í Vestmannaeyjum - endað með 1-2 sigri Þróttar. DB Pridham, sem er farin til Kristianstad, kom ÍBV yfir í leiknum og var staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Linda Líf Boama og skoraði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sigurmarkið á 82. mínútu.


Fyrir leik
Það er var rætt um lokasprettinn í Pepsi Max-deildinni á Heimavellinum í gær.

Fyrir leik
Ég hvet auðvitað alla til að skella sér á völlinn. Fótboltasumarið á Íslandi er að verða búið, því miður. Það eru því ekki mörg tækifæri til viðbótar að fara á völlinn áður en veturinn skellur á.
Ég hvet alla til að taka þátt í umræðunni í kringum leikinn á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Allir leikirnir í dag:
14:00 Þróttur R.-ÍBV (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Selfoss-Tindastóll (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Fylkir-Þór/KA (Würth völlurinn)
14:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
Fyrir leik
ÍBV kemur inn í þennan leik með 3-1 sigur á bakinu. Þær unnu Stjörnuna heima í síðasta leik sínum. Á meðan gerðu Þróttarar 1-1 jafntefli við Fylki á útivelli.
Fyrir leik
Lykilmenn:
Þróttur R.: Það er Katie Cousins sem er lykilmaður Þróttara. Öflugur miðjumaður sem er gífurlega erfitt að taka boltann af. Það er nánast ómögulegt verk. Hún hefur komið frábærlega inn í íslenska boltann.



ÍBV: Það er Þóra Björg Stefánsdóttir, fædd 2004. Það er leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel í sumar. Hún er efnileg í bæði fótbolta og handbolta, og getur valið þar á milli.


Fyrir leik
Nik stýrir Þrótti ekki í dag
Nik Chamberlain verður ekki á hliðarlínunni hjá Þrótti í dag þar sem hann fór í brúðkaup hjá bróður sínum í Englandi. Það á því gera ráð fyrir því að það verði fyrrum landsliðskonan Edda Garðarsdóttir sem stýri liðinu. Hún er aðstoðarþjálfari liðsins.


Fyrir leik
ÍBV missti sinn helsta markaskorara
ÍBV missti á dögunum sinn helsta markaskorara, DB Pridham, til Kristianstad í Svíþjóð. Hún skoraði sjö mörk í tíu leikjum áður en hún hélt til Kristianstad.


Fyrir leik
Staðan?
Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar fyrir þennan leik þegar tvær umferðir eru eftir. Það er eflaust markmiðið hjá Þrótturum að enda þar og taka bikarmeistaratitilinn; það væri líklega fullkomið tímabil í Laugardalnum. Þróttur spilar við Breiðablik í bikarúrslitunum.



ÍBV er í sjötta sæti, sex stigum frá fallsvæðinu. Þær geta tryggt sæti sitt í deildinni með því að fá stig úr leiknum hér í dag.


Fyrir leik
Góðan og gleðilegan laugardaginn, og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna!


Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir ('90)
5. Antoinette Jewel Williams
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('29)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
20. Liana Hinds
23. Hanna Kallmaier
24. Helena Jónsdóttir ('90)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir ('29)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('90)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
19. Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz ('90)
26. Eliza Spruntule
27. Sunna Einarsdóttir
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Bjartey Helgadóttir
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Birkir Hlynsson
Þorsteinn Magnússon
Inga Dan Ingadóttir

Gul spjöld:
Hanna Kallmaier ('46)

Rauð spjöld: