Leik lokið!
Tíðindamikill leikur svo sannarlega!
Íslenska liðið arfadapurt langstærstan hluta leiksins en svo fór allt í gang í lokin! Varamennirnir breyttu miklu og öll ljós kviknuðu eftir að við náðum að minnka muninn.
97. mín
Makedónar fá gefins aukaspyrnu hérna.
96. mín
Ísland vill fá víti en ekkert dæmt! Andri Lucas féll í teignum.
95. mín
BRYNJAR INGI BJARGAR Á LÍNU!!!!
Churlinov skallaði á markið en Brynjar Ingi réttur maður á réttum stað og bjargar á ævintýralegan hátt á marklínu.
94. mín
Sending á Andra Lucas sem nær ekki stjórn á boltanum. Ísland fengið miklu fleiri færi á síðustu tíu mínútunum heldur en allan leikinn þar á undan.
92. mín
Albert! Hörkufæri en skot í varnarmann! Albert búinn að vera allt í öllu í þessari endurkomu Íslands.
91. mín
Inn:Kire Ristevski (Norður-Makedónía)
Út:Darko Velkoski (Norður-Makedónía)
90. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Rúnar Alex handsamar boltann.
Sjö mínútur í uppbótartíma. Farið rosalega mikill tími í VAR skoðanir í leiknum.
89. mín
Gult spjald: Blagoja Milevski (Norður-Makedónía)
Þjálfari Makedóníu fær gult spjald fyrir kjaft.
89. mín
Jón Dagur með hörkuskot í hliðarnetið!
Þvílíkur umsnúningur á einum fótboltaleik! Íslenska liðið vaknaði skyndilega og það með þessum líka hvelli!
88. mín
Albert Guðmundsson með fyrirgjöf! Stórhættuleg og Andri Lucas er ógnandi. Mikill meðbyr með íslenska liðinu núna!
84. mín
MARK!Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
ÞARNAAAAA!!!! ÍSLAND HEFUR JAFNAÐ!
Andri Lucas Guðjohnsen!!! Hans fyrsta landsliðsmark. Albert sendir á Andra sem tekur geggjaðan snúning rétt við markteiginn og skorar!
83. mín
STÖNGIN! Aleksandar Trajkovski MEÐ SKOT Í stöngina! Þarna var íslenska liðið heppið.
82. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
81. mín
MARKIÐ STENDUR! Það er von!
79. mín
Inn:Adis Jahovic (Norður-Makedónía)
Út:Tihomir Kostadinov (Norður-Makedónía)
79. mín
Inn:Daniel Avramovski (Norður-Makedónía)
Út:Milan Ristovski (Norður-Makedónía)
78. mín
MARK!Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
ÍSLAND MINNKAR MUNINN!
Albert Guðmundsson með skot úr aukaspyrnu sem markvörðurinn ver en heldur ekki boltanum, Brynjar Ingi hirðir frákastið og skorar.
Verið að skoða þetta í VAR. Brynjar mögulega rangstæður?
77. mín
Albert Guðmunds með gott hlaup og kemur sér í fínt færi en skýtur framhjá. Jæja eitthvað lífsmark í sóknarleiknum okkar.
76. mín
Brynjar Ingi hittir boltann herfilega og heppinn að skora ekki sjálfsmark. Boltinn fór sem betur fer framhjá.
74. mín
Makedónía kemst í hættulega sókn en em betur fer er sending Churlinov ekki góð.
73. mín
Birkir Bjarnason skýtur yfir markið.
73. mín
Jón Dagur vinnur hornspyrnu.
72. mín
Inn:Aleksandar Trajkovski (Norður-Makedónía)
Út:Enis Bardhi (Norður-Makedónía)
70. mín
Norður-Makedónía hefur átt fjórtán marktilraunir en Ísland eina samkvæmt tölfræði UEFA.
67. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Út:Guðmundur Þórarinsson (Ísland)
66. mín
Góður tími fór í að skoða þetta en dómurinn stendur. Markið telur ekki.
64. mín
Kári Árnason skorar! En flaggaður rangstæður.... VAR að skoða þetta.
60. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Út:Andri Fannar Baldursson (Ísland)
60. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland)
Út:Mikael Anderson (Ísland)
60. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
59. mín
Þreföld skipting framundan hjá Íslandi.
57. mín
Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
Albert og Ristovski að böggast eitthvað í hvor öðrum við hliðarlínuna og fá báðir spjald.
57. mín
Gult spjald: Stefan Ristovski (f) (Norður-Makedónía)
55. mín
MARK!Ezgjan Alioski (Norður-Makedónía)
Gummi Tóta tapaði boltanum og Alioski fær að vaða með hann óáreittur að vítateigslínunni, setur boltann í fjærhornið.
Léleg vörn.
52. mín
Makedónarnir eiga svör við öllum okkar sóknaraðgerðum. Það er ekkert að frétta.
Ristovski með skottilraun hjá gestunum en laust skot sem Rúnar Alex ver auðveldlega.
48. mín
Ristovski með fyrirgjöf, Kári skallar boltann og Rúnar Alex handsamar hann.
46. mín
Arnar kýs að gera enga skptingu í hálfleik þrátt fyrir verulega lélegan fyrri hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Makedónar í hörkufæri, Bardi með skot í varnarmann. Ísland fær svo skyndisókn sem liðið fer illa með og flautað er til hálfleiks.
Ísland náði ekki upp neinum takti í spilamennsku sína í þessum fyrri hálfleik. Menn verða að bretta upp ermar og fara yfir málin í hálfleiknum. Hljótum að fá betri spilamennsku í seinni hálfleik.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
43. mín
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Birkir fór í boltann og manninn. Ekkert samræmi í dómaranum sem gefur gula spjaldið.
Íslenska liðið verið dapurt en þriðja liðið er einnig að eiga vondan dag.
42. mín
Ísak tók hornið og boltinn fór yfir allt og alla, Albert Guðmundsson fékk boltann og tók fyrirgjöf sem ekki rataði.
41. mín
Loksins loksins kom almennilegur spilkafli hjá Íslandi! Það skilar sér í því að liðið vinnur hornspyrnu.
39. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur. Makedónarnir halda áfram að vera mun betri. Virðast þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum.
33. mín
Sendingar ekki að skila sér og lítill taktur í íslenska liðinu. Vonandi fara okkar menn að finna betri gír.
31. mín
Gestirnir í sókn. Enis Bardi með skot sem Rúnar Alex ver af öryggi. Makedónarnir eru einfaldlega mun betri og miklu líklegri til að bæta við en Ísland að jafna.
29. mín
Marktilraunir: Ísland 1 - Makedónía 6.
29. mín
Kári Árna með misheppnaða sendingu úr vörninni. Boltinn beint á Tihomir Kostadinov sem tekur þéttingsfast skot. Rúnar Alex nær að kýla boltann frá.
28. mín
Hornið tekið. Boltinn dettur á Alioski sem er við vítateigsendann og reynir skot. Beint á Rúnar Alex sem ver örugglega.
27. mín
Fyrirgjöf sem Kári Árnason skallar í horn. Hornspyrnur Makedóna reynst okkur erfiðar.
24. mín
Ísak tekur aukaspyrnuna, ekkert að spyrnunni en það er bara enginn mættur í boltann sem kemur inn í teiginn.
23. mín
Keyrt í bakið á Viðari Erni og Ísland fær aukaspyrnu. Of langt frá marki til að taka skotið en Ísak býr sig undir að senda inn í teiginn.
22. mín
Haaa? Enis Bardi setur hendina viljandi í boltann til að stöðva sendingu. Fær ekki spjald frá Ivan Kruzliak dómara! Óskiljanlegt.
20. mín
Þrátt fyrir að það séu heldur færri á vellinum en í venjulegu árferði þá er ágætis gír á þeim sem eru mættir. Stúkurnar að kallast á og víkingaklappið var tekið áðan.
19. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands. Enis Bardi með bjartsýnina að vopni og tekur skotið. Hátt yfir.
17. mín
Albert með sendingu í teig Makedóna en nær ekki að finna samherja. Á endanum er dæmt sóknarbrot. Albert hefði átt að fara betur með þessa stöðu.
12. mín
MARK!Darko Velkoski (Norður-Makedónía)
Stoðsending: Ezgjan Alioski
Andsk....
Velkoski skorar með skalla eftir hornspyrnu frá vinstri. Stingur sér í boltann á undan Viðari Erni. Rúnar Alex var í boltanum en nær ekki að verja, missir boltann inn.
Klaufalegt.
11. mín
Visa Musliu í færi. Hættuleg hornspyrna. Sem betur fer nær leikmaður Íslands að komast fyrir. Annað horn...
11. mín
Enis Bardi með skot sem skýst af leikmanni Íslands og í hornspyrnu. Fyrsta hornið sem gestirnir fá.
10. mín
Leikmaður Norður-Makedóníu með galna tæklingu og óskiljanlegt að hann hafi ekki fengið gult. Sleppur með tiltal.
8. mín
Ísak með hornið og Viðar skallar en hittir ekki á rammann. Búið að flauta sóknarbrot á Viðar.
6. mín
Birkir Már með fyrirgjöf frá hægri en boltinn í Alioski og afturfyrir. Ísland fær horn.
5. mín
Marktilraun hjá gestunum en skotið langt framhjá. Engin hætta.
4. mín
Andri Fannar er í því hlutverki á miðjunni að vera varnartengiliður.
2. mín
Ísland lætur að sér kveða hér strax í upphafi. Mikael með sendingu inn í teiginn sem Viðar nær ekki að gera sér mat úr. Áfram heldur sóknin og á endanum á Albert Guðmundsson marktilraun yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað - Tólfan ekki með neitt þagnabindindi núna. Stuðningur frá fyrstu mínútu.
Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund, Áfram Ísland!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru að baki. Við minnum fólk á að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn á Twitter.
Fyrir leik
Jói Berg ekki í hóp
Jóhann Berg Guðmundsson er geymdur utan hóps. Það hvíslaði að mér lítill fugl að það hafi verið vitað þegar hann mætti í verkefnið að hann væri ekki að fara að spila alla þrjá leikina í glugganum.
Fyrir leik
Leikmenn að skokka út í upphitun hér á Laugardalsvelli þegar rúmlega 40 mínútur eru í leik. Það hefur oftast verið meiri spenna fyrir landsleikjum en þessum í dag, það verður að segjast. Þrátt fyrir að aðeins 2.200 komist að vegna sóttvarnareglna hér á landi er enn hægt að kaupa miða á leikinn hjá krökkunum á Tix.
Fyrir leik
Birkir og Birkir spila 100. landsleikinn
Stór stund fyrir Birki Má Sævarsson og Birki Bjarnason sem báðir eru að fara að spila sinn 100. landsleik í dag. Eru í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Það eru alls gerðar þrjár breytingar á liði Íslands frá tapinu gegn Rúmeníu á fimmtudag.
Rúnar Alex Rúnarsson er áfram í markinu eftir að hafa sýnt góða frammistöðu gegn Rúmeníu í síðasta leik.
Kári Árnason kemur inn í vörnina og er með fyrirliðabandið. Jóhann Berg Guðmundsson byrjar ekki í dag þar sem hann er tæpur. Hann er ekki í leikmannahópnum í dag.
Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson, tveir leikmenn sem voru ekki með á æfingu í gær, eru í byrjunarliðinu. Þá kemur Ísak Bergmann Jóhannsson inn á miðsvæðið.
Útlit er fyrir að Birkir Bjarnason sé djúpur á miðjunni með tvo unga drengi - Andra Fannar Baldursson og Ísak Bergmann - fyrir framan sig.
Staðan í riðlinum:
1. Armenía 10 stig
2. Þýskaland 9 stig
3. Norður-Makedónía 7 stig
4. Rúmenía 6 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Fyrir leik
Staðan?
Armenía er á toppi riðilsins með 10 stig, Þýskaland er með 9 stig, Norður-Makedónía 7, Rúmenía 6, Ísland 3 og Liechtenstein 0.
Draumurinn um Ísland á HM í Katar er svo gott sem úti, eitthvað sem við verðum bara að kyngja. Það eru kynslóðaskipti og mikilvægt að byggja upp öflugt lið fyrir næstu undankeppni.
Fyrir leik
VAR verður í lagi!
Ivan Kruzliak frá Slóvakíu verður dómari leiksins. Kruzliak dæmir meðal annars í Meistaradeild Evrópu.
Pólverjinn Pawel Raczkowski verður VAR dómari. VAR var ekki notað í tapi Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudaginn þar sem bilun kom upp í tæknibúnaði. Það eru komnar nýjar græjur til landsins og allt verður í standi í dag!
Fyrir leik
Heil og sæl!
Velkomin með okkur í þráðbeina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Ísland og Norður-Makedónía mætast í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 16:00.