Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
Fjölnir
2
1
ÍBV
0-1 Sito '2
Michael Bakare '60 1-1
Michael Bakare '85 2-1
07.09.2021  -  17:30
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Veisluaðstæður frá mér séð, mjög blautur völlur.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Michael Bakare
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Baldur Sigurðsson
7. Michael Bakare ('92)
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Dofri Snorrason ('88)
15. Alexander Freyr Sindrason
22. Ragnar Leósson ('70)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f) ('70)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('88)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
2. Valdimar Ingi Jónsson ('88)
9. Andri Freyr Jónasson ('70)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('88)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('70)
18. Kristófer Jacobson Reyes ('92)
20. Helgi Snær Agnarsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Valdimar Ingi Jónsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gonzalo reynir að finna Eið Aron á fjær en Fjölnismenn ná að stöðva þetta og í kjölfarið lýkur leiknum!
95. mín
Spyrnan frá Seku yfir mark heimamanna!
94. mín
Seku vinnur aukaspyrnu, þetta var afskaplega lítið.

Seku ætlar að taka sjálfur.
92. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Fjölnir) Út:Michael Bakare (Fjölnir)
92. mín
Felix með spyrnuna en hún fer hátt yfir.
91. mín
Eiður Aron vinnur aukaspyrnu við vítateig heimamanna!
91. mín
Það er komið inn í uppbótartíma!
90. mín Gult spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
90. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Einhver á bekknum spjaldaður hjá ÍBV. Það var ekki annar af þjálfurunum.
89. mín
ÍBV vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Fjölnis. Spyrnan tekin snöggt og Felix fær boltann. Felix kemur með fyrigjöf en Eyjamenn voru ekki klárir í þetta og Sigurjón handsamar boltann.
88. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
88. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Dofri Snorrason (Fjölnir)
87. mín
Kemur ekkert úr þessari hornspyrnu.
86. mín
Felix með fyrirgjöf sem Baldur hreinsar í horn.
85. mín MARK!
Michael Bakare (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Bakare er búinn að koma heimamönnum yfir. Snögg sókn og Guðmundur Karl með flotta snertingu og takta, setur boltann á vinstri fótinn, á skot sem hrekkur á Bakare í teignum og Bakare klárar vel.
84. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
83. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
82. mín
Jóhann Árni kemur með fastan bolta á markið og Halldór Páll kýlir í burtu.
81. mín
Fjölnir á aukaspyrnu úti vinstra megin við vítateig ÍBV. Fínasta fyrirgjafarstaða.
78. mín
Mikill atgangur við vítateig Fjölnis og mikið af hrópum og köllum. Vilhjálmur liggur eftir og dómarinn stöðvar leikinn.

Eyjamenn voru með boltann í álitlegri sókn.
76. mín
Inn:Gonzalo Zamorano (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
76. mín
Inn:Seku Conneh (ÍBV) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
75. mín
Jóhann Árni með flotta fyrirgjöf en boltinn aðeins of hár miðað við hlaupin hjá heimamönnum.
74. mín
Heimamenn miklu líklegri til að bæta við heldur en gestirnir.
74. mín
Guðmundur Karl í mjög góðri stöðu en Bjarni Ólafur kemst fyrir og stoppar þessa sókn.
73. mín
Álitleg sókn hjá Fjölni en Eiður Aron leysir þetta vel og hreinsar í innkast.
72. mín
Það eru 327 áhorfendur á Extra vellinum í dag.
70. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
70. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
69. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
68. mín
Bakare í fínasta færi vinstra megin í teignum en hann þrumar boltanum yfir!
65. mín
ÍBV á hornspyrnu.

Kom ekkert upp úr þessari hornspyrnu og Guðjón Pétur í kjölfarið dæmdur rangstæður.
64. mín
ÍBV gerir tvö tilköll til vítaspyrnu í þessari sókn en ekkert er dæmt.
63. mín
Jóhann Árni lætur vaða en skotið beint á Halldór Pál.
62. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Eiður brýtur á Hansa og fær gult spjald.
60. mín MARK!
Michael Bakare (Fjölnir)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Bakare fylgir á eftir skoti frá Jóhanni Árna sem Halldór ver í stöngina.

Þetta var laglegt spil hjá Fjölni og Bakare fyrstur á lausan bolta í teignum!
59. mín
Guðjón Ernir fellur við vítateig Fjölnis en það kom óvænt ekkert kall eftir vítaspyrnu frá gestunum, þetta var þá væntanlega ekki víti...
58. mín
Önnur hornspyrna og Eiður er staðinn upp.

Boltinn berst út fyrir teig og Guðmundur Karl á utanfótarskot með hægri sem Halldór handsamar í annarri tilraun.
57. mín
Eiður Aron liggur og heldur um höfuðið á sér. Eyjamenn vilja fá eitthvað brot en mér sýnist Fjölnir vera að fá aðra hornspyrnu.
57. mín
Hans Viktor flikkar boltann áfram eftir fyrirgjöf og Sigurður Arnar skallar boltann afturfyrir. Fjölnir á horn.
55. mín
Sæmilega varnarsinnuð skipting hjá ÍBV.

Sýnist ÍBV fara í þriggja miðvarða kerfi.

Guðjón Pétur og Tómas Bent færast framar sýnist mér og Óskar Elías kemur inn á miðsvæðið.
54. mín
Inn:Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (ÍBV)
54. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
54. mín
Ragnar með skot rétt framhjá marki ÍBV! Þetta var hættulegt.
53. mín
Ísak Andri kemst inn í lélega sendingu hjá heimamönnum og er kominn í góða stöðu inn á teig Fjölnis. Ísak nær ekki að koma skoti á mark heimamanna og Sito á svo tilraun framhjá.
52. mín
Michael Bakare með skottilraun úr aukaspyrnunni en skotið fer langt yfir mark gestanna.
51. mín
Fyrirgjöf sem Eiður Aron skallar í burtu. Í kjölfarið er svo brotið á Dofra ekki langt frá vítateig Eyjamanna.
50. mín
Gestirnir verjast þessu horni vel, enginn heimamaður reyndi að komast í boltann inn á teignum.
49. mín
Ragnar með fastan bolta fyrir sem Eiður Aron misreiknar eitthvað og skallar afturfyrir, ekkert svo langt frá því að vera sjálfsmark. Fjölnir á horn.
48. mín
Efnileg sókn hjá Fjölni. Ragnar með fyrirgjöf sem Eiður Aron hreinsar. Heimamenn byggja upp nýja sókn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engar breytingar sýnist mér. ÍBV byrjar með boltann.

Tómas Bent er kominn í númeralausa treyju, sennilega út af einhverju blóði á hinni treyjunni.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Extra vellinum. Eyjamenn leiða, 0-1.
45. mín
Ragnar aftur með misheppnaða fyrirgjöf, þarf að finna teiginn í þessum fyrirgjöfum sínum!
44. mín
Guðjón Ernir með laust skot með vinstri sem Sigurjón týnir upp í teignum.
43. mín
Telmo með lélega sendingu út til hægri, langt framhjá Guðjóni Pétri sem öskrar: 'Þetta er svo fokking lélegt'.

Guðjón er ekki bara ósáttur með þessa sendingu, hann er búinn að vera ósáttur síðustu mínútur.
41. mín
Dofri með flottan varnarleik og hirðir boltann af Ísaki. Dofri sendir boltann til baka og Sigurjón 'slæsar' boltann einhvern veginn í innkast.
39. mín
Breki laglega í draumalandinu sínu þarna. Með mjög athyglisverða tilraun með vinstri fæti fyrir utan teig, laaaaangt framhjá.
38. mín
Breki Ómars með fína fyrirgjöf en heimamenn skalla í burtu.
37. mín
Eiður Aron með frábæran varnarleik gegn Jóhanni Árna. Jóhann var í góðri stöðu en komst ekki framhjá Eiði.
36. mín
Tómas Bent er í annað sinn sendur að varamannabekknum, hlýtur að blæða úr honum.
35. mín
Ragnar með mjög svo misheppnaða fyrirgjöf, hátt yfir markið.

Fjölnir er að ná betri stjórn á sínum sóknaraðgerðum finnst mér.
33. mín
Bakare gerir mjög vel og boltinn hrekkur inn á Jóhann Árna sem á skot úr teignum á nærstöngina og Halldór ver afturfyrir.

Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
30. mín
Guðmundur Karl með flottan bolta fyrir sem Bakare kemst í en skallinn er eitthvað misheppnaður og Halldór á í engum vandræðum með þetta.
29. mín
Jóhann Árni liggur eftir og þarf á aðhlynningu að halda.
28. mín
Guðmundur Karl í flottri stöðu við vítateig Eyjamanna og kýs að renna boltanum til hægri á Jóhann Árna sem er í hlaupinu.

Jóhann með fyrirgjöf en Eyjamenn hreinsa, Guðmundur og Jóhann áttu bara að láta vaða þarna!
25. mín
Ísak Andri með skot fyrir utan teig sem Sigurjón ver niður í grasið og handsamar svo boltann.
24. mín
Eiður Aron vinnur skallaboltann á fjærstönginni, Fjölnismenn hreinsa næsta bolta og þessi atburðarás endar á skoti frá Tómasi sem fer vel framhjá.
24. mín
Eyjamenn eiga núna aukaspyrnu úti vinstra megin. Guðjón Pétur stendur yfir boltanum, fyrirgjafarstaða.
23. mín
Hans reynir að finna Bakare í gegn en Sigurður leysir þetta frábærlega og Eyjamenn snúa úr vörn í sókn.
21. mín
Löng sending innfyrir á Breka Ómars sem lyftir boltanum yfir Sigurjón sem kom út á móti. Skotið frá Breka aðeins of fast og boltinn fer af Sito, sem reyndi að komast í boltann, og afturfyrir.
21. mín
Guðjón Pétur með flottan bolta sem Breki er nálægt því að komast í en Sigurjón hugaður og nær þessum bolta.
20. mín
Baldur dæmdur brotlegur gegn Sito við akkúrat enga hrifningu Baldurs. Guðjón Pétur klár að taka spyrnuna.
18. mín
Guðjón Pétur með hornspyrnuna og mér sýndist það vera Telmo sem fékk frían skalla en skallar í stöngina og boltinn skrúfast aftur fyrir.
17. mín
Telmo með bolta upp á Guðjón Erni úti hægra megin og Guðjón vinnur hornspyrnu.
15. mín
Breki Ómars með fínt pláss fyrir framan sig og Helgi kallar á hann að fara 1 á 1 gegn Arnóri Breka en Breki beygir af leið og ekkert verður úr þessu.
12. mín
Bakare þrumar boltanum yfir markið eftir fyrirgjöf. Þetta var færi hjá heimamönnum! Skot af mjög stuttu færi.
12. mín
Skrítnir tilburðir frá Guðjóni Pétri og Felix skallar afturfyrir. Fjölnir á horn.
9. mín
Guðmundur Karl með fyrirgjöf sem Felix nær að skalla í burtu. ÍBV á núna innkast við miðlínu.
6. mín
Bakare fær boltann úti hægra meginn, kemur aðeins inn á völlinn og lætur vaða með vinstri. Skotið framhjá fjærstönginni.
5. mín
Sito reynir að finna Breka í gegn en Baldur skallar þennan bolta í burtu.
4. mín
Lið ÍBV:
Halldór
Guðjón - Sigurður - Eiður - Felix
Tómas - Telmo
Breki - Guðjón - Ísak
Sito
2. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Eftir rúmlega 100 sekúndna leik kemur Sito gestunum yfir!

50:50 bolti sem Sigurjón er ekki nægilega ákveðinn í og Sito nýtir sér það og skorar.
1. mín
Lið Fjölnis:
Sigurjón
Dofri - Alexander - Baldur - Arnór
Hans - Sigurpáll
Ragnar - Jóhann - Guðmundur
Bakare
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann. Guðmundur Karl á upphafssparkið.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik og auðvitað er sólin mætt!
Fyrir leik
Stuðningsmenn Fjölnis (Gula þruman) eru klárir í svokallaðan tvíhöfða því Vængir Júpíters spila úrslitaleik í 4. deildinni beint í kjölfarið á þessum leik.
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður hérna á Extra. Tólf gráðu hiti, hálfskýjað og völlurinn lítur ágætlega út, svona fyrir utan kannski markteigana.

Sólin er bakvið skýin og góður möguleiki á að hún láti sjá sig.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðanna
Þrjár breytingar eru á liði Fjölnis frá sigrinum gegn Kórdrengjum. Michael Bakare, Alexander Freyr Sindrason og Hans Viktor Guðmundsson koma inn í liðið. Á bekkinn setjast þeir Vilhjálmur Yngvi, Kristófer Jacobsson Reyes og Andri Freyr Jónasson.

Engin breyting er á liði ÍBV frá sigrinum gegn Selfossi.
Fyrir leik
Síðustu leikir:
Fjölnir hefur náð í tíu stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Í síðasta leik vann liðið 1-4 útisigur á Kórdrengjum.

ÍBV hefur unnið síðustu sex leiki sína, nú síðast vannst sigur gegn Selfossi á útivelli, 1-4 lokatölur. Leikurinn í dag er fimmti útileikur ÍBV í röð.
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Leikir og stig:
Fram 20 og 54
ÍBV 18 og 41
Kórdrengir 20 og 37
Fjölnir 19 og 33

Með sigri á Fjölnir áfram möguleika á að fara upp í efstu deild. Með jafntefli er Fjölnir dottið út úr baráttunni og sigri ÍBV þá er ljóst að liðið tryggir sér sæti í efstu deild.
Fyrir leik
Dómarateymið
Arnar Ingi Ingvarsson dæmir leikinn í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Breki Sigurðsson.

Viðar Helgason er eftirlitsmaður KSÍ.
Arnar
Fyrir leik
Góðan dag lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og ÍBV í Lengjudeildinni.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram þann 24. ágúst en var frestað vegna covid-smita í herbúðum ÍBV.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Extra vellinum í Grafarvogi.

Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('76)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('76)
14. Ísak Andri Sigurgeirsson ('54)
16. Tómas Bent Magnússon ('69)
19. Breki Ómarsson ('54)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason ('69)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
17. Róbert Aron Eysteinsson
18. Seku Conneh ('76)
19. Gonzalo Zamorano ('76)
22. Atli Hrafn Andrason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('54)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson ('54)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('62)
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('83)
Gonzalo Zamorano ('84)
Guðjón Pétur Lýðsson ('90)

Rauð spjöld: