Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum þriðja degi í aðventu.
Manchester City er að íhuga að fá franska miðjumanninn Paul Pogba (31) til félagsins. Frakkinn braut lyfjareglur á síðasta ári en má byrja að spila aftur í mars. Pogba er hins vegar sjálfur efins um hvort hann vilji fara til Man City. (Independent)
Newcastle United vill berjast við Arsenal og Liverpool um Mohammed Kudus (24), vængmann West Ham, en félagið þyrfti fyrst að selja leikmenn til þess að geta fengið hann inn. (Mirror)
Trent Alexander-Arnold er áfram efstur á óskalista Real Madrid fyrir næsta sumar, en félagið vill einnig fá annan miðvörð inn í hópinn ásamt því að framlengja við belgíska markvörðinn Thibaut Courtois. (Fabrizio Romano)
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, vill fá nýjan vinstri bakvörð, framherja og miðjumann inn í hópinn í janúar. (Football Insider)
Bayern München ætlar ekki að fá mann inn í stað Harry Kane (31) sem er meiddur. Þetta staðfesti Max Eberl, yfirmaður íþróttamála við Sky. (Sky í Þýskalandi)
Enski landsliðsmaðurinn Anthony Gordon hefur vísað þeim sögusögnum til föðurhúsanna um að hann hafi viljað yfirgefa Newcastle United í sumar, áður en skipti hans til Liverpool fóru ekki í gegn. Hann segist ótrúlega ánægður hjá Newcastle. (Sky Sports)
Man City hefur áhuga á því að fá hollenska bakvörðinn Jeremie Frimpong (24) aftur frá Bayer Leverkusen, aðeins fimm árum eftir að hann yfirgaf akademíu City. (Football Insider)
Wolves og Nottingham Forest leiða baráttuna um Ben Godfrey (26), varnarmann Atalanta, sem hefur aðeins spilað fjóra leiki fyrir toppliðið síðan hann kom frá Everton fyrir 10 milljónir punda í sumarglugganum. (Sun)
AC Milan gæti verið viljugt til að selja franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (27) í janúar ef samningaviðræðum við leikmanninn fer ekki að miða áfram. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir