Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
5
0
Fylkir
Viktorija Zaicikova '27 1-0
Viktorija Zaicikova '42 2-0
Olga Sevcova '68 3-0
Viktorija Zaicikova '70 4-0
Olga Sevcova '77 5-0
10.09.2021  -  17:15
Hásteinsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Guðmundur Ingi Bjarnason
Maður leiksins: Viktorija Zaicikova
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir ('73)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('81)
5. Antoinette Jewel Williams ('85)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('73)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
10. Clara Sigurðardóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova ('81)
20. Liana Hinds
23. Hanna Kallmaier

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
11. Berta Sigursteinsdóttir
19. Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz ('73)
22. Rakel Perla Gústafsdóttir ('81)
23. Embla Harðardóttir ('81)
24. Helena Jónsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Guðmundur Tómas Sigfússon
Birkir Hlynsson
Þorsteinn Magnússon
Inga Dan Ingadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV vinnur sannfærandi.
85. mín
Inn:Inga Dan Ingadóttir (ÍBV) Út:Antoinette Jewel Williams (ÍBV)
83. mín
Inn:Helga Valtýsdóttir Thors (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
83. mín
ÍBV fær horn.
81. mín
Inn:Embla Harðardóttir (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Tvær fæddar 2006 að koma inná.
81. mín
Inn:Rakel Perla Gústafsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
77. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Stoðsending: Viktorija Zaicikova
Clara enn og aftur að finna Liönu upp í horn sem á frábæra fyrirgjöf.

Viktorija óeigingjörn og rennir boltanum á Olgu sem setur boltann í autt markið.
73. mín
Inn:Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz (ÍBV) Út:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
73. mín
Inn:Helena Jónsdóttir (ÍBV) Út:Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV)
72. mín
Sæunn með hörkuskot langt fyrir utan sem Guðný ver mjög vel.

Fyrsta horn Fylkis endar síðan í höndunum á Guðný.
72. mín
Inn:Katrín Vala Zinovieva (Fylkir) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir)
72. mín
Inn:Erna Þurý Fjölvarsdóttir (Fylkir) Út:Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
70. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Stoðsending: Þóra Björg Stefánsdóttir
ÞRENNA!!!

Þóra þræðir boltann innfyrir á Viktoriju sem fer framhjá Tinnu og setur boltann í autt markið.
68. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Stoðsending: Liana Hinds
Liana Hinds fær sendingu frá Clöru upp kantinn eins og oft áður í leiknum. Liana setur boltann á fjær þar sem Olga mætir og setur hann á markið og boltinn í gegnum fæturnar á Tinnu og lekur inn í markið.
64. mín
Olga Sevcova með eitthvern rosalegasta sprett upp kantinn sem ég hef séð.

Stingur allar af og fer síðan inná teiginn og rennir honum út á Viktoriju sem nær ekki skoti á markið.
54. mín
ÍBV fær aukaspyrnu út á kanti, Clara ætlar að taka hana.

Fylkir vinnur boltann. og þær keyra upp völlinn en Guðný mætir út úr teignum og nær að hreinsa frá.
50. mín
Hanna Kallmaier á skot sem endar í utanverðri stönginni.

ÍBV heldur áfram að herja á mark gestanna.
47. mín
ÍBV fær horn.

Smá hætta í teignum en Katla María nær að hreinsa í burtu.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
45. mín
ÍBV fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.

Annie ákveður að skjóta en skotið beint á Tinnu.
42. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Stoðsending: Liana Hinds
Liana með enn eina fyrirgjöfina og í þetta sinn er það Viktorija sem mætir inná teiginn og stangar boltann í markið.
40. mín
Inn:Shannon Simon (Fylkir) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Fylkir)
María meiddist eitthvað fyrr í leiknum og getur ekki haldið leik áfram.
37. mín
Olga sloppin ein í gegn og reynir að lyfta boltanum yfir Tinnu en hittir hann ekki vel og boltinn beint á Tinnu sem grípur boltann.
27. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Frábært skot fyrir utan teig sem flýgur yfir Tinnu og endar í fjærhorninu.
26. mín
ÍBV fær sitt 5. horn.

Skalli framhjá frá Annie Williams.
25. mín
ÍBV fá enn eitt hornið.

Léleg spyrna og boltanum hreinsað í burtu af fyrsta varnarmanni.
24. mín
Þóra Björg með skalla beint á Tinnu eftir fyrirgjöf frá Liönu.

Fylkiskonur hafa varla komist í sókn í leiknum.
22. mín
OLGA!!

Skot í slá fyrir utan teig. Tinna rennur í markinu en heppin að boltinn fer ekki inn.
21. mín
Hrikalega vel spilað hjá Eyjakonum.

Clara setur boltann út til hægri á Liönu sem setur hann fyrir þar sem Clara er mætt en skýtur yfir.
19. mín
ÍBV fær hornspyrnu.

Laflaus skalli framhjá.
15. mín
Hrikalega róleg byrjun í leik sem ekkert er undir. Varla komið færi í leikinn.
10. mín
ÍBV fær annað horn.
7. mín
ÍBV fær horn.

Skalli Liönu beint upp í loft og Tinna handsamar hann.
4. mín
Fyrsta skot leiksins á Viktorija Zaicikova en boltinn framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimakonur sem byrja með boltann.
Fyrir leik
U-19 ára landslið kvenna er á leið til Serbíu í vikunni og eiga bæði lið 2 fulltrúa í þeim hópi. Þær Þóra Björg og Ragna Sara frá ÍBV og Tinna Brá og Þórhildur Þórhallsdóttir frá Fylki. Þær eru allar í byrjunarliði í dag.


Fyrir leik
Þetta eru þau lið sem hafa fengið á sig flest mörk í deildinni í ár. ÍBV hefur fengið á sig 40 mörk í deildinni og Fylkiskonur hafa fengið á sig 38 mörk.

Völlurinn í dag er rennandi blautur og gæti vel verið að við fáum fullt af mörkum og spennandi leik. Ég ætla að leyfa mér að spá 2 rauðum spjöldum og 7 mörkum í þessum leik.
Fyrir leik
Meðalaldur varamanna ÍBV er 16.6 ár, sem hlýtur að vera eitthvað met. Auður Scheving varamarkmaður er elst á bekknum en hún er fædd árið 2002. Síðan er ein fædd 2004, tvær 2005 og þrjár 2006. Gaman að sjá þetta og spurning hvort þessar stelpur fái mínútur í dag.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og er ekki mikið sem kemur á óvart. Fyrir utan það að Guðnú Geirsdóttir sem hefur verið í banni síðustu 2 leiki er komin aftur í mark Eyjakvenna.

Íris Una er komin aftur í byrjunarlið Fylkis eftir að hafa verið í banni í síðasta leik.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýingu frá leik ÍBV-Fylkir í síðustu umferð Pepsí Max deildar kvenna.
Leikurinn í dag breytir ekki miklu máli uppá stöðuna í töflunni, ÍBV eru búnar að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir næsta tímabil og Fylkiskonur eru nú þegar fallnar.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('83)
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir ('40)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('72)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('72)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
9. Shannon Simon ('40)
11. Fjolla Shala
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
22. Katrín Vala Zinovieva ('72)
27. Helga Valtýsdóttir Thors ('83)
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: