Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Breiðablik
3
0
Valur
Árni Vilhjálmsson '61 , víti 1-0
Kristinn Steindórsson '72 2-0
Árni Vilhjálmsson '86 3-0
11.09.2021  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Fánarnir hreyfast ekki í voginum, kvöldsól þar til flóðljósin taka við. Tíu stiga hiti. Fullkomið fótboltaveður á teppinu.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Árni Vilhjálmsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('87)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('90)
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
18. Finnur Orri Margeirsson ('90)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
24. Davíð Örn Atlason
27. Tómas Orri Róbertsson
29. Arnar Númi Gíslason
30. Andri Rafn Yeoman ('87)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar fara á toppinn og bæta enn við langbestu markatöluna í deildinni.

Kominn a.m.k. einn putti á titilinn...

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
88. mín
Staðan er sú að stúkan hér öskrar bara "fleiri mörk".

Eftir fyrsta markið hjá Blikum hefur leikurinn alfarið verið þeirra eign.
87. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
86. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Þá klárlega leik lokið!

Löng sending fram, Jason er réttstæður þó að Árni hafi verið fyrir innan, vel dæmt AD1. Jason leikur áfram og leggur til vinstri á Árna utarlega í teignum sem neglir í fjær, óverjandi fyrir Hannes.
85. mín
Það er ekkert hér í spilunum hér annað en að Blikar sigli þessu heim.

Hápressan þeirra er að svínvirka bara.
81. mín Gult spjald: Arnór Smárason (Valur)
80. mín
Nú verða Valsmenn að koma með eitthvað ef þeir vilja fá eitthvað út úr leiknum.
77. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
77. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
76. mín
Frábær varsla hjá Hannesi úr aukaspyrnu Höskuldar.

Blikar eru algerlega með þennan leik.
72. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Game Over???

Jason fer framhjá Vall eins og vængjahurð og inn í teig, fer inn að endalínu og leggur út í markteiginn á Kristinn sem neglir þennan í markið.

Blikar á leið á toppinn á ný!!!
70. mín
Blikar eru fullir orku þessa stundina, markið létti af þeim pressu sýnist mér.

Valsarar sem byrjuðu seinni hálfleik vel eru í brasi að halda boltanum og standast pressu heimamanna.
67. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
65. mín
Blikar í færi, Jason í skotséns í teignum en Birkir Heimis hendir sér fyrir skotið og Valsarar hreinsa í kjölfarið.
64. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Almarr Ormarsson (Valur)
63. mín
Guðmundur Andri stálheppinn að vera inná ennþá.

Anton neglir fram á við úr teignum og boltinn fer í hönd hans. Blikar trylltir að þarna var ekki seinna gula en Þorvaldur sýndist mér gefa lokaséns.
61. mín Mark úr víti!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Messi klikkaði gegn Hannesi en Árni ekki.

Neglir þessum niðri, hægra megin við Hannes. Óverjandi.
59. mín
VÍTI - BLIKAR!!!!

Þetta bjuggu Valsmenn alfarið til sjálfir!

Vall að gaufast með boltann í teignum og eftir að hafa sloppið með skrekk í pressunni sendir hann á Guðmund Andra sem fer með boltann aftur inn í teiginn, missir af honum og tekur Gísla Eyjólfs niður í framhaldi.

Pjúra víti!
57. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Of hátt með fót og í andlitið á Birki Má
56. mín
Allir varamenn farnir að hita í báðum liðum.

Jafntefli eru vond úrslit fyrir báða aðila hér, hljóta að fara að taka smá sénsa...
53. mín
Valsarar enn aðgangsharðir, Birkir chippar framhjá Damir á Guðmund Andra sem á skot að marki en beint á Anton.
51. mín
DOUBLE SAVE!!!

Patrick vinnur boltann úti á væng af Viktori og kemst inn í teig, leggur á Guðmund Andra sem á skot sem Anton ver út í teig og þar sem Tryggvi fær skotfæri af vítateigslínunni og neglir að marki.

Anton ver í horn...sem ekkert verður úr.
48. mín
VARSLA!

Flott sókn Blika endar með skoti frá Jasoni, boltinn fer í Christiansen og Hannes gerir vel að verja með fætinum út í teiginn.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur í gang í Kópavogi.

Allt óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í stórleiknum og það er ágætis birtingarmynd leiksins.

Blikar meira að stjórna leiknum en við erum ekki að sjá færi ennþá...utan auðvitað marksins sem flaggið tók af Blikum.
45. mín
2 mínútur í uppbót
45. mín
Haukur Páll liggur hér eftir viðskipti í teig eftir langt innkast.

Það gleður áhorfendur lítið...Blikar vilja manninn útaf en Valsarar segja þarna hafa verið brot.
42. mín
Boltinn í marki Vals!

Mikil fagnaðarlæti þegar Kristinn setur hann í markið og fagnaðarlætin voru langt komin þegar menn loksins föttuðu að flaggið var á lofti.

Ég ætla að treysta AD2 fyrir þessu en sóknin var flott!
41. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Þarna var nú líklega eitthvað í gangi áður.

Gísli aftur á svæðinu, sendi boltann en töluvert síðar kemur tæklingin sem var sannarlega spjaldsins virði.

Spjald númer 4 hjá kappanum í sumar sem þýðir leikbann gegn KA í næsta leik.
39. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Samtalsmeðferð lokið.

Birkir togar Gísla Eyjólfs niður og nú rífur Þorvaldur upp spjald.
36. mín
Bara svo þið haldið að ég sé ekki hættur.

Sama og síðast.
33. mín
Enn um sinn er uppleggið varfærið frá báðum liðum.

Valsarar þó að komast aðeins framar á völlinn en ennþá afar lítil hætta fólgin í þeirra sóknum.
30. mín
RÉTT FRAMHJÁ!

Birkir Heimis neglir þennan með beinni rist framhjá veggnum og rétt framhjá markinu. Anton hreyfði hvorki lið né legg.
29. mín
Brotið á Pedersen utan teigs.

Vænlegt skotfæri.
28. mín
Fyrsta skot Valsara er frá Tryggva upp úr skyndisókn eftir hornið.

Tók 40 metra hlaup en skotið beint á Anton.
27. mín
Aftur Gísli að gera sig líklegan, neglir að marki en Hedlund kastar sér fyrir og bjargar í horn.

Hannes kýlir það frá.
25. mín
Skyndisókn Blika skilar skoti á mark.

Gísli fær boltann utan teigs frá Árna, tékkar sig inn og neglir á markið en beint á Hannes.
22. mín
Leikurinn er á þeim nótum að Valsarar leyfa Blikum að vera með boltann þar til á miðjuna er komið.

Þá kemur pressan sem hefur orðið til þess að Blikar senda inn í teig, oft háan bolta sem Valsarar geta vel varist.

Enn hafa sóknir Vals ekki skilað neinu.
19. mín
Þorvaldur er að vinna í samtalsmeðferðum hér fyrstu 20.

Alls konar nagg og tog og tuð í bland við sterkar tæklingar. Enn ekki komið spjald á loft.
15. mín
Fyrsta kortérið minnir á fyrstu skák Fischer og Spassky í Reykjavík 1972.

Sterkar varnir, þreifingar í gangi og heilmikill pirringur inni á vellinum, milli þjálfara og í stúkunni.

Stórleikur, ekki spurning!
14. mín
Hrós á Kópacabana.

Stanslaus söngur frá fyrsta flauti.

Svona á þetta að vera.
11. mín
Valsarar eru fastari á stöðunum í 4231

Hannes

Birkir Sævars - Hedlund - Christiansen -Vall

Haukur - Birkir Heimis

Almarr - Tryggvi - Guðmundur Andri

Patrick
9. mín
Blikar spila sitt flæðandi 4231 / 442.

Anton

Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð

Alexander - Viktor

Jason - Kristinn - Gísli

Árni.

Kristinn fer upp í senter í sóknum og það er mikið flæði í stöðunum þeirra þegar þeir sækja.
6. mín
Enn Blikar!

Fara upp hægri vænginn og Kristinn með fasta sendingu í gegnum vítateiginn sem fer framhjá á fjær. Rétt svo.
4. mín
Höskuldur með inswing horn sem fer framhjá á fjær.

Heilmikill hasar í markteignum og Hannes bendir Þorvaldi á dómaraskyldur sínar.
2. mín
Haustdagur og þjálfararnir skarta frakkaúlpum á línunni.

Fer þeim glimrandi.
1. mín
Strax færi!

Höskuldur upp hægri vænginn og sendir inn í markteig þar sem Árni þarf að teygja sig í boltann og þessi er framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Við leggjum af stað.

Blikar sækja í átt að Sporthúsinu og Valsarar að íþróttahúsinu í Smáranum.
Fyrir leik
Liðin mætt á teppið.

Blikar eru í sínum hefðbundna grænhvíta en Valsmenn eru í lit sem ég hef ekki séð.

Blásvarfjallröndóttar peysur, svartar stullur og svartir sokkar. Mæli með þið kíkið hingað bara fyrir búninginn!
Fyrir leik
Það verður að gleðjast yfir því að hér er stúkan hreinlega að fyllast.

Það var einstaklega gaman að sjá fólk hér fyrir leik brosandi og kátt á leið á fótboltaleik. Laugardagskvöld er góður tími sýnist manni fyrir toppleik í íslenskum fótbolta.
Fyrir leik
Umboðsmaður Íslands, Magnús Agnar Magnússon - áður penni á vefsíðunni www.kop.is - er sestur í sætið sitt eftir veru í VIP-stúkunni.

Maðurinn er einstaklega vel útlítandi að venju. Geitin úr Vesturbænum að skanna markaðinn.
Fyrir leik
Að venju þá er möguleiki á að skutlast inn hér í lýsinguna með því að skella myllumerkinu #fotboltinet í tíst á twitter.

Það er afar skemmtilegt að fá krydd utan úr bæ í tilveruna í fréttamannaherberginu á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Frá því upphitunin var gjörð í morgun hafa breyst forsendur.

Víkingar og KR unnu sína leiki þannig að fyrir þennan leik eru þá Blikar í 2.sæti og Valsarar komnir niður í 5.sæti. Það eru stór högg þessa dagana!
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir þrjár breytingar á liði Vals en Blikaliðið er óbreytt frá síðustu viðureign.

Sverir Páll Hjaltested, Christian Köhler og Sigurður Egill Lárusson koma allir á bekkinn hjá Val en þeir Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen og Almarr Ormarsson koma inn.
Fyrir leik
Dómarateymi kvöldsins er ekki af verri endanum.

Þorvaldur Árnason er með flautuna, honum til aðstoðar með flögg og höfuðhljóðbúnað eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Ragnar Þór Bender.

Fjórði dómarinn er Ívar Orri Kristjánsson og eftirlitsstörfum sinnir Hjalti Þór Halldórsson.

Allt klárt hér.
Fyrir leik
Þjálfararnir hafa svo auðvitað KR tengingu enda léku bæði Óskar Hrafn Þorvaldsson Bliki og Heimir Guðjóns nú Valsari með langröndóttum Vesturbæingum á síðustu öld.
Fyrir leik
Þegar við skoðum tengingar í leikmannahópum liðanna þá finnum við einungis Anton Ara Einarsson markvörð Blika sem lék með Valsmönnum milli áranna 2014 og 2019 og vann þar titla.




Fyrir leik
Þegar við horfum á síðustu 10 leiki þá er sveiflan enn sterkari með Völsurum.

Af þeim hafa Valsmenn unnið 6 leiki en Blika 2 leiki. Markatalan í þeim er 17 - 13 fyrir Val.

Valsmönnum hefur gengið sérlega vel í Kópavoginum á þessum tíma, ósigraðir í síðustu fimm heimsóknum þangað. Síðasti sigur Blika á Val í Kópavogi var í maímánuði 2015 þegar Höskuldur Gunnlaugsson, nú fyrirliði Blika, skoraði framhjá Ingvari Kalé í marki Vals og tryggði heimasigur.
Fyrir leik
Ef við skoðum fyrri leiki þessara liða í efstu deild þá er leikurinn í dag númer 70 í þeirri röð.

Sá fyrsti var á því merka ári 1971 á Melavellinum og lauk með 2-0 óvæntum sigri nýliða Breiðabliks á risaliði Vals á þeim tíma með mörkum Magnúsar Steinssonar úr víti og Guðmundar Þórðarsonar í blálokin. Heljarfyrirsagnir í blöðunum hóf því þann viðureignaferil.

Frá því í júní 1971 hafa Valsmenn unnið 29 leiki og Blikar 24 stykki, 16 sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan í þeim leikjum er 110 - 97 Valsmönnum í vil.
Fyrir leik
Bæði lið hafa úr öllum sínum leikmannahópi að ráða.

Engin meiðsl eða bönn að stríða og allir landsliðsmenn liðanna koma heilir úr verkefnunum.

Það hjálpar til við skemmtunina að allir séu með.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 3-1 sigri Valsmanna í hörkuleik.

Eitt marka Vals var sjálfsmark en Patrik Pedersen og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu einnig. Árni Vilhjálmsson skoraði sárabótarmark fyrir Blika.
Fyrir leik
Eftir öfluga byrjun hafa Valsmenn lent á vegg.

Þeir hafa nú tapað þrem af síðustu fimm leikjum sínum og ef þeir tapa leiknum við Blika í dag gætu þeir verið í 5.sæti að þessari umferð lokinni og þá ekki í Evrópusæti einu sinni.

Ef deildinni er stillt upp af útileikjum væru Valsmenn í 6.sæti deildarinnar, þar hafa þeir tapað fjórum af sínum níu leikjum.
Fyrir leik
Blikar sitja efstir í deildinni fyrir leikinn með 41 stig og hafa unnið síðustu fimm leiki sína.

Eftir að þeir töpuðu fyrsta heimaleiknum þann 2.maí fyrir KR hafa þeir unnið alla heimaleiki sína. Í þeim 8 sigurleikjum er markatala þeirra á Kópavogsvelli 26 - 1.

Svo...getum við ekki kallað völlinn ágætis gryfju?
Fyrir leik
Hér er um sannkallaðan risaleik að ræða í tuttugustu umferð PepsiMax deildarinnar.

Blikar taka risaskref í átt að Íslandsmeistaratitli með sigri og Valsmenn verða að vinna þennan leik til að eiga möguleika á að halda titlinum á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Blikar fá Valsmenn í heimsókn.

Hér er stórleikur á ferð!
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f) ('77)
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson ('77)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('67)
33. Almarr Ormarsson ('64)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Christian Köhler
8. Arnór Smárason ('77)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('64)
11. Sigurður Egill Lárusson ('67)
15. Sverrir Páll Hjaltested
20. Orri Sigurður Ómarsson ('77)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('39)
Guðmundur Andri Tryggvason ('41)
Arnór Smárason ('81)
Sigurður Egill Lárusson ('90)

Rauð spjöld: