Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Grindavík
2
4
Víkingur Ó.
0-1 Harley Willard '5
Josip Zeba '6 1-1
1-2 Bjartur Bjarmi Barkarson '29
1-3 Kareem Isiaka '43
Gabriel Dan Robinson '48 2-3
2-4 Kareem Isiaka '82
18.09.2021  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grenjandi rigning og smá vindur á Grindvískan mælikvarða
Dómari: Valdimar Pálsson
Maður leiksins: Bjartur Bjarmi Barkarson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Óliver Berg Sigurðsson ('71)
2. Gabriel Dan Robinson
5. Nemanja Latinovic ('63)
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Sindri Björnsson ('84)
8. Tiago Fernandes
9. Josip Zeba
11. Símon Logi Thasaphong
15. Freyr Jónsson ('84)
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
4. Pálmar Sveinsson ('84)
19. Andri Daði Rúriksson ('71)
21. Marinó Axel Helgason ('63)
24. Ingólfur Hávarðarson
27. Luka Sapina ('84)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:
Símon Logi Thasaphong ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar kveðja Lengjudeildina með sigri. En Grindavík tekur nú veturinn í uppbyggingu með nýjum þjálfara.

Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
91. mín
Þvílík björgun í tvígang!!!!!!!!

Víkingar sleppa í gegn og eru þrír gegn Aroni Degi en pollurinn með stórbrotinn varnarleik og stöðvar þá. Þeir fá annað tækifæri í teignum og ná skoti en pollurinn aftur með stórfenglega björgun og heimamenn sleppa.
89. mín Gult spjald: Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
Hressileg tækling á blautum vellinum.
88. mín
Konráð með frábæra markvörslu eftir skot Andra Daða.
88. mín
Kareem að reyna við þrennuna en pollurinn í teig Grindavíkur hefur betur í baráttu við hann um boltann.
85. mín
Það er hætt að rigna í Grindavík sem gleður Ivan mjög.

Grindavík fær horn. Klafs í teignum eftir hornið en Grindvíkingar koma boltanum ekki á markið.
84. mín
Inn:Luka Sapina (Grindavík) Út:Freyr Jónsson (Grindavík)
84. mín
Inn:Pálmar Sveinsson (Grindavík) Út:Sindri Björnsson (Grindavík)
84. mín
Zeba í fínu skalla færi eftir aukaspyrnu en boltinn framhjá.
82. mín MARK!
Kareem Isiaka (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Bjarni Þór Hafstein
Vinna aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Grindavíkur. Taka hana snöggt á Bjarna Þór sem keyrir upp að endamörkum og leggur boltann inn á markteig þar sem Kareem mætir og setur boltann yfir línuna af stuttu færi.
78. mín
Tiago með skot úr teignum en snýr boltann yfir markið.
78. mín
Bjarni Þór með skot að marki Grindavíkur sem mér finnst Aron slá afturfyrir. Valdimar er ekki sammála og bendir til marks um markspyrnu.
77. mín
Andri Daði með fína takta og gott skot sem Konráð ver í horn. Ekkert verður úr horninu.
76. mín
Á síðustu 10-15 mínútum hefur boltinn líklega verið 7-8 mínútur að lágmarki utan vallar. Konráð markvörður gestanna er líklega farinn að fá tak í lærið miðað við fjölda markspyrna sem hann hefur tekið síðustu mínútur.
73. mín
Ivan vallarstjóri horfir á leikinn hér með mér með tárvot augu. Þakkar fyrir að þetta sé síðasti leikur mótsins þar sem menn eru að spæna upp völlinn. Aðstæður sem flokkast sem hörmulegar.
71. mín
Inn:Andri Daði Rúriksson (Grindavík) Út:Óliver Berg Sigurðsson (Grindavík)
70. mín
Simon Logi að vinna sig í færi. Aðeins of gráðugur en Zeba í mun betra færi í teignum. Velur að skjóta og Konráð ver.
68. mín
Hugsa að meginþorri leikmanna á vellinum hafi eytt góðum hluta síðari hálfleiks í að detta á rassinn. Völlurinn eins og skautasvell á köflum.
63. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
60. mín
Víkingar í dauðafæri eftir skyndisókn. Willard finnur Bjart í hlaupi í teignum en flaggið á loft.

Setti boltann ekki á markið svo það breytti engu þegar allt er talið.
58. mín
Grindvíkingar 3 á 1 í markteignum en Zeba velur versta kostinn og setur boltann beint í varnarmann.
55. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (Víkingur Ó.) Út:Juan Jose Duco (Víkingur Ó.)
53. mín
Fátt annað en veðurfregnir sem ég get fært ykkur. Það rignir enn og bætt í ef eitthvað er.
48. mín MARK!
Gabriel Dan Robinson (Grindavík)
Hornspyna er skölluð aftur fyrir markið beint á Robinson sem skorar af öryggi af markteig.
Dekkningin klikkar illa hjá gestunum.
47. mín
Þetta er breytast í eitthvað grín hérna. Völlurinn svo blautur og þungur að menn komast vart úr sporunum og happa glappa hvert boltinn spýtist eða hvort hann snarstoppar í polli.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Það eru heimamenn sem hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Valdimar er ekkert að bæta við þetta hér í fyrri hálfleik og flautar af. Gestirnir leiða með þremur mörkum gegn einu. Verið mun ákveðnari í sínum aðgerðum en hafa þó leikið undan vindi til þessa.
43. mín MARK!
Kareem Isiaka (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Bjartur Bjarmi Barkarson
Hornspyrna frá Bjarti teiknuð beint á kollinn á Kareem sem skallar boltann í netið.
Ég er ekki frá því að þessi staða sé bara sanngjörn. Víkingar verið sprækari heilt yfir.
41. mín
Ætla að fá að hrósa Víkingum fyrir sinn leik hér. Aðstæður vart boðlegar en þeir reyna að spila sinn bolta og hafa gert það með ágætum hingað til framarlega á vellinum. Vissulega ákveðið kæruleysi líka inn á milli varnarlega en heilt yfir bara nokkuð vel leikið hjá þeim.
40. mín
Kareem Isiaka í færi á markteig en Viktor nær að trufla hann nægjanlega til þess að skota Isiaka verður slakt og beint á Aron.
38. mín
Zeba í hörkufæri í teignum en vel fyrir innan þegar sendingin kemur og flaggið á loft.
36. mín
Bjarni lætur vaða en Aron þarf ekki að hafa mikilar áhyggjur. Spyrnan hvergi nærri því að hitta á markið.
35. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á fínum stað undan vindinum. Um að gera að láta vaða bara og reyna á Aron í markinu.
34. mín
Aftur fá gestirnir hornspyrnu.
33. mín
Þetta er að verða fjörugra í bleytunni í Grindavík. Fótboltinn ekki fallegur en þeim mun fyndnari eftir því sem völlurinn blotnar meira.
31. mín
Laglegt spil Grindavíkur sem sækir upp hægri vænginn. Zeba og Tiago leika sín á milli sem endar með fyrirgjöf frá þeim síðarnefnda sem hittir beint á Símon í markteignum sem sneiðir boltann framhjá markinu.
29. mín MARK!
Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.)
Víkingar komast yfir á ný. Gerðist hratt og ég hreinlega sá ekki hvernig markið kom til hafandi verið að skrifa um færi á sitthvorum enda vallarins.
26. mín
Bjarni Þór Hafstein með skot eftir hornið en boltinn yfir markið.
26. mín
Gestirnir fá horn.
25. mín
Það er nú mest lítið að frétta hér úr Grindavík. Rignir enn og völlurinn vægast sagt erfiður.
21. mín
Víkingar fá horn sem spyrna Bjarts döpur og heimamenn hreinsa.
19. mín
Grindvíkingar í færi eftir lélega hreinsun úr teignum. Keke stingur sér til sunds og bjargar vel. Flaggið á loft í kjölfarið.
17. mín
Kareem Isiaka í ágætu færi í teignum en setur boltann yfir markið.
12. mín
Zeba og pollarnir eiga vel saman. Boltinn stöðvast í D-boganum og Zeba lætur vaða. Boltinn þó framhjá marki Víkinga.
9. mín
Vallarhelmingur Grindavíkur er gegnsósa af vatni. Og í raun grátlegt að horfa upp á leikmenn reyna að fóta sig á vellinum við þessar aðstæður sem fara bara versnandi í þeirri úrhellisrigningu sem er.
6. mín MARK!
Josip Zeba (Grindavík)
Aðstæður eiga stóran þátt hér. Boltinn stöðvast í polli á grasinu beint við fætur Zeba. Konráð í einskinsmannslandi i teignum og Zeba lyftir boltanum snyrtilega yfir hann.
5. mín MARK!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Bjartur Bjarmi Barkarson

Bjartur Bjarmi böðlar boltanum inn á teiginn gegn þremur varnarmönnum. Boltinn hrekkur fyrir fætur Willard sem er aleinn á fjærstöng og á ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið.
2. mín
Víkingar brjótast upp völlinn. Boltinn spýtist á rennblautu grasinu og menn eiga í basli með að hemja hann. Boltinn dettur þó á endanum fyrir fætur Willard hægra megin í teignum en hann nær ekki góðu valdi á boltanum sem fer afturfyrir endamörk.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Valdimar Pálsson blæs til leiks.


Fyrir leik
Það er nóg um að vera hér á Fótbolta.net í dag. Mæli sérstaklega með að fólk fylgist með textalýsingum frá Njarðvík og Vesturbænum en á þessu völlum mun ráðast hvaða lið fylgir Þrótti Vogum upp í Lengjudeildina.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Níu leiki hafa liðin leikið innbyrðis í B-deild frá aldamótum.

Grindavík 4 sigrar 17 mörk skoruð
Víkingur 3 sigrar 16 mörk skoruð
2 leikjum hefur lokið með jafntefli
Fyrir leik
Vonbrigðatímabil í Grindavík

Heimamenn settu markið hátt þetta sumarið og ætluðu sér að gera harða atlögu að því að fara upp um deild. EFtir frábæran sigur á liði ÍBV í fyrstu umferð fór að halla undan fæti og náði lægð Grindavíkur hámarki frá júnimánuði og langt inn í ágúst þar sem liðið vann ekki leik í rúma tvo mánuði þar af í fjölmörg skipti eftir að hafa fengið sigurmark í andlitið í uppbótartíma. Sigurbjörn Hreiðarsson lætur af störfum sem þjálfari Grindavíkur eftir tímabilið og er leikurinn í dag því hans kveðjuleikur.


Fyrir leik
Víkingar kveðja deildina

Ólafsvíkingar leika sinn síðasta leik í Lengjudeildinni í bili í dag. Það má með sanni segja að sumarið hafi verið langt og erfitt fyrir gestaliðið sem hóf leiktíðina undir stjórn Gunnars Einarssonar. Upp úr því samstarfi slitnaði um mitt sumar og gamalreyndur refur tók við Víkingum í annað sinn á jafn mörgum árum þegar Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari. Sú breyting skilaði þó ekki þeim árangri sem vonast var eftir og fall varð ekki umflúið. Guðjón fær þó það verkefni að byggja liðið upp að nýju og freista þess að koma liðinu upp úr 2.deild að ári.


Fyrir leik
Lokaumferð Lengjudeildarinnar

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Víkings.Ó í lokaumferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Emmanuel Eli Keke
6. Anel Crnac
7. Mikael Hrafn Helgason (f)
10. Bjarni Þór Hafstein
11. Harley Willard
14. Kareem Isiaka
15. Berti Brandon Diau
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Jose Javier Amat Domenech
33. Juan Jose Duco ('55)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson
8. Guðfinnur Þór Leósson ('55)
10. Simon Dominguez Colina
11. Kristófer Máni Atlason
17. Brynjar Vilhjálmsson
19. Marteinn Theodórsson
23. Ísak Máni Guðjónsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Guðjón Þórðarson (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: