Manchester United gæti fengið tilboð frá spænsku félagi í janúar og Ranieri segir að Dybala geti farið frá Roma. Þetta og svo mikið fleira í slúðurpakka dagsins.
Atletico Madrid íhugar að gera Manchester United janúartilboð í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho (20). (Fichajes - á spænsku)
Manchester United er langt komið í viðræðum um að endurnýja samning við kantmanninn Amad Diallo (22), landsliðsmanns Fílabeinsstrandarinnar en núverandi samningur hans rennur út næsta sumar. (ESPN)
Claudio Ranieri, stjóri Roma, segir að argentínski sóknarleikmaðurinn Paulo Dybala (31) árs, geti farið frá félaginu ef hann er ekki ánægður. Umboðsmaður hans fundaði með Galatasaray. (Corriere dello Sport)
Manchester United gæti barist við þýska félagið RB Leipzig um að fá franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani (26) frá Paris St-Germain í janúar. (Football Insider)
Chelsea, Aston Villa, Stuttgart og Newcastle hafa áhuga á gríska U21 landsliðsframherjanum Stefanos Tzimas (18) hjá PAOK en hann hefur staðið sig vel á láni hjá Nurnberg. (ESPN)
Viðræður eru enn í gangi milli Southampton og Þjóðverjans Danny Röhl, stjóra Sheffield Wednesday. (Sky Þýskalandi)
Dýrlingarnir eru einnig að íhuga Carlos Corberan, stjóra West Brom. (Sky Sports)
Njósnarar West Ham hafa verið að fylgjast með Noah Atubolu (22), þýskum markverði Freiburg. (Fabrizio Romano)
Burnley er í viðræðum um að fá hægri bakvörðinn Oliver Sonne (24), landsliðsmann Perú, frá Silkeborg fyrir 2,5 milljónir punda. (Football Insider)
Gary Rowett, fyrrum stjóri Birmingham City og Millwall, er langt kominn í viðræðum við Oxford United um stjórastöðu félagsins. (John Percy/Telegraph)
Barcelona hefur sagt úrúgvæska varnarmanninum Ronald Araujo (25) og hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (27) að skrifa undir nýja samninga við félagið eða standa frammi fyrir því að verða skráðir á sölulista. (Sport)
Everton fylgist með Hamza Igamane (22), framherja Rangers og Marokkó, þar sem framtíð sóknarmannana Dominic Calvert-Lewin (27) og Beto (26) hjá félaginu er óljós. (TBR)
Juventus ætlar að reyna að fá David Hancko (27), varnarmann Feyenoord og Slóvakíu, þar sem ítalska félagið ætlar að styrkja varnarlínu sína. (Calciomercato)
Athugasemdir