Ísland
0
2
Holland
0-1 Danielle van de Donk '23
0-2 Jackie Groenen '65
21.09.2021  -  18:45
Laugardalsvöllur
HM 2023 - kvenna - Landslið
Aðstæður: Blautur völlur, strekkingur og 6 gráður
Dómari: Rebecca Welch (England)
Áhorfendur: 1737
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('90)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('63)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('63)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('90)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
1. Auður S. Scheving (m)
2. Sif Atladóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('63)
3. Elísa Viðarsdóttir
7. Karitas Tómasdóttir ('90)
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
22. Amanda Andradóttir ('90)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Ásta Árnadóttir
Ari Már Fritzson
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Sigurrós Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland tapar 0-2 á móti stjórnupríddu liði Hollands í fyrsta leik í undankeppni HM 2023
90. mín
90+1
Svava fær boltann upp í horn frá Öglu Maríu, Svava kemur með fyrigjöfina en Hollendingar koma boltanum í innkast.
90. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Fyrirliðinn búin að skila góðu dagsverki. Glódís tekur við bandinu og Karitas klárar leikinn á íslensku miðjunni.
Mist Rúnarsdóttir
90. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Tvöföld skipting á lokamínútunum hjá Íslandi.

Amanda Andradóttir er að koma inná í sínum fyrsta A-landsleik. Kornung og efnileg og við fögnum því.
Mist Rúnarsdóttir
90. mín
Inn:Victoria Pelova (Holland) Út:Vivianne Miedema (Holland)
89. mín
Sveindís fer enn og aftur illa með Dominique Janssen og setur boltan svo út í teigin þar sem Dangý lúðrar boltanum yfir, áttu ap gera betur þarna.
88. mín
Karólína geriri gríðalega vel á mðjunni og kemur sér fram hjá tveimur miðjumönnum Hollands og á svo glæsilega skiptingu yfir á Öglu Maríu sem á skot sem fer rétt fram hjá, gott færi þarna!
79. mín
Sherida Spitse tekur boltann á lofti af löngu færi þrumar boltanum að markinu, boltinn fer rétt fram hjá en góð tilraun.
79. mín
Glódís aftur með Miedema í vasanum, Miedema með boltann inni í teig og reynir að koma sér í færi en Glódís setur boltann í innkast.
78. mín
Inn:Shanice van de Sanden (Holland) Út:Lieke Martens (Holland)
Shanice van de Sanden leikmaður Wolfsburg kemur inn á fyrir Lieke Martens.
78. mín
Lineth Beerensteyn nær fyrgjöfinni en Glódís hefur betur í baráttunni við Miedema og kemur boltanum frá.
75. mín
Miedema á skot að marki sem Sandra ver vefl út í teiginn. Í kjölfarið er klafs inni í teignu og Hollendingar ná skoti að marki í tvígang en Sandra ver vel í bæði skiptin.
72. mín
Gunnhildur tapar boltanum á miðjunni og Hollendingar sækja hratt, Miedema kemst í skotfæri en skotið er fram hjá.
68. mín
Vivianne Miedema með boltann inni í teig en Glódís nær boltanum af henni og setur hann í horn.
67. mín
Sisca Folkertsma brýtur groddaralega á Sveindísi úti á vinstri kantinum, Hallbera setur hann langan en Hollendingar skalla frá og boltinn berst út á Karólínu sem gerir vel og kemur sér í skot færi en boltinn fer rétt fram hjá, munaði litlu!

65. mín MARK!
Jackie Groenen (Holland)
Stoðsending: Lineth Beerensteyn
Glæsilegt mark hjá Jackie Groenen sem fær boltann á vítateigslínunni frá Lineth Beerensteyn og skýtur í fyrstu og boltinn syngur í netinu.

63. mín
Inn:Lineth Beerensteyn (Holland) Út:Jill Roord (Holland)
Liðsfélagi þeirra Karólínu Leu og Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen er að koma inná hjá gestunum.
Mist Rúnarsdóttir
63. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Karólína fer á miðjuna og Svava Rós upp á topp.
Mist Rúnarsdóttir
63. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Tvöföld skipting hjá Íslandi.
Mist Rúnarsdóttir
62. mín
Langt innkast hjá Sveindísi, Glódís setur góða pressu á boltann og Dagný nær skoti sem fer af varnarmanni Hollands og út af, ágætis færi.
60. mín
Eftir rólega byrjun á þessum hálfleik hjá íslenska liðinu er það aðeins að taka við sér og færa sig framar á völlinn.

59. mín
Sveindís með góða fyrirgjöf á fjærst0ngina þar sem Agla María er. Agla María kemur höfðinu í boltan en varnarmaður Hollands nær að trufla hana og boltinn fer út af.
58. mín
Sherida Spitse á skot inni í vítateig en boltinn fer fram hjá.
57. mín
Dagný setur boltann inn á teiginn á Berglindi sem nær skallanum en hann er laus og auðveldur viðureignar fyrir Sari van Veenendal í marki Hollendinga.
54. mín
Lieke Martens með skot sem fer rétt fram hjá.
52. mín
Danielle van de Donk með fyrigjöf af hægri kantinum sem Sandra grípur.
51. mín
Ísland á aukaspyrnu úti alveg úti á hægri kantinum, Agla María tekur spyrnuna og setur boltann bara á markið en Sari van Veenendaal á ekki í miklum vandræðum með að verja skotið.

49. mín
Hollendingar liggja svolítið á vörn Íslands í byrjun seinni hálfleiks en hafa þó ekki náð að skapa sér færi.
46. mín
Leikur hafinn
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Hálfleikur
Hollendingar leiða 0-1 í hálfleik en engu að síður hefur íslenska liðið spilað vel og vonandi sjáum við íslensk mörk í seinni hálfleik.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
45+1
Hollendingar fá hornspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands, Jill Roord tekur sprynuna en hún fer yfir allann pakkann og út af.
45. mín
45 mínútur komnar á klukkuna og það eru 2 mínútur í uppbótartíma.
43. mín
Nú á Dagný fyrigjöf eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu en enn og aftur eru Hollensku varnarmennirnir á undan í boltann.
42. mín
Sveindís lendir í samtuði við Stefanie van der Gragt og sjúkraþjálfarar beggja liða æða inn á völlinn, leikurinn stöðvast í smá stund, vonandi er í lagi með alla.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
40. mín
Dominique Janssen með fyrgjöf á vinstri kanti Hollendinga, Danielle van de Donk kemur á fleygiferð með opið mark fyrir framan sig en nær ekki til boltanns!
39. mín
Hallbera tekur spyrnuna og setur hana á Sveindísi sem er á fjærstönginni, hún nær skallanum en hann fer í hliðarnetið.
38. mín
Sveindís með góða fyrirgjöf í tvígang en Hollendingarnir náðu að koma sér fyrir skot Íslendinga í bæði skiptin, Ísland fær hornspyrnu.
36. mín
Lieke Martens nálægt því að koma Hollendingum í 2-0 en hittir boltann ekki nægilega vel eftir sendingu frá Danielle van de Donk af hægri kantinum.
34. mín
Langt innkast sem Sveindís tekur og Glódís setur út í teiginn, boltinn berst út á Guðnýju sem tekur skotið en það fer fram hjá.
33. mín
Berglind kemur djúpt niður á völlinn og vinnur boltann, setur hann svo langan upp á Öglu, fínasta tilraun en Sari van Veenendaal er á undan í boltann.
31. mín
Jackie Groenen á skot að marki eftir að hún hleypur þvert yfir hálfan völlinn og kemur sér í skotfæri en skotið er laust og lítið mál fyrir Söndru að eiga við það.
29. mín
Sherida Spitse brýtur á Gunnhildi Yrsu á fínasta stað rétt fyri utan vítateg og Ísland á aukaspyrnu, Hallbera tekur spyrnuna en hún fer hátt yfir.
25. mín
Jackie Groenen á skot frá vítateigslínunni sem Sandra ver.
23. mín MARK!
Danielle van de Donk (Holland)
Stoðsending: Jackie Groenen
Hollendingar spila vörn Íslendinga í sundur og á endanum á Jackie Groenen flotta sendingu á Danielle van de Donk sem klárar snyrtilega.


Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
21. mín
Hollendingar fá horn en Ingibjörg er fyrst á boltann og kemur honum frá.
20. mín
Glódís á skot sem fer langt fram hjá eftir að hún vann boltann og geystist svo upp allan völlinn, allt mjög vel gert nema skotið.
19. mín
Önnur fyrirgjöf frá Sveindísi eftir góðan bolta úr vörninni frá Guðnýju en enn og aftur finnur hún ekki bláa treyju.
18. mín
Lieke Martens með stórhættulegan bolta inn fyrir vörn Íslands á Miedema en Glódís nær að hægja á henni og koma boltanum í horn.
16. mín
Glódís með frábæran bolta úr vörninni upp kantinn á Sveindísi sem tekur Dominique Janssen í bakaríið og kemur boltanum inn í teig en Hollendingar verjast vel.
14. mín
Holland fær aukaspyrnu fyrir utan vítateig Íslands, Jill Rood tekur spyrnuna, fastur bolti meðfram grasinu inn á teiginn og eftir darraðardans í teignum kemur Hallbera boltanum í innkast.
13. mín
Miedema kemur sér í kjörið skotfæri en Glódís hendir sér fyrir það og bægir hættunni frá í bili.
9. mín
Þarna munaði litlu!!
Sveindís fer framhjá Janssen bakverði Hollendinga og nær skoti sem markvörður Hollendinga þarf að hafa sig alla við að verja og setur hann í horn.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
8. mín
Úff
Miedema á hættulegt skot að marki sem fer rétt fram hjá, dansar svolítið í teignum og kemur sér í skotfæri.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
6. mín
Annað langt innkast, þau eru mjög hættuleg. Glódís nær skallanum inn á teiginn en Hollendingar koma boltanum frá.
4. mín
Guðný kemur með langan bolta fram sem Hollendingar skalla í innkast framarlega á vellinum , Sveindís tekur það langt.
3. mín
Agla María verst vel og lokar á fyrirgjöf utan að hægri kanti Hollands en kemur boltanum ekki nógu langt og Hollendingar eiga skot að marki sem fer yfir.
1. mín
Agla María vinnur innkast framarlega á vellinum sem Sveindís tekur langt, Dagný nær skallanum á nærstönginni en kemur honum ekki á bláa treyju inn í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Hollendingar sem byrja með boltann.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Fyrir leik
Þrátt fyrir appelsínugula viðvörun í dag hefur heldur betur ræst úr veðrinu það hefur lægt töluvert og vindurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á leikin eins og staðan er núna.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
15 mínútur í leik, íslenska liðið er að leggja lokahönd á upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarlið Hollands
Í byrjunarliði Hollands eru stórstjörnurnar Vivianne Miedema og Lieke Mertens
1. Sari van Veenendaal (PSV)
2. Aniek Nouwen (Chelsea)
3. Stefanie van der Gragt (Ajax)
6. Jill Roord (Wolfsburg)
8. Sherida Spitse (Ajax)
9. Vivianne Miedema (Arsenal)
10. Danielle van de Donk (Lyon)
11. Lieke Mertens (Barcelona)
14. Jackie Groenen (Man Utd)
18. Sisca Folkertsma (Bordeaux)
20. Dominique Janssen (Wolfsburg)
Fyrir leik

Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Fyrir leik
Tvær gætu spilað sinn fyrsta landsleik
Þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers eru nýliðar í íslenska landsliðshópnum og gætu því spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í kvöld.
Amanda er aðeins 17 ára og er gríðarlegt efni. Hún spilar með norsku meisturunum í Vålerenga.


Diljá Ýr sem er 19 ára gekk í byrjun árs til liðs við sænsku meistarana í Häcken en hún spilaði með Val á síðasta tímabili áður en hún hélt til Svíþjóðar. Diljá hefur einng spilað með Stjörnuni og FH.
Fyrir leik
Hollenska liðið
Mótherjar dagsins eru af dýrari gerðinni en Hollendingar eru ríkjandi evrópumeistarar og silfurverðlaunahafar frá síðasta HM.

Vivianne Miedema
Stærsta stjarna Hollendinga er án efa sóknarmaðurinn Vivianne Miedema, þessi 25 ára sóknarmaður á að baki 101 landsleik og hefur skoraði í þeim 84 mörk. Vivianne Miedema sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni var næst markahæst í deildinni á síðasta tímabili en hún skoraði 18 mörk í 22 leikjum.

Fyrir leik
Leikurinn í dag er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2023 og sá eini í þessum landsleikjaglugga.
Holland spilar tvo leiki í þessum glugga en þær gerður 1-1 jafntefli við Tékka á föstudaginn.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur fotbolta.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Ísland tekur á móti Hollandi í undankeppni HM 2023 sem fer fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Byrjunarlið:
1. Sari van Veenendaal (m)
2. Aniek Nouwen
3. Stefanie van der Gragt
6. Jill Roord ('63)
8. Sherida Spitse
9. Vivianne Miedema ('90)
10. Danielle van de Donk
11. Lieke Martens ('78)
14. Jackie Groenen
18. Sisca Folkertsma
20. Dominique Janssen

Varamenn:
16. Claire Dinkla (m)
23. Barbara Lorsheyd (m)
4. Merel van Dongen
4. Kika van Es
6. Anouk Dekker
7. Shanice van de Sanden ('78)
11. Victoria Pelova ('90)
13. Jill Baijings
15. Caitlin Dijkstra
17. Katja Snoeijs
19. Anouk Dekker
21. Lineth Beerensteyn ('63)
22. Inessa Kaagman

Liðsstjórn:
Mark Parsons (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: