Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
83' 0
2
FH
Keflavík
2
3
ÍA
0-0 Steinar Þorsteinsson '15 , misnotað víti
Ástbjörn Þórðarson '45 1-0
2-0 Óttar Bjarni Guðmundsson '63 , sjálfsmark
2-1 Alex Davey '68
2-2 Guðmundur Tyrfingsson '71
2-3 Sindri Snær Magnússon '75
25.09.2021  -  14:00
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: Flottar aðstæður! Smá gola, völlurinn flottur.
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson(Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson
11. Helgi Þór Jónsson ('79)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
86. Marley Blair ('90)

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson
20. Christian Volesky ('79)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('90)
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skagamenn bjarga sér!!
90. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
90. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
85. mín
Það eru fimm mínútur eftir og eins og staðan er HK að falla.
85. mín
Inn:Elias Tamburini (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
85. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
83. mín
ÁRNI MARÍNO!! Blair með lélegt skot að markinu og Árni næstum búinn að gefa mark!!!!
81. mín
Guðmundur Tyrfings með sskot að marki en Sindri ver og svo Gísli Laxdal með skot framhjá.
79. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
75. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍA)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?????? SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR!!!! Þvaga í teignum og Sindri kemur Skaganum yfir!!!
71. mín MARK!
Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)
VONIN LIFIR!!!!! Skagamenn eru búnir að jafna!! Boltinn fyrir markið og Guðmundur Tyrfings að jafna!!
68. mín MARK!
Alex Davey (ÍA)
ÞAÐ ER VON!! Skagamenn að minnka muninn! Boltinn berst á Alex fyrir utan teig og hann tekur bara skotið og boltinn virtist breyta aðeins um stefnu en í markið fer hann! Þetta átti Sindri að taka í markinu.
65. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
63. mín SJÁLFSMARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
SJÁLFSMARK!! Marley Blair með fasta sendingu fyrir markið og boltinn fer af Óttari Bjarna og í markið! Þetta er alvöru brekka fyrir Skagamenn!
62. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
61. mín
Dagur Ingi með skot að marki ÍA en beint á Árna í markinu
58. mín
Skagamenn aðeins að sækja í sig veðrið hérna. En þeir þurfa mark sem fyrst.
57. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
54. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
52. mín
Keflvíkingar að byrja seinni hálfleikinn betur. HK komið yfir í Kópavoginum.
49. mín
Keflavík með flotta skyndisókn og Dagur Ingi reynir stunguna en aðeins of fast og boltinn aftur fyrir.
47. mín
Skagamenn fá hérna strax horn en yfir allan pakkann og aftur fyrir.
46. mín
Þá er þetta farið af stað aftur og núna eru það heimamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá Blue höllini.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hjá okkur í Kef og heimamenn leiða 1-0 með rugluðu marki! Skaginn er á leiðinni niður eins og staðan er!
45. mín MARK!
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
ÞVÍLÍKA MARKIÐ!!!!! Heimamenn fá horn og boltinn berst á Ástbjörn fyrir utan teig og hann þrumar honum í vinkilinn fjær!!! Ruglað mark!
45. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
45. mín
Þrjár mín í uppbót hjá okkur
42. mín
Skagamenn að heimta víti en fá ekki. Rétt hjá Vilhjálmi.
38. mín
Skagamenn með skalla að marki en beint í varnarmann Keflavíkur
35. mín
Ísak með rosa sprett hérna en Sindri með geggjaða vörslu og liggur eftir.
34. mín
Dagur Ingi með flotta sendingu fyrir úr aukapspyrnu en enginn mættur
31. mín
Hákon Ingi í mjög góðu færi en nær ekki skoti á markið! Átti að gera betur
28. mín
Gísli Laxdal við það að sleppa í gegn en Sindri Þór með geggjaðan varnarleik.
27. mín
Heimamenn að gera sig líklega en boltinn framhjá.
26. mín
Keflvíkingar vilja víti en fá ekki!
25. mín
Skagamenn að fá sína sjöttu hornspyrnu.
17. mín
Skagamenn að fá fjórða hornið sitt í leiknum en engin hætta og Sindri handsamar boltann
15. mín Misnotað víti!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
SETUR BOLTANN YFIR!!! Alls ekki gott víti! Fór sjensinn þarna?
14. mín
Víti fyrir Skagann!
11. mín
Sindri Snær Magnússon með skot fyrir Kef og varnarmnni og í slánna! Þarna mátti engu muna
10. mín
Skagamenn fá tvö horn til viðbótar en ná ekki að nýta það.
8. mín
Skagamenn fá horn og gera atlögu að marki Keflavíkur en engin alvöru hætta.
4. mín
Þetta byrjar rólega. Liðin að þreifa á hvert öðru. Stemmningin á vellinum er geggjuð
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá Blue höllinni! Keflvíkingar að sjálfsögðu albláir og Skagamenn gulir og svartir! Game on!
Fyrir leik
Það eru bara flottar aðstæður í Kef í dag! Smá gola á annað markið, 6 stiga hiti og völlurinn flottur!
Fyrir leik
Það eru fimm mínútur í leik og spennan er áþreifanleg! stýkan að fyllast og fullt af Skagamönnum mættir! Þetta verður eitthvað
Fyrir leik
Það er ekki nema hálftími í þennan mikilvæga leik í Keflavík! Liðin eru að hita upp og það er spenningur í mannskapnum! fólk byrjað flykkjast í á völlinn!
Fyrir leik
LOKAUMFERÐIN BEINT Á X977

Hitað verður upp frá klukkan 12 þar sem Elvar Geir og Tómas Þór rýna í leikina. Allir leikirnir verða svo flautaðir á klukkan 14 og við verðum með menn á öllum völlum.

Elvar Geir, Benedikt Bóas og Rafn Markús verða í hljóðverinu og heyra í fréttamönnum á völlunum.

Allt í þráðbeinni en hægt er að hlusta á útsendingu Xins með því að smella HÉR

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari er Helgi Mikael Jónsson og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Jói Kalli: Ætlum að vinna leikinn!

Þetta er mjög spennandi og áhugaverð lokaumferð. Við höfum komist í þessa stöðu með því að vinna síðustu leiki. Við erum komnir með þetta í okkar hendur sem er mjög ánægjulegt," sagði Jói Kalli.

Við ætlum okkur að vera áfram í deildinni. Við vitum að þetta verður erfitt, Keflvíkingar eru erfiðir heim að sækja en það er búinn að vera mikill stígandi í okkar leik og við ætlum að fylgja því eftir, það er ekki nokkur spurning."

Fyrir leik
Siggi Raggi:Mikilvægt fyrir félagið

Mér líst mjög vel á leikinn. Þetta verður hörku spennandi, við vonumst til að fá fleiri á völlinn en venjulega, það lítur aðeins betur með veðurspá," sagði Siggi Raggi.

Það er aðeins skrítið því við mætum þeim tvisvar í röð, mætum þeim líka í undanúrslitum bikarsins. Við vitum að þetta er stór leikur fyrir okkar stráka að spila. Við getum endað alls staðar frá 7. sæti niður í 11. sætið, fer eftir því hvernig síðasta umferðin fer. Við vonumst auðvitað til að vinna og ná að tryggja sætið okkar í deildinni. Það er ofboðslega mikilvægt fyrir félagið."

Fyrir leik
Allt undir í Sunny Kef

Það er enginn smá leikur sem við ætlum að fylgjast með Keflavík-ÍA, alvöru fallbaráttu slagur! Bæði lið geta ennþá fallið!!

Við skulum aðeins fara yfir fallbaráttuna vegna þess að hún er mjög áhugaverð og spennandi og þetta er ekki eini leikurinn sem skiptir máli þar. HK sem mætir Breiðablik á Kópavogsvelli getur líka fallið. En fyrir heimamenn er þetta mjög einfalt, ef þeir tapa ekki leiknum í dag þá er sæti þeirra í efstu deild öruggt fyrir næsta ár. Og þetta er í rauninni ekki flókið fyrir gestina heldur. Sigur hér í dag með einu marki tryggir þeirra sæti í deildinni fyrir næsta ár.En Skagamenn verða að vinna, jafntefli gerir ekkert fyrir þá. En þá verða Keflvíkingar verða komnir í hættu. En þá þarf HK að ná amk að ná stigi á móti Blikum og jafnvel vinna þann leik. Við fylgjumst að sjálfsögðu með gangi mála þar líka. Og einnig reynum við að flytja ykkur fréttir af baráttuni um titilinn en hún er eins og allir vita mjög spennandi. Ég segi bara gleðilega PepsiMax hátíð og góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Risa loka umferð í Pepsi Max

Heilir og sælir kæru lesendur og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá HS Orku vellinum í Sunny Kef!
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('85)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson ('90)
10. Steinar Þorsteinsson ('85)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('57)
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Elias Tamburini ('85)
19. Eyþór Aron Wöhler ('90)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('57)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('85)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('45)
Aron Kristófer Lárusson ('54)
Viktor Jónsson ('65)

Rauð spjöld: