Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
LL 5
6
Víkingur R.
Rúmenía
0
0
Ísland
11.11.2021  -  19:45
Stadionul Steaua
HM 2022 - karla - Landslið
Aðstæður: Hljóðlátt
Dómari: Sergei Karasev (Rússland)
Áhorfendur: Engir (covid)
Byrjunarlið:
1. Florin Nita (m)
2. Andrei Ratiu
3. Alin Tosca ('67)
5. Ionut Nedelcearu
6. Vlad Chiriches (f)
7. Denis Alibec ('67)
8. Alexandru Cicaldau ('86)
14. Ianis Hagi
18. Rasvan Marin
19. Florin Tanase ('77)
23. Nicolae Stanciu ('67)

Varamenn:
12. Daniel Vlad (m)
13. Mihai Aioani (m)
4. Cristian Manea
9. George Puscas ('86)
10. Alexandru Maxim ('77)
11. Nicusor Bancu ('67)
15. Andrei Burca
16. Dragos Nedelcu
17. Adrian Rus
20. Dennis Man
21. Olimpiu Vasile Morutan ('67)
22. Andrei Ivan ('67)

Liðsstjórn:
Mirel Radoi (Þ)

Gul spjöld:
Andrei Ratiu ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skot fyrir utan teig sem fer beint á Elías Rafn.
91. mín
Aron Elís rúllar boltanum á Birkir Bjarnason sem á fína fyrstu snertingu en svo afleitt skot.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
90. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
89. mín
Jón Dagur með skot sem fer í varnarmann.
89. mín
Maxim flikkar boltanum me hælnum og Elías nýtir alla sína sentímetra og ver boltann.
88. mín
Maxim aleinn inn á teignum en tók skrítinn snúning og lélegt skot/fyrirgjöf sem Elías handsamar.
86. mín
Inn:George Puscas (Rúmenía) Út:Alexandru Cicaldau (Rúmenía)
85. mín
HAGI!!!!

Rosalegt skot með hægri sem fer í innanverða fjærstöngina og snýst þaðan aftur fyrir.
85. mín
Ó, var Brynjar að skalla í burtu?
81. mín
Nedelcearu með langskot sem fer af Brynjari og aftur fyrir.

Rúmenar fá svo aðra hornspyrnu sem Elías grípur virkilega vel inn í.
80. mín
Hættuleg hornspyrna en fer í gegnum ísenska teiginn og út af hinu megin.
79. mín
Maxim með þrumuskot sem fer af Ísaki og yfir mark Íslands. Hornspyrna.
78. mín
Albert með flotta fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Brynjar Ingi kemst í og skallar framhjá.
77. mín
Inn:Alexandru Maxim (Rúmenía) Út:Florin Tanase (Rúmenía)
76. mín
Cicaldau með skot sem Ísak og Birkir henda sér fyrir.
74. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá vinstri sem fer í gegnum teig íslenska liðsins.
74. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Eldri út fyrir yngri.
74. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
72. mín
Ja hér... Sveinn Aron að lenda í einelti frá dómaranum sem flautar bara aldrei.
71. mín
Alfons með fyrirgjöf en Nita snöggur út og rennir sér á boltann.
67. mín
Inn:Andrei Ivan (Rúmenía) Út:Denis Alibec (Rúmenía)
Sóknarsinnaðar skiptingar segir Gunnar Birgisson.
67. mín
Inn:Olimpiu Vasile Morutan (Rúmenía) Út:Nicolae Stanciu (Rúmenía)
67. mín
Inn:Nicusor Bancu (Rúmenía) Út:Alin Tosca (Rúmenía)
66. mín
Flottur varnarleikur hjá Guðmundi, aldrei víti!
64. mín
Aaaaahhhhhððeins of föst sending þarna frá Alberti á Alfons. Laglegt spil þangað til!
59. mín
Cicaldau í góðu færi en Daníel á tánum og hendir sér fyrir skotið. Rúmenar eiga horn.

Það kom ekkert upp úr því.
59. mín Gult spjald: Andrei Ratiu (Rúmenía)
Brýtur á Jóni Degi og fær gult.
57. mín
Sveinn Aron með skalla eftir hornspyrnu Guðmundar. Rúmenarnir bjarga á línu!
56. mín
Albert með flotta takta. Þurfum samt meira en bara horn upp úr þessu!
53. mín
Fín sókn hjá Rúmenum sem fá hornspyrnu.

Skömmu síðar fær Alibec flott færi, skýtur og Elías ver.
50. mín
Rangstaða dæmd á íslenskan leikmann, sá ekki hvern.
49. mín
Ísland á hornspyrnu sem tekin er stutt.

Ísak reynir að finna Birki en úr verður önnur hornspyrna. Flott spil hjá íslenska liðinu!
47. mín
Rúmenar með sendingu inn fyrir en Elías vel á tánum og snöggur út til að hreinsa.
46. mín
Guðmundur með fyrirgjöf sem er aðeins of há fyrir Svein Aron.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið.
45. mín Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
45+1

Stöðvar Marin sem ætlaði að keyra upp völlinn.
45. mín
Jón Dagur vinnur aukaspyrnu. Hann ætlar sjálfur að taka spyrnuna.
44. mín
Elías gerir vel að halda skoti frá Hagi. Vel á tánum.
43. mín
Birkir Bjarnason!!!

Langt innkast og boltinn fellur fyrir Birki. Tosca hendir sér fyrir og bjargar sennilega marki.
42. mín
Alibec sleppur í gegn í skyndisókn eftir íslenska hornspyrnu. Alibec fer i skotið inn á teignum, Elías ver skotið, boltinn af Alibec og aftur fyrir.
40. mín
FRÁBÆRLEGA gert hjá Alberti!

Langt innkast sem berst á Albert í teignum, hann hótar skoti og á svo skot sem fer af varnarmanni og í horn.

40. mín
Chiriches lendir með takkana á ristinni á Jóni Degi, óþægilegt.
39. mín
Hagi með skallann eftir langa sókn Rúmena, langt framhjá.
38. mín
Frábært spil hjá Rúmenum endar með skoti frá Marin sem Elías ver og heldur í annarri tilraun.
36. mín
Rúmenar 68% með boltann fyrstu 35 mínúturnar.
34. mín
Birkir vel vakandi og fyrstur á boltann við íslenska teiginn og kemur í veg fyrir dauðafæri.
32. mín
Elías gerir vel, er vel á tánum og er á undan Hagi í boltann inn á teignum.
32. mín
Atgangur inn á ísenska teignum!

Boltinn dó nánast inn á teignum og Íslendingar heppnir að Rúmenar voru ekki fyrri til á lausan bolta. Hættan líður hjá þegar Daníel Leó hendir sér fyrir skot í teignum.
31. mín
Jón Dagur með fína takta en tapar boltanum illa. Alibec á svo skot í varnarmann og Rúmenar eiga horn.
29. mín
Dæmdu kannski?

Sveinn Aron fær hönd í bakið og fellur við en fær ekki aukaspyrnu.
27. mín
Brynjar skallar fyrirgjöf í burtu. Þetta er að verða smá þema í þessum fyrri hálfleik.
24. mín
Albert með eina snertingu of mikið eftir flottan spilkafla. Jón Dagur með flotta tilburði í aðdragandanum.

Sóknin rennur út í sandinn.
23. mín
Brynjar Ingi gerir vel eftir fína takta frá Stanciu. Rúmenarnir eru aðeins að banka.
22. mín
VÁ!!!

Tosca fær boltann í sig á marklínunni nánast og boltinn skrúfast yfir íslenska markið. Þarna var hætta!

21. mín
Brynjar með skalla aftur fyrir. Rúmenar fá hornspyrnu.

Stefán Teitur hreinsar í aðra hornspyrnu.
18. mín
Stanciu með skot við D-bogann með vinstri sem fer beint á Elías sem heldur boltanum.
17. mín
Marin reynir að lyfta boltanum inn á teignum en boltinn alltof langur og fer yfir allan pakkann og aftur fyrir.
16. mín
Engin hætta í þessu horni hjá Rúmeníu en þeir krækja í annað.
15. mín
Inn:Guðmundur Þórarinsson (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
15. mín
Guðmundur Þórarinsson er að koma inn á!
14. mín
Hætta inn á teig Íslands og Rúmenar eiga hornspyrnu.

Ari Freyr heldur um innanvert lærið á sér og þarf aðhlynningu.

11. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Sveinn Aron er fyrstur í boltann og flikkar honum áfram. Brynjar er aleinn inn á teignum en setur boltann yfir!

11. mín
Ísak vinnur hornspyrnu.
10. mín
Stanciu með langskot hátt yfir. Hornspyrnan á undan var innarlega og gerði Elías vel að kýla í burtu.
9. mín
Rúmenía á hornspyrnu.
8. mín
Albert gerir vel að stíga út Rúmenann og í kjölfarið fáum við innkast.

Stefán Teitur tekur mjög langt innkast og Brynjar Ingi kemst í boltann. Brynjar skallar framhjá, engin hætta.
6. mín
Fínasta spyrna frá Ara en Birkir er dæmdur brotlegur inn á teignum þegar boltinn var í loftinu.
5. mín
Jón Dagur reynir fyrirgjöf og krækir í hornspyrnu.
3. mín
Rúmenar halda boltanum fyrstu mínúturnar. Hagi með fyrirgjöf sem Elías er í engum vandræðum. Hinu megin reynir Ísak Bergmann fyrirgjöf en enginn Íslendingur náði til boltans inn á teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Rúmenía byrjar með boltann.
Fyrir leik
Íslendingar úr leik í baráttunni um 2. sætið í riðlinum þar sem Norður Makedónía sótti þrjú stig til Armeníu. Rúmenía er áfram í harðri baráttu.
Fyrir leik
Liðin komin út á völl og búið að spila íslenska þjóðsönginn! Ísland spilar í bláum treyjum í kvöld.
Fyrir leik
Rúmenska liðið:
Fjórar breytingar eru á liðinu frá því það lagði Ísland 0-2 í september. Dennis Man, sem skoraði annað af mörkum liðsins, tekur sér sæti á bekknum ásamt Dragos Nedelcu. Þeir Camora og Sorescu eru ekki í hópnum að þessu sinni.

Inn í liðið koma þeir Ianis Hagi, Alin Tosca, Rasvan Marin og Florin Tanase. Hinn fimmtán ára gamli Enes Sali er ekki í leikmannahópi Rúmena.

Rúmenar stilla upp í 4-3-3:

Fyrir leik
Sveinn Aron fremstur
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Rúmeníu í kvöld hefur verið opinberað. Það sem vekur mesta athygli er að Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar. Frá síðasta leik, sigurleiknum gegn Liechtenstein eru þrjár breytingar.

Ari Freyr Skúlason, Sveinn Aron og Ísak Bergmann Jóhannesson koma inn í liðið. Þeir Guðmundur Þórarinsson og Þórir Jóhann Helgason taka sér sæti á bekknum en Viðar Örn Kjartansson er ekki með vegna meiðsla.

Ein breyting er á liðinu frá líklegu byrjunarliði Fótbolta.net. Sveinn Aron kemur inn fyrir bróður sinn Andra Lucas.
Fyrir leik
Svör Arnars á fréttamannafundi:
Köstuðu sjálfir frá sér fyrri leiknum
Hvernig líturu til baka á leikinn gegn Rúmeníu sem tapaði 0-2 á Laugardalsvelli í september?

Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum.

,,Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti.Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna.

,,Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur."


Fyrsta skipti ekki rosalega margar breytingar á hópnum
Eru einhverjar forsendur fyrir því að liðið spili betur en það gerði í haust?

,,Við horfum á þetta út frá þeirri þróun og því sem við erum að reyna fá út úr liðinu. Við tókum fjögur stig út úr síðasta glugga. Í september hefðum við að sjálfsögðu viljað taka fleiri stig en bara eitt. Við hefðum vilja taka fleiri stig í síðasta glugga þótt þau hafi verið fjögur, við vildum fá sex."

,,Forsendurnar fyrir því að við getum spilað betur eru þær að við erum að halda áfram að vinna með liðið, vinna með leikmönnum og komast í fyrsta skipti á þann stað að það er ekkert rosalega mikið af breytingum á hópnum, bara þrír nýir sem koma inn núna - í júní/september/október voru þær tölur mikið hærri. Við lítum í það að við séum að ná utan um þann hóp sem við höfum verið að vinna með í haust."


Þegar þetta tengist fótboltanum þá eru allir sáttir
Þegar þið hafið verið að koma heim hefur umræðan verið mikið um annað en að spila fótbolta. Ertu feginn að spila þessa tvo leiki úti þar sem þú hefur góðan vinnuferð til þess að vinna með strákunum?

,,Jú, jú. Við viljum helst tala um fótboltann en staðan hefur verið aðeins önnur. Við höfum reynt að gera það eins vel og við gátum en að sjálfsögðu finnst okkur skemmtilegast að spila heima, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Í október höfðum við ágætis vinnufrið. Þegar þetta tengist fótboltanum þá eru allir sáttir."

Úrslitin alltaf mikilvægust
Gott momentum (liðið á góðu skriði) núna, kannski í fyrsta sinn síðan þú tekur við. Ertu ánægður með þann stað sem liðið er á núna?

,,Ég hefði náttúrulega viljað vera með 3-4 stig í viðbót, þá hefðum við verið mjög sáttir og möguleikinn verið meiri á að ná 2. sætinu. Það var það sem við ætluðum okkur til að byrja með. Ég er sáttur með mjög mikið af því sem við höfum verið að ,,presentera" fyrir þessum hópi síðan í júní."

,,Það hafa verið miklar breytingar á hópnum en til þess að rýna í það sem þjálfari hvort maður sé á réttri leið, þá að sjálfsögðu þarf maður að horfa á úrslitin - þau eru alltaf mikilvægust. En við þurfum líka að kíkja á tölfræði, hvort sem það er fótboltaleg eða hlaupatölur. Það eru mjög mörg atriði sem við erum mjög ánægðir með en það eru líka mörg skref sem við eigum eftir að taka. Við höldum ótrauðir áfram og vonumst að sjálfsögðu eftir því að geta tekið næsta skref og staðið okkur enn betur en í síðasta glugga."


Alltaf planið hjá KSÍ að árið 2022 væri þróunarár
Síðasta verkefnið á þessu ári og svo kemur næsta ár með Þjóðadeild. Horfiru á þessa leiki og svo næsta ár sem tíma til að búa til lið sem getur farið að keppa um úrslit og efstu sætin í undankeppninni árið 2023?

,,Fyrsti hlutinn eru þessir tveir leikir og á meðan við eigum möguleika á því að t.d. vinna keppnisleiki í undankeppni HM þá förum við í þá leiki til að ná sem bestum úrslitum. Svo framarlega sem það eru möguleikar þá göngum við út frá því að við eigum séns. Við höfum alltaf talað um að þróunin á hópnum hefur komið fyrr og orðið stærri en við plönuðum."

,,Það var alltaf planið hjá KSÍ að árið 2022 væri þróunarár svo nýtt lið væri tilbúið fyrir undankeppni EM 2023. Þjóðadeildin er keppni og mikivæg keppni að mörgu leyti. Við fengum umspilsleiki fyrir EM út frá Þjóðadeildinni. Þetta eru keppnisleikir og keppnin var sett á laggirnar til að fækka æfingaleikjum. Árið 2022 er það ár sem við þurfum að taka þessi skref, margt gott sem við höfum verið að gera en ennþá margir hlutir sem við verðum að laga. Þetta þarf að gerast á næsta ári,"
sagði Arnar.
Fyrir leik
Ætlar sér fast sæti í landsliðinu og hjá FCK
Ísak Bergmann Jóhannsson ræddi við fréttamenn á fundi á þriðjudag og var spurður út í verkefnið.

Markið sem þú skoraðirí síðasta landsleik. Fyrsta landsliðsmarkið og þú bættir metið hjá frænda, talaðir um að það hefði verið lúmskt markmið hjá þér. Hver eru markmiðin núna með landsliðinu?

,,Þau eru að koma mér inn í byrjunarliðið og vera fastamaður eins og hjá FCK líka. Núna er næsta skref að vera lykilmaður í báðum þessum liðum. Ég er klár í verkefnið og geri mér grein fyrir því að það verður erfitt. Ef það tekur eitt ár, tvö ár eða styttri tíma - það skiptir mig engu máli."

Ísak segist ekki vera með neitt hliðarmarkmið fyrir sig sjálfan tengt föður sínum eða frændum í landsliðinu. ,,Það er bara að taka einn leik í einu. Við erum ennþá í séns núna, getum gert góða hluti og erum með gott lið. Markmiðið er bara að koma mér inn í bæði FCK og landsliðið."

Síðasti gluggi var skref fram á við. Finnst þér ,,momentumið" vera að breytast í landsliðinu, finnst þér þið vera ná að snúa genginu við?

,,Já, algjörlega. Þetta er búin að vera risabrekka en maður lærir mest í þeim og vonandi er kominn betri taktur í þetta hjá okkur."

,,Þegar nýtt lið er í smíðum þarf að búa til ákveðna teng­ingu á milli manna og mér finnst hún vera að koma. Addi talar mjög oft um stór skref hjá leikmönnum og við erum að taka þau núna. Það mun kannski taka aðeins lengri tíma en þetta lið getur orðið mjög gott í framtíðinni."


Byggja aftur upp sigurhefð
Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur núna að ná að tengja saman úrslit?

,,Það er mjög mikilvægt. Við höfum unnið Liechtenstein, en það er mjög slakt lið. Við þurfum og ætlum að taka næsta skref sem er að vinna góð lið. Við höfum spilað vel og líka spilað illa. Næsta skrefið er að vinna leiki til að byggja aftur upp þessa sigurhefð sem á að vera í íslenska landsliðinu."

Covid-staðan í Rúmeníu, engir áhorfendur á vellinum. Er þetta eitthvað sem þið finnið fyrir í ykkar umhverfi og umgjörð?

,,Það eru aðeins hertari reglur hér með grímur og svoleiðis. Við finnum í rauninni ekki mikið fyrir því. Það eru ekki margir á þessu hóteli og allt bara tipptopp," sagði Ísak
Fyrir leik
Ætlum ekki að leggja árar í bát
Albert Guðmundsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í vikunni. Hann var spurður út í breytt hlutverk í landsliðinu, allt í einu er hann orðinn einn af eldri og reyndari leikmönnum liðsins.

Hefur beðið eftir þessu augnabliki í nokkur ár
Þitt hlutverk í landsliðinu, ert allt í einu orðinn hluti af eldri helmingnum. Hvernig finnst þér þitt hlutverk hafa breyst á síðustu mánuðum?

,,Menn hafa dottið út vegna mismunandi ástæðna. Hvort sem það er ég eða einhver annar þá er tími fyrir okkur að stíga upp og taka við keflinu. Mér finnst ég hafa beðið eftir þessu augnabliki í nokkur ár. Það er undir mér komið að taka þetta kefli til að sýna að ég get hjálpað liðinu að ná í úrslit. Þú færð ekkert gefins í þessu og þarft að vinna í þessu sjálfur."

,,Hlutverkið utan vallar hefur í rauninni ekkert breyst. Ég reyni alltaf að gera mitt besta inn á vellinum og utan vallar fyrir hópnum. Ég geri allt sem ég get til að öllum líði vel í hópnum án þess að ég líti á sjálfan mig sem einhvern leiðtoga í hópnum."


Myndi stilla sjálfum sér upp fyrir aftan framherjann
Þín besta staða á vellinum, þú hefur mikið spilað á kantinum. Hvar finnst þér best að spila? Ertu ánægður úti á kantinum?

,,Ég er ánægður svo lengi sem við vinnum, klisjukennt. Ég held það sé ekkert leyndarmál að ef ég væri að stilla sjálfum mér upp þá væri ég fyrir aftan framherjann, fremstur á miðjunni. Mér finnst ég geta fengið mest út úr mínum hæfileikum þar. En ef Arnar og Eiður telja að liðið sé best sett saman með mig á kantinum þá er það ekkert vesen."

Veit að Albert vill spila fyrir miðju - Varnarvinnan mikilvægari en mörkin

Albert sagði að hann myndi treysta sér að spila sem annar af tveimur ,,áttum" sem Arnar og Eiður vilja nota í sínu leikkerfi.

Ætla ekki að leggja árar í bát núna
Ertu draumóramaður? Spáiru eitthvað í því að það er örlítill möguleiki á 2. sætinu í riðlinum?

,,Á meðan möguleikinn er til staðar þá munum við ekki gefast upp. Það er alveg sama á móti hverjum við spilum og hvað sé undir, við mætum alltaf til leiks með sama hugarfarið. Núna er pinkulítill séns og við ætlum ekki að fara leggja árar í bát núna."

Það eru engir áhorfendur, varstu hissa að heyra það? Hefur það einhver áhrif?

,,Nei, ég myndi ekki segja að það hafi einhver áhrif. Ég var kannski smá hissa þar sem ég var hérna í Rúmeníu fyrir rúmri viku og þá voru áhorfendur. Ástandið hefur aðeins breyst á þessu svæði."

Mörkin kærkomin
Þú skoraðir þín fyrstu mörk í mótsleik fyrir landsliðið í síðasta glugga. Hversu gott var það?

,,Það var kærkomið þrátt fyrir að þau hafi komið úr vítum. Það er alltaf gott að skora. Auðvitað var þetta Liechtenstein [með fullri virðingu] en það hjálpar mér alveg að fá mörk inn í minn leik."

Fer inn í leiki með ákveðið plan á vítapunktinum
Pæliru mikið í því hvernig þú tekur víti, aðhlaupið og slíkt?

,,Já, ég geri það. Ég tók vítin þegar ég var yngri, hjá Jong PSV, tek núna vítin hjá AZ og tók síðustu víti með landsliðinu. Ég pæli í því hvernig ég tek vítin mín og fer inn í hvern leik með ákveðið plan hvernig ég ætla að taka vítin."
Fyrir leik
Smá pirrandi
Brynjar Ingi Bjarnason var til viðtals í gær og var hann spurður út í gengið með landsliðinu seinni hluta árs.

,,Ef við horfum aftur á leikina þá er smá pirrandi hvað stigasöfnunin hefur verið lítil miðað við frammistöðurnar. Þar spilar reynsla og þroski hjá liðinu inn í. Það kemur vonandi núna með tímanum, vonandi sem fyrst."
Fyrir leik
Birkir Bjarna jafnar met Rúnars - Birkir Már á afmæli

Ef Birkir Bjarnason kemur við sögu í leiknum þá jafnar hann Rúnar Kristinsson sem landsleikjahæsti leikmaður Íslands. Birkir Már Sævarsson er í þriðja sæti og leikur sinn 103. landsleik ef hann kemur við sögu í dag. Birkir Már fagnar 37 ára afmæli sínu í dag.
Fyrir leik
Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að komast á HM. En alls ekki raunhæfa. Þýskaland hefur tryggt sér sigur í riðlinum en það mun ekki ráðast fyrr en í lokaumferð hverjir komast í umspilið.

Ísland mætir Rúmeníu í kvöld og Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Báðir leikirnir á útivöllum.

Fyrir leik
Verður liðið svona?
Fótbolti.net spáir því að byrjunarlið Íslands verði ekki mikið breytt frá sigrinum gegn Liechtenstein. Ari Freyr Skúlason verði í vinstri bakverðinum og Ísak Bergman Jóhannesson, sem tók út bann gegn Liechtenstein, komi inn. Þá verður Andri Lucas Guðjohnsen fremsti maður liðsins þar sem Viðar Örn Kjartansson glímir við meiðsli og hefur yfirgefið hópinn.

Ísland og Rúmenía hafa mæst fjórum sinnum. Rúmenar hafa unnið þrjá leiki og Íslendingar einn og sá sigur kom í undanúrslitaleik umspils um sæti í úrslitakeppni EM síðasta haust, en sem kunnugt er tapaði íslenska liðið síðan fyrir Ungverjum í úrslitaleik um EM-sæti á lokamínútunum.

Rúmenar unnu fyrri viðureign liðanna í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, tveggja marka sigur á Laugardalsvelli í september. Hinar tvær viðureignir liðanna voru í undankeppni HM 1998 og þá unnu Rúmenar báða leikina með fjórum mörkum gegn engu. Rúmenska liðið komst í 16-liða úrslit í Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998 með fyrirliðann Gheorghe Hagi í fararbroddi.

Fyrir leik
Dómari sem elskar Slayer
Jú, komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í textalýsingu frá leik Rúmeníu og Íslands í undankeppni fyrir HM 2022.

Ísland þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á sæti í umspili en liðið þarf einnig að treysta á jafntefli í leik Armena og Norður Makedóna.

Rússar sjá um dómgæsluna í kvöld og Sergei Karasev verður aðaldómari leiksins.

Karasev var dómari þegar Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli á EM í Frakklandi 2016. Ísland fékk meðal annars vítaspyrnu í leiknum sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr.

Þá dæmdi hann Þjóðadeildarleik Íslands og Belgíu á Laugardalsvelli 2018. Romelu Lukaku skoraði tvívegis í 3-0 sigri Belga.

Aðaláhugamál Sergei eru þungarokkstónleikar en Slayer er uppáhalds hljómsveit hans. Hér fyrir neðan má heyra lag sem mun væntanlega óma í dómaraklefanum fyrir leik í kvöld.

Byrjunarlið:
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason
9. Jón Dagur Þorsteinsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('74)
10. Albert Guðmundsson ('90)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('74)
18. Daníel Leó Grétarsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('90)
23. Ari Freyr Skúlason ('15)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Patrik Gunnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson ('15)
4. Ari Leifsson
6. Ísak Óli Ólafsson
8. Andri Fannar Baldursson
15. Aron Elís Þrándarson ('90)
18. Mikael Egill Ellertsson ('90)
20. Þórir Jóhann Helgason ('74)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('74)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('45)

Rauð spjöld: