Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 08. október 2021 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bætti met föðurbróður síns - „Var með markmið að slá það"
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er yngsti markaskorari í sögu íslenska A-landsliðsins. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 1-1 jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvelli.

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar grein um það á Vísi að Ísak hafi bætt metið á tvöfalda vegu.

Ísak, sem varð 18 ára á árinu, bætti met Lárusar Guðmundssonar um sex daga yfir yngsta markaskorara landsliðsins frá upphafi. Lárus var átján ára, sex mánaða og 21 dags gamall er hann skoraði fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Grænlandi í júlí 1980.

Bjarni Guðjónsson, föðurbróðir Ísaks, varð yngsti markaskorari Íslands í keppnisleik þegar hann skoraði í sigri á Liechtenstein árið 1997. Bjarni var átján ára, sjö mánaða og fimmtán daga gamall er hann skoraði á móti Liechtenstein. Ísak Bergmann er átján ára, sex mánaða og fimmtán daga gamall.

„Ég er fyrst og fremst svekktur að ná ekki í þrjú stig. En bara gaman að skora fyrir landsliðið," sagði Ísak við RÚV eftir leikinn.

„Bjarni frændi minn átti metið. Ég var með það markmið að slá það. Það er bara gaman. Ég vissi að ef ég myndi skora í september eða október, að þá myndi ég ná því."

Ísak fékk klaufalegt gult spjald undir lokin og verður í banni í næsta leik. „Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki hjálpað liðinu, en það er bara áfram gakk."
Athugasemdir
banner
banner