Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Norður-Makedónía
3
1
Ísland
Ezgjan Alioski '7 1-0
1-1 Jón Dagur Þorsteinsson '54
Eljif Elmas '65 2-1
Ísak Bergmann Jóhannesson '79
Eljif Elmas '87 3-1
14.11.2021  -  17:00
Toshe Proeski Arena
Undankeppni HM
Aðstæður: 13 gráður og léttskýjað
Dómari: Davide Massa (Ítalía)
Áhorfendur: 16 þúsund
Byrjunarlið:
1. Stole Dimitrievski (m)
6. Visa Musliu
7. Eljif Elmas
8. Ezgjan Alioski
9. Aleksandar Trajkovski ('77)
10. Enis Bardhi
11. Darko Churlinov ('63)
13. Stefan Ristovski (f)
14. Darko Velkoski
19. Milan Ristovski ('77)
21. Tihomir Kostadinov

Varamenn:
12. Risto Jankov (m)
22. Damjan Siskovski (m) ('77)
2. Todor Todoroski
3. Stefan Askovski ('63)
4. Kire Ristevski
5. Nikola Serafimov
15. Gjoko Zajkov
16. Jani Atanasov
18. Dorian Babunski
20. Stefan Spirovski
23. Bojan Miovski ('77)

Liðsstjórn:
Blagoja Milevski (Þ)

Gul spjöld:
Stole Dimitrievski ('29)
Tihomir Kostadinov ('45)
Eljif Elmas ('73)
Bojan Miovski ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Við óskum Makedóníu til hamingju með verðskuldaðan sigur og sæti í umspilinu. Ísland endar í næst neðsta sæti riðilsins.
93. mín

91. mín
Uppbótartími í gangi. Fjórum mínútum var bætt við.
87. mín MARK!
Eljif Elmas (Norður-Makedónía)
Daníel Leó liggur eftir. Vel gert hjá Makedónum og Elmas klárar vel.

Makedónar á leið í umspilið.
86. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Guðmundur Þórarinsson (Ísland)
86. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
85. mín
Já svarið við spurningunni, aðeins of seint: Alioski fór til Al-Ahli í Sádi-Arabíu.
84. mín Gult spjald: Bojan Miovski (Norður-Makedónía)
Traðkar á Birki sem dettur úr skónum.
83. mín
Smá tölfræði:
Marktilraunir: 16-5
Á markið: 6-1
Horn: 7-3
Með boltann: 60% - 40%
Heppnaðar sendingar: 354-244
80. mín
Makedónar með skot í hliðarnetið.
79. mín Rautt spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Elmas fór framhjá Ísak sem braut á honum og fær réttilega annað gula spjaldið sitt og þar með rautt.
78. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
77. mín
Inn:Bojan Miovski (Norður-Makedónía) Út:Milan Ristovski (Norður-Makedónía)
77. mín
Inn:Damjan Siskovski (Norður-Makedónía) Út:Aleksandar Trajkovski (Norður-Makedónía)
76. mín
Pub Quiz spurning: Í hvaða lið fór Ezgjan Alioski þegar hann yfirgaf Leeds United? Svarið kemur á 83. mínútu.
73. mín Gult spjald: Eljif Elmas (Norður-Makedónía)
72. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
72. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Bræðraskipting.
72. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Dæmdur brotlegur en það var engin snerting.
72. mín
Það sést vel á leiknum að heimamenn hafa uppá allt að keppa, og við ekkert.
71. mín
Gríðarleg stemning í Skopje enda eru Makedónar á leið í umspilið eins og staðan er núna.
69. mín
68. mín Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Hættuspark.
65. mín MARK!
Eljif Elmas (Norður-Makedónía)
Djöööööööööööö.....

Orrahríð að marki Íslands endar með marki. Elías kýldi boltann frá, átti svo vörslu en á endanum dettur boltinn á Elmas sem gerir ótrúlega vel, fer framhjá Elíasi og skorar af öryggi.


64. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Skólabókardæmi um gult spjald.
64. mín
Daníel Leó með skottilraun eftir fast leikatriði en þetta skot ratar ekki í gegn.
63. mín
Inn:Stefan Askovski (Norður-Makedónía) Út:Darko Churlinov (Norður-Makedónía)
Churlinov fer meiddur af velli.
61. mín
Alioski með aukaspyrnu sem Elías nær að grípa af miklu öryggi.
59. mín
Eins og staðan er núna í riðlinum er Rúmenía á leið í umspilið.
58. mín
Sveinn Aron kemst í færi. Albert sendir á Svein sem á skot sem dempast af varnarmanni og endar svo í höndum Dimitrievski.
56. mín
Markið var skoðað í VAR. Það stendur!
54. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Stoðsending: Brynjar Ingi Bjarnason
JÁJÁJÁJÁÁÁ!!! Sjaldséð sókn Íslands og við jöfnum í 1-1! Fyrsta skotið á markið.

Stefán Teitur með langt innkast. Ísak sendir inn í teig á Brynjar Inga sem skallar boltann fyrir Jón Dag sem klárar vel.


54. mín
Norður Makedónía fékk hornspyrnu sem Brynjar Ingi skallaði frá.
51. mín
Elmas með skot en Daníel Leó nær að komast fyrir skotið.
47. mín
Sendingarnar ekki að rata og lítill taktur í okkar liði. Því miður.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Lítur út fyrir að mark hafi mögulega verið ranglega dæmt af heimamönnum í fyrri hálfleik.



45. mín
Armenía 0-2 Þýskaland
Haverz og Gundogan með mörkin. Liechtenstein - Rúmenía stendur 0-1 í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur


Ísland komist lítið sem ekkert áleiðis sóknarlega. Norður-Makedónía átt 12 marktilraunir. Ísland aðeins eina. Stefán Teitur með skot af löngu færi framhjá.
45. mín Gult spjald: Tihomir Kostadinov (Norður-Makedónía)
Tekur Ísak niður og fær gult. Missir af næsta leik.
44. mín
Boltinn af Stefáni Teiti og í hornspyrnu. Ekkert verður úr horninu.
42. mín
VAR búið að skoða þetta. Rangstaðan stendur.
41. mín
Alioski með skot sem Elías ver en heldur ekki boltanum. Churlinov nær frákastinu og skorar en er flaggaður rangstæður. Þetta var roooosalega tæpt.
40. mín
Ísland með ágætis kafla. Erum að ná að sækja aðeins, loksins. Ísland fékk hornspyrnu sem ekkert varð úr.
38. mín
Milan Ristovski með máttlausan skalla.
32. mín
Marktilraunir:
MKD 8 - 1 ÍSL (3-0 á rammann)
31. mín
Albert með fyrirgjöf. Dimitrievski kastar sér á boltann og handsamar hann.
29. mín Gult spjald: Stole Dimitrievski (Norður-Makedónía)
Markvörður heimamanna fær líka gult. Hiti milli hans og Birkis sem voru í baráttu um boltann rétt á undan.
29. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Hiti á vellinum. Birkir Bjarnason lætur mann og annan heyra það.
28. mín
Eftir aukaspyrnu Íslands skoppar boltinn um teig heimamanna áður en Milan Ristovski setur hann aftufyrir í hornspyrnu. Markvörður Makedóna nær að kýla boltann frá eftir hornspyrnu Alberts.
27. mín
Elías gerir virkilega vel. Stórhættuleg sending á Milan Ristovski sem er í hörkufæri en Elías kemur sér fyrir skotið, ver vel.
24. mín
Enis Bardi með skot af mjög löngu færi. Mjög langt frá því að hitta á markið.
23. mín
Hættuleeg aukaspyrna Makedóna inn í teiginn. Birkir Már tekur enga áhættu og setur boltann í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.

21. mín
Með boltann: MKD 57% - 43% ÍSL
19. mín
Norður-Makedóna með horn. Skalli framhjá. Eljif Elmas.
15. mín
Stefán Teitur með fyrstu marktilraun Íslands. Skaut af löngu færi en boltinn langt framhjá.
14. mín
Liechtenstein 0-1 Rúmenía
Dennis Man er búinn að koma Rúmenum yfir gegn Liechtenstein.
12. mín
Eftir hornspyrnuna átti Jón Dagur fyrirgjöf sem Dimitrievski náði að handsama.
11. mín
Ísak geysist upp vinstra megin, reynir fyrirgjöf en Kostadinov nær að komast fyrir. Boltinn af honum og í hornspyrnu. Ísland fær horn.
7. mín MARK!
Ezgjan Alioski (Norður-Makedónía)
Stoðsending: Aleksandar Trajkovski


Þriðja mark hans í tíu leikjum.

Trajkovski laumar boltanum á Alioski sem á geggjað skot. Þrumar boltanum afskaplega fast í nærstöngina og inn.

Hægt að setja spurningamerki við ákefðina í varnarleik Íslands.

5. mín
Eljif Elmas með skot! Elías ver í horn.

Heimamenn byrja þennan leik af fínum krafti.
4. mín
Heimamenn fá fyrsta alvöru marktækifærið, og það er svo sannarlega ansi gott! Sem betur fer skaut Aleksandar Trajkovski framhjá.
3. mín
Gaman að því að Birkir Bjarnason fékk gjöf frá heimamönnum fyrir leikinn. 105 landsleikir á Birki.

Skjáskot af RÚV - Þar sem leikurinn er í beinni:

1. mín
Leikur hafinn
Íslendingar hófu leikinn
Fyrir leik
Endilega verið með okkur í gegnum Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana. Íslendingar eru alhvítir í dag, hvítar treyjur, hvítar buxur og hvítir sokkar.
Fyrir leik
Heimilislegt í HM-stofunni á RÚV þar sem Einar Örn Jónsson er í inniskónum að ræða við Margréti Láru og Arnar Gunnlaugs.


Fyrir leik


Rúmenska bjórverksmiðjan Timisoreana, sem er einn helsti styrktaraðili rúmenska landsliðsins, keypti auglýsingu á stóru skilti í Skopje í Norður-Makedóníu með skilaboðum til Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands.

Eftir leikinn gegn Rúmeníu á fimmtudag sagði Arnar á fréttamannafundi að hann vildi fá bjór fyrir að gera Rúmenum greiða með því að taka eitthvað af Makedónum.
Fyrir leik
Ari Freyr Skúlason meiddist í leiknum gegn Rúmenum og er því ekki með í leiknum í dag. Er utan hóps. - Birkir Bjarna er í byrjunarliðinu svo hann mun slá landsleikjamet Rúnars Kristinssonar í dag. Landsleikur númer 105. Glæsilegt.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands.

Það eru tvær breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik, í bakvarðastöðunum. Birkir Már og Gummi Tóta koma inn fyrir Alfons og Ara Frey.

Fyrir leik
Miðað við könnun sem verið hefur á forsíðu búast lesendur Fótbolta.net við jöfnum leik í dag. Arnar Viðars talaði sjálfur um að leikurinn yrði væntanlega frekar lokaður og lítið um marktækifæri.

Fyrir leik


"Við óskum ykkur alls hins besta en við munum reyna eyðileggja fyrir ykkur á morgun," sagði Arnar Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í gær.

"Þegar þú ert með hóp af 'professional' leikmönnum þá ertu alltaf mótiveraður í alla leiki. Við erum með ungan hóp, nýja leikmenn og því eru þessir leikir mjög mikilvægir í þróun liðsins. Það skiptir ekki máli þó við eigum ekki séns á öðru sætinu þá erum við samt hungraðir í að vinna leikinn," sagði Arnar þegar hann var spurður að því hvort liðið væri mótverað í leikinn.

Þið spilið á morgun undir engri pressu, hvað munið þið gera öðruvísi heldur en þið gerðuð í fyrri leiknum?

"Við erum að reyna spila þetta nýja lið saman, búa til það sem við höfðum áður. Við erum að reyna skapa það aftur og til þess þurfa leikmenn að spila saman. Það eru ekki margir hlutir sem við munum gera öðruvísi. Við erum að reyna vera betri í öllu því sem við erum að gera, alveg eins og þeir með sinn nýja þjálfara," sagði Arnar.

Ísland gerði 0-0 jafntefli gegn Rúmeníu ytra á fimmtudaginn síðasta. Arnar var heilt yfir sáttur með þann leik þó hann hefði viljað stigin þrjú.

"Vorum ánægðir með varnarleikinn heilt yfir, jákvætt að halda hreinu og Rúmenarnir voru í vandræðum með að brjóta okkur niður, það var helst eftir einstaklingsmistök hjá okkur eða eftir horn. Við sköpuðum okkur 4-5 færi og vorum svekktir með að vinna ekki leikinn. Það mest jákvæðasta úr þessu var að menn voru svekktir að ná ekki í öll þrjú stigin."
Fyrir leik
Birkir slær landsleikjametið í dag


Birkir Bjarnason jafnaði landsleikjamet Rúnars Kristinssonar í markalausa jafnteflinu gegnu Rúmeníu á fimmtudag en hann ræddi við RÚV eftir leikinn. Birkir spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010, þá 22 ára gamall.

"Jú, þetta er mjög stórt fyrir mig og mína fjölskyldu og ótrúlega stoltur af því og vonandi get ég haldið áfram og fengið enn fleiri leiki," sagði Birkir við RÚV.

"Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir hundrað leiki. Þetta var aldrei markmið eða neitt svoleiðis, bara ótrúlegur plús að geta komist hingað."
Fyrir leik


Ísland og Norður-Makedónía hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla. Einu sinni hefur Ísland unnið sigur, einu sinni gerðu liðin jafntefli og N-Makedónar hafa unnið tvisvar.

Þegar liðin mættust í byrjun september á Laugardalsvelli enduðu leikar 2-2 eftir að gestirnir komust í tveggja marka forystu.

Ísland 2 - 2 Norður-Makedónía
0-1 Darko Velkoski ('12 )
0-2 Ezgjan Alioski ('55 )
1-2 Brynjar Ingi Bjarnason ('78 )
2-2 Andri Lucas Guðjohnsen ('84 )
Lestu um leikinn
Fyrir leik
Staðan fyrir lokaumferðina


17:00 N-Makedónía - Ísland
17:00 Armenía - Þýskaland
17:00 Liechtenstein - Rúmenía

Allir leikir riðilsins hefjast á sama tíma. Þjóðverjar eru öruggir með efsta sætið og þar með sæti í úrslitakeppni HM 2022 í Katar, en baráttan um annað sætið er fyrst og fremst á milli Norður-Makedóníu og Rúmeníu, þó Armenía eigi enn tölfræðilega möguleika. Ísland er með 9 stig og getur með sigri komist upp fyrir Armeníu, ef Armenar tapa sínum leik.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan leikdag!

Það er komið að síðasta leik Íslands í undankeppni HM og hann fer fram í Skopje, höfuðborg og stærstu borg Norður-Makedóníu. Ítalski dómarinn Davide Massa flautar til leiks klukkan fimm. Massa hefur dæmt ýmsa stórleiki í ítölsku A-deildinni og einnig dæmt í Meistaradeild Evrópu.

Byrjunarlið:
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson ('86)
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('78)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('72)
11. Albert Guðmundsson ('86)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('72)
17. Daníel Leó Grétarsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Ari Leifsson
6. Ísak Óli Ólafsson
8. Andri Fannar Baldursson
15. Aron Elís Þrándarson ('86)
18. Mikael Egill Ellertsson ('86)
20. Þórir Jóhann Helgason ('72)
21. Arnór Ingvi Traustason ('78)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('72)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('29)
Stefán Teitur Þórðarson ('64)
Ísak Bergmann Jóhannesson ('68)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('72)

Rauð spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('79)