Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
Fram
3
2
Breiðablik
Hólmbert Aron Friðjónsson '26 1-0
1-1 Arnar Már Björgvinsson '45
1-2 Nichlas Rohde '58
Kristinn Ingi Halldórsson '62 2-2
Almarr Ormarsson '75 , víti 3-2
20.08.2012  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Skýjað og völlurinn blautur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 601
Maður leiksins: Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('66)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sveinbjörn Jónasson ('73)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ('55)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Framundan er leikur Fram og Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Rauði baróninn sér um dómgæslu og flautar til leiks klukkan 19:15.

Framarar skíttöpuðu fyrir Selfossi í síðasta leik og eru í mjög harðri fallbaráttu. Tap í kvöld setur bláliða í enn verri mál og mögulegt er að þeir verði í fallsæti eftir kvöldið!

Breiðablik er um miðja deild og gælir liðið við að klífa upp í Evrópusæti.

Leikbönn: Sam Hewson leikur ekki með Fram og Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, getur ekki leikið þar sem hann tekur út síðari leik sinn í tveggja leikja banni.

Blikinn Þórður Steinar Hreiðarsson, kallaður minkurinn, er með nýja klippingu í kvöld. Kallinn er búinn að raka af sér hárið og er fær í flestan sjó!
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og má sjá þau hér til hliðar.

Sam Tillen er bekkjaður hjá Fram en Hólmbert Aron Friðjónsson fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Jón Sigurðsson 500-kall er búinn að heilsa upp á blaðamenn. Hann var brosandi og hress þrátt fyrir slæma stöðu Framara. Liðin eru að hita upp og Fram-lögin eru spiluð grimmt eins og enginn sé morgundagurinn.
Fyrir leik
Jæja búið er að hafa samband við spámenn dagsins.

Stefán Árni Pálsson, blaðamaður á Vísi:
Ég held að þetta verði steindautt 0-0.

Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
1-0 fyrir Blix. Nichlas skorar markið.
Fyrir leik
Blaðamenn á Laugardalsvelli gleðjast yfir því að í aðstöðu þeirra er sjónvarp svo hægt er að fylgjast með gangi mála á Goodison Park þar sem Everton er að leika gegn Manchester United.
1. mín
Leikur hafinn - Blikar sækja í átt að Laugardalslauginni.
6. mín
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson með skot af löngu færi eftir flottan spilkafla Framara en framhjá fór boltinn.
7. mín
Kristinn Ingi með fyrirgjöf á Sveinbjörn sem var í hættulegu færi en náði ekki skoti á markið. Heimamenn að byrja þetta ágætlega.
13. mín
Framarar meira ógnandi hér í upphafi.
15. mín
Þá fá Blikar dauðafæri! Glæsileg stungusending frá Ben Everson inn á Rohde sem var einn gegn Ögmundi sem bjargaði með góðu úthlaupi. Gæti verið mikilvægt fyrir Fram að Ögmundur náði þessari vörslu og fái smá sjálfstraust eftir afleita frammistöðu í síðasta leik.
16. mín
Halldór Hermann í fínu skotfæri en hitti ekki markið.
19. mín
Andri Rafn Yeoman með hörkuskot en Ögmundur varði gríðarlega vel! Fín færi komin í leikinn þó markið sé ekki enn mætt.
26. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Hólmbert skoraði af stuttu færi eftir fyrigjöf frá Kristni Inga Halldórssyni frá hægri. Boltinn fór framhjá Sveinbirni í teignum og til Hólmberts sem var í baráttu við varnarmann Blika og skoraði. Fyrsta mark hans í sumar.
32. mín
Daði Guðmundsson með skot úr aukaspyrnu sem Sigmar varði í horn.
42. mín
Ben Everson með fyrirgjöf og Olgeir Sigurgeirsson í dauðafæri á markteignum. Frábærlega varið hjá Ögmundi í markinu. Sá hefur verið heitur í kvöld.

Stuttu áður var Sveinbjörn með fína skottilraun en yfir fór boltinn.
45. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
Laglegt mark hjá Arnari! Fékk boltann eftir hornspyrnu, var við vítateigsendann og skoraði með föstu hnitmiðuðu skoti í bláhornið! Ögmundr kom engum vörnum við að þessu sinni.
45. mín
Hálfleikur - Strax eftir markið flautaði Garðar Örn til hálfleiks. Blaut tuska í andlit Framara.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
49. mín
Sverrir Ingi í flottu færi eftir hornspyrnu en skalli hans hitti ekki á markið.
53. mín
Munaði litlu að fram næði forystu á ný! Sveinbjörn með skot sem stefndi framhjá en Kristinn Ingi náði að setja tánna í boltann. Skot hans naumlega framhjá.
55. mín Gult spjald: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
Þetta þykir mér strangt.
57. mín
Rene Troost með skot úr aukaspyrnu en Ögmundur í marki Fram ekki í vandræðum.
58. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Hörmulegur varnarleikur Framara og Nichlas Rohde náði að skora! Hann var umkringdur Frömurum upp við endalínuna en lék þá grátt og kom sér í skotfæri og skoraði. Ögmundur var í boltanum en kom engum vörnum við!
59. mín Gult spjald: Nichlas Rohde (Breiðablik)
62. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Framarar voru í fallsæti í fjórar mínútur! Kristinn Ingi fékk góða sendingu frá Halldóri Hermanni. Vörn Blika galopnaðist og Kristinn slapp einn í gegn. Hann átti mikið verk fyrir höndum en kláraði frábærlega!
66. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Út:Ben Everson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Breiðablik) Út:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
73. mín Gult spjald: Sveinbjörn Jónasson (Fram)
75. mín Mark úr víti!
Almarr Ormarsson (Fram)
Rene Troost dæmdur brotlegur innan teigs! Virtist toga aftan í Kristján Hauksson. Garðar Örn ákveðinn þegar hann dæmdi vítið. Almarr fór á punktinn og skoraði af öryggi!
77. mín
Inn:Sam Tillen (Fram) Út:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
77. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
79. mín
Hættuleg sókn Blika en Elfar Árni skallaði yfir markið!
83. mín
Framarar liggja mjög aftarlega núna. Stressandi mínútur framundan fyrir stuðningsmenn þeirra.
85. mín
Almarr með skot en Sverrir Ingi bjargaði á línu. Snögg og góð sókn Framara.
95. mín
LEIK LOKIÐ - Gríðarlega mikilvægur sigur Framara! Þeir voru í fallsæti í kvöld í fjórar mínútur.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('77)
Sigmar Ingi Sigurðarson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('77)
15. Davíð Kristján Ólafsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('66)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nichlas Rohde ('59)

Rauð spjöld: