Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
1
0
Nýja-Sjáland
Dagný Brynjarsdóttir '1 1-0
18.02.2022  -  01:00
Dignity Health Sports Park
SheBelieves Cup
Aðstæður: Tipp topp
Dómari: Katja Koroleva (Bandaríkin)
Áhorfendur: Fámennt en góðmennt!
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('85)
2. Sif Atladóttir ('67)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('46)
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('67)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('85)
18. Guðrún Arnardóttir ('67)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('46)
3. Elísa Viðarsdóttir
3. Ásta Eir Árnadóttir ('67)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('67)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
7. Karitas Tómasdóttir ('85)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('67)
19. Natasha Anasi
22. Amanda Andradóttir ('85)
22. Ída Marín Hermannsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Dagný Brynjarsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Cecilía grípur hornspyrnuna og þar með lýkur leiknum.
94. mín
Hætta inn á teig Íslands! CJ Bott með tilraun sem Cecillía ver í hliðarnetið. Önnur hornspyrna.
94. mín
Satchell með tilraun sem fer af Hallberu og aftur fyrir. Horn.
92. mín
Flottir taktar hjá Amöndu inn á vítateig Nýja-Sjálands. Kemur skoti að marki en varnarmaður Nýja-Sjálands náði að komast fyrir.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín
Percival í hálffæri. Boltinn hrekkur til hennar og hún reynir langskot en það langt yfir mark Íslands.
87. mín
Inn:Jacqui Hand (Nýja-Sjáland) Út:Meikayla Moore (Nýja-Sjáland)
86. mín
Þung fyrsta snerting frá Cecilíu eftir sendingu frá Glódísi en Cecilía nær að leysa þetta.
85. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
85. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
84. mín
Sveindís kemur á sprettinum með boltann inn á teiginn og lætur vaða en Abby Erceg kemst fyrir skottilraunina frá Sveindísi.
81. mín
Fyrirgjöf frá Nýja-Sjálandi en Cecilía með þetta allt í teskeið.
77. mín
Ingibjörg fer aðeins í Percival, ekkert viljaverk en endar með blóðnasir hjá þeirri nýsjálensku.
75. mín
Ásta Eir hélt hún hefði minni en tíma en hún hafði. Hreinsar í horn.

Ingibjörg hreinsar eftir hornið.
74. mín
Inn:Rebekah Stott (Nýja-Sjáland) Út:Daisy Cleverley (Nýja-Sjáland)
Stott að koma inn á. Hún hefur glímt við eitilfrumukrabbamein síðasta árið eða svo.
73. mín
Agla María vinnur aukaspyrnu við miðlínuna.
72. mín
Sveindís dæmd brotleg, það var ekkert á þetta!

Alexandra er það sýnist mér sem nær svo að skalla fyrirgjöfina úr aukaspyrnunni í burtu.
70. mín
Gunnhildur liggur eftir, fékk öxlina á Satchell í andlitið.
69. mín
Sveindís með langt innkast sem Glódís nær að skalla að marki en ekkert vesen fyrir Nayler í markinu.
67. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Þreföld skipting hjá Íslandi.
67. mín
Inn:Ásta Eir Árnadóttir (Ísland) Út:Sif Atladóttir (Ísland)
67. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland) Út:Guðrún Arnardóttir (Ísland)
66. mín
Sveindís með langt innkast sem Rennie skallar afturfyrir og í hornspyrnu.

Agla María teur hornspyrnuna og Glódís kemst í boltann en skallar framhjá.
65. mín
Flottur sprettur hjá Sveindísi en fyrirgjöfin hennar með vinstri fer aftur fyrir.
64. mín
Agla María tók hornspyrnuna. Glódís vinnur fyrsta boltann en Svava nær ekki að komast í næsta bolta og sóknin rennur út í sandinn.
63. mín
Svava Rós vinnur hornspyrnu.
60. mín Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Nær ekki góðri móttöku og þarf að brjóta af sér til að hleypa Nýja-Sjálandi ekki í skyndisókn. Uppsekr gult spjald.
58. mín
Hallbera dæmd brotleg gegn Percival á kantinum.

Hættuleg fyrirgjöf úr aukaspyrnunni en Hallbera nær að hreinsa.
57. mín
Glódís kemur inn á aftur. Nýja-Sjáland á horn.

Glódís skallar sendingu Percival í burtu.
56. mín
Glódís þarf að fá smá aðhlynningu. Sif fer í miðvörðinn og Gunnhildur bakvörðinn á meðan.
55. mín
Inn:Betsy Hasset (Nýja-Sjáland) Út:Olivia Chance (Nýja-Sjáland)
55. mín
Inn:Gabi Rennie (Nýja-Sjáland) Út:Hannah Wilkinson (Nýja-Sjáland)
54. mín
Talsverð hætta eftir innkast hjá Sveindísi, smá bras á Nayler en slapp til.
49. mín
Olivia Chance reynir fyrirgjöf sem fer í höfuðið á Glódísi sem fann vel fyrir þessu. Glódís harkar þetta af sér og heldur leik áfram.
48. mín
CJ Bott með langskot sem Cecilía grípur.

Cecilía sendir svo á Guðrúnu sem á ansi tæpa sendingu til baka á Cecilíu sem leysir vel úr pressunni.
47. mín
Ef marka má tölfræði Flashscore þá var Ísland 40% með boltann og átti átta tilraunir á mark Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland átti enga marktilraun.

Ísland hefur fengið fjórar hornspyrnur og Nýja-Sjáland þrjár.
46. mín
Íslenska liðið byrjar með boltann í seinn hálfleik.
46. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Ein breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir 1-0 í hálfleik!
45. mín
Berglind skyndilega komin í fínasta færi eftir mistök í varnarleik Nýja-Sjálands. Karólína sendir á Berglindi sem á skot en það er máttlítið og beint á Nayler í markinu.
43. mín
Brotið á Gunnhildi við vítateig Íslands. Ria Percival fór í Gunnhildi sem liggur eftir.

Gunnhildur harkar þetta af sér.
40. mín
Illa nýtt tækifæri hjá Nýja-Sjálandi. Cleverley með boltann inn á vítateig en á lélega sendingu fyrir markið og íslenska vörnin kemur boltanum í innkast.
40. mín
Chance reynri fyrirgjöf en Sif kemst fyrir sendinguna. Nýja-Sjáland á hornspyrnu.
36. mín
Karólína með fyrirgjöf sem fer yfir höfuðið á Gunnhildi, ekkert varð úr þessu.
35. mín
Virkilega vel gert hjá Sveindísi, fór á milli Bowen og Bott við vítateig Nýja-Sjálands og reynir sendingu út í teiginn en Abby Erceg nær að hreinsa.
35. mín
Sveindís hætti við að kasta langt, fann Karólínu sem sendi út á Hallberu sem kom með fyrirgjöf en boltinn aðeins of innarlega.
34. mín
Rólegar síðustu mínútur en núna fáum við langt innkast frá Sveindísi.
28. mín
Fínn varnarleikur hjá íslenska liðinu og CJ Bott missir boltann aftur fyrir. Cecilía tekur útspark.
26. mín
Glódís reynir fasta sendingu inn á Sveindísi á hægri kantinum. Þrususending en Sveindís kemst ekki í boltann.
25. mín
Hallbera tapar boltanum úti vinstra megin. Guðrún kemst í kjölfarið fyrir fyrirgjöf CJ Bott og Nýja-Sjáland á hornspyrnu.

Cecilía kemur út úr markinu og grípur hornspyrnuna frá Chance.
22. mín
Kom ekkert upp úr þessari hornspyrnu.
21. mín
Nýja-Sjáland vill fá víti en ekkert er dæmt. Dagný tæklar í boltann og í hornspyrnu.
19. mín Gult spjald: Olivia Chance (Nýja-Sjáland)
Chance slær til Sifjar og fer í andlitið á henni og uppsker sú nýsjálenska gult spjald fyrir.
18. mín
Sif með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Nayler í marki Nýja-Sjálands.
16. mín
Fínt spil hjá Nýja-Sjálandi en Cecilía fljót út á móti þegar það kom stungusending inn á teiginn.
14. mín
Besta sókn Nýja-Sjálands í leiknum. Satchell kemur fyrirgjöf inn á teiginn en þar er engin. Engin hætta við mark Íslands til þessa í leiknum.
12. mín
Vá, íslenska liðið nálægt því að bæta við þarna!

Fyrst Karólína með skotið eftir flott tilþrif og svo Agla María í frákastinu en þær nýsjálensku koma boltanum í burtu á ögurstundu.
10. mín
Dómarateymið er bandarískt. Katja Koroleva dæmir lekinn og þær Katy Nesbitt og Felisha Marsical eru henni til aðstoðar. Laura Rodriguez er svo fjórði dómari.
9. mín
Íslenska liðið er að byrja þennan leik virkilega vel.
8. mín
Karólína með hornspyrnu, finnur Gunnhildi á fjær en skallinn hennar hættulítill.
7. mín
Ísland fær sína þriðju hornspyrnu í leiknum.

Hún er tekin stutt og endar með því að Sveindís á skot sem markvörður Nýja-Sjálands ver.
5. mín
Hornspyrnan tekin stutt og Karólína á skot sem fer framhjá nærstönginni.
5. mín
Langt innkast frá Sveindísi sem Dagný flikkar í átt að marki og Moore skallar boltann aftur fyrir og í horn.
2. mín
Löng sending fram völlinn frá þeim nýsjálensku en Cecilía er vel á verði og nær þessum bolta.
1. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Guðrún Arnardóttir
Jájájá! Mark eftir rúmar 30 sekúndur!

Hornspyrna frá Karólínu sem Erin Nayler er í miklum vandræðum með, kýlir boltann og fer hann í Guðrúnu og hrekkur fyrir fram Dagnýju í markteignum. Dagný kemur boltanum yfir línuna og Íslandi yfir.

1. mín
Ísland fær strax hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Nýja-Sjáland byrjar með boltann! Ísland spilar í bláum treyjum og Nýja-Sjáland er í hvítum.

Fyrir leik
Það lítur út fyrir að vera gott veður í Los Angeles. Styttist í að leikurinn fari af stað. Það er fámennt í stúkunni.
Fyrir leik
Í nýsjálenska hópnum er auðvitað Betsy Hasset sem leikur með Stjörnunni í efstu deild kvenna.
Fyrir leik

Fyrir leik
Þetta er í annað sinn sem Ísland mætir Nýja-Sjálandi. Fyrsti leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli í æfingaleik árið 2016. Það var Andrea Rán Hauksdóttir sem skoraði mark Íslands í þeim leik.
Fyrir leik
Landsliðskonurnar hafa skoðað sig um í Los Angeles. KSÍ hefur birt myndir á samfélagsmiðlum sínum í vikunni og má sjá dæmi hér að neðan.

Fyrir leik


Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Hvernig líst þér á fyrsta leikinn?

"Ég býst við hörkuleik þetta nýsjálenska lið er bara mjög gott lið, aggresívar, duglegar og pressa hátt. Við eigum eftir að spila hörkuleik á móti þeim og þurfum að vera upp á okkar besta til að vinna þær," sagði Steini.

Hvernig ætlaru að rúlla á liðinu í þessum leikjum?

"Ég reikna með því að flestallir spili, geri ráð fyrir því að allir spili í þessu mótinu. Það eru allar heilar núna þannig að það plan heldur. Ég geri ráð fyrir því að ég muni dreifa álaginu eitthvað milli leikja og skoðum standið á hópnum eftir fyrstu tvo leikina og ákveðum hvað við gerum í þriðja leik. Það er uppleggið eins og staðan er núna."

Ertu að rýna í andstæðingana eins og um keppnisleiki væri að ræða?

"Við erum meira að einbeita okkur að okkar leik, erum ekkert að fara í einstaklinga andstæðinganna eða svoleiðis. Förum bara í hvernig liðin spila, grunntaktík, áhersluatriði, horfum í veikleika og styrkleika."

Muniði máta ykkur við þessi lið eins og um andstæðing á EM í sumar væri að ræða?

"Við komum til með að prófa hluti hjá okkur og það er í sjálfu sér ekki hægt að greina þetta út frá EM. Þetta er meira hvernig við viljum nálgast og spila leikina, halda áfram að þróa okkur þannig að við getum brugðist við og spilað á móti mismunandi liðum með mismunandi taktík og mismunandi áherslum. Við erum meira að horfa í að finna leiðir til að spila í gegnum þær, skora hjá þeim og verjast þeim. Bæði Nýja-Sjáland og Bandaríkin spila öðruvísi en Evrópulið og því erum við ekkert að horfa í þetta eins og andstæðinga á EM."

Hvernig hafa fyrstu dagarnir í Bandaríkjunum verið?

"Þetta er mjög flott hérna, erum á fínu hóteli, fínn æfingavöllur, æfum á eftir á keppnisvellinum og allt er tipp topp hérna - yfir engu að kvarta. Það reyndar rigndi aðeins á okkur í gær en það var svo sem ekki stórt vandamál - ekki miðað við Ísland allavega."

Ertu ánægður með standið á leikmönnum?

"Auðvitað eru þær á mismunandi stað en heilt yfir hafa þær allar komist í gegnum æfingarnar án einhverra meiðsla. Það er jákvætt, maður hafði smá áhyggjur af því hvernig þær myndu þola að koma inn í landsliðsumhverfið og taka þátt í mörgum leikjum á skömmum tíma. Við þurfum að dreifa álaginu og þurfum að pasa upp á leikmenn sem hafa spilað minna og eru kannski komnir styttra á undirbúningstímabilinu. Það eru ekki margar sem eru á keppnistímabili núna og maður hefur minni áhyggjur af þeim. Við þurfum að fylgjast vel með þeim sem eru á undirbúningstímabili og komnar misjafnlega langt."

Leikmenn Breiðabliks tóku þátt í löngu tímabili í fyrra. Eru þeir leikmenn að koma öðruvísi til leiks heldur en hinir leikmennirnir?

"Nei, þær eru eins og leikmenn sem voru að spila t.d. í Skandinavíu, búnar reyndar aðeins seinna. Svo erum við leikmenn frá Þýskalandi sem spiluðu jafnlengi og Breiðablik og þetta [langa tímabil Breiðabliks] er eitthvað sem hjálpar þeim leikmönnum. Þær eru bara á góðum stað sýnist mér og ég held að þetta sé bara plús fyrir þær frekar en eitthvað annað. Þær fengu eitthvað frí en eru samt í toppstandi sýnist mér," sagði Steini.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Dagný Brynjarsdóttir sat fyrir svörum á fréttamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í gær. Landsliðið er að undirbúa sig fyrir fyrsta leik í SheBelieves æfingamótinu og er fyrsti leikur liðsins gegn Nýja-Sjálandi aðfaranótt föstudags. Dagný er fyrrum leikmaður Portland Thorns og var spurð hvort það væri gott að vera komin aftur til Bandaríkjanna.

"Já, ég viðurkenni að ég var mjög spennt fyrir þessari ferð. Ég hef ekki komið til Bandaríkjanna í að verða tvö ár eftir að ég flutti. Ég bjó hérna í sex og hálft ár þannig þetta er svona mitt annað heimili. Það er mjög gaman að vera komin hingað aftur, í þetta umhverfi og gaman að spila á móti svona sterkum þjóðum hér," sagði Dagný.

Hversu miklu máli skiptir það fyrir liðið að taka þátt í SheBelieves mótinu eftir að hafa ekki verið á Algarve mótinu síðustu ár?

"Það skiptir kannski ekki of miklu máli í hvaða keppni við erum í heldur bara hvaða andstæðinga við fáum. Algarve er ógeðslega flott mót en við fórum á Pinatar 2020 og það var líka ótrúlega flott mót með sterkum þjóðum. Það sem er öðruvísi við SheBelieves Cup er að kvennaboltinn er mjög stór í Bandaríkjunum og Ameríkanarnir gera mikið úr því. Þetta er því sennilega stærsta umgjörðin í kringum mót á þessum tíma."

Ertu að fara mæta núverandi eða fyrrum liðsfélögum þínum í þessu verkefni?

"Já, ég hefði átt að mæta markmanninum hjá Nýja-Sjálandi en hún dró sig út úr hópnum. Einn liðsfélagi minn hjá West Ham spilar með Tékklandi og svo eru nokkrir fyrrverandi liðsfélagar frá Portland sem spila fyrir bandaríska liðið. Ég hlakka extra til að hitta þær enda komin nokkur ár síðan við hittumst síðast."

Er skrítið að mæta Tékklandi þar sem liðin eru saman í riðli í undankeppni HM?

"Já, það er kannski alveg smá skrítið. Manni finnst maður alltaf vera að spila við þær, lendum oft með þeim í undankeppnum en það er bara gaman að spila landsleiki og fá sterkar þjóðir. Það skiptir kannski ekki endilega máli á móti hverjum það er en við vitum þá hvernig þær verða þegar við mætum þeim í apríl."

Í vikunni var birt myndskeið af æfingu landsliðsins þar sem var augljóst allar keppnir á æfingum skipta máli. Er andrúmsloftið alltaf svona?

"Já, það er alltaf þannig og ég held að það sé ástæðan fyrir því að leikmenn eru hér. Þeir eru svona hjá félagsliðinu sínu, vilja vinna og þá er það ekkert öðruvísi hjá landsliðinu - það vilja allir vinna."

Hversu mikið litast þetta mót sem undirbúningur fyrir EM í sumar?

"Mín fyrri reynsla af EM og svo í þessu verkefni er sú að umgjörðin í kringum mótið er eitthvað sem maður getur verið gott að hafa vanist þó að þetta sé ekki eins og stórt og EM."

"Ég veit ekki hvernig miðasalan er á fyrstu tvo leikina hjá okkur en ég reikna með að það verði mjög margir áhorfendur þegar við spilum við bandaríska landsliðið. Það er eitthvað sem leikmenn sem eru ekki vanir að spila fyrir framan marga áhorfendur þurfa að venjast fyrir EM."

"Á EM eru margir leikir á fáum dögum og það sama gildir hér. Það er gott fyrir leikmenn sem eru ekki vanir því að geta fundið sína rútínu og finna hvað hentar til að vera sem ferskastar í næsta leik."

"Hver einasti tími saman sem hópur skiptir máli upp á að samstilla okkur. Þetta er gríðarlega mikilvægt í okkur þróun að verða betri sem lið."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Veriði velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá leik Íslands og Nýja-Sjálands í SheBelieves Cup. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í þessu sterka æfingamóti í Bandaríkjunum.

Leikurinn fer fram á Dignity Health Sports Park leikvanginum sem er heimavöllur LA Galaxy. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að staðartíma.

Byrjunarlið:
1. Erin Nayler (m)
2. Ria Percival
4. CJ Bott
5. Meikayla Moore ('87)
7. Ali Riley (f)
8. Abby Erceg
11. Olivia Chance ('55)
13. Paige Satchell
14. Katie Bowen
15. Daisy Cleverley ('74)
17. Hannah Wilkinson ('55)

Varamenn:
22. Victoria Esson (m)
23. Lily Alfeld (m)
3. Claudia Bunge
6. Rebekah Stott ('74)
9. Gabi Rennie ('55)
10. Jacqui Hand ('87)
12. Betsy Hasset ('55)
16. Emma Rolston
19. Elizabeth Anton
20. Malia Steinmetz
22. Ashleigh Ward

Liðsstjórn:
Jitka Klimková (Þ)

Gul spjöld:
Olivia Chance ('19)

Rauð spjöld: