Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. febrúar 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallbera sökuð um svindl á æfingu - „Ég skal útskýra hvað gerðist"
Icelandair
Það er svo alveg spurning hvort Karólína (til hægri) hafi keypt útskýringar Hallberu.
Það er svo alveg spurning hvort Karólína (til hægri) hafi keypt útskýringar Hallberu.
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið er statt í Bandaríkjunum og undirbýr sig fyrir fyrsta leik í SheBelieves æfingamótinu.

Fyrstu tveir leikir mótsins fara fram í Los Angeles. Landsliðskonurnar eru miklar keppnismanneskjur og setti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spurningarmerki við hvernig Hallbera Guðný Gísladóttir hefði framkvæmt eina af æfingunum.

Myndband af þessu var birt á samfélagsmiðlum knattspyrnusambandsins í gær.

„Hvað ertu að gera?" heyrist þegar Hallbera er að framkvæma eina æfinguna og í kjölfarið segir Karólína við liðið sem hún er að keppa á móti: „Þið eruð að svindla."

Æfingin snerist að einhverju leyti um að hlaupa með keilur og Hallbera hélt á tveimur keilum.

„Ég skal útskýra hvað gerðist. Ég hélt að maður ætti að vera með keiluna á hausnum allan tímann," sagði Hallbera og reyndi að útskýra sitt mál betur eins og heyrist í spilaranum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, reyndi einnig að koma Hallberu til varnar.

Það er aldrei að vita nema spurt verði út í þetta skemmtilega augnablik á fréttamannafundi landsliðsins seinna í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner