Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Stjarnan
1
3
FH
0-1 Eggert Gunnþór Jónsson '32
Emil Atlason '53 1-1
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson '74
1-3 Ólafur Guðmundsson '86
19.03.2022  -  14:00
Samsungvöllurinn
Lengjubikar karla - A-deild úrslit
Aðstæður: 1° logn
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarsson (FH)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson ('46)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson ('71)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('69)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson
17. Ólafur Karl Finsen ('69)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('46)
22. Emil Atlason
- Meðalaldur 11 ár

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m) ('46)
7. Einar Karl Ingvarsson ('46)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('69)
23. Óskar Örn Hauksson ('69)
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leik lokið og FH er komið í úrslit.

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna.
91. mín

Ástbjörn liggur eftir og þarf aðhlynningu eftir samstuð, á meðan bíður Máni Austmann eftir að komast inná og það hefur tekið töluvert langan tíma.

Ástbjörn virðist þó vera í lagi.
90. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (FH) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
89. mín Gult spjald: Gunnar Nielsen (FH)
leiktöf
86. mín MARK!
Ólafur Guðmundsson (FH)
FHingar svo gott sem komnir í úrslitin

FH fær hornspyrnu sem Stjarnan er í miklum vandræðum með að hreinsa og mikill darraðadans í teignum. Boltinn færist á endanum út til Óla sem er aleinn fyrir utan teiginn, hann tekur fast skot sem fer í þvöguna og skoppast upp og í netið. Viktor átti ekki séns á þessum.
85. mín
Stjörnu menn eru að sækja eins og þeir geta en hafa ekki náð að skapa neitt gott marktækifæri eins og er.
80. mín
Þvílíkt klúður hjá Óskari

Stjarnan setur góðan bolta yfir varnarlínu FH þar sem Óskar er mættur, hann gerir vel og fer framhjá markmanni en þá er hann kominn úr jafnvægi og skotið hans framhjá með autt markið fyrir framan sig.
76. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
74. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
FH setur annan fótinn í úrslitin

FH spilar rosalega vel upp hægri kantinn þar sem Ástbjörn og Oliver leika boltanum á milli sín, Oliver svo með flotta stungu inn í teig á Matta og hann setur boltan fyrir á Kristinn sem er einn á móti markmanni og getur ekki annað en skorað
72. mín
Þennan hörundslit hef ég aldrei áður séð á manni en hann Ástbjörn er búinn að hlaupa svo mikið að hann er orðinn alveg eldrauður í framan, það er vonandi að hann haldi út.
71. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Stjarnan) Út:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
69. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
69. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
67. mín
Hornspyrna fyrir Stjörnuna og Jóhann tekur.

Gummi Kristjáns skallar frá, boltinn kemur aftur fyrir og aftur er það Gummi sem skallar frá.
66. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
66. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
63. mín
Fh í fínu færi hérna. Ástbjörn með fastan bolta fyrir sem fer framhjá öllum en endar þó á Eggerti sem er með skot sem er ekki alveg nógu gott og Viktor í markinu ekki í miklum vandræðum
58. mín
Ísak með frábært hlaup upp vinstri kantinn og skotið er fast en Gunnar gerir vel og heldur í boltann.
53. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Leikurinn jafn og nóg stuð frammundan

Svakaleg hætta skapast í teignum eftir að Óli valur setur boltann fyrir á Óla Kalla. Hann er umkringdur þannig hann setur hann á Emil Atla og skotið hans í varnarmann og útaf. Horn.

Jóhann tekur spyrnuna og Emil rís hæst, frábæt skalli og Gunnar á ekki séns.
51. mín
Emil Atla tekur spyrnuna en hún fer í vegginn og boltinn færist til Einars Karls sem skýtur í þvöguna og þá er einn Stjörnumaðurinn rangstæður
50. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Eggert alltof seinn og gefur Stjörnunni aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
47. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Uppsafnað
46. mín
Inn:Viktor Reynir Oddgeirsson (Stjarnan) Út:Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Halli var höltrandi frá því að hann lá í grasinu, Gústi tekur enga sénsa.
46. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Halli var höltrandi frá því að hann lá í grasinu, Gústi tekur enga sénsa.
46. mín
Leikur hafinn
Þá eru það Stjörnumenn sem byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Lítið um færi í þessum fyrri hálfleik en FH leiðir og vonandi verður svo seinni hálfleikurinn fjörugari.

Þangað til, kaffi og kleinur.
45. mín
+1

Aukaspyrna fyrir FH sem Óli tekur boltinn er skallaður frá og Ástbjörn tekur skotið sem fer inn í þvöguna. Þá skapast smá darraðadans en boltinn endar í lúkunum á Halla og hættan búin
45. mín
Óli Gumm gefur Stjörnunni horn hér í lok fyrri hálfleiks.

Jóhann Árni tekur en boltinn fer í fyrsta mann, þar á eftir er smá barátta um boltann sem endar í rangstöðu og Fh á aukaspyrnu.
42. mín
Lítið eftir af fyrri hálfleik og það sést á leiknum, liðin eru farin að sækja hratt fram og til baka upp völlinn núna en ekkert gott færi eins og er.
36. mín
Stjarnan reynir að svara fyrir sig þegar þeir stela boltanum á vallarhelming FH. Þeir koma svo upp hægri kantinn þar sem Óli Kalli kemur boltanum yfir á Emil en skotið hans er varið.
32. mín MARK!
Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
FH að setja líf í leikinn

Enn og aftur er það Ástbjörn sem er að gera sig mikilvægan í sókn FH, hann kemur sér í góða stöðu á hægri kantinum, fær boltann og setur hann strax láann fyrir teiginn. Þar lúrir Eggert og getur ekki annað en að klára.
30. mín
Hann er risinn á lappir og virðist ætla að halda áfram með leikinn.
28. mín
Halli Björns sest niður í sínum eigin teig og þarf aðhlynningu, það er vonandi að þetta sé ekkert alvarlegt.
27. mín
Fh fær horn hægra megin við teiginn. Baldur Logi tekur og Logi Hrafn nær að koma höfuðið í boltann en þetta er laust og Halli á ekki erfitt með þetta.
25. mín Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
21. mín
Ástbjörn gerir rosalega vel hérna þar sem hann stelur boltanum fyrir miðjann völl, prjónar sig síðan áfram og þegar hann fer að virða fyrir sér skottækifærið er brotið á honum.

Gott aukaspyrnufæri rétt fyrir utan teig, Baldur Logi tekur en boltinn siglir yfir.
18. mín
Í þeim töluðu orðum tekur Ástbjörn til sín á hægri kantinum. Færir sig meira miðsvæðis og tekur fast skot sem fer reyndar beint í lúkurnar á Halla.
17. mín
Þetta er engin stórskotasýning hér í byrjun leiks. Stjarnan er að halda vel í boltann en Fh er kannski örlítið líklegari þegar þeir fara fram.
13. mín
Stjörnumenn með góða rispu hérna. Guðmundur Baldvin setur boltann út til vinstri þar sem Ísak Andri tekur skot sem fer í varnarmann og útaf í horn.

Hornið fer svo bara beint í fyrsta mann og engin hætta.
8. mín
Fyrsta skot á marikið er skráð. Matti Vill kemst inn í sendingu hjá varnarmönnum Stjörnunnar og tekur af stað upp kantinn, setur svo góðan bolta yfir teiginn þar sem Eggert Gunnþór skallar boltann beint í hendurnar á Haraldi í marki Stjörnunnar.
5. mín
Stjarnan sér markið í fyrsta skiptið þegar Óli Kalli kemur með skemmtilega chippu inn á teig. Því miður næt enginn Stjörnumaður að komast í boltann og Fh nær að hreinsa.
3. mín
FHingar fá hér aukaspyrnu á fínum stað við hægra hlið teigsins.

Ekkert verður úr spyrnunni en Fh heldur áfram að dominera boltann í fyrstu mínútum leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn og FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá fer alveg að skella á og það er ekki hægt að segja að það séu margir hér í stúkunni. Við sem erum mætt erum þó spennt og búumst við góðum fótboltaleik í kuldanum hér í Garðabæ
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þorvaldur Árnason og aðstoðardómarar eru Andri Vigfússon og Eysteinn Hrafnkelsson.

Eftirlitsmaður er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Jóhann Ingi Jónsson.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Stjarnan og FH mættust tvisvar á síustu leiktíð, bæði skipti í Pepsi Max deildinni. Í fyrra skiptið skildu þau jöfn í Kaplakrika 1-1 en í Garðabænum mætti FH og vann 0-4 þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði 2 og Baldur Logi Guðlaugsson og Jónatan Ingi Jónsson skoruðu 1 hver.

Liðin mættust einu sinni í Fotbolti.net mótinu í Janúar en þar sigraði Stjarnan 3-0.
Fyrir leik
FH

FH vann riðilinn sinn með 13 stigum þar sem þeir sigruðu meðal annars Fylki og Fram en misstu af öllum 15 stigunum með því að gera 1-1 jafntefli við KA í febrúar.

FH er með markatöluna 17:3 í riðlinum og það er Kristinn Freyr Sigurðsson sem er markahæstur í liðinu með 4 mörk en þar á eftir koma Jónatan Ingi Jónsson og Baldur Logi Guðlaugsson með 3.
Fyrir leik
Stjarnan

Stjörnumenn unnu riðilinn sinn með 13 stig þar sem þeir sigruðu meðal annars Breiðablik og ÍA en misstu af öllum 15 stigunum með því að gera 1-1 jafntefli við Þór í febrúar.

Það hefur gengið vel hjá Stjörnunni að skora þar sem þeir eru með markatöluna 16:3 í 5 leikjum. Emil Atlason hefur skorað 5 af þessum mörkum og er markahæstur í liðinu en þar á eftir koma Adolf Daði Birgisson og Ísak Andri Sigurgeirsson með 3.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin á beina textalýsingu af undanúrslita leik Lengjubikars karla hér á Samsungvellinum.

Leikurinn hefst klukkan 14:00
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('66)
7. Steven Lennon ('76)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('66)
22. Ástbjörn Þórðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
10. Björn Daníel Sverrisson ('66)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('76)
22. Oliver Heiðarsson ('66)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('90)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson

Gul spjöld:
Baldur Logi Guðlaugsson ('25)
Ástbjörn Þórðarson ('47)
Eggert Gunnþór Jónsson ('50)
Gunnar Nielsen ('89)

Rauð spjöld: