Finnland
1
1
Ísland
Teemu Pukki '12 1-0
1-1 Birkir Bjarnason '38
26.03.2022  -  16:00
Stadium Enrique Roca
Vináttulandsleikur
Dómari: Fedayi San (Sviss)
Byrjunarlið:
12. Jesse Joronen (m)
3. Daniel O'Shaughnessy
5. Miro Tenho
8. Robin Lod
9. Benjamin Källman ('73)
10. Teemu Pukki
11. Rasmus Schüller
13. Ilmari Niskanen ('73)
15. Sauli Väisänen
16. Urho Nissilä ('73)
22. Miska Ylitolva ('73)

Varamenn:
1. Lukas Hradecky (m)
2. Leo Väisänen
4. Robert Ivanov
6. Glen Kamara ('73)
7. Santeri Hostikka
14. Lucas Lingman
17. Nikolai Alho
18. Jere Uronen ('73)
19. Marcus Forss
20. Joel Pohjanpalo ('73)
21. Mikael Soisalo ('73)
23. Carljohan Eriksson

Liðsstjórn:
Markku Kanerva (Þ)

Gul spjöld:
Rasmus Schüller ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekki tókst okkur að landa sigri í dag. 1-1 gegn Finnum og svo er það Spánn á þriðjudaginn. Kaflaskiptur leikur, æfingaleikjabragur á þessu á margan hátt og tempóið ekki mikið.
92. mín
Alfons með sendingu inn í teiginn á Arnór Ingva sem nær ekki til boltans... flaggaður rangstæður svo.
91. mín
Aðeins tvær mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
90. mín
Sveinn Aron í mjög erfiðri stöðu en nær tilraun framhjá markinu, tekur boltann á lofti við endalínuna.
88. mín
Styttist í leikslok og stefnir allt í jafntefli. Nokkrir leikmenn virðast með tóman tank og liggja á grasinu.
85. mín
Jón Dagur gerði vel og losaði sig frá tveimur leikmönnum Finnlands en varnarmaður komst fyrir sendinguna hans.
84. mín
Ísland náði að láta boltann ganga vel sín á milli en svo reyndi Atli Barkarson fyrirgjöf en hitti boltann herfilega, boltinn afturfyrir endamörk.
81. mín
Sveinn Aron vinnur hornspyrnu.
77. mín
BRYNJAR INGI BJARGAR Á LÍNU! Pohjanpalo kemur boltanum á markið, framhjá Rúnari Alex en Brynjar nær að koma boltanum yfir þverslána og kemur í veg fyrir að Finnar komist yfir.
73. mín
Inn:Joel Pohjanpalo (Finnland) Út:Benjamin Källman (Finnland)
73. mín
Inn:Glen Kamara (Finnland) Út:Ilmari Niskanen (Finnland)
73. mín
Inn:Mikael Soisalo (Finnland) Út:Urho Nissilä (Finnland)
73. mín
Inn:Jere Uronen (Finnland) Út:Miska Ylitolva (Finnland)
72. mín Gult spjald: Daníel Leó Grétarsson (Ísland)
Braut á Robin Lod.
72. mín
Ísak með skot af löngu færi en Joronen ver af öryggi.
71. mín
Rúnar Alex er kominn með fyrirliðabandið eftir að Jón Daði fór af velli.
70. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
70. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
66. mín
Þórir Jóhann með skot, lúmsk tilraun en Joronen ver í horn.
65. mín
Niskanen með fyrirgjöf og Pukki með skot sem fer beint í fangið á Rúnari Alex.
63. mín
Pukki með fyrirgjöf sem Aron kemst fyrir.
61. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
61. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Markaskorarinn Birkir fer af velli og Jón Daði tekur við fyrirliðabandinu.
61. mín
Það er allt dottið í dúnalogn í leiknum, göngubolti og allt í hægagangi. Ekkert að frétta.
59. mín
Finnar með fínt spil en boltinn endar afturfyrir. Ísak Bergmann og Aron Þrándar eru að gera sig klára í að koma inn af bekknum. Jói Kalli að gefa lokaleiðbeiningar til Ísaks sonar síns.
56. mín
Ylitolva með skot en Daníel Leó kemur sér fyrir boltann.
55. mín
Atli Barkarson með sendingu í varnarmann og afturfyrir. Ísland á hornspyrnu sem Þórir tekur. Joronen slær knöttinn frá.
54. mín
Jón Dagur með fyrirgjöfina, hættulegur bolti. Jón Daði nær snertingunni en nær ekki að stýra boltanum á markið. Íslendingar eru líklegri til að skora næsta mark.
51. mín
Miska Ylitolva kemur sér framhjá Atla en Atli gerir svo vel, fylgir honum vel á eftir og þröngvar honum afturfyrir endalínu.
50. mín
Þórir Jóhann fær tíma og pláss fyrir utan teig og tekur þrumuskot! Joronen ver. Fínasta tilraun hjá Þóri.
48. mín
Flott sókn Íslands sem endar með því að Arnór Sigurðsson tekur skotið rétt framhjá! Hinumegin eiga Finnar fasta fyrirgjöf sem Rúnar Alex handsamar.
47. mín
Vonandi nær íslenska liðið að fylgja eftir þessum síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks sem var verulega fínn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Finnar með óbreytt lið í seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Atli Barkarson (Ísland) Út:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Hörður nýkominn til baka eftir löng meiðsli og tekur bara fyrri hálfleik. Húsvíkingurinn Atli Barkarson, leikmaður SönderjyskE og fyrrum leikmaður Víkings, kemur inn í hans stað.
45. mín
Hálfleikur
Einni mínútu var bætt við fyrri hálfleikinn og Fedayi San dómari er búinn að flauta til hálfleiks.
45. mín
Það hefur klárlega verið stígandi í íslenska liðinu, þessi lokakafli fyrri hálfleiks hjá liðinu mun jákvæðari.
43. mín
Jón Dagur verið afskaplega líflegur, kemur boltanum á Jón Daða sem á HÖRKUSKOT en Jesse Joronen í marki Finna nær að verja með tilþrifum. Meðbyr með Íslandi.
40. mín Gult spjald: Rasmus Schüller (Finnland)
Fyrirliði Finna tæklar fyrirliða Íslands, Birki Bjarna, niður. Fær gult spjald.
38. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
REYNSLUBOLTARNIR BÚA TIL JÖFNUNARMARK!

Jón Dagur á Jón Daða sem gerði vel, lagði boltann út á Birki Bjarna sem var aleinn rétt fyrir innan vítateiginn og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið.

Tvö skot á mark í leiknum. Tvö mörk!
37. mín
Arnór með skot í teignum í varnarmann. Skotin hjá Íslandi ekki að rata á rammann.
34. mín
Joronen í marki Finna náði að slá boltann frá.
33. mín
Ísland fær hornspyrnu. Þórir Jóhann með spyrnuna, boltinn af finnskum leikmanni og aftur í horn.
32. mín
Urho Nissilä brýtir á Jóni Degi. Ísland kemur boltanum í spil. Jón Dagur fær boltann vinstra meginn en Nissilä nær að komast fyrir sendinguna.
31. mín
Teemu Pukki skapar usla og Hörður Björgvin kemur boltanum afturfyrir í hornspyrnu.
28. mín
Arnór Sigurðsson með fyrirgjöf en boltinn af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna. Ekkert verður úr horninu.
26. mín
Með boltann. Finnland 46% - Ísland 54%.
23. mín
Finnar fá lofandi skyndisókn en hún rennur út í sandinn. Leikurinn stöðvaður því Sauli Väisänen þarf aðhlynningu, liggur í grasinu eftir baráttu við Brynjar Inga.
17. mín
Jón Dagur brýtur á Sauli Väisänen. Fær tiltal frá dómaranum.
14. mín
Ísland fékk hornspyrnu sem Þórir Jóhann tók. Daníel Leó skallaði boltann yfir markið.
12. mín MARK!
Teemu Pukki (Finnland)
Þetta virkaði rosalega auðvelt fyrir Finna. Pukki kemur sér inn í teginn, fær boltann og fer auðveldlega framhjá Daníel Leó áður en hann rennir boltanum afskaplega snyrtilega framhjá Rúnari Alex.

Fyrsta skot á mark í leiknum endar í netinu.
11. mín
Það er ekki hægt að segja annað en að þessi leikur fari afskaplega rólega af stað. Svo vægt sé til orða tekið.
9. mín
Miska Ylitolva brýtur á Herði rétt við miðlínuna.
7. mín
Leikurinn skyndilega stöðvaður því boltinn er ekki nægilega góður. Skipt um bolta og leikurinn heldur áfram.
5. mín
Stefán Teitur með langt innkast. Boltinn inn í teiginn og mikil barátta í teignum þar sem boltinn dettur tilviljanakennt um teiginn áður en dómarinn dæmir sóknarbrot á Ísland. Skil ekki alveg á hvað hann var að dæma þarna Svisslendingurinn með flautuna.
2. mín
Sending á Jón Dag Þorsteinsson en erfiður bolti sem hann nær ekki að taka niður og boltinn útaf í markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Íslendingar albláir.
Fyrir leik
Það hefur rignt nokkuð vel á Spáni að undanförnu og það rignir í Murcia þar sem þessi leikur fer fram. Liðin eru mætt út á völl og þjóðsöngvarnir eru í gangi.

Albert Guðmundsson náði lítið sem ekkert að æfa í aðdraganda leiksins en er skráður á bekkinn. Þá er Andri Lucas einnig skráður á bekkinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné. Hef ekki upplýsingar um hvort þeir séu hreinlega leikfærir í dag eða bara að fylla upp í bekkinn.
Fyrir leik
Þekktasti Finninn.



Teemu Pukki er í fremstu víglínu hjá Finnlandi, þeirra þekktasti leikmaður. 33 mörk í 100 landsleikjum fyrir Finna. Spilar fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Norwich.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Jón Daði Böðvarsson er fremstur hjá íslenska liðinu og Hörður Björgvin Magnússon er mættur aftur eftir árs fjarveru.

Hörður Björgvin snýr aftur í liðið, ári eftir að hann spilaði sinn síðasta landsleik, en hann sleit hásin í leik með CSKA Moskvu í apríl og fór í gegnum stranga endurhæfingu.

Hann lék 45 mínútur í síðasta leik CSKA og er nú klár í að byrja með íslenska liðinu en hann spilar í vinstri bakverði í dag.

Þórir Jóhann Helgason og Stefán Teitur Þórðarson eru á miðjunni með Birki Bjarnasyni, sem er fyrirliði.

Arnór Sigurðsson, sem hefur þurft að glíma við mikil meiðsli með Venezia á þessari leiktíð, er á hægri vængnum og Jón Dagur á vinstri á meðan Jón Daði Böðvarsson er upp á topp.

Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Alfons Sampsted
Daníel Leó Grétarsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Hörður Björgvin Magnússon
Þórir Jóhann Helgason
Birkir Bjarnason (f)
Stefán Teitur Þórðarson
Jón Dagur Þorsteinsson
Arnór Sigurðsson
Jón Daði Böðvarsson
Fyrir leik
Birkir Bjarna: Ætlum að gera meiri kröfur á okkur


Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði segir að liðið hafi rætt um það að fara að gera meiri kröfu á sig.

"Við höfum verið að ræða það innan hópsins að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfu á vinna sigra. Þetta snýst um að vinna leiki og koma okkur á betri stað," sagði Birkir á fréttamannafundi í dag.

Ísland hefur gengið í gegnum snögg kynslóðaskipti og vann aðeins Liechtenstein í síðustu undankeppni en að sögn Birkis er nú kominn tími á að liðið setji það kröfu á sig að vinna fleiri leiki.

Landsleikjaglugginn núna er sá fyrsti á árinu en einnig verður vináttuleikur gegn Spánverjum, hann verður á þriðjudaginn.

"Þetta eru mikilvægir leikir. Þetta hefur verið erfiður tími hjá okkur en það er margt jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum gert betur. Þetta er gott tækifæri til að prófa liðið, við höfum verið að vinna á æfingasvæðinu og í fundarsalnum. Finnar eru með gott lið og það hefur verið gaman að fylgjast með þeim. Þetta er lið sem spilar þéttan varnarleik og gaman að sjá hvar við stöndum. Við erum ákveðnir í að vinna þennan leik."

Birkir var spurður að því hvort eitthvað hafi hvarflað að honum að leggja landsliðsskóna á hilluna í þessum breytingum og kynslóðaskiptum hjá liðinu.

"Nei það hefur aldrei hvarflað að mér. Mér finnst enn ótrúlega skemmtilegt að koma í landsliðsverkefni. Ég er ein­beitt­ur og hlakka til að spila. Ég er með öðru­vísi hlut­verk en áður og ég tek því vel og hlakka til að halda því áfram," sagði Birkir.

Hann spilar fyrir Adana Demirspor sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í tyrknesku úrvalsdeildinni. Liðið hefur komið á óvart en það er nýliði í deildinni.

"Þetta er skemmtileg og krefjandi barátta. Það eru níu leikir eftir. Ég kann mjög vel við mig hjá félaginu og mér líður ótrúlega vel," sagði Birkir.
Fyrir leik

Svissneskir dómarar sjá um að dæma leikinn en aðaldómarinn er Fedayi San.
Fyrir leik
Ísland mætir Finnlandi í vináttulandsleik í Murcia á Spáni í dag. Liðin hafa mæst 13 sinnum áður í gegnum árin og voru saman í riðli í undankeppni HM 2018. Finnar hafa verið að byggja upp sterkt landslið á síðustu árum og voru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM síðasta sumar.

Íslenska liðið kom saman til undirbúnings og æfinga á Spáni á mánudag og hefur æft stíft, þrátt fyrir talsverða rigningu, og fundað mikið. Liðið leikur tvo vináttuleiki á Spáni í mánuðinum, því auk leiksins við Finna þá verður einnig leikið við heimamenn, Spánverja, og fer sá leikur fram í Coruna á þriðjudaginn 29. mars.

Leikur Íslands og Finnlands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikurinn við Spánverja verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason ('61)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('90)
10. Arnór Sigurðsson ('70)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('61)
18. Daníel Leó Grétarsson
20. Þórir Jóhann Helgason
22. Jón Daði Böðvarsson ('70)
23. Hörður Björgvin Magnússon ('46)

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Atli Barkarson ('46)
4. Ari Leifsson
5. Aron Elís Þrándarson ('61)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Andri Fannar Baldursson ('70)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('70)
10. Albert Guðmundsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('61)
21. Arnór Ingvi Traustason ('90)
22. Andri Lucas Guðjohnsen

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Daníel Leó Grétarsson ('72)

Rauð spjöld: