Tékkland
0
1
Ísland
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '36
12.04.2022  -  15:30
AGC Arena, Teplice
Undankeppni HM kvenna
Aðstæður: Sól og 14 gráður
Dómari: Lorraine Watson (Skotland)
Byrjunarlið:
1. Barbora Votikova (m)
2. Anna Dlasková ('86)
4. Petra Bertholdova (f)
5. Gabriela Slajsová
6. Eva Bartonova
9. Andrea Stasková
11. Tereza Krejcicikova
12. Klara Cahynova
17. Tereza Szewieczkova ('67)
18. Kamila Dubcová ('82)
19. Simona Necidová

Varamenn:
16. Olivie Lukásová (m)
23. Alexandra Vanickova (m)
3. Katerina Kotrcová
7. Lucie Martínková ('67)
8. Aneta Pochmanová
13. Jitka Chlastáková ('82)
14. Denisa Veselá
15. Aneta Dédinová
20. Michaela Dubcová
22. Franny Cerná ('86)

Liðsstjórn:
Karel Rada (Þ)

Gul spjöld:
Tereza Krejcicikova ('27)
Klara Cahynova ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SVAKALEGA MIKILVÆGUR SIGUR! Tekur íslenska liðið nær HM!

Við þurfum ekki að fara leynt með að dómgæslan féll heldur betur með okkur í dag! Ég skil vel að tékkneskir áhorfendur bauli hér á dómarana.
95. mín
Ég sé ekki á hvað hún var að dæma þarna áðan eftir að hafa skoðað þetta á myndbandi. Dómgæslan er heldur betur að falla með okkur í dag!
94. mín Gult spjald: Klara Cahynova (Tékkland)
TÉKKAR SKORA EFTIR AUKASPYRNUNA EN SKOSKI DÓMARINN DÆMIR HÉR AUKASPYRNU!!! MARKIÐ TELUR EKKI! Spurning hvað hún hefur verið að dæma á þarna.

Þvílík dramatík. Áhorfendur baula.
93. mín
Hér eiga Tékkar aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
92. mín
Sara er mætt aftur inn á völlinn.
91. mín
SVEINDÍS Í HÖRKUFÆRI! Markvörður Tékka ver. Það eru sex mínútur að minnsta kosti í uppbótartíma.
90. mín
Sara er farin utan vallar og Ísland spilar því 10 gegn 11 núna!
88. mín
Sara Björk þarf aðhlynningu og leikurinn er stopp. Sá ekki alveg hvað gerðist þarna en þetta lítur ekki vel út.
86. mín
Inn:Franny Cerná (Tékkland) Út:Anna Dlasková (Tékkland)
85. mín
Með sigri er Ísland allavega pottþétt með umspilssæti um HM og í lykilstöðu til að tryggja sér beinan þátttökurétt með því að vinna riðilinn. Stefnir í hreinan úrslitaleik gegn Hollandi, þar sem Íslandi dugar jafntefli.
84. mín
Andrea Stasková með lipra takta í teignum og kemst milli tveggja íslenskra leikmanna en sem betur fer er boltanum komið út úr teignum að lokum.
82. mín
Inn:Jitka Chlastáková (Tékkland) Út:Kamila Dubcová (Tékkland)
80. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Sif Atladóttir (Ísland)
80. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
80. mín
Sif Atladóttir í mikilli baráttu og liggur eftir á vellinum. Ari Fritzon sjúkraþjálfari mættur inn.
79. mín
Spennandi lokakafli framundan hér í Teplice. Ísland verður í bílstjórasætinu í baráttunni um að tryggja sér beint sæti á HM ef þessi leikur vinnst.
78. mín
Tereza Krejcicikova með skot við vítateigslínuna en Sif kemst fyrir.
77. mín
Tékkneska liðið hefur varla skapað hættu í þessum leik. Þær þurfa tvö mörk því eitt stig gerir ekkert fyrir þær. Þá eru þær bara úr leik.
76. mín
Svava Rós með ágætis fyrirgjöf en markvörður Tékka nær boltanum.
75. mín
Slök fyrirgjöf Tékka sem Sandra klófestir auðveldlega. Sandra verið feikilega örugg í öllum sínum aðgerðum í dag.
73. mín
Eftir flott spil Íslands á Sveindís Jane misheppnaða fyrirgjöf.
72. mín

71. mín
Leikurinn stöðvaður. Klara Cahynova þarf aðhlynningu.
69. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
68. mín
Svava Rós að mæta inn af íslenska bekknum.
67. mín
Inn:Lucie Martínková (Tékkland) Út:Tereza Szewieczkova (Tékkland)
66. mín
Hættuleg sending fram á Andreu Stasková en Glódís gerir vel og vinnur boltann. Flottur varnarleikur.

Tékkar úa sig undir að gera skiptingu. Hin reynslumikla Lucie Martínková er að gera sig klára.
65. mín
Tékkland með aukaspyrnu, sending inn á teiginn og boltinn fer af höfði varnarmanns Íslands og afturfyrir í horn.
64. mín

63. mín
Ísland með aukaspyrnu, boltinn inn í teiginn en á endanum nær Votikova í marki Tékklands að hirða boltann.
62. mín
Tereza Krejcicikova með skot í varnarmann.
58. mín
Breyting á leikskipulagi Ísland og Karólína Lea er orðin "fölsk nía" eftir að Sara Björk kom inn á miðsvæðið.
57. mín
Inn:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
56. mín
Flott sókn Tékka en sem betur fer kemur svo ömurleg fyrirgjöf. Af öðrum fréttum... Sara Björk Gunnarsdóttir er ða taka við leiðbeiningum. Hún er að mæta inn.
54. mín
Hendi Gunnhildar

Frábær mynd frá Hafliða Breiðfjörð af marki Gunnhildar Yrsu.
53. mín
Glódís Perla skallar framhjá eftir horn. Talsvert framhjá.
52. mín
Tékkar með háa fyrirgjöf sem Sandra handsamar af öryggi. Tékkland lítið náð að skapa sér í leiknum og megi það halda þannig áfram.
48. mín
Sveindís kemur boltanum á Karólínu í teignum en hún er aðþrengd og nær ekki að koma sér í skotstöðu. Boltinn endar í innkasti. Tekið stutt að þessu sinni en endar með fyrirgjöf frá Sveindísi sem flýgur afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn

Öll stigin með til Íslands, takk.
45. mín
Hálfleikurinn fór í fjallgöngu. Fréttamannastúkan á leikvangnum er uppi í rjáfri og það er þrekvirki að komast á salernið og aftur upp. En nú er allt að verða klárt fyrir seinni hálfleikinn. Liðin eru að mæta aftur út á völ.
45. mín
Hálfleikur
Ísland er yfir! Það er gaman. Markið átti reyndar ekki að standa en dveljum ekki lengur við það!
44. mín
Tereza Krejcicikova með skot. Yfir markið.
43. mín
Ísland í sókn en flögguð rangstaða.
41. mín
Gunnhildur Yrsa skoraði með hendinni!

Var að fá þær upplýsingar að hún hefði sett boltann inn í markið með hendinni en skosku dómararnir tóku ekki eftir því (ekki frekar en ég). Við tökum þessu alveg, það hafa ýmsir snillingar skorað með hendinni!

Það er ekki VAR í þessari undankeppni. Það er fínt! Þetta mark hefði ekki átt að standa.

Markið má sjá neðar.
36. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
EFTIR LANGT INNKAST NÆR ÍSLAND AÐ TAKA FORYSTUNA!!!!

Sveindís grýtir boltanum inn í teiginn, Glódís með skalla sem markvörður Tékka ver í þverslána en svo er Gunnhildur Yrsa mætt eins og gammur og kemur boltanum inn!!!

Mikil snilld.


35. mín
Komið að Sveindísi að taka langt innkast.
34. mín
Það sést vel á leiknum hversu mikilvægur hann er. Þetta er líklega að fara að ráðast á einu marki til eða frá í dag.
33. mín
Eva Bartonova með sendingu sem Sif kemst inn í. Vel lesið hjá Sif.
31. mín
Gunnhildur nikkar boltanum á Öglu Maríu sem missir hann aðeins of langt frá sér og Tékkar hirða hann.
27. mín Gult spjald: Tereza Krejcicikova (Tékkland)
Braut á Gunnhildi Yrsu. Fyrsta áminning leiksins.
25. mín
DAUÐAFÆRI!

Agla María Albertsdóttir skallar yfir úr dauðafæri! Eftir aukaspyrnu skallaði Glódís knöttinn til Öglu Maríu sem náði ekki að stýra honum á rammann.

Langbesta færi leiksins til þessa.
24. mín
Andrea Stasková kemst í flotta stöðu rétt fyrir utan teig og lætur vaða en sem betur fer flaug þetta skot framhjá.
21. mín
Sif Atladóttir kemst í mjög vænlega stöðu en Barbora Votikova handsamar lága fyrirgjöf hennar. Þetta var tækifæri sem við hefðum getað nýtt mun betur.
20. mín
Tékkland í sókn en boltinn dæmdur útaf, við litla hrifningu hjá stuðningsmönnum liðsins í stúkunni.
17. mín
Berglind vinnur hornspyrnu. Eftir hornið myndast léttur darraðadans í teignum en heimakonur ná að koma boltanum frá.
16. mín
Hallbera með fyrirgjöf sem endar sem skottilraun en fer ofan á þaknetið.
15. mín
Þorsteinn Halldórsson talsvert meira áberandi í boðvangnum núna en hann var í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Skiljanlega.
13. mín
Leikurinn róast aðeins eftir fjöruga byrjun. Minnum á að Tékkland verður að vinna til að halda sínum möguleika lifandi, eitt stig gerir ekkert fyrir þær. Þær munu þurfa að taka áhættu í sóknarleiknum ef þetta helst svona og það gæti opnað möguleika fyrir okkar lið.
11. mín
Hallbera reynir að koma boltanum upp vinstra megin á Öglu Maríu en sendingin of föst og fer afturfyrir.
8. mín
Tékkar reyna stungusendingu á Andrea Stasková en Hallbera er á undan í boltann og kemur honum í innkast.
7. mín
Gabriela Slajsová með fyrirgjöf frá hægri en boltinn endar afturfyrir. Einhver tékkneskur leikmaður féll í teignum og áhorfendur kalla eftir víti en þetta var ekki neitt.
6. mín

5. mín
Brotið á Karólínu og Ísland fær aukaspyrnu, rétt fyrir framan miðjan vallarhelming Tekka. Karólína tekur spyrnuna en Tékkar ná að koma boltanum frá.
4. mín
Hornspyrnan á nærstöngina þar sem Glódís Perla var staðsett og fékk boltann í sig. Boltinn svo af leikmanni Tékkland og það er markspyrna.
3. mín
Eva Bartonova með fyrirgjöf sem fer af Hallberu og afturfyrir. Komið að fyrstu hornspyrnu Tékka.
2. mín
Boltinn datt til Sveindísar eftir hornið og eftir smá baráttu þá vinnur Ísland aðra hornspyrnu. Ekkert markvert kemur úr þeirri spyrnu. En kraftmikil byrjun hjá Íslandi.
1. mín
Byrjar vel! Sveindís vinnur hornspyrnu frá hægri.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland hóf leik! Okkar stelpur eru alhvítar í leiknum í dag.

Fyrir leik
Þjóðsöngvar og tékknesk blómaafhending að baki. Þá er hægt að byrja þetta. Veit ekki alveg hverjar þetta voru sem fengu blóm en vafalítið þá eiga þær blómin skilið.

Fyrir leik
Vallarþulurinn tékkneski fær mikið hrós fyrir framburðinn á leikmönnum íslenska landsliðsins. Nokkur nöfn skiljanlega að reynast honum strembin en við tökum viljann fyrir verkið. Svo er hann líka svo rosalega hress.
Fyrir leik
Sandra er mætt aftur í rammann. Hún var tæp vegna meiðsla og því hvíld í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi en að hún snýr aftur gefur ákveðnar vísbendingar að hún sé klárlega með aðalmarkvarðarstöðuna í sínum höndum og verður væntanlega í rammanum á EM í sumar.


Fyrir leik
Það eru einhverjir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni. Þar á meðal Þorvaldur Ingimundarson fyrrum starfsmaður landsliðsins. Nú er hann í hlutverki stuðningsmanns og virðist njóta sín einstaklega vel í Tékklandi.

Fyrir leik


Myndir frá því þegar íslenska liðið mætti á leikvanginn áðan.


Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sest á bekkinn og Sandra Sigurðardóttir kemur í markið.
Fyrir leik
Fyrir leik


AGC Aréna Na Stínadlech heitir leikvangurinn í Teplice þar sem Tékkland og Ísland mætast klukkan 15:30 í undankeppni HM.

Leikvangurinn tekur 18.221 áhorfendur en búið er að selja um 3 þúsund miða á leik dagsins.

Tékkneska karlalandsliðið hefur oft notað leikvanginn í undankeppnum og það með góðum árangri. Liðið er með gott sigurhlutfall þar.

Leikvangurinn er heimavöllur FK Teplice sem tvívegis hefur orðið bikarmeistari. Liðið er í bullandi fallbaráttu í tékknesku deildinni.
Fyrir leik
Lesendur eru bjartsýnir fyrir leik dagsins.


Fyrir leik
Hnífjafnt!
Liðin hafa mæst sex sinnum og er jafnræði með liðunum í þeim viðureignum. Ísland hefur unnið tvær, Tékkar tvær og tvær hafa endað með jafntefli. Ísland hefur skorað 10 mörk á meðan Tékkar hafa skorað átta.

Fyrir leik
Fyrir leik


Lorraine Watson verður aðaldómari leiksins en þess má geta að hún dæmdi á Íslandi í nóvember á síðasta ári. Þá hélt hún um flautuna í Meistaradeildarleik Breiðabliks og Kharkiv á Kóapvogsvelli sem úkraínska liðið vann 2-0.

Vikki Michelle Allan og Vikki Robertson eru aðstoðardómarar í dag. Abbie Hendry er fjórði dómari.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Teplice í Tékklandi þar sem stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu eiga mikilvægan leik í undankeppni HM kvenna.

Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.

Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.

Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir ('80)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('57)
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('80)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('69)
18. Guðrún Arnardóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('69)
3. Elísa Viðarsdóttir
3. Ásta Eir Árnadóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir ('57)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
16. Elín Metta Jensen ('80)
20. Guðný Árnadóttir ('80)
22. Amanda Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Ari Már Fritzson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: