Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Fram
1
4
KR
0-1 Stefán Árni Geirsson '10
0-2 Finnur Tómas Pálmason '14
0-3 Stefan Ljubicic '27
Már Ægisson '62 1-3
1-4 Sigurður Bjartur Hallsson '86
Albert Hafsteinsson '93 , misnotað víti 1-4
20.04.2022  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe ('72)
6. Gunnar Gunnarsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('85)
8. Albert Hafsteinsson
10. Orri Gunnarsson ('64)
10. Fred Saraiva ('64)
13. Jesus Yendis ('45)
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('45)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Magnús Þórðarson ('85)
14. Hlynur Atli Magnússon ('72)
15. Hosine Bility ('64)
79. Jannik Pohl ('64)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn KR sigur í heildina, Fram átti sinar rispur en KRingar einfaldlega of stór biti að eiga við fyrir þá.
93. mín Misnotað víti!
Albert Hafsteinsson (Fram)
Kærulaus vítaspyrna Alberts étin, engin sannfæring í skotinu og Beitir les hann eins og opna bók.
92. mín
Skalli í stöng í teignum eftir aukaspyrnu frá hægri og Fram fær víti, Gunnar Gunn togaður niðiur í teignum er hann reyndi við frákastið.
91. mín
Uppbótartími í gangi. Giskum á 3-4 mínútur.
89. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
88. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
86. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Sigurður Bjartur fær boltann i svæði með mann fyrir framan sig, Keyrir í átt að marki og checkar ögn inn á völlinn áður en hann leggur hann smekklega framhjá Ólafi í markinu.

Game Over formlega.
85. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
84. mín
Hallur Hansson í fínu skotfæri fyrir KR en Hlynur Atli hendir sér fyrir boltann og Fram kemur boltanum frá.
81. mín
Beitir með tvöfalda vörslu!

Indriði með lúmskt skot sem Beitir ver en heldur ekki. Jannik fylgir á eftir en Beitir snöggur að ná áttum og kastar sér fyrir og ver aftur, boltinn svo af Jannik og afturfyrir.
77. mín
Beitir með rosalega vörslu

Gummi Magg nær skallanum sem stefnir í skeytinn en Beitir eins og köttur og kastar sér á boltann og heldur honum.

Lendir á stönginni en er í lagi.
76. mín
Hallur Hansson grunsamlega einn hægra megin í teignum og nær að leggja boltann fyrir markið en varnarmenn komast fyrir og Fram hreinsar.
75. mín
Leikurinn einkennist af baráttu og moði þessa stundina, KR kannski ögn líklegra en það er lítið á milli og fátt um færi.
72. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Delphin Tshiembe (Fram)
70. mín
Stefán Árni að vinna sig í færi í teignum en of lengi að koma boltanum fyrir sig og færið rennur út í sandinn.
68. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
Hlaupagikkurinn úr Grindavík mætir inn á hjá KR.
64. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Pohl er bara víst þarna þrátt fyrir mín orð um annað fyrr í kvöld.
64. mín
Inn:Hosine Bility (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Pohl er bara víst þarna þrátt fyrir mín orð um annað fyrr í kvöld.
62. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Fram nær marki til baka!

Laglegt spil Fram inn á teiginn frá vinstri, boltinn settur fyrir markið þar sem Gummi checkar hann til baka á Má sem skorar af um 8 metra færi.
61. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Brot á miðjum vellinum.
60. mín
Aukaspyrna tekin inn á teig KR frá vinstri, Gummi Magg skallar boltann aftur inn að marki og Beitir missir af boltanum. En Fram sem fyrr tekst ekki að nýta sér það og KR hreinsar.
58. mín
Albert Hafsteins með lipra takta og skot sem varnarmenn komast fyrir, boltinn í hönd Halls fyrir utan teig en Pétur flautar ekki. Indriði fær boltann og reynir skotið en hittir ekki markið.
55. mín
Stefan í frábæru færi eftir lipurt spil KR á hægri vængnum, fær boltann frá Atla í fínu færi í teignum en hittir ekki markið.

Fátt sem bendir til þess að við fáum eitthvað form af endurkomu.
52. mín
KR ræður lögum og lofum hér.

Koma boltanum í netið en dæmdir brotlegir.
47. mín
KR fær horn, byrja ákveðið og þrýsta Fram neðar á völlinn.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafin

KR hefur leik. Hafa heimamenn náð áttum og geta þeir bitið til baka. Svörin fást á næstu 45 mínútum.
45. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Jesus Yendis (Fram)
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér. Frumraun Fram í þetta sinnið ekki að fara neitt sérlega vel eftir fyrri 45.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Fred fær ágætis skotfæri en setur boltann yfir.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 2 mínútur.
44. mín
Jesus Natividad Yendis Gomez með hörkuskot en því miður fyrir Fram hittir hann ekki markið.
42. mín
Heimamenn fá horn, Finnur skallar fyrirgjöf frá hægri afturfyrir áður en að Gummi Magg nær til boltans.
39. mín
Ef eitthvað er finnst mér gestirnir vera að herða tökin, lítið að frétta fram á við almennt hjá Fram og sóknarleikur liðsins tilviljunum háður.
37. mín
Atli með hörkuskot af varnarmann sem svifur yfir markið. KR með hornspyrnu.
33. mín
Atli Sigurjóns með skalla framhjá af tiltölulega stuttu færi eftir fyrirgjöf Kristins frá vinstri.
31. mín
Beitir missir boltann eftir fallhlífarbolta inn á teiginn en heimamenn ná ekki að nýta sér það og refsa, Fred með skot sem fer beint aftur á Beiti.
27. mín MARK!
Stefan Ljubicic (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Fram í færi í teig KR en Már Ægis nær ekki að setja boltann á markið. KR brunar upp og Stefán sleppur einn í gegn eftir sendingu frá Stefáni Árna og á ekki í nokkrum vandræðum með að setja boltann fram hjá Ólafi í marki Fram.

25. mín
Pálmi missir af Gumma Magg og snýr hann niður. Brot dæmt en Pálmi sleppur við spjald.
23. mín
Fram fær aukaspyrnu á álitlegum stað. Til hægri frá marki um 22-25 metrum frá.

Albert stendur yfir boltanum. Tekur skotið en boltinn hvergi nærri markinu.
22. mín
Fínt upphlaup frá Fram upp vinsti kantinn, fyrirgjöfin kemur fyrir en er þessari frægu hársbreidd frá því að hitta samherja.
19. mín
Kennie með skot eftir ágætis sprett sem fer af varnarmanni og afturfyrir
16. mín
Fram gerir tilkall til vítaspyrnu en fjarlægðin gerir mér erfitt um vik að dæma þar um. En stúkan var viss í sinni sök.
14. mín MARK!
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Dekkningin klikkar illa hjá Fram

Aukaspyrna frá hægra vítateigshorni sett inn á nærstöng þar sem Finnur Tómas er skuggalega einn og skallar boltann í netið af mjög mjög mjög stuttu færi.


10. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (KR)
Skelfileg varnarmistök
Atli kemst upp að endamörkum hægra megin og setur boltann fyrir markið. Delphin að mér sýnist kiksar boltann þegar hann reynir að hreinsa og fellur boltinn fyrir Stefán Árna 3-4 metra frá marki sem getur ekki annað en sett boltann í netið.



Bróðir hans á bekk Fram hugsar Stefáni þegjandi þörfina eflaust.
8. mín
Fyrsta horn leiksins er Fram. Indriði Áki i baráttu í teignum og vinnur það. Spyrnan slök og KR kemur boltanum frá.
7. mín
Einkennandi orð um þessar fyrstu mínútur er hnoð og barátta. Fátt um fína drætti og liðin bæði ögn varkár.
4. mín
Gummi Magg fer niður eftir baráttu á miðjum vellinum og heimamenn ekki sáttir. Stendur þó fljótt upp og er í lagi.
3. mín
Kristinn Jónsson á fyrsta skot leiksins. leikur inn völlinn og lætur vaða með hægri en boltinn af varnarmanni í fang Ólafs.

Framar sækja en flaggið fer á loft og rangstaða dæmd.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Framvelli. Það eru heimamenn sem hefja hér leik og sækja að Kringlunni.
Fyrir leik
Allt til reiðu hér í Safamýri og liðin að búa sig undir að ganga til vallar. Alvöru Reykjavíkurslagur framundan og spenna í loftinu.

Vonumst að sjálfsögðu eftir spennandi og góðum leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús og má sjá hér til hliðar. Stefan Alexander Ljubicic leiðir framlínu KR í fjarveru Kjartans Henry og Kristjáns Flóka en Sigurður Bjartur er á bekknum.

Danski Kongómaðurinn Delphin Tshiembe kemur beint inn í liðið en Hlynur Atli er á bekknum. Þá er Janik Pohl hvergi sjánlegur á skýrslu en hann mun hafa náð nokkrum góðum æfingum fyrir mót en er eflaust ekki klár í slaginn.
Fyrir leik
Tríóið

Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson er með flautuna í kvöld og ætti leikurinn því að vera í góðum höndum.
Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson eru honum til aðstoðar auk Arnars Inga Ingvarssonar sem er varadómari

Eftirlitsmaður KSÍ er síðan séntilmaðurinn og lífskúnsterinn Hjalti Þór Halldórsson.


Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar

Spámaður fyrstu umferðar Bestu deildarinnar hjá okkur á Fótbolta.net er hin óviðjafnanlegi Pape Mamadou Faye.
Um leik Fram og KR sagði Pape.

,,Reykjavíkurslagurinn, tveir kóngaklúbbar að mætast í fyrsta leik. Þetta verður skemmtilegasti leikurinnn í umferðinni. Framarar hafa sýnt það síðustu árin að þeir eiga heima í efstu deild en hafa ekki verið sannfærandi í vetur. Það skiptir kannski ekki öllu málið þegar í sumarið er komið hvernig þú stendur þig á undirbúningstímabilinu. Við höfum séð lið brillera um veturinn og ekkert getað í Íslandsmótinu. Ég er spenntur að sjá Fram í sumar. Þetta er fyrsti leikur og því fylgir spenna, sérstaklega þegar þú ert nýkominn upp. KR er aftur á móti með skýrt markmið að berjast um titilinn. Ég held að þetta verði 1-1 fram á 70. mínútu og svo klára reynsluboltarnir úr Vesturbænum þetta.''


Fyrir leik
Fram

Fram er mætt í Bestu deildina eftir að hafa dvalið síðustu sjö tímabil í þeirri næst efstu. Undir dyggri stjórn Jóns Sveinssonar rúlluðu Safamýrarpiltar ( í nokkrar vikur enn) yfir Lengjudeildina og fóru taplausir í gegnum leikina 22.

Við hér á Fótbolta.net erum þó ekkert sérlega bjartsýnir fyrir hönd Fram og spáum þeim 12. og neðsta sæti deildarinnar. Missirinn í Kyle McLagan er svakalegur á pappírunum. Hann gerði alla í kringum sig betri og verður fróðlegt að sjá hvernig Nonni nær að leysa varnarleik liðsins án Kyle.

Komnir
Jannik Pohl frá Danmörku
Jesús Yendis frá Venesúela
Tiago Fernandes frá Grindavík
Delphin Tshiembe
Hosine Bility

Farnir
Danny Guthrie
Kyle McLagan til Víkings R.
Haraldur Einar Ásgrímsson í FH



Fyrir leik
KR

Svarthvítum lærisveinum Rúnars Kristinssonar er spáð 5.sæti af okkur hér á Fótbolta.net. Eflaust alls ekki það sem KR stefnir á enda yfirlýst markmið í Vesturbænum að berjast um alla þá titla sem í boði eru.

Reynslan í KR liðinu er mikil en á móti kemur að breiddin er ekki sú mesta í deildinni og gæti liðið lent í vandræðum ef menn meiðast eða lenda í spjaldaveseni.

KR verður án Kjartans Henrys Finnbogasonar í leiknum í kvöld en hann á enn eftir að afplána tvo leiki í bann fyrir rauða spjaldið sem hann hlaut gegnn Víkingum í 21.umferð í fyrra.

Komnir
Aron Kristófer Lárusson frá ÍA
Aron Snær Friðriksson frá Fylki
Finnur Tómas Pálmason frá Svíþjóð
Hallur Hansson frá Vejle
Sigurður Bjartur Hallsson frá Grindavík
Stefan Alexander Ljubicic frá HK

Farnir
Alex Freyr Hilmarsson í ÍBV
Arnþór Ingi Kristinsson hættur
Aron Bjarki Jósepsson í ÍA
Guðjón Baldvinsson hættur
Guðjón Orri Sigurjónsson í ÍBV
Óskar Örn Hauksson til Stjörnunnar

Það er helst nafn Halls Hanssonar fyrirliða Færeyinga sem kallar á mann á komnir/farnmir listanum. Finnur Tómas er á listanum líka en hann lék með liðinu bróðurpart síðasta tímabils sömuleiðis. Hafandi fylgst með Sigurði Bjarti Hallsyni síðustu ár í Grindavík er ég spenntur að sjá hvað sveitastrækerinn getur fært KR en hann er lúsiðinn framherji sem er einkar lunkinn að finna sér færi.


Fyrir leik
Velkomin til leiks

Kæru lesendur, ballið er byrjað. Besta deildin 2022 hefur rúllað af stað og framundan er vonandi magnað sumar. Framundan er Reykjavíkurslagur þegar Fram og KR leiða saman hesta sína og það allt í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Hallur Hansson ('88)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson
11. Kennie Chopart (f)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Stefan Ljubicic ('68)
19. Kristinn Jónsson ('89)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('88)
18. Aron Kristófer Lárusson ('89)
25. Jón Arnar Sigurðsson
26. Freyr Þrastarson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('68)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: