Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
0
1
Valur
0-1 Birkir Már Sævarsson '40
24.04.2022  -  18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hægur norðanvindur, skýjað og hitinn um 8 gráður. Völlurinn eins góður og von er á 24.apríl
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 504
Maður leiksins: Sebastian Hedlund
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('66)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('66)
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
28. Ingimundur Aron Guðnason ('80)
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('80)
10. Kian Williams ('66)
11. Helgi Þór Jónsson
18. Ernir Bjarnason
19. Edon Osmani ('66)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('7)
Adam Ægir Pálsson ('40)
Patrik Johannesen ('44)
Kian Williams ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valssigur staðreynd en sannfærandi var hann ekki. Heimamenn þessari frægu hársbreidd frá því að fá eitthvað út úr þessum leik en allt kom fyrir ekki í þetta sinn. Þó stór og mikil bæting fyrir þá frá síðasta leik.
95. mín Gult spjald: Kian Williams (Keflavík)
Brýtur af sér
94. mín
Tryggvi Hrafn sleppur í gegn en nær ekki að leggja boltann fyrir sig og færið rennur út í sandinn.
93. mín
Patrik með skotið en í vegginn og afturfyrir.

Tíminn að renna út fyrir Keflavík.
91. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Rúnar Þór líklegur.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.
88. mín
Bakverðirnir að skapa fyrir Keflavík, Nú Ásgeir en Adam Árni vantar örfáa cm að skila fyrirgjöf hans í netið. En boltinn afturfyrir þess í stað.
86. mín
Keflavík fær horn, Rúnar enn og aftur að gera sig gildandi. Það sem Keflavík hefur saknað hans á vellinum.

Gæði út í gegn.

Hornspyrna hans í þeim orðum beint í fang Guy.
85. mín
Rúnar Þór með rosalegan klobba á Guðmund Andra og á svo fyrirgjöf sem ég gat ekki séð betur en að færi í höndina á Birki.

En náttúrleg staða og allt það og erfitt að sjá svo eflaust rétt að sleppa því.
84. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
84. mín
Keflvíkingar að reyna en gengur erfiðlega að ógna marki Vals.
80. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Siggi Raggi bætir í framlinuna.
77. mín
Sigurður alltof fljótur á sér að flauta, Kef í hættulegri skyndisókn og Rúnar aleinn úti vinstra megin þegar boltinn berst til hans. En Sigurður búinn að flauta og þar við situr.

Skil hann svo sem ekki með augu í hnakkanum.
74. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
74. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
72. mín
Rúnar Þór er allt í öllu í leik Keflavíkur, á hér laglegan samleik við Kian sem finnur Rúnar aftur í teignum en skot hans í varnarmann. Keflavík fær horn í kjölfarið.
70. mín
Rúnar Þór með frábæra takta og tekur hálft Valsliðið á, leggur boltann á Patrik sem á slakt skot framhjá
68. mín
Heimamenn heppnir, boltinn þræddur inn á Tryggva Hrafn sem á slaka fyrstu snertingu sem gerir Sindra kleift að ná í boltann.
67. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
66. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Tvöföld skipting heimamanna.
66. mín
Inn:Kian Williams (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Tvöföld skipting heimamanna.
65. mín
Patrik vinnur boltanum hátt á vellinum og keyrir beint í átt að marki Vals, finnur Gibbs í teignum en hann nær ekki að leggja boltann fyrir sig og boltinn endar fyrir aftan endamörk.
64. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
63. mín

62. mín
Sindri Þór með alvöru tæklingu á Guðmund Andra löglega þó og Guðmundur fann fyrir þessu.
62. mín
Hætta í teig Vals eftir langt innkast Rúnars en gestirnir koma boltanum frá.
60. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.

Darraðadans í teignum en heimamenn hreinsa á endanum.
57. mín
Hvað er Guy Smit að gera????

Leikur á Patrik og heldur svo bara áfram með boltann, rekur hann nánast upp að miðju þar sem hann missir hann fyrir fætur Frans sem reynir skotið en nær ekki nægum krafti í það og Hedlund kemst fyrir boltann.
55. mín
Gibbs í teig Vals en kemur sjálfum sér í ógöngur og missir boltann afturfyrir.
54. mín
Ágúst Eðvald með skot framhjá eftir sprett frá Guðmundi Andra.
52. mín
Sindri snýr aftur til vallar.
51. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
Brýtur á Adam Ægi í hröðu upphlaupi.

Annað gula spjald Gústa á leiktíðinni.
50. mín
Sindri Þór tekur á sprett af velli eftir stutt samtal við Sigurð. Hefur misst linsu og drífur sig að bæta úr því.

Keflavík manni færri á meðan.
48. mín
Komið að Val, Tryggvi tiar upp Birki Heimis en skot hans víðsfjarri.
47. mín
Keflavík sækir, Rúnar með fyrirgjöf en alltof fastur bolti sem siglir í gegnum pakkann.
46. mín
Kröftug byrjun hjá Val en heimamenn komast fyrir hlaup Tryggva og hreinsa.
46. mín
Seinni hálfleikur hafin

Valsmenn hefja leik hér í síðari hálfleik. Leiða með einu marki og líður örugglega bara nokkuð vel með það.

Engar breytingar á liðunum í hálfleik.

45. mín
Hálfleikur
Forysta Vals líklega sanngjörn, Verið heilt yfir betri í leiknum.

Fáum okkur kaffi og komum aftur að vörmu spori.
44. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Keflavík)
Fyrir vafasamt orðaval segjum við.
40. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Gult fyrir mótmæli eftir markið
40. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Eftir hornspyrnu frá vinstri, boltinn yfir á fjærstöng settur þvert fyrir markið þar sem hann fer í Birki sem stendur nánast á marklínunni,

Lykt af þessu en flaggið niðri og markið stendur.
Endursýning gefur mér til að kynna að markið sé fullkomnlega löglegt.

40. mín
Valsmenn skora!
38. mín
Aron virðist hafa náð að jafna sog að mestu, stingur enn ögn við en virðist geta haldið áfram.
37. mín
Skyndisókn Keflavíkur, Rúnar Þór með fyrirgjöf sem gestirnir hreinsa beint fyrir fætur Adams um 25 metra frá marki. Þarf ekki bjóða Adam það tvisvar að skjóta en skot hans hátt hátt yfir.
35. mín
Guðmundur Andri vinnur boltann á vallarhelmingi Keflavíkur, finnur Aron í fætur sem lyftir boltanum fyrir markið þar sem óvaldaður Tryggvi skallar að marki. Sindri hleður í alvöru vörslu og flaggið fer á loft sömuleiðis.

Valsmenn færast nær.
34. mín
Fastur bolti fyrir frá vinstri á Patrick, Boltinn aðeins of hár fyrir hann og nær Patrick ekki góðri snertingu og boltinn í fang Sindra.
33. mín
Ágúst Eðvald í skotfæri á vítateigslínunni, boltinn beint í varnarmann og heimamenn hreinsa. Valsmenn byrja aftur að byggja upp.
30. mín
Miðað við hreyfingar Arons er ég ekki bjartsýnn á að mínúturnar verði mikið fleiri. Gefum honum nokkrar og mögulega nær hann að hlaupa þetta af sér.

Virðist finna til í hnénu.
29. mín
Aron Jó að kveinka sér eftir að á honum var brotið. Haltrar um völlinn en heldur áfram.
27. mín
Önnur mynd frá Hafliða


25. mín
Allt annað Keflavíkurlið en gegn Blikum

Hætta í teig Vals, Ásgeir keyrir inn á teiginn en missir boltann til Jesper, sá danski gerir ekki betur en svo að setja boltann beint í fætur Adams Ægis sem á skot/fyrirgjöf hárfínt framhjá stönginn fjær frá hægri.
22. mín
Ingimundur með skemmtilega takta fyrir Keflavík, nær fínu skoti sem Guy slær í horn.
20. mín
Aftur Valsmenn, Tryggvi Hrafn rangstæður en flaggið ekki á loft, Hann keyrir inn á teiginn þar sem hann leggur boltann út á Aron sem líkt og kollegi sinn í síðustu færslu hittir ekki boltann.
19. mín
Vindurinn þýtur upp völlinn og leggur boltann fyrir markið, Patrick í fínu skotfæri en hittir ekki boltann.

Valsmenn líklegri.
18. mín
Tryggvi Hrafn við það að koma sér í fínasta færi, Magnús Þór mætir og hreinsar boltann útaf.
17. mín
Leikurinn verið í jafnvægi svona framan af. Valsmenn meira með boltann en liðin lítið að ógna hvort öðru af ráði heilt yfir.
15. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavél á lofti að venju


12. mín
Heimamenn sækja, Sindri Þór fer vel með boltann og finnur Ásgeir í overlappinu, Ásgeir með fastann bolta innarlega sem Gibbs er nokkrum skónúmerum frá því að ná.
8. mín
Patrik með lúmskan bolta inn á teiginn frá vinstri, Hatakka fyrstur á boltann og gefur horn.
7. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn eftir hornspyrnuna.
6. mín
Hætta í teig Vals en Patrik nær ekki að koma boltanum fyrir sig og færið þrengist um of.

Valsmenn koma hættunni frá en gefa aukaspyrnu við miðjan eigin vallarhelming.

Boltanum spyrnt inn á teiginn fellur fyrir fætur Keflavíkings sem setur boltann í varnarmann og afturfyrir.
4. mín
Valsmenn sækja hratt, Aron Jó fær stungusendinguna og er i fínu færi vinstra megin í teignum en setur boltann framhjá stönginni fjær.
3. mín
Tryggvi Hrafn vinnur horn eftir baráttu við Magnús Þór.

Ekkert verður úr horninu.
1. mín
Adam Ægir fljótur að láta til sín taka. Fær boltann á miðjum vallarhelming Vals og lætur vaða en Guy með þetta allt á hreinu og grípur boltann örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á HS-Orkuvellinum. Það eru heimamenn sem hefja leik.
Fyrir leik
Liðin klár að ganga til vallar og styttist óðum í leik. Vonumst að sjálfsögðu eftir góðum leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Liðin eru mætt í hús og má sjá þau hér til hliðar.

Heimamenn í Keflavík gera tvær breytingar á liði sínu frá 4-1 tapinu gegn Breiðablik. Kian Williams fær sér sæti á bekknum ásamt Erni Bjarnsyni. Í stað þeirra koma þeir Ásgeir Páll Magnússon og Ingimundur Aron Guðnason inn í liðið.

Hjá Val er lítið um breytingar. Óbreytt lið frá sigrinum á ÍBV sem Arnór Smárason tryggði með snotru marki eftir að hafa komið inn af bekknum. Það dugði honum þó ekki til að vinna sér inn sæti í byrjunarliði kvöldsins og byrjar hann á bekknum.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar

Úlfur Blandon spáði í spilin í útvarpsþættinum í gær og hafði eftirfarandi að segja um leik Keflavíkur og Vals.

,,Einfaldur sigur hjá Val. Keflvíkingar fóru skringilega inn í leikinn á móti Breiðablik, taktíkin ekki að ganga upp. Ég trúi því að Valsmenn taki öflugan sigur, heimavöllur Keflavíkur er efiður og Valsarar fara á gras, ekki auðvelt að fara á gras í umferð tvö. Keflavík var ekki sannfærandi í fyrstu umferð.''


Fyrir leik
Tríóið og fylgifiskar

Sigurður Hjörtur Þrastarson er dómari leiksins, honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson.
Varðstjórinn Pétur Guðmundsson er svo varadómari.

Eftirlitsmaður KSÍ er svo Kristinn Jakobsson.


Fyrir leik
Tölfræði úr fyrstu umferð

Fyrir leik
Fyrir leik
Keflavík

Keflvíkingar fengu kennslustund í Kópavogi í fyrstu umferð þar sem grænklæddir Blikar höfðu 4-1 sigur gegn þeim.

Keflavík sá varla til sólar stærstan hluta leiks þrátt fyrir blíðviðri og var staðan orðin 3-0 eftir 25 mínútur. Gestirnir rönkuðu örlítið við sér þegar líða fór á seinni hálfleikinn og uppskáru mark frá Patrik Johannesen sem var þó langt í frá að vera nóg.


Fyrir leik
Valur

Valsmenn hófu tímabilið á sigri á nýliðum ÍBV í fyrstu umferð 2-1 með mörkum frá Guðmundi Andra Tryggvasyni og Arnóri Smárasyni.

Arnór sem kom inná sem varamaður gegn ÍBV ku hafa verið hundfúll út í þjálfara sinn Heimi Guðjónsson að vera geymdur á bekknum framan af leik og verður spennandi að sjá hvort hann byrji í liði Vals í dag.


Fyrir leik
Grasumferð

Leikurinn fer fram á grasi líkt og aðrir leikir umferðarinnar og ljóst að vallarverðir á grasvöllum Bestu deildarinnar hafa unnið dag og nótt síðustu vikur að gera vellina klára. Menn hér á HS Orkuvellinum hefur allavega unnið sitt starf af prýði eins og sjá má af nærmynd af grasvextinum sem er hér fyrir neðan.


Fyrir leik
Önnur umferð Bestu deildar karla

Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vals í annari umferð bestu deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson ('74)
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson ('67)
9. Patrick Pedersen ('84)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('74)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Heiðar Ægisson
8. Arnór Smárason ('74)
13. Rasmus Christiansen
19. Orri Hrafn Kjartansson ('67)
33. Almarr Ormarsson ('84)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('51)

Rauð spjöld: