ÍA
3
0
Víkingur R.
Gísli Laxdal Unnarsson '36 1-0
Kaj Leo Í Bartalstovu '43 2-0
Aron Bjarki Jósepsson '56 3-0
24.04.2022  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1147
Maður leiksins: Oliver Stefánsson (ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('92)
2. Oliver Stefánsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
7. Christian Köhler ('87)
10. Steinar Þorsteinsson ('92)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('92)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('71)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
8. Hallur Flosason ('87)
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('92)
18. Haukur Andri Haraldsson ('92)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('92)
22. Benedikt V. Warén ('71)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('11)
Christian Köhler ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nikolaj tekur boltann á kassann inná teignum eftir sendingu frá Kristal en hefði bara átt að skalla þetta á markið.

Skagamenn hreinsa og Einar Ingi flautar af!

Hrikalega sterkur og sanngjarn sigur Skagamanna.
92. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Ungir og efnilegir fá að koma inn og klára leikinn fyrir Skagamenn.
92. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
92. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
92. mín
SKagamenn ná skyndisókn sem endar með skoti frá Steinari.
91. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Hinumegin komast Víkingar upp og fá hornspyrnu.

Skagamenn koma hættunni frá.
89. mín
Skagamenn bruna upp í skyndisókn, Gísli Laxdal kemst á bakvið vörnina, sendir boltann þvert fyrir teiginn og Benedikt er á leiðinni en Kalli nær að bjarga á síðustu stundu.
87. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
Köhler búinn að vera flottur í dag.
86. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á góðum stað fyrir framan teig Víkinga.

Köhler hamrar henni í vegginn.
84. mín
Axel Freyr sendir boltann fyrir og Erlingur í færi en hittir boltann illa, Hlynur skýlir boltanum afturfyrir.
82. mín
Fínt spil hjá Kristal og Birni skilar sér í hornspyrnu.

Spila stutt úr því og tapa boltanum.
81. mín
Víkingar halda áfram að reyna að finna mark en gengur lítið, Niko liggur eftir baráttu við Hlyn.
79. mín
Leikurinn er kominn í gang, Erlingur kemst í góða stöðu og rennir boltanum á Birni sem fer á vinstri, tekur skotið en Árni ver.
78. mín
Árni Snær liggur nú eftir og biður um aðhlynningu, við það kallar Jón Þór í sína menn og fer aðeins yfir málin.
72. mín
Víkingar reyna og reyna en gengur ekkert, núna brýtur Júlli af sér fyrir framan teig Skagamanna.
71. mín
Inn:Benedikt V. Warén (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
69. mín
Kaj Leó fer niður við teig Víkinga og á klárlega að fá brot en ekkert dæmt, Logi braut klárlega á honum.
68. mín
Logi tekur spyrnuna alveg eins og áðan, neglir boltann beint á Árna Snæ sem er vandanum vaxinn og rúmlega það.
67. mín Gult spjald: Christian Köhler (ÍA)
Fyrir brotið.
66. mín
Logi tekur hornspyrnu fyrir Víkinga sem er hættuleg en Skagamenn koma þó frá.

Í kjölfarið fá Víkingar svo aukaspyrnu fyrir framan teig Skagamanna á hættulegum stað.
64. mín
STÖNGIN!

Júlli Magg vippar boltanum inn á teiginn og þar mætur Birnir og hamrar boltann í stöngina!!!

Markið liggur í loftinu.
62. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Kalli smellir boltanum fyrir og Birnir á fjær setur boltann framhjá úr algjöru dauðafæri, þarna verður Birnir að skora...
61. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Þreföld breyting hjá Víkingum, Arnar eðlilega ekki sáttur með gang mála.
61. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
60. mín
Davíð Atla í smá haltu mér slepptu mér sambandi við boltann uppi í hægra horninu en nær að fá hornspyrnu.

Logi sendir boltann fyrir en Aron Bjarki skallar í horn hinumegin.

Kristall með spyrnuna og Helgi skallar yfir.
57. mín
Víkingar fá hornspyrnu hinumegin sem Aron Bjarki skallar frá.
56. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (ÍA)
Stoðsending: Christian Köhler
HVAÐ ER AÐ GERAST!?!

Köhler með spyrnuna fyrir markið, Ingvar aftur í bölvuðu brasi, slær boltann fyrir höfuðið á Aroni Bjarka sem stangar boltann í netið.
55. mín
FÆRI!

Kaj rennir boltanum til hliðar á Jón Gísla, hann sendir fyrir á Eyþór sem reynir skotið en það fer af varnarmanni og í horn.
54. mín
Eyþór vinnur boltann á miðjunni og reynir skot frá miðju en það aldrei líklegt til árangurs og boltinn framhjá.
52. mín
Víkingar koma talsvert öflugri hér út í seinni heldur en þeir sýndu í fyrri hálfleik.
49. mín
Vikes spila vel upp hægra megin og boltinn fyrir á Erling sem nær ekki skoti á markið.
47. mín
Víkingar byrja á að fá hornspyrnu, Logi sendir boltann fyrir sem er skallaður frá, Logi fær boltann aftur, hælar boltann á Kristal sem sendir fyrir og Helgi skallar yfir úr fínu færi!
46. mín
Leikurinn kominn af stað aftur!
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Tvöföld breyting í hálfleik!
46. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Kyle McLagan (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi flautar til hálfleiks.

Gríðarlega verðskulduð staða hjá Skagamönnum, Jón Þór væntanlega himinlifandi en Arnar Gunnlaugs eflaust mjög ósáttur með sína menn.
45. mín
Skagamenn með gríðarlega góð tök á leiknum.

Fá hornspyrnu núna frá vinstri, Köhler fer út í horn til að taka.

SPYRNAN KEIMLÍK ÞESSARI FRÁ KAJ SEM INGVAR NÆR ÞÓ AÐ SLÁ BURT!!

Stórhætta í hvert skipti sem Skagamenn fá horn.
43. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
KAJ LEÓ SKORAR SJÁLFUR BEINT ÚR HORNSPYRNUNNI!

Skagamenn pakka inn á teiginn og blokka þannig Ingvar frá því að komast almennilega að boltanum og nær ekki að koma þessu frá.
43. mín
Skagamenn fá hornspyrnu sem Kaj Leó tekur.
42. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Logi tekur tæklingu á miðjunni, virðist ná boltanum en Einar flautar og spjaldar hann.
40. mín
Hinumegin er Kyle í bölvuðu brasi, Gísli hirðir upp slaka sendingu til baka frá honum og keyrir að markinu, leggur boltann út á teiginn en Logi les það og bjargar.
40. mín
Frábær sókn hjá Víkingum!

Ari Sigurpáls fær boltann inn á teiginn frá Loga og rúllar boltanum fyrir markið en þar vantaði Víking til að setja boltann yfir línuna.
36. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR!

Sanngjarnt er það... langt innkast frá Jóni Gísla sem Júlli Magg flikkar afturfyrir sig og Gísli Laxdal hamrar boltann niður í hornið.

Víkingar þurfa að fara að vakna ef þeir ætla að fá eitthvað útúr þessum leik.
34. mín
Gísli Laxdal fer illa með Davíð sem brýtur á honum niðri við vítateiginn, aukaspyrna við endalínuna.

Köhler reynir hreinlega skot sem fer yfir markið.
33. mín
KRISTALL MÁNI!

Helgi sendir boltann inn á teiginn á Kristal sem sólar þrjá og er að leita af skotinu sem er lélegt og Árni ver.

Stórhætta inná teignum í kjölfarið en Skagamenn koma honum frá að lokum.
32. mín
Eyþór Wöhler....

Vinnur fyrsta boltann eftir langan frá Árna, Ingvar kominn útúr markinu en Eyþór í rosalega þröngri stöðu og aldrei að fara að skora en reynir skotið sjálfur sem var ömurlegt í hliðarnetið, með Skagamenn fyrir framan markið, afleit ákvörðun.
30. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Kaj fær boltann út til hægri frá Árna, Kaj sendir boltann yfir á fjær þar sem Gísli mætir, sendir boltann aftur fyrir markið og Steinar Þorsteinsson mætir en lætur Ingvar verja frá sér úr daaauuuðafæri!
28. mín
Hinumegin komast Víkingar í álitlega stöðu en Jón Gísli bjargar í horn.

Ekkert verður úr spyrnunni en þeir fá þó aðra tilraun.
27. mín
Eyþór neglir boltann fyrir markið og Davíð skallar í horn.

Köhler röltir út til vinstri að taka spyrnuna.

Boltinn yfir allan pakkann og bruna upp í skyndisókn.
26. mín
Ágætis spil hjá Víkingum endar með fyrirgjöf frá Helga þar sem Erlingur mætir og kemur boltanum á markið en skotið lélegt og beint á Árna.
25. mín
Viktor Örlygur með boltann á miðjunni þræðir boltann inn á Ara á teignum sem nær ekki valdi á boltanum og tapar honum, þetta var stórkostleg sending hjá Viktori.
22. mín
Kaj Leó með fyrirgjöf en Ekroth vandanum vaxinn, í kjölfarið dæmd rangstaða á Steinar.
21. mín
Logi neglir í markmannshornið en Árni ver og handsamar boltann í annarri tilraun.
20. mín
Víkingar bruna upp í skyndisókn eftir hornspyrnuna, Ari sendir á Helga sem hleypur að teignum og þar er brotið á honum, Víkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
19. mín
INGVAR JÓNSSON!

Skagamenn bruna upp hægra megin, Eyþór Wöhler rennir boltanum þvert í gegnum teiginn yfir á fjær þar sem Gísli Laxdal er einn gegn Ingvar en lætur verja frá sér!, stórkostleg varsla!!!

Boltinn í horn sem ekkert verður úr.
18. mín
Steinar fær flotta sendingu á bakvið vörnina frá Árna Snæ, Kyle er á undan Steinari en Steinar rífur aftan í Kyle sem dettur svo á Steinar sem fellur við, Skagamenn vilja víti en Einar dæmir á Steinar.
13. mín
Eyþór Wöhler hendir sér niður fyrir framan vítateig Víkinga og vill aukaspyrnu en fær ekki, Víkingar bruna upp og Kristall með boltann þegar Oliver Stefáns mætir og tekur eina alvöru tæklingu í boltann og útaf við mikinn fögnuð ÍA Ultras.
11. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Jón Gísli fær fyrsta gula spjald leiksins.

Helgi kemst á bakvið hann og er að bruna upp kantinn en Jón Gísli tekur hann niður.
9. mín
Leikurinn svolítið daufur, Víkingar að rúlla boltanum í öftustu línu og reyna svo langa bolta fram sem eru ekki að ganga.

Skagamenn rosalega þéttir!
4. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fá Víkingar.

Logi sendir boltann fyrir, Skagamenn skalla frá og Ari finnur Erling inná teignum sem fer á hægri og skýtur beint á Árna sem ver.
2. mín
Víkingar spila sig vel upp vinstra megin, þríhyrningur hjá Helga Guðjóns og Viktori Örlyg, Helgi kemst upp kantinn og Ari Sigurpáls tekur aggressívt hlaup inn á teiginn en fyrirgjöfin frá Helga afleit og afturfyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Viktor Örlygur sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
Mind games byrja strax, Árni Snær vinnur uppkastið og velur að skipta um vallarhelming. Víkingar munu því hefja leik með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að rölta niður rampinn fræga, leikurinn fer að bresta á!
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út að hita og ÍA Ultras láta vel í sér heyra.

Pablo Punyed er búinn að taka út leikbannið sitt en er ekki með hér í dag vegna lítillegra meiðsla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Skagamenn gera eina breytingu frá leiknum gegn Stjörnunni en Hlynur Sævar kemur inn fyrir meiddan Alex Davey.

Víkingar gera tvær breytingar en Halldór Smári og Karl Friðleifur setjast á tréverkið í stað Kyle McLagan og Loga Tómasar.
Fyrir leik
Víkingar sóttu sterkan 2-1 sigur gegn FH í fyrstu umferð í opnunarleik Bestu deildarinnar en Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli gegn Stjörnumönnum í Garðabæ í sínum fyrsta leik.

Víkingar eru því með þrjú stig en Skagamenn eitt.
Fyrir leik
Það er ekki amaleg Skagatengingin í liði gestanna en þjálfarinn sjálfur, Arnar Gunnlaugs er Skagamaður í húð og hár (og/eða skalla).


Fyrir leik
Einar Ingi fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik. Jóhann Gunnar og Andri Vigfússon verða honum til halds og trausts með flöggin.


Fyrir leik
Þessi lið mættust einmitt í sömu umferð í fyrra og þar lauk leiknum með 1-1 jafntefli, það virtist gera Víkingum gott að sækja stig upp á Skaga það árið enda urðu þeir bæði Íslands- og bikarmeistarar það árið.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan sunnudag gott fólk og verið velkomin í textalýsingu frá leik ÍA og Víkings í 2. umferð Bestu deildar karla!
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan ('46)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('46)
9. Helgi Guðjónsson ('61)
17. Ari Sigurpálsson ('61)
20. Júlíus Magnússon (f)
24. Davíð Örn Atlason ('61)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Stígur Diljan Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
18. Birnir Snær Ingason ('61)
19. Axel Freyr Harðarson ('61)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('61)
23. Nikolaj Hansen ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Arnar Sölvi Arnmundsson
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Logi Tómasson ('42)

Rauð spjöld: