Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
FH
4
2
Fram
0-1 Albert Hafsteinsson '20
Matthías Vilhjálmsson '22 1-1
1-2 Alexander Már Þorláksson '26
Ólafur Guðmundsson '78 2-2
Máni Austmann Hilmarsson '90 3-2
Kristinn Freyr Sigurðsson '93
Vuk Oskar Dimitrijevic '94 4-2
25.04.2022  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á tíu hér í Kaplakrika. Völlurinn iðagrænn
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('59)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Steven Lennon ('91)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('45)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('65)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('91)
22. Oliver Heiðarsson ('65)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('45)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('59)
33. Úlfur Ágúst Björnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('52)
Máni Austmann Hilmarsson ('63)

Rauð spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('93)
Leik lokið!
Ívar Orri flautar til leiksloka. Virkilega skemmtilegum leik lokið þar sem FH hafði betur 4-2 í heildina verð ég að segja verðskuldað.

Þakka fyrir mig í kvöld.
94. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
FH vinnur boltann á sínum eigin vallarhelmingi og boltinn ratar inn á teiginn á Vuk Oskar sem klárar færið vel einn á móti Óla Íshólm.
93. mín Rautt spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Kristinn Freyr sendur í sturtu fyrir klaufalegt brot við hliðarlínuna hægra megin.
92. mín
Framarar vinna hornspyrnu. Albert Hafsteins lyfitr boltanum inn á teiginn en FH skallar boltann í burtu.
91. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fimm mínútur.
90. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (FH)
ÞETTA VAR ALVÖRU MARK!!

Kristinn Freyr fær boltann við teginn hægra megin og lyftir boltanum fyrir á Matta Vill sem tekur hjólhestaspyrnu sem fer í varnarmann og boltinn hrekkur fyrir fætur Mána Austmanns sem hamrar boltann í netið!

VÁÁ
89. mín
Kristinn Freyr fær boltann inn á teig Fram og er óheppinn og nær ekki valdi á boltanum og Framarar hreinsa í burtu.
88. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (Fram)
86. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
85. mín
Boltinn kemur fyrir frá vinstri inn á teiginn á Oliver sem skallar hann áfram á Mána sem skallar boltann framhjá.
82. mín
Björn Daníel með frábæran bolta upp í hlaup á Oliver sem nær fyrigjöf en boltinn af varnarmanni Fram og í hornspyrnu.

Kiddi Freyr tekur hornspyrnuna sem fyrr beint á hausinn á Gumma Kri sem nær skallanum en boltinn framhjá.
81. mín
Kiddi Freyr með aukaspyrnu frá vinstri á fjær á Gumma Kri en skalli hans framhjá markinu.
78. mín MARK!
Ólafur Guðmundsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
FH ER AÐ JAFNA LEIKINN HÉRNA!!

Steven Lennon fær boltann frá Kidda Frey inn á teiginn hægra megin og kemur með frábæran bolta á Ólaf Guðmundsson sem skallar boltann í netið!

Allt jafnt í Kaplakrika!
78. mín Gult spjald: Hosine Bility (Fram)
77. mín
FH vinnur hornspyrnu sem Kiddi Freyr tekur inn á teiginn og boltinn hrekkur á Lennon sem tekur við honum og sneiðir boltann yfir markið.

FHingar að hóta jöfnunarmarki.
76. mín
Kiddi Freyr finnur Oliver Heiðars út til hægri og Oliver kemur með boltann fyrir en Delphin hreinsar í horn. Kiddi Freyr tekur spyrnuna og eftir darraðadans inn á teig Fram ná gestirnir að koma boltanum í burtu.
71. mín
Máni Austmann fær boltann inn á teiginn og reynir fyrirgjöf en boltinn af Delphin og í hornspyrnu. Kiddi Freyr tekur spyrnuna á Gumma Kri sem nær skalla en boltinn framhjá.
69. mín
Alex Freyr tapar boltanum úti hægra megin og Vuk Oskar keyrir upp vænginn og sker boltann út í teiginn á Lennon sem nær skoti en Framarar kasta sér fyrir skotið.
68. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
68. mín
Inn:Hosine Bility (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
67. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Matti Vill kjötar Má úti við hornfána vinstra megin og vinnur boltann og keyrir í átt að teignum en Tryggvi Snær brýtur á Matta og er færður til bókar.

Björn Daníel spyrnir fyrir beint á hausinn á Óla Gum sem nær skalla en boltinn yfir.
65. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Ástbjörn Þórðarson (FH)
63. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (FH)
FHingarnir eru orðnir pirraðir. Ívar Orri spjaldar Mána fyrir brot á Má Ægis.
62. mín
Logi Hrafn fær boltann og finnur Björn Daníel sem gerir vel og hleður í skot fyrir utan teig en skotið þægilegt fyrir Ólaf Íshólm.
60. mín
Ástbjörn Þórðarson fær boltann inn á teiginn eftir darraðadans inn á teig Fram en skotið beint á Ólaf Íshólm.
59. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
58. mín
Vuk Oskar Dimitrijevic gerir sig kláran niður á hliðarlínu
57. mín
Ástbjörn Þórðar fær boltann út til vinstri og nær fyrirgjöf en boltinn af varnarmanni Fram og í hendurnar á Óla Ís.
52. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Albert og Már Ægisson með geggjaðan samleik vinstra megin á vellinum sem fór í taugarnar á Kidda og klippir hann Má niður.
49. mín
Ástbjörn fær boltann út til hægri og finnur Kidda Frey sem reynir að finna Matta Vill innfyrir en sendingin lesin og Framarar koma boltanum upp völlin.
47. mín
Kiddi Freyr gerir vel fyrir utan teig Fram og finnur Lenny inn á teignum og nær að að koma sér í skot en boltinn af varnarmanni Fram og í hornspyrnu. Lennon tekur hornið sjálfur en hættulítil spyrna.
46. mín
Kiddi Freyr sparkar síðari hálfleiknum í gang.
45. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
Máni Austmann kemur inn á í sínum fyrsta heimaleik fyrir FH
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Hröðum og skemmtilegum fyrri hálfleik lokið. Gestirnir í Fram fara með 1-2 forskot inn í hálfleik.
45. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur.
40. mín
FHingar vinna enn og aftur horn sem Haraldur tekur og boltinn ratar á hausinn á Gumma Kri sem nær skalla en boltinn framhjá.
39. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Fyrir brotið á Haraldi
39. mín
Hornspyrnu hríð FH hérna sem endar með að þriðja hornið er tekið stutt á Halla og brotið er á honum og FHingar fá aukaspyrnu úti vinstra megin sem Kiddi setur inn á teiginn á Björn Daníel sem nær fínum skalla en Óli ver vel.
31. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Rífur Loga Hrafn niður á miðjum velli
28. mín
Lennon fær boltann inn á teig Fram og nær skoti sem fer af varnarmanni og boltinn dettur fyrir fætur Haraldar sem nær skoti en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
26. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Tryggvi Snær Geirsson
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!!

Tryggvi Snær fær boltann út til hægri og rennir boltanum inn á hættusvæðið og þar mætir Lexi og setur boltann í netið!
22. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
FHINGAR SVARA FYRIR SIG!!

Óli Gumm fær boltann á vallarhelming Fram og ætlar að finna Matta Vill en boltinn fer í Hlyn Atla og boltinn hrekkur á Matta sem setur boltann undir Óla Ís!!

Þarna set ég stórt spurningamerki á Ólaf Íshólm
20. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (Fram)
ÞVÍLÍKT KLÚÐUR HJÁ FHINGUM OG ALBERT ÞAKKAR FYRIR SIG MEÐ MARKI!

Alex Freyr liftir boltanum afturfyrir sig beint á Óli Gumm sem hittir ekki boltann og Logi setur boltann beint á Albert sem kláraði vel í nær.
14. mín
Framarar tapa boltanum á stórhættilegum stað og FH vinna boltann og keyra hratt upp. Matti Vill rennir boltanum út til hægri á Ástbjörn sem kemur boltanum fyrir en Framarar hreinsa í burtu.
12. mín
FRED SARAVIA!!

Delphin flengir boltanum út til vinstri á Fred sem var réttstæður og Fred keyrir inn á teig og nær skoti með hægri en það slakt og ratar ekki á markið.
10. mín
FHingar liggja á Fram þessa stundina og eru Framarar í hálfgerði nauðvörn. Það liggur mark í loftinu.
7. mín
FH keyrir í hraða skyndisókn eftir hornið og skyndilega var Lennon komin með boltann inn í teig Fram og nær skoti en boltinn af varnarmanni og í horn. Hraði í þessu fyrstu mínúturnar.
6. mín
FÆRI HJÁ FRAM!!!

Albert Hafsteins fær boltann hægra megin og Alex Freyr keyrir upp í utan á hlaup og fær boltann við vítateigslínuna og rennir boltanum út í teiginn þar sem Gummi Magg var en boltinn af varnarmanni og í horn.
2. mín
FH stillir upp þriggja manna vörn en þeir Gummi Kri, Finnur Orri og Ólafur Guðmundsson byrja aftast. Ástbjörn og Haraldur Freyr eru vængbakverðir.
1. mín
Leikur hafinn
Ívar Orri hefur flautað þetta á og það eru gestirnir sem hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Besta stefið er komið á og Ívar Orri leiðir liðin inn á völlinn og áhorfendur eru að koma sér fyrir. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Hjá FHingum eru þrír bakverðir í byrjunarliði Óla Jó í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig hann stillir þessu upp. Ástbjörn Þórðarson er líklegur í að vera færður upp á væng eða inn á miðjuna.



Ástbjörn Þórðarson gékk í raðir FH í vetur frá Keflavík.
Fyrir leik
Rúmur hálftími í leik og leikmenn beggja liða eru komin út á völl að hita. Kaplakrikavöllur er iðagrænn og kemur vel undan þessum þunga vetri.
Fyrir leik


Haraldur Einar byrjar gegn sínum gömlu félögum
Eggert Gunnþór Jónsson er ekki með FH-ingum en hann hefur verið settur til hliðar. Eggert byrjaði leikinn gegn Víkingi og skapaðist mikið fjaðrafok í kjölfarið.

Haraldur Einar Ásgrímsson og Björn Daníel Sverrisson koma inn í byrjunarlið FH. Eggert fer úr hóp og Baldur Logi Guðlaugsson sest á bekkinn. Haraldur Einar lék með Fram í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu. Út fara Orri Gunnarsson, Indriði Áki Þorláksson og Jesus Yendis. Inn koma Alexander Már Þorláksson, Tryggvi Snær Geirsson og fyrirliðin Hlynur Atli Magnússon.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómaratríóið

Ívar Orri Kristjánsson fær það verkefni að dæma leikinn hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Ragnar Þór Bender. Varadómari er Egill Arnar Sigurþórsson og eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.


Fyrir leik
Fram

Framarar fengu KR í heimsókn í Safamýrina í frumraun sinni í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru og töpuðu 1-4. Már Ægisson skoraði mark Fram.


Fyrir leik
Fimleikafélag Hafnarfjarðar

FH fór í Víkina í fyrstu umferð deildarinnar og mættu Víkingum í opnunarleik Bestu deildarinnar og töpuðu 2-1. Steven Lennon skoraði mark FH í þeim leik.


Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH fær nýliða Fram í heimsókn í annari umferð Bestu deildar karla.


Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('86)
8. Albert Hafsteinsson
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon ('68)
23. Már Ægisson
33. Alexander Már Þorláksson ('68)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('86)
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson
15. Hosine Bility ('68)
26. Jannik Pohl ('68)
32. Aron Snær Ingason

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('31)
Alex Freyr Elísson ('39)
Tryggvi Snær Geirsson ('67)
Hosine Bility ('78)
Albert Hafsteinsson ('88)

Rauð spjöld: