Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
KA
1
0
FH
Nökkvi Þeyr Þórisson '93 , víti 1-0
11.05.2022  -  19:15
Dalvíkurvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Sebastiaan Brebels ('56)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('75)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('85)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75)
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson ('56)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
DRAMATÍK! KA MENN SIGRA MEÐ FLAUTUMARKI!
93. mín Mark úr víti!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
VÁÁÁÁ!!!

DRAMATÍK! ÖRUGGT VÍTI HJÁ NÖKKVA!
92. mín
VÍTASPYRNA! KA FÆR VÍTASPYRNU! Vuk brýtur klaufalega af sér.
91. mín
Sveinn Margeir í góðu færi en hann fer ansi illa með það og skýtur lausu skoti beint á Gunnar.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Nú fer hver að verða síðastur að næla í stigin þrjú!
89. mín
Oliver Heiðarsson í fínu færi en skotið laust og auðvelt fyrir Stubb.
86. mín
FH fær hornspyrnu! Ekkert kom út úr henni.
85. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
84. mín
NAU NAU NAU!

Ívar Örn á skallann í slánna!! Dusan fær boltann í dauðafæri en Haraldur bjargar í horn!
83. mín
ROSALEG BJÖRGUN!

Sýndist þa ðvera Gummi Kri sem komst fyrir skot Nökkva og bjargaði í horn.
79. mín
Þorri Mar með furðulega tilraun, laumar boltanum framhjá markinu.
75. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Steven Lennon (FH)
75. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
75. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
73. mín
ANNAÐ SKOT Í SLÁ!!

NÚ VAR ÞAÐ BRYAN. YFIR GUNNAR Í MARKINU, TÆPT VAR ÞAÐ!
72. mín
FHingar sækja hart að vörn KA en finna enga leið í gegn. Þéttur varnarleikur!
67. mín
Ansi bragðdauft síðustu mínútur!
63. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Máni Austmann Hilmarsson (FH)
62. mín
KA fær hornspyrnu.
60. mín
Daníel Hafsteins með hörku spreytt, reyndar lítil mótspyrna þangað til hann er kominn inn á teiginn en hann snýr varnarmann FH af sér og á skotið sem er auðvelt fyrir Gunnar.
59. mín
Bræðurnir í færi.

Þorri með sendinguna á Nökkva sem á skotið en það er framhjá.
56. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Sebastiaan Brebels (KA)
55. mín
KA menn að komast í álítlega sókn en Elfar Árni dæmdur brotlegur, ekkert nálægt boltanum.
52. mín
Nökkvi með skot í D-Boganum en boltinn fer yfir markið.
47. mín
NÖKKVI ER Í FÆRUNUM!

Komst af harðfylgi í dauðafæri en boltinn fór í stöngina.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Brebels með fyrirgjöfina en bjargað í horn. KA menn fengu gjöf frá Birni Daníel þegar slök sending hjá honum fór beint á KA mann á miðjunni og þeir brunuðu í sókn.
42. mín
FHingar að komast í álítlegt færi en eftir smá klafs í teignum kemst Stubbur í boltann og handsamar hann.
40. mín
Alltof innarlega og Stubbur ákveðinn og nær boltanum.
39. mín
FH fær aukaspyrnu, góð fyrirgjafa staða.
34. mín
Bryan með sendinguna á Nökkva sem á hörku skot en Gunnar ver vel.
30. mín
Bryan með fyrirgjöfina en boltinn of hár fyrir Elfar Árna.
29. mín
Björn Daníel með skallann framhjá markinu.
28. mín
Matti Villa með skot af stuttu færi en Stubbur ver vel í horn.
27. mín
KA Í FÆRI!!

Nökkvi með skotið í slánna eftir fyrirgjöf frá Grímsa!!
24. mín
Laus skalli hjá Elfari sem Gunnar á ekki í neinum vandræðum með.
20. mín
FH fær hornspyrnu. Ekkert kom út úr henni.
13. mín
Hallgrímur Mar með fína fyrirgjöf en boltinn aðeins fyrir aftan Elfar Árna og Daníel.
10. mín
Haraldur Einar aftur með tilraun en Stubbur ver í horn. Aukaspyrna dæmd á sóknarmann í teignum eftir hornið.
9. mín
KA í fínni sókn, boltinn endar hjá Sebastiaan Brebels en skotið hans vel yfir markið.
5. mín
Haraldur Einar Ásgrímsson fær boltann við vítateigslínunna og á skotið en boltinn beint í fagnið á Steinþóri (Stubb) í marki KA.
5. mín
FH fær hornspyrnu.
3. mín
FHingar að senda á milli sín í vörninni, Elfar Árni nær að pressa á Guðmund Kristjánsson og koma fyrir sendingu fram en boltinn fer til Gunnars í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Heimamenn byrja með boltann!
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Hjá KA snýr Dusan Brkovic til baka úr leikbanni og hann kemur inn fyrir Olek Bykov sem er núna í leikbanni. Þá kemur Hallgrímur Mar Steingrímsson inn í liðið fyrir Svein Margeir Hauksson. Hallgrímur Mar er að stíga upp úr meiðslum.

Hjá FH er Lasse Petry kominn með leikheimild og hann byrjar. Davíð Snær Jóhannsson, annar nýr leikmaður liðsins, byrjar á bekknum í þetta skiptið.
Fyrir leik
Dómararnir

Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í kcöls en honum til aðstoðar verða þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson. Þóroddur Hjaltalín er eftirlitsmaður KSÍ og Arnar Þór Stefánsson er varadómari.

Fyrir leik
Lasse Petry

Lasse Petry er kominn með leikheimild hjá FH og verður væntanlega með liðinu hér í kvöld.

Hann gekk til liðs við FH frá HB Köge í Danmörku. Hann þekkir vel til Íslands en hann lék áður með Val.

Fyrir leik
Þetta hefur verið erfið byrjun hjá FHingum. Liðið spilaði opnunarleik mótsins gegn ríkjandi meisturum í Víkingi og töpuðu 2-1, fengu síðan nýliða Fram í heimsókn og unnu 4-2. Fengu svo skell 3-0 gegn Blikum og 2-2 jafntefli gegn Val.
Fyrir leik
KA menn hafa byrjað mótið með glæsibrag en liðið er í 2. sæti með 10 stig.

Liðið vann fyrstu þrjá leiki sína en gerði síðan markalaust jafntefli gegn KR í síðustu umferð á Meistaravöllum. Olekseiy Bykov og Arnar Grétarsson þjálfari liðsins verða ekki með í kvöld þar sem þeir fengu reisupassann gegn KR.
Oleksiy Bykov
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og FH í fimmtu umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn fer fram á Dalvíkurvelli en þetta er væntanlega síðasti heimaleikur KA á Dalvík þar sem liðið er að færa sig yfir á nýjan völl á KA svæðinu.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon ('75)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson ('75)
16. Guðmundur Kristjánsson
19. Lasse Petry
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Máni Austmann Hilmarsson ('63)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
11. Davíð Snær Jóhannsson ('75)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson ('63)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('75)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Jóhann Emil Elíasson
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: