Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
KR
1
0
Keflavík
Þorsteinn Már Ragnarsson '67 1-0
16.05.2022  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: 15° pínu gola bara frábært veður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('61)
4. Hallur Hansson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson ('60)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('88)
11. Kennie Chopart (f)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson ('46)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('61)
14. Ægir Jarl Jónasson ('60)
15. Pontus Lindgren
17. Stefan Ljubicic ('88)
18. Aron Kristófer Lárusson ('46)
29. Aron Þórður Albertsson

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('7)
Beitir Ólafsson ('29)
Kennie Chopart ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR tekur sigurinn hér í leik þar sem harkan réði ríkjum. Það var nóg af ákafa í leiknum en vantaði örlítið upp á gæðin.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
94. mín
Þetta var líkast til síðasti séns Keflavíkur boltinn kemur fyrir en Beitir grípur.
90. mín
Rúnar með skot fyrir utan teig fyrir gestina en það er auðveldlega gripið hjá Beiti.
88. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Kjartan Henry Finnbogason (KR)
86. mín
KR fær dæmt á sig hendi rétt fyrir utan teig. Gott skotfæri fyrir Keflavík.

Patrik tekur skotið en það fer yfir.
85. mín
Patrik tekur fast skot fyrir utan teig sem fer framhjá en það fer fyrst í varnarmann þannig það er horn.
82. mín
Dauðafæri fyrir Keflavík að jafna!

Gestirnir geysast upp hægri kantinn og setja boltan fyrir þar sem Helgi Þór tekur skotið en það fer rétt framhjá.
80. mín
Kjartan fær langa sendingu fyrir aftan vörn gestana og er kominn einn á móti markmanni en fyrst snertingin hans er slök og fer beint á Sindra í markinu.
78. mín
Keflavík sækir hornspyrnu.

Rúnar setur hann láan inn í teig þar sem Dani Hatakka nær skotinu en það fer í varnarmann.
74. mín
Inn:Kian Williams (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
70. mín
Þá lifnar við KR

Ægir Jarl fær boltan fyrir utan teig, fer famhjá einum og tekur skotið en Sindri gerir vel og ver frá honum.
67. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Stoðsending: Hallur Hansson
Þá gekk ein fyrirgjöfin

Atli fær boltan á hægri kantinum og rennir honum til baka á Hall sem er í fullt af plássi.

Hann lyftir boltanum á fjær þar sem Þorsteinn rís hæst og stangar hann í netið.
65. mín
Gestirnir farnir að ógna.

Þeir spila vel á milli sín á hægri kantinum og lauma Adam Ægi inn í teig þar sem hann tekur skot en það fer framhjá.
63. mín
Stuðningsmenn KR eru aðeins byrjaðir að pirrast. Liðið þeirra er ekki alveg að finna sig í sóknarleiknum.
61. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
60. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
60. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
59. mín
Kennie með fastan bolta fyrir sem hefði getað verið hættulegur ef það hefði verið samherji á réttum stað en í staðinn grípur Sindri boltann.
58. mín
Bæði lið að keppast um hver getur tapað boltanum oftar núna síðustu mínútur.
55. mín
Þarna skall hurð nærri hælum fyrir KR

Grétar með lausan bolta til baka á Beiti og Ivan sprettar á eftir honum.

Ivan kemst í boltann en Beitir nær að loka og bjarga sínum mönnum.
51. mín
Ingimundur með þrumuskot af einhverjum 25 metrum en það fer framhjá.
49. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
48. mín
KR fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin.

Atli setur hann stuttan á Aron sem er komin inná en skotið framhjá.
47. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
47. mín
KR byrjar af krafti. Atli fær rosalega mikið pláss á hægri kantinum og geysist inn í teig en er alltof lengi að hugsa og skotið hans fer í varnarmann.
46. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
46. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
46. mín
Þá hefst seinni hálfleikurinn og það eru Keflvíkingar sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þá er nokkuð skemmtilegum markalausum hálfleik lokið. Keflavík búnir að vera hættulegir þegar þeir sækja hratt á meðan heimamenn eru miklu meira með boltann. KR þarf bara meira hugmyndaflug á síðasta þriðjung vallarins ef þeir ætla að brjóta vörn Keflvíkinga.

Smá kaffi og sjáumst fersk í seinni.
45. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
44. mín
Þarna á Adam að gera betur!!

Langur bolti yfir á Adam Ægi en hann er rosalega lengi að hugsa og endar á að leyfa Kidda að ná honum og sóknin verður að engu.
43. mín
Heimamenn þjarma hér að marki Keflavíkur.

Kennie náði góðu skoti á markið sem var varið áður en að Atli kom með skot fyrir utan mark sem fór í varnarmann og framhjá.
41. mín
Nú eru KR-ingar brjálaðir!

Kiddi Jóns var sloppinn einn á móti markmanni en Pétur dómari dæmir hendi á hann.
38. mín
Theodór Elmar með skot af löngu færi en skotið framhjá.
32. mín
Þetta er að breytast í handboltaleik hérna. Boltinn fer á milli marka og ég ræð ekki við að skrifa niður öll færin.

Nú rétt í þessu náði Kennie föstu skotið á markið sem var varið og það er horn.
31. mín
Gestirnir skapa svakalegan usla í teg KR en einhvernegin ná þeir ekki skoti á markið.
29. mín Gult spjald: Beitir Ólafsson (KR)
Hvernig er þetta ekki rautt!

Keflvíkingar eru sloppnir í gegn eftir langan bolta og bara Beitir eftir en hann kemur bara á móti og strauar manninn niður.
29. mín
Kr fær aukaspyrnu vinstra megin við teginn.

Kennie setur boltann fyrir en Sindri grípur.
27. mín
Skot í stöng!

Adam Ægir fær boltann í fínni stöðu og lætur bara vaða á markið. Beitir er sultu slakur og heldur að boltinn sé að fara framhjá þannig hann lætur hann vera en hann rúllar í stöngina.

Þarna var Beitir heppinn.
23. mín
Adam Ægir nælir í aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu.

Rúnar setur boltann inn í teig en Beitir grípur.
20. mín
KR fær fyrstu hornspyrnu leiksins

Atli setur boltann inn í teig og það er Hallur sem nær skotinu en það fer hátt yfir.
17. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Fer meiddur útaf þetta er högg
16. mín
Stuðningsmenn KR alveg brjálaðir, vilja fá dæmda vítaspyrnu en fá hana ekki.

Sók KR heldur áfram en endar í bakfallspyrnu frá Atla Sigurjóns sem fer hátt yfir markið.
10. mín
Þvílíkt klúður hjá Stefáni!

Kjartan Henry tekur á móti löngum bolta og er sloppinn frá vörn gestana. Hann setur hann svo þvert yfir teiginn á Stefán sem er í dauðafæri en hann skýtur framhjá!

Staðan gæti léttilega verið 1-1 eftir 10 mínútur.
7. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
6. mín
Stórhættuleg sókn Keflavíkur þarna!

Adamarnir gera vel en það var Adam ægir sem stelur boltanum nálægt marki KR-inga, setur hann svo út á Adam Árna en skotið hans framhjá
4. mín
Ivan nælir hér í aukaspyrnu fyrir gestina á fínum stað.

Rúnar setur boltann inn í teiginn en hann fer framhjá öllum og afturfyrir.
2. mín
Lið Keflavíkur
Sindri
Nacho-Magnús-Dani-Rúnar
Ivan-Ingimundur-Edon
Adam Ægir-Adam Árni-Patrik
1. mín
Lið KR
Beitir
Kennie-Finnur-Grétar-Kristinn
Hallur-Elmar-Pálmi
Atli-Kjartan-Stefán
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn af stað og það eru heimamenn sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá rölta leikmenn inn á völlinn í fylgd dómarans og besta stefið í fullum gangi. Þetta fer að byrja.
Fyrir leik
Ef einhver var efins um að mæta á völlinn í dag, þá er engin afsökun til að koma ekki. Það er algjörlega bongó!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

KR gerir heilar 4 breytingar á sínu liði en það eru þeir leikreyndu Theodór Elmar Bjarnason, Pálmi Rafn Pálmason, Kjartan Henry Finnbogason og Stefán Árni Geirsson sem koma inn í liðið. En Þorsteinn Már Ragnarsson, Ægir Jarl Jónasson, Stefán Alexander Ljubicic og Aron Kristófer Lárusson setjast allir á bekkinn.

Keflavík gerir 2 breytingar á sínu liði en það eru Adam Árni Róbertsson og Magnús Þór Magnússon sem koma inn í liðið en Magnús er að koma til baka eftir að hafa verið í leikbanni. Sindri Þór Guðmundsson sest á bekkinn en Joey Gibbs er ekki í hóp.
Fyrir leik
Keflavík átti mögulega sinn besta leik á tímabilinu hingað til í síðustu umferð þegar þeir unnu 3-0 heimasigur á Leikni. Siggi Raggi þjálfari liðsins hefur aðeins breytt tóni sínum frá byrjun tímabils en núna sagði hann í viðtali að hann sé með mun sterkara lið en í fyrra.
Fyrir leik
KR átti ekki sinn besta leik í síðustu umferð en unnu þó sterkan 2-1 útisigur á ÍBV. Enn og aftur skoruðu KR-ingar ekki í seinni hálfleik en þeir hafa bara gert það einu sinni á þessu tímabili og það kom í fyrsta leik gegn Fram.

Rúnar fannst KR ekki góðir gegn ÍBV
Fyrir leik
KR vann leik liðanna hér í vesturbænum á síðustu leiktíð 1 - 0. Leikurinn fór fram 12. júlí og Arnþór Ingi Kristinsson skoraði markið.

KR vann líka seinni leik liðanna í Keflavík 11. september. Kenny Chopart og Stefán Árni Geirsson skoruðu mörkin í 2 - 0 sigri.
Stefán Árni Geirsson skoraði gegn KR í fyrra. Hér er hann í Lengjubikarleik liðanna í vor.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leikinn í dag og er með þá Eðvarð Eðvarsson og Smára Stefánsson sér til aðstoðar á línunum. Elías Ingi Árnason er svo skiltadómari. Þórarinn Dúi Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ sem fylgist með umgjörðinni og störfum dómara.
Pétur Guðmundsson og Þórður Ingason varamarkvörður Víkings á dögunum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KR er að leika sinn 6. leik á tímabilinu. Þeir eru í 6. sæti með 7 stig, hafa unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.

Gestirnir í Keflavík eru komnir leik lengur, eru að spila sinn sjöunda leik og eru í 9. sætinu með 4 stig. Þeir unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Leikni.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign KR og Keflavík í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Meistaravöllum, heimavelli KR.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('17)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('46)
17. Ivan Kaliuzhnyi
19. Edon Osmani ('74)
24. Adam Ægir Pálsson
26. Dani Hatakka
28. Ingimundur Aron Guðnason
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Kian Williams ('74)
11. Helgi Þór Jónsson ('46)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('17)
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('45)
Ingimundur Aron Guðnason ('47)
Nacho Heras ('60)

Rauð spjöld: