
Meistaravellir
mánudagur 23. maí 2022 kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Rasamee Phonsongkham
mánudagur 23. maí 2022 kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Rasamee Phonsongkham
KR 1 - 0 Afturelding
1-0 Marcella Marie Barberic ('87)


Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
29. Björk Björnsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Rasamee Phonsongkham

6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
('63)

8. Hildur Lilja Ágústsdóttir
10. Inga Laufey Ágústsdóttir
('73)

11. Marcella Marie Barberic

17. Hildur Björg Kristjánsdóttir
('72)

18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
30. Margaux Marianne Chauvet

Varamenn:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
4. Laufey Björnsdóttir
5. Brynja Sævarsdóttir
9. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
('72)

14. Rut Matthíasdóttir
('73)

24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
('63)

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Margrét Regína Grétarsdóttir
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Baldvin Guðmundsson
Gígja Valgerður Harðardóttir
Gunnar Einarsson (Þ)
Gul spjöld:
Margaux Marianne Chauvet ('44)
Rasamee Phonsongkham ('67)
Marcella Marie Barberic ('93)
Rauð spjöld:
94. mín
Leik lokið!
Leiknum er lokið og KR-ingar sækja sinn fyrsta sigur í sumar. Gríðarlega mikilvæg 3 stig sem þær sækja í jöfnum leik og stúkan tryllist þegar Guðgeir flautar af.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
Leiknum er lokið og KR-ingar sækja sinn fyrsta sigur í sumar. Gríðarlega mikilvæg 3 stig sem þær sækja í jöfnum leik og stúkan tryllist þegar Guðgeir flautar af.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Gult spjald: Marcella Marie Barberic (KR)
Gult spjald á loft. Ég hef ekki hugmynd um hver fékk það.
Eyða Breyta
Gult spjald á loft. Ég hef ekki hugmynd um hver fékk það.
Eyða Breyta
87. mín
MARK! Marcella Marie Barberic (KR), Stoðsending: Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
MAAAAARK!
Vá! KR-ingar eru að komast yfir hér á lokamínútunum.
Marcella Marie skorar af stuttu færi eftir sendingu frá Ólínu!
Eyða Breyta
MAAAAARK!
Vá! KR-ingar eru að komast yfir hér á lokamínútunum.
Marcella Marie skorar af stuttu færi eftir sendingu frá Ólínu!
Eyða Breyta
85. mín
Fín sókn hjá KR en engin klár til að mæta fyrirgjöf Bergdísar.
Stuttu síðar nær Ísabella skoti í teignum en setur boltann í varnarmann.
Eyða Breyta
Fín sókn hjá KR en engin klár til að mæta fyrirgjöf Bergdísar.
Stuttu síðar nær Ísabella skoti í teignum en setur boltann í varnarmann.
Eyða Breyta
82. mín
DAUÐAFÆRI!
Kristín Þóra ógnaði með hraða sínum og dró bæði Hildi og Rebekku til sín. Losaði svo til hægri á Söru Jimenez sem fékk frítt skot úr teignum en skaut framhjá!
Besta færi leiksins.
Eyða Breyta
DAUÐAFÆRI!
Kristín Þóra ógnaði með hraða sínum og dró bæði Hildi og Rebekku til sín. Losaði svo til hægri á Söru Jimenez sem fékk frítt skot úr teignum en skaut framhjá!
Besta færi leiksins.
Eyða Breyta
77. mín
Góður sprettur hjá Kristínu Þóru en Hildur Lilja nær að hreinsa. KR-ingar vilja aukaspyrnu stuttu síðar en dómaratríóið sér ekkert athugavert fyrir peysutog Söru Jimenez.
Eyða Breyta
Góður sprettur hjá Kristínu Þóru en Hildur Lilja nær að hreinsa. KR-ingar vilja aukaspyrnu stuttu síðar en dómaratríóið sér ekkert athugavert fyrir peysutog Söru Jimenez.
Eyða Breyta
75. mín
KR á aukaspyrnu vinstra megin. Rasamee enn og aftur með hættulegan bolta inn á teig en samherjar hennar ná ekki til hans.
Eyða Breyta
KR á aukaspyrnu vinstra megin. Rasamee enn og aftur með hættulegan bolta inn á teig en samherjar hennar ná ekki til hans.
Eyða Breyta
73. mín
Rut Matthíasdóttir (KR)
Inga Laufey Ágústsdóttir (KR)
Í þá mund sem KR-ingar skipta sest Inga Laufey niður og hún þarf líka að fara útaf. Rut Matthíasdóttir kemur inná og fer í hægri bakvörðinn.
Eyða Breyta


Í þá mund sem KR-ingar skipta sest Inga Laufey niður og hún þarf líka að fara útaf. Rut Matthíasdóttir kemur inná og fer í hægri bakvörðinn.
Eyða Breyta
72. mín
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR)
Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
Lánskonan unga frá Stjörnunni er komin inná fyrir Hildi.
Eyða Breyta


Lánskonan unga frá Stjörnunni er komin inná fyrir Hildi.
Eyða Breyta
68. mín
Fín sókn hjá KR. Marcella kemst upp hægra megin en á ekki nægilega góða fyrirgjöf og Bergdís Fanney lendir í vandræðum með skallann. Setur boltann beint upp í loft og Auður grípur.
Eyða Breyta
Fín sókn hjá KR. Marcella kemst upp hægra megin en á ekki nægilega góða fyrirgjöf og Bergdís Fanney lendir í vandræðum með skallann. Setur boltann beint upp í loft og Auður grípur.
Eyða Breyta
63. mín
Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Unglingalandsliðskonan Ísabella leysir Guðmundu Brynju af.
Eyða Breyta


Unglingalandsliðskonan Ísabella leysir Guðmundu Brynju af.
Eyða Breyta
63. mín
Katrín Rut Kvaran (Afturelding)
Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Önnur skipting Aftureldingar.
Eyða Breyta


Önnur skipting Aftureldingar.
Eyða Breyta
60. mín
MARK?
Marcela með fínan sprett og hörkuskot á nær!
Boltinn virðist vera kominn yfir marklínu þegar Auður skóflar honum frá en ekkert mark dæmt!
KR-ingar brjálaðar og vilja mark. Eðlilega. Þetta leit þannig út héðan úr blaðamannastúkunni.
Aðstoðardómari 2 var ekki nægilega vel staðsettur til að hjálpa Guðgeiri með þessa ákvörðun. Var að fylgjast með línunni.
Eyða Breyta
MARK?
Marcela með fínan sprett og hörkuskot á nær!
Boltinn virðist vera kominn yfir marklínu þegar Auður skóflar honum frá en ekkert mark dæmt!
KR-ingar brjálaðar og vilja mark. Eðlilega. Þetta leit þannig út héðan úr blaðamannastúkunni.
Aðstoðardómari 2 var ekki nægilega vel staðsettur til að hjálpa Guðgeiri með þessa ákvörðun. Var að fylgjast með línunni.
Eyða Breyta
59. mín
Stórhætta í vítateig KR!
Sara Jimenez er alein á fjær en hittir ekki boltann eftir fyrirgjöf frá hægri!
Eyða Breyta
Stórhætta í vítateig KR!
Sara Jimenez er alein á fjær en hittir ekki boltann eftir fyrirgjöf frá hægri!
Eyða Breyta
57. mín
Gumma sækir aukaspyrnu vinstra megin á vellinum í línu við D-boga. Rasamee tekur og lætur vaða en Auður á ekki í erfiðleikum með að verja.
Eyða Breyta
Gumma sækir aukaspyrnu vinstra megin á vellinum í línu við D-boga. Rasamee tekur og lætur vaða en Auður á ekki í erfiðleikum með að verja.
Eyða Breyta
56. mín
Góð varnarvinna hjá Rebekku. Stoppar Sigrúnu Gunndísi í vítateig KR og setur í gang skyndisókn!
Marcella kemst inná teig og rennir boltanum fyrir. Þar mætir Bergdís Fanney en nær ekki almennilega til boltans og skýtur framhjá.
Eyða Breyta
Góð varnarvinna hjá Rebekku. Stoppar Sigrúnu Gunndísi í vítateig KR og setur í gang skyndisókn!
Marcella kemst inná teig og rennir boltanum fyrir. Þar mætir Bergdís Fanney en nær ekki almennilega til boltans og skýtur framhjá.
Eyða Breyta
54. mín
STÓRHÆTTA!
Sara Jimenez var mætt á fjær og það munaði engu að hún næði til fyrirgjafar Kristínar Þóru frá hægri.
Eyða Breyta
STÓRHÆTTA!
Sara Jimenez var mætt á fjær og það munaði engu að hún næði til fyrirgjafar Kristínar Þóru frá hægri.
Eyða Breyta
48. mín
Fín sókn hjá Aftureldingu. Hildur Karítas neglir á markið rétt utan teigs en Björk ver virkilega vel.
Eyða Breyta
Fín sókn hjá Aftureldingu. Hildur Karítas neglir á markið rétt utan teigs en Björk ver virkilega vel.
Eyða Breyta
48. mín
Hiti hérna. Sigrún Gunndís og Rasamee eiga einhver orðaskipti eftir að sú síðarnefnda braut af sér.
Eyða Breyta
Hiti hérna. Sigrún Gunndís og Rasamee eiga einhver orðaskipti eftir að sú síðarnefnda braut af sér.
Eyða Breyta
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Gestirnir byrja í þetta skiptið og sækja í átt að íþróttahúsinu.
Eyða Breyta
Síðari hálfleikur er hafinn. Gestirnir byrja í þetta skiptið og sækja í átt að íþróttahúsinu.
Eyða Breyta
45. mín
Sara Jimenez Garcia (Afturelding)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Afturelding)
Hálfleiksskipting hjá Aftureldingu.
Eyða Breyta


Hálfleiksskipting hjá Aftureldingu.
Eyða Breyta
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Meistaravöllum. Enn er markalaust.
Gestirnir byrjuðu betur en leikurinn hefur jafnast út er á hálfleikinn hefur liðið.
Fáum okkur kaffi og sjáumst aftur eftir korter.
Eyða Breyta
Hálfleikur á Meistaravöllum. Enn er markalaust.
Gestirnir byrjuðu betur en leikurinn hefur jafnast út er á hálfleikinn hefur liðið.
Fáum okkur kaffi og sjáumst aftur eftir korter.
Eyða Breyta
45. mín
Aftur fær KR aukaspyrnu í hægra horninu. Rasamee setur boltann fyrir en gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
Aftur fær KR aukaspyrnu í hægra horninu. Rasamee setur boltann fyrir en gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
44. mín
Ekki horn?
Marcella var í baráttunni upp við endalínu og virtist vera að sækja augljósa hornspyrnu. Guðgeir ekki sammála og dæmir markspyrnu við litla hrifningu KR-inga.
Eyða Breyta
Ekki horn?
Marcella var í baráttunni upp við endalínu og virtist vera að sækja augljósa hornspyrnu. Guðgeir ekki sammála og dæmir markspyrnu við litla hrifningu KR-inga.
Eyða Breyta
44. mín
Gult spjald: Margaux Marianne Chauvet (KR)
Braut á Sólveigu Larsen sem var komin á hörkusprett. Sólveig stóð brotið af sér og Guðgeir beitti hagnaði og spjaldaði Margaux svo þegar boltinn fór úr leik.
Eyða Breyta
Braut á Sólveigu Larsen sem var komin á hörkusprett. Sólveig stóð brotið af sér og Guðgeir beitti hagnaði og spjaldaði Margaux svo þegar boltinn fór úr leik.
Eyða Breyta
40. mín
Margaux vann boltann laglega fyrir KR og tengdi við Marcella áður en hún reyndi viðstöðulaust skot sem fór framhjá.
Eyða Breyta
Margaux vann boltann laglega fyrir KR og tengdi við Marcella áður en hún reyndi viðstöðulaust skot sem fór framhjá.
Eyða Breyta
39. mín
Christina Settles tekur aukaspyrnuna fyrir Aftureldingu en hún er slök og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
Christina Settles tekur aukaspyrnuna fyrir Aftureldingu en hún er slök og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
38. mín
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Jade Arianna Gentile (Afturelding)
Hildur Karítas kemur inná fyrir Jade sem þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Enn eitt áfallið fyrir Aftureldingu á tímabilinu. Vonandi er Jade ekki alvarlega meidd.
Eyða Breyta


Hildur Karítas kemur inná fyrir Jade sem þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Enn eitt áfallið fyrir Aftureldingu á tímabilinu. Vonandi er Jade ekki alvarlega meidd.
Eyða Breyta
35. mín
Brotið á Jade og Afturelding fær aukaspyrnu rétt utan við vinstra vítateigshornið. Jade þarf aðhlynningu í kjölfarið og leikurinn er stopp í dágóða stund.
Eyða Breyta
Brotið á Jade og Afturelding fær aukaspyrnu rétt utan við vinstra vítateigshornið. Jade þarf aðhlynningu í kjölfarið og leikurinn er stopp í dágóða stund.
Eyða Breyta
34. mín
Liðin skiptast á að reyna að búa eitthvað til en það vantar þónokkuð uppá nákvæmnina.
Hér missa KR-ingar boltann klaufalega á miðsvæðinu. Sólveig Larsen stelur honum og tekur á rás. Lætur vaða utan teigs en skotið auðvelt fyrireignar fyrir Björk.
Eyða Breyta
Liðin skiptast á að reyna að búa eitthvað til en það vantar þónokkuð uppá nákvæmnina.
Hér missa KR-ingar boltann klaufalega á miðsvæðinu. Sólveig Larsen stelur honum og tekur á rás. Lætur vaða utan teigs en skotið auðvelt fyrireignar fyrir Björk.
Eyða Breyta
28. mín
KR-ingar eru að gera betur og komast ofar á völlinn. Hildur Björg á fyrirgjöf frá hægri sem að Bergdís Fanney skallar yfir.
Eyða Breyta
KR-ingar eru að gera betur og komast ofar á völlinn. Hildur Björg á fyrirgjöf frá hægri sem að Bergdís Fanney skallar yfir.
Eyða Breyta
25. mín
Gult spjald: Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Brýtur á Rasamee sem var búin að gera vel og komin á góðan sprett.
Rasamee tekur aukaspyrnuna sjálf. Lyftir góðum bolta inn á teig en þar vantar aðeins upp á að samherjar hennar nái til boltans.
Rasamee búin að vera með sprækari leikmönnum vallarins.
Eyða Breyta
Brýtur á Rasamee sem var búin að gera vel og komin á góðan sprett.
Rasamee tekur aukaspyrnuna sjálf. Lyftir góðum bolta inn á teig en þar vantar aðeins upp á að samherjar hennar nái til boltans.
Rasamee búin að vera með sprækari leikmönnum vallarins.
Eyða Breyta
19. mín
KR-ingar komast hátt á völlinn og Dennis brýtur á Guðmundu Brynju úti í hægra horningu. Rasamee tekur aukaspyrnuna og setur stórhættulegan bolta fyrir. Mér sýnist það vera Margaux frekar en Gumma sem á hörkuskalla sem fer í varnarmann.
Eyða Breyta
KR-ingar komast hátt á völlinn og Dennis brýtur á Guðmundu Brynju úti í hægra horningu. Rasamee tekur aukaspyrnuna og setur stórhættulegan bolta fyrir. Mér sýnist það vera Margaux frekar en Gumma sem á hörkuskalla sem fer í varnarmann.
Eyða Breyta
15. mín
Laglegt samspil hjá Aftureldingu endar á því að Sólveig Larsen þrumar hátt yfir utan D-bogans.
Eyða Breyta
Laglegt samspil hjá Aftureldingu endar á því að Sólveig Larsen þrumar hátt yfir utan D-bogans.
Eyða Breyta
13. mín
Lið Aftureldingar:
Auður
Birna - Christina - Dennis - Sigrún Gunndís
Sigrún Eva - Anna Pálína
Jade - Sólveig - Þórhildur
Kristín Þóra
Eyða Breyta
Lið Aftureldingar:
Auður
Birna - Christina - Dennis - Sigrún Gunndís
Sigrún Eva - Anna Pálína
Jade - Sólveig - Þórhildur
Kristín Þóra
Eyða Breyta
13. mín
Lið KR:
Björk
Inga Laufey - Rebekka - Hildur Lilja - Kristín
Rasamee - Margaux
Hildur Björg - Marcella - Bergdís
Guðmunda
Eyða Breyta
Lið KR:
Björk
Inga Laufey - Rebekka - Hildur Lilja - Kristín
Rasamee - Margaux
Hildur Björg - Marcella - Bergdís
Guðmunda
Eyða Breyta
11. mín
Hætta!
Sigrún Eva með fyrirgjöf frá vinstri. Björk missir boltann aðeins frá sér en Hildur Lilja er vel vakandi og nær að hreinsa.
Eyða Breyta
Hætta!
Sigrún Eva með fyrirgjöf frá vinstri. Björk missir boltann aðeins frá sér en Hildur Lilja er vel vakandi og nær að hreinsa.
Eyða Breyta
10. mín
Nú fá KR-ingar aukaspyrnu úti á miðjum velli hægra megin. Rasamee setur fínan bolta inn á teig en Bergdís Fanney rétt missir af honum.
Eyða Breyta
Nú fá KR-ingar aukaspyrnu úti á miðjum velli hægra megin. Rasamee setur fínan bolta inn á teig en Bergdís Fanney rétt missir af honum.
Eyða Breyta
7. mín
Skondnar senur hér. Það er alltof fjölmennt á bekknum hjá Aftureldingu. Guðgeir fer og vísar þeim í burtu sem ekki eru á skýrslu og í burtu ganga 8 manneskjur!
Meiðslalistinn í Mosó vissulega langur og þetta var ágætis sýnidæmi um það.
Eyða Breyta
Skondnar senur hér. Það er alltof fjölmennt á bekknum hjá Aftureldingu. Guðgeir fer og vísar þeim í burtu sem ekki eru á skýrslu og í burtu ganga 8 manneskjur!
Meiðslalistinn í Mosó vissulega langur og þetta var ágætis sýnidæmi um það.
Eyða Breyta
5. mín
Gestirnir eru að byrja þetta sterkar. Eru grimmari úti á velli og reyna að skapa sér eitthvað.
Nú var Rebekka fyrirliði KR að eiga geggjaða tæklingu í teignum sínum, lokaði þannig á skot Sólveigar, en Afturelding á horn.
Þórhildur tekur hornið og snýr boltann í átt að samskeytunum fjær. Björk gerir vel og nær að slá boltann af hættusvæðinu.
Eyða Breyta
Gestirnir eru að byrja þetta sterkar. Eru grimmari úti á velli og reyna að skapa sér eitthvað.
Nú var Rebekka fyrirliði KR að eiga geggjaða tæklingu í teignum sínum, lokaði þannig á skot Sólveigar, en Afturelding á horn.
Þórhildur tekur hornið og snýr boltann í átt að samskeytunum fjær. Björk gerir vel og nær að slá boltann af hættusvæðinu.
Eyða Breyta
4. mín
Það bætir enn í stúkuna og þjálfararnir Jóhannes Karl Sigursveinsson og Christofer Harrington eru mættir. Kalli hætti með liðið í gær. Christofer var honum til aðstoðar í haust en hætti og fór að þjálfa erlendis.
Eyða Breyta
Það bætir enn í stúkuna og þjálfararnir Jóhannes Karl Sigursveinsson og Christofer Harrington eru mættir. Kalli hætti með liðið í gær. Christofer var honum til aðstoðar í haust en hætti og fór að þjálfa erlendis.
Eyða Breyta
3. mín
Gestirnir byrja betur og sækja hornspyrnu eftir tæpar tvær mínútur. Það kemur fínn bolti fyrir markið en Kristín Þóra skallar hátt yfir.
Eyða Breyta
Gestirnir byrja betur og sækja hornspyrnu eftir tæpar tvær mínútur. Það kemur fínn bolti fyrir markið en Kristín Þóra skallar hátt yfir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirliðarnir Rebekka Sverrisdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir takast í hendur og Guðgeir Einarsson fer yfir málin með þeim. Nú fer þetta alveg að byrja.
Eyða Breyta
Fyrirliðarnir Rebekka Sverrisdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir takast í hendur og Guðgeir Einarsson fer yfir málin með þeim. Nú fer þetta alveg að byrja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga nú til vallar undir ljúfum tónum Ellýar Vilhjálms. Það er búið að leysa vallarþularmálið mikla í Vesturbænum og á mækinn eru mættar tvær kanónur. Þeir Viktor Bjarki og Pálmi Rafn ætla að sjá um að allt verði eins og það á að vera.
Eyða Breyta
Liðin ganga nú til vallar undir ljúfum tónum Ellýar Vilhjálms. Það er búið að leysa vallarþularmálið mikla í Vesturbænum og á mækinn eru mættar tvær kanónur. Þeir Viktor Bjarki og Pálmi Rafn ætla að sjá um að allt verði eins og það á að vera.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er að tínast í stúkuna og KR-mæðgurnar Ásta Jónsdóttir og Sigríður Fanney Pálsdóttir eru að sjálfsögðu mættar til að hvetja sínar konur til dáða.
Eyða Breyta
Það er að tínast í stúkuna og KR-mæðgurnar Ásta Jónsdóttir og Sigríður Fanney Pálsdóttir eru að sjálfsögðu mættar til að hvetja sínar konur til dáða.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er fallegt veður í Vesturbænum og allt að verða klárt fyrir þennan mikilvæga leik.
Bæði lið eru að ljúka sinni upphitun á fallegum vellinum og byrjunarliðin eru auðvitað klár eins og sjá má hér til hliðar.
KR-ingar gera tvær breytingar á sínu liði. Inga Laufey og Kristín Erla eru mættar til leiks eftir háskólatímabilið í Bandaríkjunum. Þær fara beint í byrjunarliðið á kostnað þeirra Róbertu og Rutar.
Hjá Aftureldingu kemur Þórhildur Þórhalls inn fyrir Alexöndru Soree sem er fjarri góðu gamni í kvöld.
Eyða Breyta
Það er fallegt veður í Vesturbænum og allt að verða klárt fyrir þennan mikilvæga leik.
Bæði lið eru að ljúka sinni upphitun á fallegum vellinum og byrjunarliðin eru auðvitað klár eins og sjá má hér til hliðar.
KR-ingar gera tvær breytingar á sínu liði. Inga Laufey og Kristín Erla eru mættar til leiks eftir háskólatímabilið í Bandaríkjunum. Þær fara beint í byrjunarliðið á kostnað þeirra Róbertu og Rutar.
Hjá Aftureldingu kemur Þórhildur Þórhalls inn fyrir Alexöndru Soree sem er fjarri góðu gamni í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin léku bæði í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og mættust þá að sjálfsögðu í tvígang.
1-1 jafntefli varð í fyrri leik liðanna í Mosfellsbæ en KR-ingar unnu 3-0 heimasigur í seinni leiknum.
Aðeins þrír leikmenn KR sem hófu leik í seinni leiknum eru enn leikmenn félagsins í dag. Allar 11 sem byrjuðu fyrir Aftureldingu eru enn í Mosó, en þónokkrar reyndar meiddar enda hafa verið mikil meiðslavandræði hjá liðinu í vor.
Eyða Breyta
Liðin léku bæði í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og mættust þá að sjálfsögðu í tvígang.
1-1 jafntefli varð í fyrri leik liðanna í Mosfellsbæ en KR-ingar unnu 3-0 heimasigur í seinni leiknum.
Aðeins þrír leikmenn KR sem hófu leik í seinni leiknum eru enn leikmenn félagsins í dag. Allar 11 sem byrjuðu fyrir Aftureldingu eru enn í Mosó, en þónokkrar reyndar meiddar enda hafa verið mikil meiðslavandræði hjá liðinu í vor.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það bárust tíðindi úr Vesturbænum í gær en Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur sem þjálfari KR. Hann sagði upp í byrjun maí og stýrði liðinu í hinsta sinn í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Aðstoðarþjálfarinn Arnar Páll Garðarsson mun stýra KR-liðinu í kvöld ásamt Gunnari Einarssyni sem þjálfar yngri flokka hjá félaginu.
Eyða Breyta
Það bárust tíðindi úr Vesturbænum í gær en Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur sem þjálfari KR. Hann sagði upp í byrjun maí og stýrði liðinu í hinsta sinn í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Aðstoðarþjálfarinn Arnar Páll Garðarsson mun stýra KR-liðinu í kvöld ásamt Gunnari Einarssyni sem þjálfar yngri flokka hjá félaginu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!
Verið velkomin í beina textalýsingu frá nýliðaslag KR og Aftureldingar í Bestu deildinni.
KR og Afturelding komu bæði upp úr Lengjudeildinni eftir síðasta tímabil og sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar þegar 5 umferðir eru liðnar af mótinu. KR stigalausar á botninum, Afturelding með 3 stig í 9. sæti.
Það er því gríðarlega mikilvægur leikur framundan á Meistaravöllum.
Eyða Breyta
Heil og sæl!
Verið velkomin í beina textalýsingu frá nýliðaslag KR og Aftureldingar í Bestu deildinni.
KR og Afturelding komu bæði upp úr Lengjudeildinni eftir síðasta tímabil og sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar þegar 5 umferðir eru liðnar af mótinu. KR stigalausar á botninum, Afturelding með 3 stig í 9. sæti.
Það er því gríðarlega mikilvægur leikur framundan á Meistaravöllum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Jade Arianna Gentile
('38)

4. Dennis Chyanne
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
('63)


8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('45)

16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
22. Sigrún Eva Sigurðardóttir
24. Christina Clara Settles
77. Þórhildur Þórhallsdóttir
Varamenn:
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
9. Katrín Rut Kvaran
('63)

10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
('38)

11. Elfa Sif Hlynsdóttir
20. Sara Jimenez Garcia
('45)

26. Signý Lára Bjarnadóttir
Liðstjórn:
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ingólfur Orri Gústafsson
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Sævar Örn Ingólfsson
Gul spjöld:
Anna Pálína Sigurðardóttir ('25)
Rauð spjöld: