Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
6
2
Valur
Omar Sowe '13 1-0
1-1 Birkir Heimisson '15
1-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson '19
Viktor Örn Margeirsson '42 2-2
Ísak Snær Þorvaldsson '58 3-2
Ísak Snær Þorvaldsson '71 4-2
Galdur Guðmundsson '74 5-2
Mikkel Qvist '81 6-2
26.05.2022  -  19:45
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Frábærar. Sólin skýn og um 13 stiga hiti.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1010
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('45)
4. Damir Muminovic ('77)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('45)
14. Jason Daði Svanþórsson ('45)
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('77)
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist ('77)
7. Viktor Andri Pétursson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('45)
15. Adam Örn Arnarson ('77)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('45)
24. Galdur Guðmundsson ('45)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('8)
Óskar Hrafn Þorvaldsson ('59)
Mikkel Qvist ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur Eiríksson flautar til leiksloka. Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Bikarævintýri Vals er úti.

Þakka fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Klukkan slær 90 á Kópavogsvelli og uppbótartíminn eru að lágmarki tvær mínútur.
86. mín
Aron Jó fær boltann í gott hlaup og kemur sér inn á teiginn og fer framhjá Viktori og nær skoti á markið en Anton Ari ekki í miklum vandræðum.
85. mín Gult spjald: Mikkel Qvist (Breiðablik)
Alltof seinn í Viktor.
84. mín
Aron Jó með aukaspyrnu við vítateigslínuna en setur boltann yfir markið.
81. mín MARK!
Mikkel Qvist (Breiðablik)
Stoðsending: Adam Örn Arnarson
HVAÐ ER AÐ GERAST??

Blikar fá aukspyrnu við endarlínuna hægramegin og Adam Örn Arnarson setur boltann inn á teiginn og Mikkel Qvist setur boltann í netið.

Sveinn Sigurður var með þennan bolta en missar hann á einhvern ótrúlegan hátt í netið.
77. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
77. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
75. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
74. mín MARK!
Galdur Guðmundsson (Breiðablik)
Blikar komast í stöðuna tveir á móti einum við teig Vals. Omar Sowe keyrir af stað og leggur boltann á Galdur Guðmundsson sem er of lengi setja boltann á markið og fær varnarmann Vals í sig en nær að snúa og Galdur hamrar boltanum í stöngina og inn fjær.

Rosalegt mark!!
71. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÞESSI GÆJI GVUÐ MINN GÓÐUR!!!!

Enn og aftur taka Blikar stutt horn. Galdur setur botlann á Höskuld sem neglir boltanum á pönnuna á Ísaki Snæ sem stangar boltann í netið.
70. mín
GALDUR MEÐ GEGGJAÐAN SPRETT!!

Fær boltann út til hægri og keyrir inn á teiginn og fer ansi ílla með Jesper og vinnur hornspyrnu.
69. mín
Orri Hrafn rennir boltanum á Arnór Smára sem nær skoti en það er slakt og fer framhjá.
67. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
67. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Sebastian Hedlund (Valur)
64. mín
Omar Sowe fær boltann og rennir boltanum til hliðar á Ísak Snæ sem nær ekki að setja boltann á markið.

Þetta hefði ekki talið en Omar Sowe flaggaður rangstæður.
63. mín
Galdur Guðmundsson með sendingu inn á teiginn sem Rasmus skallar í horn.
60. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
60. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Heiðar Ægisson (Valur)
59. mín Gult spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Bekkurinn hjá Blikum spjaldaður en í aðdraganda marksins vildi bekkur Blika fá víti áður en Ísak setti boltann í netið.
58. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
BLIKAR ERU KOMNIR YFIR Á NÝJAN LEIK!

Skallatennis inn á teig Vals sem endar með að boltinn dettur á Ísak Snæ sem setur boltann í netið.

What a game!
56. mín
Lítið að gerast í þessu hérna í byrjun síðari hálfleiks. Blikar halda áfram að halda meira í boltann. Hvorugt liðana náð að skapa sér alvöru marktækifæri hér í síðari hálfleiknum.
51. mín
Ásgeir Galdur tekur hornspyrnuna stutt á Höskuld sem neglir boltanum inn í boxið og þar er enginn. Blikar halda sókninni lifandi og boltinn endar hjá Davíð Ingvars sem smellir boltanum yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farin af stað.
45. mín
Inn:Galdur Guðmundsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
45. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
45. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleiksskiptingar hjá Óskari Hrafni
45. mín
Hálfleikur
Erlendur Eiríksson flautar til hálfleiks, stór skemmtilegum fyrri hálfleik lokið, vonandi fáum við sömu skemmtunina í þeim síðari sem hefst eftir rétt tæpar 15.mímútur.
42. mín MARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
UPP ÚR HORNSPYRNUNNI!!

Höskuldur og Jason Daði taka hornspyrnuna stutt og Jason Daði gerir afskaplega vel og labbar framhjá Orra Hrafni og kemur sér inn á teiginn og rennir boltanum inn á Viktor Örn sem setur boltann í autt netið.

Allt jafnt á nýjan leik.
42. mín
Jason Daði labbar inn á teig Vals og vinnur hornspyrnu.
39. mín
HEIÐAR ÆGISSSON!!

Tryggvi Hrafn fær boltann fyrir framan teig og gerir vel. Finnur Sigga Lár sem tók þverhlaup inn á teiginn og Siggi smellir boltanum í fyrsta inn á Heiðar Ægisson sem hitti ekki boltann.

Dauðafærii þarna fyrir Valsmenn að bæta við þriðja marki sínu.
38. mín
Andri Rafn Yeoman með hættulegan bolta inn á hættusvæðið en Sveinn Sigurður gerir vel og grípur boltann.
33. mín
Jason Daði fellur inn á teignum og Blikar í stúkunni vilja víti!!

Andri Yeoman kemur boltanum inn á Kristinn Steindórs sem finnur Jason Daða inn á teignum og fellur eftir baráttu við Hedlund.

Ekkert í þessu en Jason Daði féll að mínu mati full auðveldlega.
32. mín
Kristinn Steindórsson kemur boltanum á Dag Dan sem fékk allan tíman í heiminum með boltann fyrir utan teig Vals og nær skoti á markið en botinn framhjá.
28. mín
Leikurinn róast töluvert eftir þennan rosalega tíu mínutna kafla. Leikurinn er í miklu jafnvægi þessa stundina þó Blikar séu meira með boltann.
22. mín
ÞAÐ ER ALLT AÐ GERAST!!

Höskuldur á sendingu inn á teiginn sem fór í gegnum allan teiginn og boltinn berst á Kristinn Steindórs á fjær og Kiddi setti boltasnn framhjá.

Þarna gátu Blikar jafnað!!
19. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
VALSMENN ERU KOMNIR YFIR!!!

Oliver á hræðilega sendingu til baka á Viktor og Tryggvi Hrafn nær til boltans og setur hann yfir Anton Ara sem var mættur alltof langt út úr marki sínu.

Þvílíka veislan þessi byrjun hér í Kópavogi
16. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
15. mín MARK!
Birkir Heimisson (Valur)
VALSMENN ERU EKKI LENGI AÐ SVARA!!

Heiðar Ægisson fær boltann fyrir utan teig og finnur Birki Heimisson sem tæklaði boltann hálfpartinn í fjær hornið frá vítateigslínunni. Þetta var helvíti skemmtilegt!

Allt jafnt í Kópavogi.
13. mín MARK!
Omar Sowe (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
OMAR SOWEEEE!!!

Davíð Ingvarsson fær boltann út til vinstri og labbar framhjá Heiðar Ægis og setur boltann inn á teiginn þar sem Omar Sowe er og tekur frábærlega við boltanum með fimm leikmenn Vals í bakinu en nær skoti á markið sem endar í netinu

Ég verð að setja spurningamerki á varnarleik Vals þarna
8. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Klippir Tryggva Hrafn niður sem var á leiðinni framhjá Viktori á miðjum velli.
4. mín
OMAR SOWE!!!!!

Valsmenn tapa boltanum klaufalega og boltinn er settur út til Dags sem kemur boltanum inn á teiginn á Omar Sowe sem nær að snúa inn á teignum og nær skoti en boltinn framhjá.

Þetta var færii.
3. mín
Anton Ari með misheppnaða spyrnu frá marki Blika sem fer beint á Birki Heimis sem kemur boltanum út til vinstri á Orra Hrafn sem nær ekki að taka boltann með sér inn á teiginn.
1. mín
Davíð Ingvars tapar boltaum til Birkis sem keyrir upp og á fyrirgjöf inn á teiginn sem Siggi Lár stangar yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur Eiríksson flautar til leiks og það er Tryggvi Hrafn sem sparkar þessu í gang.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til leiks á eftir Erlendi Eiríkssyni og styttist í upphafsflautið.

Kristinn Steindórsson er að leika sinn tvöhundraðasta leik fyrir Breiðablik og er hann heiðraður fyrir það.200 leikir!
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka upphitun og ganga til búningsherbegja. Kópacabana eru mættir í stúkuna og eru farnir að láta vel í sér heyra með Hilmar Jökul fremstan í flokki.

Ég ætla fullyrða að við fáum einhverja alvöru bikarveislu hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!!

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Fram síðasta sunnudag. Gísli Eyjólfsson er ekki með og Ísak Snær Þorvaldsson byrjar á bekknum. Inn koma Andri Rafn Yeoman og Omar Sowe

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerir einnig tvær breytingar á sínu liði. Sveinn Sigurður Jóhannesson kemur inn í markið fyrir Guy Smit og Rasmus Christiansen byrjar í staðinn fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson.Guy Smit er meiddur og Sveinn Sigurður Jóhannesson kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Leikið verður til þrautar hér í kvöld og ef það verður jafnt eftir hefbundnar 90 mínútur þá förum við í framlengingu og tökum vítaspyrnukeppni ef þess þarf.

Þetta verður veisla!Breiðablik vann Val á þessum velli í deildinni í fyrra.
Fyrir leik
Málarameistarinn heldur utan um flautuna hér í kvöld

Erlendur Eiríksson flautar leikinn í kvöld. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Skiltadómari í kvöld verður Gunnar Oddur Hafliðason.


Fyrir leik
ENGINN SMÁ LEIKUR FRAMUNDAN!!

Gott og gleðilegt Sunnudagskvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og Valur mætast í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Flautað verður til leiks á slaginu 19:45.


Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson ('60)
5. Birkir Heimisson ('67)
6. Sebastian Hedlund ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson ('60)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('75)
13. Rasmus Christiansen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
7. Aron Jóhannsson ('75)
8. Arnór Smárason ('60)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('60)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)
33. Almarr Ormarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Sebastian Hedlund ('16)

Rauð spjöld: