Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Keflavík
0
2
ÍBV
Ana Paula Santos Silva '66 , sjálfsmark 0-1
0-2 Olga Sevcova '68
29.05.2022  -  15:00
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Örlítil gola, sólin lætur sjá sig við og við og hitinn í kringum 15 gráður
Dómari: Jakub Marcin Róg
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('66)
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('87)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('67)
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('66)
34. Tina Marolt ('85)

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
4. Maria Corral Pinon ('66)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('87)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('85)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Brynja Pálmadóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Katrín Jóhannsdóttir

Gul spjöld:
Tina Marolt ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er ÍBV sem verður í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Þakka samfylgdina í dag.
90. mín
Er að fjara út hægt og rólega hér í Keflavík, Við fáum fjórar minútur i uppbótartíma.
87. mín
Inn:Berta Sigursteinsdóttir (ÍBV) Út:Olga Sevcova (ÍBV)
87. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
85. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Tina Marolt (Keflavík)
84. mín
Skot frá Önu frá vítateigslínu en boltinn beint í fang Guðnýjar.
81. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
81. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
80. mín
Caroline með skot eftir hornið en yfir markið.
80. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Hafa lítið skapað fram á við í dag.
78. mín
Viktorija Zaicikova með skotið úr teignum en Samantha ver.
75. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Verða að henda öllu sínu fram síðasta korterið.
71. mín
Inn:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Út:Sandra Voitane (ÍBV)
71. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Ameera Abdella Hussen (ÍBV)
68. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Skammt stórra högga á milli hjá ÍBV

Olga fær boltann úti til vinstri, leikur boltanum inn á teiginn þar sem hún lætur vaða á markið og boltinn syngur í fjærhorninu.

Brekkan orðin brött fyrir Keflavík.
67. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík)
66. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Keflavík) Út:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík)
66. mín
Inn:Maria Corral Pinon (Keflavík) Út:Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
66. mín SJÁLFSMARK!
Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Hornspyrnan tekinn yfir á fjær þar sem Ana Paula skallar boltann í eigið net af mjög stuttu færi.
65. mín
Eyjakonur fá hornspyrnu.
64. mín
Olga Sevcova fer laglega með boltann í teig Keflavíkur en sending hennar fyrir markið finnur ekki samherja.
61. mín
Kristín Erna með lúmska fyrirgjöf frá hægri eftir snarpa sókn en Keflavík hreinsar, flaggið þar að auki á loft.
56. mín
Viktorija með skotið fyrir gestina en boltinn sem fyrr beint á Samönthu
55. mín
Tekið stutt á Önu Paulu sem leikur inn á teiginn en skot hennar yfir markið.
54. mín
Keflavík fær hornspynu.
53. mín
Skalli að marki Keflavíkur en boltinn beint í fang Samönthu.
51. mín
Eyjakonur fá hornspyrnu.
49. mín
Keflavík í færi

Boltinn dettur fyrir Dröfn sem er alein i teignum úti til vinstri en skot hennar úr fínu færi yfir markið.
48. mín
Samantha ver glæsilega

Mistök í öftustu línu Keflavíkur og Viktorija sleppur í gegn, hún keyrir í átt að marki, finnur Söndru í hlaupi inn að vítapunkti en Samantha gerir sig breiða og ver glæsilega.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir fara af stað með síðari hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik hér í Keflavík, komum aftur með seinni hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Kristín Erna með skot eftir aukaspyrnuna úr teignum en kraftlaust og beint á Samönthu.
45. mín Gult spjald: Tina Marolt (Keflavík)
Illa tímasett tækling, rétt á undan hafði Jakub sleppt eyjakonum fyrir augljóst peysutog.
41. mín
Viktorija í færi eftir sendingu frá Krístínu Ernu en fær boltann í hendina og réttilega dæmd hendi.
36. mín
Sandra Voitane í dauðafæri i teignum eftir aukaspyrnu en nær ekki að leggja boltann fyrir sig sem hrekkur til Samönthu í markinu.
31. mín
Ameera Abdella Hussen með hörkuskot úr D-boganum en Samantha ver glæsilega og nær svo að fanga boltann sem hrökk aðeins frá henni eftir vörsluna.

Gestirnir líklegri.
27. mín
Jakub Marcin ekki verið alveg samkvæmur sjálfum sér hér í upphafi. Flautar a lítil atriði hér og þar en sleppir sömu brotum líka.
25. mín
Hættulegt áhlaup ÍBV, boltinn frá vinsti inn á teiginn en Samantha enn með segla í hönskunum og hirðir upp boltann.

Keflavík brunar upp Dröfn með fyrirgjöfina en Guðný grípur vel inn í.
21. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur eftir hornið en pakkinn þéttur og skot eyjakvenna beint í múrinn.
20. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
20. mín
Vond sending til baka á Guðný í marki gestana sem gerir vel í að setja boltann útfyrir undir pressu frá Önu.
16. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Aníta Lind spyrnir fyrir en Keflavík dæmt brotlegt.
13. mín
Olga með sendingu inn á teiginn fyrir gestina en boltinn til Samönthu líkt og fyrr í leiknum.
8. mín
Sandra Voitane með fyrirgjöf úr aukaspyrnu, Samantha út í boltann, missir hann en nær honum aftur.
5. mín
Dröfn með hættulegan bolta fyrir mark ÍBV frá hægri en engin blá treyja sem gerir almennilega árás á boltann.
2. mín
Olga Sevcova gerir vel og kemst upp að endamörkum hægra megin. Fyrirgjöf hennar þó beint í fang Samönthu í marki Keflavíkur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Fámennt í stúkunni þegar stutt er í leik. Hvet alla til að drífa sig á völlinn í þessu frábæra veðri.
Fyrir leik
Dómarar

Jakub Marcin Róg flautar leikinn í dag og hefur þá Guðna Freyr Ingvason og Nour Natan Ninir sér til aðstoðar. Þá er Reynir Ingi Finnsson varadómari.


Fyrir leik
KeFlavík


Lið Keflavíkur situr í 7.sæti Bestu deildarinnar með sjö stig að loknum sex umferðum. Síðasti leikur liðsins í deild var gegn Aftureldingu þar sem gestirnir úr Mosfellsbæ hirtu öll stigin þrjú.

Bikarvegferð Keflavíkur í fyrra var ekki löng en liðið líkt og önnur lið í efstu deild kom inn í keppnina í 16 liða úrslitum og féll þar úr leik eftir 5-1 tap gegn Fylki í Árbæ.



Fyrir leik
ÍBV

Gstirnir úr Vestmannaeyjum hafa farið ágætlega af stað í Bestu deildinni þetta árið undir stjórn Jonathan Glenn. 10 stig úr leikjunum 6 til þessa og sitja þær í fimmta sæti deildarinnar. Síðasti leikur þeirra var vægast sagt fjörugur þar sem Eyjakonur báru 5-4 sigur á lið Þór/KA á Hásteinsvelli,

ÍBV féll úr keppni í 8 liða úrslitum keppninar í fyrra en liðið beið 1-0 ósigur fyrir Val á því stigi það árið.

Fyrir leik
Mjólkurbikar kvenna

Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Jessika Pedersen
8. Ameera Abdella Hussen ('71)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('81)
13. Sandra Voitane ('71)
14. Olga Sevcova ('87)
17. Viktorija Zaicikova ('81)
18. Haley Marie Thomas (f)
23. Hanna Kallmaier

Varamenn:
12. Lavinia Elisabeta Boanda (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir ('81)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('71)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('71)
11. Berta Sigursteinsdóttir ('87)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('81)
24. Helena Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: