Ísland
1
1
Albanía
0-1 Taulant Seferi '30
Jón Dagur Þorsteinsson '49 1-1
06.06.2022  -  18:45
Laugardalsvöllur
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: Mjög góðar. Skýjað og hiti um 12 gráður.
Dómari: Craig Pawson (England)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Davíð Kristján Ólafsson
8. Birkir Bjarnason ('73)
8. Arnór Sigurðsson ('73)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('62)
17. Daníel Leó Grétarsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson
20. Þórir Jóhann Helgason ('62)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('92)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Aron Elís Þrándarson ('73)
6. Brynjar Ingi Bjarnason
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('92)
10. Albert Guðmundsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Hákon Arnar Haraldsson ('62)
18. Mikael Anderson ('62)
18. Mikael Egill Ellertsson ('73)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('89)

Rauð spjöld:

Elvar Geir Magnússon
Leik lokið!
Craig Pawson flautar til leiksloka hér í Laugardalnum. 1-1 jafntefli niðurstaðan og við erum komin með tvö stig í Þjóðadeildinni.

Þakka fyrir mig í kvöld og minni á fullt af efni sem er væntanlegt inn á síðuna síðar í kvöld.
92. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
91. mín
RÚNAR ALEX GERIR VEL HÉRNA!!

Giacomo Vrioni sleppur einn í gegn og Rúnar Alex kemur út á móti og lokar vel á skotið.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki þrjár mínútur.
89. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Ísland)
Brýtur á Veseli sem var að komast upp vænginn.

Elvar Geir Magnússon
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma hér í Laugardalnum.

Vonandi náum við að kreista einhverju fram hérna á síðustu mínútum leiksins.
82. mín
Inn:Fréderic Veseli (Albanía) Út:Iván Balliu (Albanía)
Edoardo Reja tekur enga sénsa og tekur Iván Balliu af velli, enda á appelsínugulu spjaldi og hefði með öllu réttu átt að fjúka útaf rétt áður en hann var tekinn af velli.
81. mín
ARON ELÍS!!!

Hörður Björgvin með langt innkast inn á teiginn og eftir klafs inn á teig Albana dettur boltinn fyrir fætur Arons sem klippir boltann yfir markið.
80. mín
Við vinnum hornspyrnu sem Ísak Bergmann lyftir inn á teiginn en Albanir koma boltanum í burtu.
79. mín
Ívan Ballíu er á algjörum bláþræði að mínu mati.

Davíð Kristján keyrir upp vænginn og Ballíu brýtur á Davíð og sparkar síðan boltaum í burtu.
78. mín
Inn:Ylber Ramadani (Albanía) Út:Amir Abrashi (Albanía)
77. mín
Albanir eru að dæla boltum inn á teig okkar Íslendinga en við erum að verjast öllum þessum fyrirgjöfum gríðarlega vel.
73. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
73. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
73. mín
Inn:Bekim Balaj (Albanía) Út:Sokol Çikalleshi (Albanía)
73. mín
Inn:Kristjan Asllani (Albanía) Út:Endri Cekici (Albanía)
73. mín
Inn:Giacomo Vrioni (Albanía) Út:Taulant Seferi (Albanía)
72. mín
AFTUR VINNUM VIÐ BOLTANN OG FÁUM AÐRA GÓÐA SKYNDISÓKN

Arnór Sigurðsson fær boltann og nær að koma sér í góða skot tilraun en boltinn beint á Berischa.
72. mín
Aron Þrándar og Mikael Egill að gera sig klára við varamannabekkinn.
Elvar Geir Magnússon
70. mín
Alfons Sampsted með frábæran varnarleik og við keyrum upp í skyndisókn. Arnór Sigurðsson keyrir í átt að teignum og reynir að finna Andra Lucas inn á teignum en Albanir verjast vel.
70. mín
Elvar Geir Magnússon
69. mín
Albanir að sækja full mikið á okkur þessar síðustu mínútur en við erum að loka vel á aðgerðir Albana.
Elvar Geir Magnússon
63. mín
Endri Ceckici fær boltann út til vinstri og á fyrirgjöf á fjær og Iván Balliu kemur á ferðinni inn á teiginn og nær skoti en boltinn yfir markið.
63. mín

Elvar Geir Magnússon
62. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
62. mín
Inn:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland) Út:Þórir Jóhann Helgason (Ísland)
61. mín
Við erum að gera tvöfalda skiptingu.

Hákon Arnar og Mikael Anderson eru að koma inn á.
60. mín
Ísak Bergmann og Klaus Gjasula lenda saman en standa báðir á fætur og leikurinn fer í gang aftur.
58. mín
Jón Dagur og jöfnunarmarkið.





Elvar Geir Magnússon
57. mín
Albanía vinnur hornspyrnu

Endri Cekici tekur spyrnuna en hún hættulítil.
55. mín
AFHVERJU EKKI JÓN DAGUR!!

Birkir Bjarnson fær boltann fyrir framan teig Albana og kemur boltanum á Jón Dag sem tekur eina snertingu inn á völlinn og lætur vaða en Berisha ver.

Jón Dagur sem sást varla í fyrri hálfleiknum hefur heldur betur vaknað!
Elvar Geir Magnússon
54. mín
Iván Balliu fær boltann og á fyrirgjöf frá hægri inn á Seferi sem nær fínum skalla en boltinn framhjá.
Elvar Geir Magnússon
52. mín
Hörður Björgvin tapar boltanum á stórhættulegum stað og Sokol Çikalleshi keyrir upp hægramegin og rennir boltasnum út á Klaus Gjasula sem nær skoti en boltinn í Daníel Leó.

Við heppnir þarna!
51. mín Gult spjald: Iván Balliu (Albanía)
Iván Balliu alltof seinn í Jón Dag og er færður til bókar hjá Pawson.

Hárrétt.

49. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
ÞARNA ERUM VIÐ!!!!!!!

Við vinnum boltann hægra megin og keyrum í átt að teignum og Andri Lucas fær boltann inn á teignum og eftir klafs í teig Albana dettur boltinn fyrir fætur Jón Dags sem setur boltann í netið.

FRÁBÆR BYRJUN Á SEINNI HÁLFLEIKNUM!
46. mín
Andri Lucas sparkar síðari hálfleiknum í gang. Koma svo strákar!

Elvar Geir Magnússon
45. mín


Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Craig Pawson flautar til hálfleiks. Albanir leiða inn í hlé 0-1. Við höfum heldur betur fengið tækifæri hér í kvöld og vonandi dettur þetta í seinni hálfleiknum.

Kaffi og síðari hálfleikurinn eftir fimmtán mínútur.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki ein mínúta.
44. mín
ANDRI LUCAS FELLUR INN Á TEIGNUM EN EKKERT DÆMT!!

Davíð Kristján kemur boltanum inn á Andra sem var að komast í ákjósanlega stöðu en er tekinn niður en ekkert dæmt.

Elvar Geir Magnússon
41. mín

Elvar Geir Magnússon
38. mín
Taulant Seferi fagnar marki sínu. Án sykurs.

Elvar Geir Magnússon
34. mín
ARNÓR SIGURÐSSON NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SVARA!

Ísak Bergmann nær að koma boltanum inn á Arnór Sigurðsson en varnarmenn Albana ná að trufla Arnór í skotinu og boltinn beint á Berisha.
Elvar Geir Magnússon
30. mín MARK!
Taulant Seferi (Albanía)
NEIIIINEEEIII!!

Amir Abrashi fær boltann inn á teignum og nær skoti á markið úr þröngu færi sem Rúnar Alex slær til hliðar og boltinn dettur fyrir fætur Taulant Seferi sem setur boltann í netið.

Þarna verðum við að setja spurningamerki við Rúnar Alex í markinu.
30. mín
Ísak og Arnór hafa átt bestu tilraunir Íslands í leiknum hingað til.



Elvar Geir Magnússon
25. mín
Góðar fyrstu 25 mínútur hjá strákunum okkar. Gott skipulag varnarlega og við erum að fá heldur betur sénsa, eina sem vantar eru Íslensk mörk.
22. mín
ÍSAK BERGMANN!!!

Arnór Sigurðsson gerir frábærlega og kemur sér í boltann á undan Albönum og boltinn dettur til Ísaks sem fær flugbrautina og nær skoti en boltinn rétt framhjá.

ÁFRAM SVONA!
19. mín
ARNÓR SIGURÐSSON!!!

Langt innkast frá Herði inn á teiginn og boltinn dettur fyrir fætur Arnórs sem nær góðu skoti en Berisha með frábæra vörslu

VIÐ SVO NÁLÆGT ÞVÍ ÞARNA!!!!
19. mín
Víkingaklappið var tekið áðan. Það besta á þessu ári.
Elvar Geir Magnússon
16. mín
Albanir halda boltanum vel við teig Íslands og boltinn endar úti hjá Seferi sem nær skoti en boltinn af okkar mönnum og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
14. mín


Haukur Gunnarsson ljósmyndari er byrjaður að dæla myndum til okkar.
Elvar Geir Magnússon
13. mín
TÆKIFÆRI HJÁ ÍSLANDI!!!

Alfons Sampsted með geggjaðan bolta inn á Arnór Sigurðsson en Etrit Berisha í marki Albana kemur út á móti og hreinsar boltann í innkast.
12. mín
VÍKINGAKLAPPIÐ ER FARIÐ Í GANG!
11. mín
Boltinn berst út til vinstri á Endri Cekici sem nær fyrirgjöf á fjær en Rúnar Alex kemur út í boltann og grípur. Vel gert Rúnar!!
10. mín
Daníel Leó lyftir boltaum upp á Arnór Sigurðsson en boltinn í innkast og Hörður Björgvin undirbýr langt innkast inn á teiginn.

Birkir Bjarnason og Edrit í baráttu um boltann og Edrit nær að kýla boltann burt út á Ísak Bergmann sem nær skoti en Pawson dæmir brot á Birki.
9. mín
Það er mikil stemning í Albaníuhólfinu.


Elvar Geir Magnússon
7. mín
Albanir að vinna hérna tvær hornspyrnur á stuttum tíma en ekkert kemur upp úr seinni spyrnunni og markspyrna frá marki Íslands.
7. mín
Byrjunarlið Íslands.

Elvar Geir Magnússon
6. mín
Leikurinn byrjar rólega. Albanir halda meira í boltann en við erum að verjast vel. Albanir vinna sína aðra hornspyrnu í leiknum.
1. mín
Fyrsta hornspyrnu leiksins fá Albanir en hún hættulítil!
1. mín
Leikur hafinn
Craig Pawson flautar hér til leik. Gestirnir frá Albaníu byrja með boltann.

KOMA SVO STRÁKAR!!
Fyrir leik
Þjóðsöngur Íslands er farinn í gang. Alltaf jafn mikil gæsahúð!!

Fyrir leik
Craig Pawson leiðir liðin inn á völl og áhorfendur rísa úr sætum og klappa. Byrjum á þjóðsöng Albana.
Fyrir leik
Fimmtán mínútur í leik hér á Laugardalsvelli!

Leikmenn beggja liða ganga til búningsherbegja og gera sig klár fyrir upphafsflautIÐ frá Craig Pawson.

Páll Sævar Guðjónsson rödd okkar Íslendinga bíður áhorfendur hjartanlega hvelkomna á Laugardalsvöll.
Fyrir leik
Stærsta stjarna Albana ekki í hóp í kvöld

Armando Broja fékk Covid í aðdraganda leiksins og verður þess vegna ekki með Albönum í kvöld og verður það að teljast jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga en hann er á mála hjá Chelsea og spilaði með Southampton á liðnu tímabili og stóð sig frábærlega.


Fyrir leik
Andri Lucas Guðjohnsen byrjar sem fremsti maður

Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu úti í Ísrael. Davíð Kristján Ólafsson kemur inn fyrir Brynjar Inga Bjarnason, Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn fyrir bróður sinn Svein Aron og Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn fyrir liðsfélaga sinn hjá FCK, Hákon Arnar Haraldsson þá er Albert Guðmundsson áfram á bekknum hjá Íslandi.


Fyrir leik
Yfir 4 þúsund miðar seldir
Rétt áðan fékk Fótbolti.net þær upplýsingar frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, að búið væri að selja yfir 4 þúsund miða á leikinn.

Þegar fréttamaður Fótbolta.net mætti á Laugardalsvöllinn voru nokkrir í röð við miðasöluna að tryggja sér miða.

Búist var við um 3 þúsund manns á leikinn en miðasala hefur tekið þokkalegan kipp í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er klárt!

Fyrir leik
Miðað við skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðunni má búast við jöfnum og spennandi leik.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Enski úrvalsdeildardómarinn Craig Pawson mun dæma leikinn hér í kvöld en hann ættu flesir íslenskir fótboltaáhugamenn að kannast við en hann hefur dæmt í deild þeirra bestu á Englandi í tæpan áratug. Pawson dæmdi bikarúrslitaleik Chelsea og Liverpool á Wembley fyrir nokkrum vikum síðan.

Pawson til aðstoðar verða þeir Lee Bettis og Harry Lennard og fjórði dómari er John Brooks en hann byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili.
Fyrir leik
Fyrirliðin kallar eftir stuðningi Íslensku þjóðarinnar.

Birkir Bjarnason, fyrirliði Íslands segir að andinn í hópnum sé góður og kallar eftir stuðningi frá Íslensku þjóðinni á morgun. Eftir slæm úrslit hjá liðinu undanfarið er spilamennskan á uppleið.

,,Andinn er bara mjög góður. Við viljum og vonumst til þess að fá eins marga á völlinn og hægt er á morgun. Við höfum ekki verið að ná góðum úrslitum síðustu ár en mér finnst við vera búnir að spila bara mjög fínan bolta í síðustu leikjum og vonandi sér fólk það og mætir á völlinn."


Fyrir leik
ALLIR KLÁRIR Í SLAGINN

Brynjar Ingi Bjarnarson og Hákon Arnar Haraldsson fóru báðir meiddir af velli úti í Ísrael en eiga báðir að vera í boði fyrir Arnar Þór Viðarsson í liðsvalinu fyrir leikinn í kvöld.

Arnar Þór sagði á fréttamannafundi Íslands í Laugardalnum í gær að allir leikmenn liðsins verða leikfærir í kvöld þá kemur Ísak Bergmann Jóhannesson inn í hópinn en hann var í leikbanni úti í Ísrael.

,,Þeir sem fengu einhver spörk eða krampa í leiknum úti á móti Ísrael voru að taka síðustu test í dag og það lítur bara vel út og eins og staðan er akkúrat núna eru allir 25 leikmennirnir í hópnum leikfærir á morgun."



Byrjar Ísak Bergmann í kvöld?
Fyrir leik
JAFNTEFLI ÚTI Í ÍSRAEL

Strákarnir okkar léku í Ísrael sinn fyrsta leik í Þjóðadeildadeildinni og gerðu 2-2 jafntefli við Ísrael í leik sem hefði alveg getað dottið með okkur.

Það voru klárlega margir ljósir punktar í þeim leik sem strákarnir geta tekið með sér í þennan leik í dag. Liðið fékk á sig tvö mörk eftir varnarmistök og sagði Birkir Bjarnarson á fréttamannafundi í Laugardalnum í gær að það væri eitthvað sem liðið væri búið að ræða og liðið ætlaði sér að laga þau atriði.

Arnór Sigurðsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands og sá síðarnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir A-landsliðið.


Fyrir leik
KÆRU ÍSLENDINGAR NÆR OG FJÆR!!

Góðan og gleðilegan daginn kæru Íslendingar og verið hjartanlega velkomin með okkur á Laugardalsvöll þar sem strákarnir okkar taka á móti Albaníu í Þjóðadeildinni. Flautað verður til leiks klukkan 18:45


Byrjunarlið:
1. Etrit Berisha (m)
2. Iván Balliu ('82)
4. Elseid Hysaj
6. Berat Djimsiti
7. Endri Cekici ('73)
8. Klaus Gjasula
9. Taulant Seferi ('73)
15. Marash Kumbulla
16. Sokol Çikalleshi ('73)
18. Ardian Ismajli
22. Amir Abrashi ('78)

Varamenn:
1. Gentian Selmani (m)
23. Elhan Kastrati (m)
3. Ermir Lenjani
5. Fréderic Veseli ('82)
10. Nedim Bajrami
11. Giacomo Vrioni ('73)
13. Enea Mihaj
14. Kristjan Asllani ('73)
17. Kastriot Dermaku
19. Bekim Balaj ('73)
20. Ylber Ramadani ('78)
21. Odise Roshi

Liðsstjórn:
Edoardo Reja (Þ)

Gul spjöld:
Iván Balliu ('51)

Rauð spjöld: