Janúarglugginn er handan við hornið og ýmsar vangaveltur í gangi fyrir markaðinn. Hér er slúðurpakkinn kominn úr prentun.
Liverpool er með tilboð á borðinu upp á um 60 milljónir punda í miðjumanninn Eduardo Camavinga (23) hjá Real Madrid. (Fichajes)
Liverpool ætlar að keppa við Manchester City um ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) hjá Bournemouth. Hann er með 65 milljóna punda riftunarákvæði. (Telegraph)
Tottenham hefur boðist möguleiki á að kaupa þýska miðjumanninn Leon Goretzka (30) frá Bayern München. (Teamtalk)
Crystal Palace og Newcastle United berjast um miðjumanninn Kees Smit (19) hjá AZ Alkmaar en fá samkeppni frá spænska stórliðinu Real Madrid. (Talksport)
Tottenham vill fá nýjan sóknarleikmann í janúar en egypski framherjinn Omar Marmoush (26) hjá Manhcester City, spænski sóknarmaðurinn Samu Aghehowa (21) hjá Porto og tyrkneski framherjinn Kenan Yildiz (20) hjá Juventus eru allir á blaði. (Standard)
Sunderland hefur áhuga á táningnum Ayyoub Bouaddi (18) hjá Lille og miðjumanninum Lamine Camara (21) hjá Mónakó. (Teamtalk)
Manchester City væri tilbúið að selja varnarmanninn Nathan Ake (30) í janúar ef félagið fengi tilboð yfir 21 milljón punda. (Sport)
Eintracht Frankfurt hefur hafið viðræður um möguleg kaup á framherjanum Arnaud Kalimuendo (23) hjá Nottingham Forest. Þýska félagið vill fá Kalimuendo ef ekki gengur að fá Will Osula (22) frá Newcastle. (Florian Plettenberg)
Ajax vill fá varnarmanninn Quilindschy Hartman (21) frá Burnley í janúarglugganum komandi. (Fabrizio Romano)
Fulham hefur endurvakið áhuga sinn á bandaríska sóknarmanninum Ricardo Pepi (22) en hollenska félagið verðmetur hann á um 40 milljónir punda. (Mail)
Spænska félagið Girona vill fá þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen (33) en ekki er lengur búist við því að Aston Villa reyni við hann. (Sport)
Real Madrid hyggst ekki lána miðjumanninn Franco Mastantuono (18) í janúar þar sem Xabi Alonso vill hafa hann með hópnum sínum. (Fabrizio Romano)
West Ham gæti selt brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta (28) í janúar ef gott tilboð berst. (Football Insider)
Búist er við því að Chelsea eigi rólegan janúarglugga. Félagið vill fá inn miðvörð en mun líklega leggja áherslu á næsta sumarglugga. (Standard)
Athugasemdir




