Ísland U21
3
1
Hvíta Rússland U21
Kristian Nökkvi Hlynsson '15 1-0
Kristall Máni Ingason '43 2-0
2-1 Kirill Zinovich '48
Viktor Örlygur Andrason '82 3-1
08.06.2022  -  18:00
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Blanka logn og topp aðstæður
Dómari: Sander Van Der Eijk (Holland)
Maður leiksins: Kristian Hlynsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
8. Kolbeinn Þórðarson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('68)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
10. Kristall Máni Ingason ('86)
11. Bjarki Steinn Bjarkason
16. Ísak Snær Þorvaldsson ('55)

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
6. Dagur Dan Þórhallsson ('86)
7. Óli Valur Ómarsson
17. Logi Tómasson
18. Viktor Örlygur Andrason ('68)
19. Orri Steinn Óskarsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Sævar Atli Magnússon ('55)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Kristall Máni Ingason ('50)
Róbert Orri Þorkelsson ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Geggjaður 3-1 sigur á Hvíta Rússlandi hér í Fossvoginum!

Síðasti leikur riðilsins gegn Kýpur framundan á laugardaginn!

Þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu á eftir!

ÁFRAM ÍSLAND!
Anton Freyr Jónsson
Anton Freyr Jónsson
92. mín Gult spjald: Maksim Myakish (Hvíta Rússland U21)
90. mín
+5 í uppbót frá þeim hollenska
89. mín
Það lítur allt út fyrir að við séum að sigla 3 stigum í hús! Úrslitaleikur nánast framundan gegn Kýpur!
86. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) Út:Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Frábær leikur hjá Stalla!
83. mín
Viktor Örlygur setur boltann í netið!


Anton Freyr Jónsson
82. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Ísland U21)
Stoðsending: Kristian Nökkvi Hlynsson
YESSSSSS!!!!!!

Íslendingar vinna boltann á miðjunni og Kristian Hlynsson geysist fram völlinn í 3 á 2 stöðu og Kristian leggur boltann til hliðar á Viktor Örlyg sem hamrar boltanum í nærhornið og menn tryllast úr gleði nánast!!

Viktor að skora á sínum eigin heimavelli!
80. mín
Kristian Hlynsson fær boltann fyrir utan teig og reynir skot í fjærhornið en skotið er of innarlega og Sokal í markinu handsamar þetta auðveldlega..
79. mín
Inn:Gleb Zherdev (Hvíta Rússland U21) Út:Kirill Zinovich (Hvíta Rússland U21)
76. mín
Jæja hornspyrna frá vinstri sem Andri Fannar tekur!

Spyrnan er góð inn á teig sem Hvít Rússi flikkar óvart á Sævar Atla sem á skalla en hann er virkilega laus og beint á Sokal í markinu..
71. mín
Það er svo lítið að gerast í leiknum, svo mikið af stoppum ég er að brjálast hérna..

Vonum að okkar menn nái að finna einhvern neista og ná inn þriðja markinu!
70. mín
Inn:Oleg Nikiforenko (Hvíta Rússland U21) Út:Yaroslav Oreshkevich (Hvíta Rússland U21)
68. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
67. mín
Brynjólfur sest á grasið. Vonandi ekki alvarlegt.
Anton Freyr Jónsson
67. mín
Ja hérna hér nú er það Brynjólfur sem sest niður í grasið

Virðist vera aftan í læri eða eitthvað álíka...
65. mín
Inn:Ilya Vasilevich (Hvíta Rússland U21) Út: Uladzislau Marozau (Hvíta Rússland U21)
61. mín Gult spjald: Yaroslav Oreshkevich (Hvíta Rússland U21)
60. mín
Íslenska liðið er ekki búið að skapa sér eitt færi í seinni

Það er eins og okkar menn séu bara ekki í takti eftir frábæran fyrri hálfleik..
58. mín Gult spjald: Dmitri Prischepa (Hvíta Rússland U21)
57. mín Gult spjald: Kirill Zinovich (Hvíta Rússland U21)
55. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
55. mín
Ísak Snær heldur um bringuna á sér, Ísak var bara labbandi og settist svo eftir að finna fyrir verk í brjósti
53. mín
Ísak Snær sest í grasið...

Sá ekki hvað gerðist en bið til guðs þetta sé ekkert alvarlegt

Sævar Atli er að koma inn á
53. mín Gult spjald: Róbert Orri Þorkelsson (Ísland U21)
52. mín
Íslenska liðið er farið að verjast í 4-4-2 sem virðist ekki vera að virka vel til að byrja með allavega...

Hvít Rússar eru meira með boltann í byrjun seinni..
50. mín Gult spjald: Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
48. mín MARK!
Kirill Zinovich (Hvíta Rússland U21)
Stoðsending: Vladislav Lozhkin
Þetta er orðinn leikur aftur...

Langur bolti inn fyrir vörnina á Lozhkin sem kemur með frábæra sendingu út í teiginn á Zinovich sem kemur á ferðinni og klárar þetta reyndar frábærlega í fyrsta..
46. mín
Inn:Nikita Demchenko (Hvíta Rússland U21) Út:Ruslan Lisakovich (Hvíta Rússland U21)
46. mín
Seinni farinn af stað!!

FÓKUSSSS!!!
45. mín
Kristall Máni með geggjaða tilraun undir lok fyrri hálfleiks en yfir fór boltinn!
Anton Freyr Jónsson
45. mín
Hálfleikur
Íslendingar fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn og við erum eiginlega heppnir að hafa ekki fengið á okkur mark en gætum einnig verið búnir að skora fleiri mörk!

Seinni eftir korter!
45. mín
Hahaha Kristall Máni !

Boltinn dettur fyrir Kristal Mána í teignum og Kristall reynir að lyfta boltanum yfir Sokal í markinu með "Rabona" spyrnu, þetta sér maður ekki oft en um að gera að reyna þetta!

Bara á YouTube og skrifa "Erik Lamela Rabona Goal" ef þið vitið ekki hvað Rabona spyrna er
43. mín
Marki Kristals Mána fagnað!
Anton Freyr Jónsson
43. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Stoðsending: Kristian Nökkvi Hlynsson
Á MARKAMÍNÚTUNNI!!!!

Ísak Snær skallar boltann fyrir Kristian sem lyftir boltanum inn fyrir á Kristal sem er í kapphlaupi við Sokal markmann Hvít Rússa, Kristall vinnur kapphlaupið og kemst einn gegn marki og rennir boltanum auðveldlega í netið!!!

Það var alveg svakaleg rangstæðulykt af þessu reyndar en áfram gakk bara ;)
40. mín
Binni!

Brynjólfur fær boltann fyrir utan teig og fer framhjá einum og á fast skot en það er beint á Sokal í markinu

Um að gera að reyna þetta!
35. mín
Jæja þarna kom smá neisti!

Vel fært milli kanta, færðum boltann frá hægri til vinstri sem endaði á því að Kristian fann Andra Fannar inn á teig sem reyndi að gefa fyrir en af varnarmanni fór boltinn og hornspyrna niðurstaða!
32. mín
Hvít Rússar eru að komast meira og meira inn í leikinn og mér líkar það ekki

Íslensku strákarnir hafa verið meira einbeittir að því að komast inn í hausinn á Hvít Rússunum og pirra þá en að spila góðan sóknarbolta..
26. mín
HR í færi!!

Lozhkin kemst upp að teig Íslendinga og leggur boltann inn í teiginn á Marozaou sem á fast skot en Hákon Rafn ver þetta yfir markið

Íslenska liðið frekar sofandi varnarlega..
21. mín
FÆRI!!!

Brynjólfur fær boltann inn í teig og nær að halda boltanum frá svona 4 varnarmönnum HR , leggur boltann til hliðar á Kristal sem lyftir boltanum á fjærsvæðið þar sem Andri Fannar reynir að pota boltanum inn, það mislukkast og í kjölfarið stoppar dómarinn leikinn vegna höfuðmeiðsla Andra

Andri er staðinn á lappir, ótrúlegt hann skoraðu ekki samt..

17. mín
Ja hérna hér...

Langur inn fyrir á Marozau, Birkir er í baráttu við hann en hreinlega bara hrapar á rassinn og Marozau kemst einn inn fyrir en Hákon Rafn ver þetta ótrúlega vel í markinu!!!

Focus takk!
15. mín
Kristian Nökkvi kemur okkur í 1-0 !

Anton Freyr Jónsson
15. mín MARK!
Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Stoðsending: Brynjólfur Willumsson (f)
ÞARNA ERUM VIÐ AÐ TALA SAMAN!!!!

Vel spilað í kringum teig HR þar sem að Brynjólfur Andersen kemst inn á teiginn og á skot sem Sokal ver út í teiginn og Kristian Hlynsson er ótrúlega fljótur að átta sig og fylgir vel á eftir í fjærhornið!!!

VAMOS!!
13. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!!

Íslendingar fljótir fram þar sem að Ísak finnur Binna sem laumar boltanum inn fyrir á Kristal sem kemst inn í teig og hótar skotinu og setur Hvít Rússa á rassinn, Kristall kemst þá einn gegn Sokal í markinu og á skot milli fóta Sokal en þar fyrir aftan hann er Hvít Rússi sem bjargar á línu!!!
12. mín
Hvít Rússar ætla bara að vera þéttir til baka, beita skyndisóknum og nýta sér föst leikatriði
10. mín
FÆRI!!!

Innkast á kollinn á Brynjólfi sem flikkar boltanum inn á teig þar sem að Ísak fær gott færi inn í teig en á skot rétt framhjá markinu!!
8. mín
Úfff.........

Þarna vorum við að ég held heppnir að fá ekki á okkur víti

Bolti inn fyrir á Lozhkin og Ísak Óli flækist aftan í honum og hann fellur niður en Hollendingurinn gerir frábærlega og veifar höndum og dæmir ekkert!!
7. mín
Gott færi!!

Andri með fasta aukaspyrnu inn á teiginn þar sem að Kristall Máni kemur á ferðinni og á skalla en vel yfir markið hins vegar..
5. mín
Hornspyrna frá vinstri, Birkir Heimisson tekur hana en hún er léleg og fer bara yfir markið...
4. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað rétt fyrir utan teig

Kristian Hlynsson tekur spyrnuna, hún er ágæt en fer rétt yfir markið
2. mín
Íslendingar vilja víti þegar að Ísak Snær fer niður í teignum en Hollendingurinn segir bara "stattu upp"

Ekkert á þetta
1. mín
Leikur hafinn
NÚ ER ÞAÐ DUGA EÐA DREPAST!!!

KOMA SVOOOO!!!

ÁFRAM ÍSLAND!!!
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands í dag.

Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Breyting á leikkerfi

Það virðist vera að íslenska landsliðið mun spila í 4-3-3, þá virðist þetta líta svona upp.

Hákon
Bjarki - Ísak - Birkir - Róbert
Kolbeinn
Kristian - Andri
Kristall - Brynjólfur - Ísak Snær
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliðinu!


Byrjunarliðið hefur verið opinberað og er tvær breytingar eru á liðinu sem vann 9-0 sigur á Liechtenstein í síðustu viku. Birkir Heimisson kemur inn í varnarlínuna fyrir Atla Barkarson og Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn í liðið fyrir Óla Val Ómarsson. Stillt er upp í þriggja miðvarða kerfi og er Birkir í hjarta varnarinnar ásamt Ísaki Óla og Róberti Orra.

Á vef UEFA er Kristian Hlynssyni stillt upp í vinstri vængbakverði og Ísaki inn á miðsvæðinu. Það verður fróðlegt að sjá hvort það verður raunin þegar leikurinn hefst.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik


Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, spjallaði við Fótbolta.net á æfingu í gær og ræddi meðal annars um sigur Kýpur gegn Grikklandi.

Þessi úrslit gefa meiri von en Grikkir eiga eftir að mæta Portúgal úti og þeim nægir jafntefli. Þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að klára okkar verkefni, þessa tvo leiki sem við eigum. Við erum með fókusinn á Hvíta-Rússlandi og þurfum að mæta vel gíraðir í þann leik," segir Brynjólfur.

"Hvít-Rússarnir eru með mjög öflugt lið og unnu til að mynda Kýpur. Við þurfum að mæta klárir í þennan leik."

U21 landsliðið er með mikla breidd sóknarlega en í síðasta leik vannst 9-0 sigur gegn Liechtenstein.

"Við erum með fullt af flottum sóknarmönnum. Það er gaman að sjá hvað Ísland er komið með marga svona leikmenn í yngri landsliðunum. Mörkin hjá okkur hafa verið að koma úr öllum áttum. Það geta allir haft áhrif á leikinn," segir Brynjólfur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


"Möguleikinn er enn opinn en Grikkirnir eru enn með stjórnina á þessu," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, á æfingu í gær.

"Við settum þennan glugga þannig upp að við ætluðum að fara í hann með góða tilfinningu og eiga góða leiki. Leikurinn á morgun (í kvöld) er skref í því. Halda áfram að spila vel og vonandi fylgja úrslitin með í því. Markmiðið okkar var að vera í séns þegar júníglugginn myndi byrja. Þannig er staðan og við reynum að bæta okkur áfram og njóta stöðunnar. Það er ýmislegt undir og það er bara gott."

Ísland vann 2-1 útisigur í fyrri leiknum gegn Hvíta-Rússlandi en þar skoraði Hákon Arnar Haraldsson, sem er með A-landsliðinu núna, bæði mörk Íslands. Hvernig lið er Hvíta-Rússland?

"Þetta eru líkamlega sterkir strákar. Þeir eru tilbúnir að fara í slagsmál og eru beinskeyttir sóknarlega. Við þurfum að vera klárir í að taka aðeins á þeim. Þetta verður hörkuleikur og þeir hafa spilað vel upp á síðkastið."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Þetta þarf að gerast svo U21 komist í umspil um sæti á EM
Á mánudag gerðust óvæntir hlutir í riðli íslenska U21 árs landsliðsins í undankeppni fyrir EM 2023. Grikkland, sem er í öðru sæti riðilsins, tapaði 3-0 gegn Kýpur á útivelli. Ef Grikkland hefði unnið leikinn hefðu vonir Íslands um sæti í lokakeppninni verið úti.

Þegar Ísland á tvo leiki eftir af sinni undankeppni er liðið fimm stigum á eftir Grikklandi sem á einungis einn leik eftir. Til að byrja með þarf íslenska liðið að vinna sína tvo leiki til að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á EM.

Alls eru níu riðlar í undankeppninni og fara liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í umspil um hvaða lið fara að lokum í lokakeppnina. Öll liðin í 2. sæti, nema eitt, fara í þetta umspil. Það er þannig að liðið með besta árangurinn í 2. sæti í riðlunum níu fer beint á lokamótið.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í kvöld og svo er leikur gegn Kýpur á laugardag. Báðir þessir leikir fara fram á Víkingvelli.

Þar sem Grikkland er með fimm stiga forskot þá þarf einnig að treysta á að Grikkir tapi í sínum lokaleik. Lokaleikur Grikklands fer fram á sama tíma og Ísland mætir Kýpur og eru andstæðingar Grikkja topplið riðilsins, Portúgal. Portúgal er öruggt með toppsætið í riðlinum og þar með sæti á EM. Liðið hefur unnið alla sína leiki nema einn (jafntefli gegn Íslandi) til þessa í keppninni.

Grikkland er með betri árangur innbyrðis gegn Íslandi (sigur og jafntefli) sem þýðir að ef Grikkland fær eitt stig gegn Portúgal mun liðið enda fyrir ofan Ísland í riðlinum. Það er árangur úr innbyrðisviðureignum sem horft er í ef lið enda með jafnmörg stig.

Leikirnir sem eru eftir í riðlinum og skipta máli
miðvikudagur 8. júní
18:00 Ísland-Hvíta-Rússland (Víkingsvöllur)

laugardagur 11. júní
19:15 Portúgal-Grikkland (Estádio Cidade de Barcelos)
19:15 Ísland-Kýpur (Víkingsvöllur)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan miðvikudaginn og verið velkomin með okkur í þráðbeina textalýsingu frá Fossvogi þar sem Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM U21 landsliða. Dómarar leiksins koma frá Hollandi, Sander Van Der Eijk flautar til leiks klukkan 18.

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
16. Danila Sokal (m)
2. Andrey Rylach
4. Roman Vegerya
9. Vladislav Lozhkin
11. Yaroslav Oreshkevich ('70)
15. Ruslan Lisakovich ('46)
18. Maksim Myakish
19. Dmitri Prischepa
20. Uladzislau Marozau ('65)
22. Pavel Pashevich
23. Kirill Zinovich ('79)

Varamenn:
5. Daniil Miroshnikov
6. Gleb Zherdev ('79)
7. Oleg Nikiforenko ('70)
8. Viktor Sotnikov
13. Nikita Demchenko ('46)
14. Ilya Vasilevich ('65)
21. Nikita Khalimonchik

Liðsstjórn:
Sergei Yasinski (Þ)

Gul spjöld:
Kirill Zinovich ('57)
Dmitri Prischepa ('58)
Yaroslav Oreshkevich ('61)
Maksim Myakish ('92)

Rauð spjöld: