Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Vestri
2
2
Kórdrengir
0-1 Þórir Rafn Þórisson '18
0-2 Kristófer Jacobson Reyes '34
Vladimir Tufegdzic '45 1-2
Toby King '57 2-2
11.06.2022  -  14:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Vladimir Tufegdzic
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
Daniel Osafo-Badu
5. Aurelien Norest
5. Chechu Meneses ('19)
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen ('29)
19. Pétur Bjarnason
26. Friðrik Þórir Hjaltason
27. Christian Jiménez Rodríguez
55. Diogo Coelho

Varamenn:
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
13. Toby King ('29)
14. Deniz Yaldir
22. Elmar Atli Garðarsson ('19)
23. Silas Songani
77. Sergine Fall

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Benedikt Jóhann Þ. Snædal
Christian Riisager Andersen

Gul spjöld:
Daniel Osafo-Badu ('47)
Friðrik Þórir Hjaltason ('50)
Jón Hálfdán Pétursson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarnt jafntefli hérna.
91. mín
Þórir Rafn með laust skot fyrir utan beint á Marvin.
88. mín Gult spjald: Jón Hálfdán Pétursson (Vestri)
Iosu Villar tekur hér augljósa dýfu fyrir framan bekkinn en fær aukaspyrnu. Réttlætiskennd Jóns Hálfdáns ber hann ofurliði.
88. mín
Ekkert varð úr þessu.
87. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Tekur Tufa niður sem var komin framhjá honum. Aukaspyrna á hættulegum stað í góðri fyrirgjafarstöðu.
84. mín
Arnleifur með skalla frekar langt yfir.
81. mín
Kórdrengir komast upp að endamörkum og hættuleg sending sem endar með hornspyrnu sem ekkert verður úr.
78. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir) Út:Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir)
72. mín
Kórdrengir eiga hér horn. Komust í fína stöðu en Vestri komu þessu útfyrir. Úr horninu kemur laus skalli beint á Marvin.
68. mín
Sending fyrir og Friðrik Hjaltason virðist vera í afbragðs skallafæri en hittir ekki boltann. Mikill kraftur í Vestra hérna og stúkan að taka við sér.
67. mín
Spyrnan skölluð í horn.
66. mín Gult spjald: Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir)
Brot og aukaspyrna á hættulegum stað.
65. mín
Vestri fá horn og eiga nú annað horn. Það er hættulegt og Daði við það að fá hann yfir sig en blakar honum frá.
58. mín
Kórdrengir fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Sending fyrir sem Marvin slær frá og Pétur flautar á brot. Í kjölfarið setja þeir hann í netið og Davíð Smári er illur að hafi verið dæmt á þetta.
57. mín MARK!
Toby King (Vestri)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Virkilega pen sending inn fyrir hjá Tufa sem sendir Toby King einan í gegn í frekar þröngu færi en hann setur hann yfirvegað í nærhornið. Allt orðið jafnt!
55. mín
Pétur Bjarnason sleppur einn í gegn og fellur við. Pétur bendir á markspyrnu, þetta var alla vega hornspyrna ef ekkert var brotið.
52. mín
Vestri fær horn og boltinn endar hjá Toby King á fjær sem setur hann lágan fyrir. Hættulegt en endar í öðru horni. Uppúr því fær Vestri aukaspyrnu á hættulegum stað en spyrna Toby King ekki til útflutnings.
50. mín Gult spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
Sparkar hér mann Kórdrengja niður.
48. mín
Inn:Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
47. mín
Nathan Dale mætir fyrirgjöfinni en hann setur hann nánast beint á Marvin. Fínasta færi.
47. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Tæklar hér leikmann gestanna út á kanti. Aukaspyrna á fínum fyrirgjafarstað.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn til lífs. Kórdrengir byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Þetta mark ætti að krydda aðeins seinni hálfleikinn. Ansi mikil deyfð yfir heimamönnum fram að því og ef staðan hefði verið 0-2 í hálfleik hefði ég ekki séð annað en þægilega siglingu fyrir Kórdrengi sem hafa átt nokkuð þægilegan dag hér fram að þessu.
45. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Vestri með mark á besta tíma! Tufa sleppur hér í gegn og nær að teygja sig í knöttinn á undan Daða í markinu og hann rúllar inn.
44. mín
Tufa í dauðafæri, Toby King stingur í gegn en Tufa og lengi að koma sér í skotið og varnarmenn Kórdrengja komast í hann.
40. mín
Kórdrengir fá hér þrjár hornspyrnur í röð. Engin merkileg þó.
34. mín MARK!
Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir)
Vestramenn hreinlega geta ekki varist þessa dagana. Sending fyrir á fjær þar sem Kristófer Reyes er merkilega einn og hann skallar niður og Marvin ver hann inn.
29. mín
Inn:Toby King (Vestri) Út:Nicolaj Madsen (Vestri)
Afar slæm tíðindi fyrir Vestra. Madsen meiddur. Marvin markvörður einnig haltrandi.
23. mín
Dauðafæri! Kórdrengir komast upp að endamörkum og sending niðri rétt fyrir framan markið þar sem Þórir skýtur en Marvin ver vel.Marvin þarf aðhlynningu í kjölfærið.
19. mín
Inn:Elmar Atli Garðarsson (Vestri) Út:Chechu Meneses (Vestri)
Chechu Meneses meiddist við að elta Þóri.
18. mín MARK!
Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Fyrsta sókn Kórdrengja að ráði og þeir skora! Sending inn fyrir vörnina sem er sendir Þóri einan í gegn og hann vippar honum afar snyrtilega í netið.
15. mín
Madsen með flotta sendingu fyrir en Ondo skallar í horn rétt áður en Pétur Bjarrnason nær að skalla.
11. mín
10 mínútur liðnar og fátt markvert gerst. Má segja að vissar þreyfingar séu í gangi.
4. mín
Tufa í ágætisfæri fyrir Vestra. Madsen vinnur boltann framarlega og rennir honum inn fyrir en Tufa í frekar þröngu færi spyrnir honum vel framhjá á nær.
1. mín
Leikur hafinn
Vestri hefur leik.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, það gekk vel. Fremur napurt hérna, hiti um 7 gráður og gola inn fjörðinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Sýnist Vestri skipta yfir í 5-3-2 til þess að reyna að stoppa í götin. Daði Freyr og Loic Ondo eru að koma aftur á sinn gamla heimavöll auk Hákons Inga sem er á bekknum. Athyglisvert að meðal varamanna Kórdrengja er Heiðar Helguson. Sverrir Páll Hjaltested er að koma tilbaka úr meiðslum og er einnig á bekknum, spurning hvort hann sé klár í eitthvað af mínútum í dag.
Fyrir leik
Það góða við landsleikjahléð er að Lengjudeildin fær afnot af bestu dómurum landsins á meðan. Pétur Guðmundsson dæmir þennan leik og vonandi ferst honum vel úr hendi.
Fyrir leik
Í síðustu umferð gerðu Kórdrengir 1-1 jafntefli við Grindavík en Vestri fór í Árbæinn í leik sem gat dottið hvoru megin sem er fyrstu 10 mínúturnar en þetta féll á endanum til Fylkismanna sem unnu 5-0. Varnarleikur og markvarsla Vestra hefur verið vandamál en Kórdrengir að ströggla við að skora mörk.
Fyrir leik
Fyrri leikir milli þessara liða eru fáir enda saga Kórdrengja stutt. Í fyrra unnu Kórdrengir 2-0 í Breiðholtinu en liðin skildu jöfn hér fyrir vestan í lok september, 3-3. Vestramenn eru því á höttunum eftir fyrsta deildarsigrinum gegn þessu félagi.
Fyrir leik
Liðin hafa bæði leikið 5 leiki í sumar og eru væntanlega bæði með færri stig en þau bjuggust við. Kórdrengir eru búnir að vinna einn leik og sitja í 7. sæti með 6 stig, Vestri einnig búnir að næla í einn sigur og eru í 9. sæti með 5 stig.
Fyrir leik
Komiði heil og jafnvel sæl og verið velkomin á beina textalýsingu af leik Vestra og Kórdrengja í Lengjudeildinni.
Byrjunarlið:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Daníel Gylfason ('48)
10. Þórir Rafn Þórisson
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
19. Kristófer Jacobson Reyes ('78)
22. Nathan Dale

Varamenn:
1. Óskar Sigþórsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson ('78)
7. Marinó Hilmar Ásgeirsson ('48)
20. Óskar Atli Magnússon
33. Magnús Andri Ólafsson
77. Sverrir Páll Hjaltested

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Kristófer Jacobson Reyes ('66)
Loic Mbang Ondo ('87)

Rauð spjöld: