FH
6
0
Grindavík
Kristin Schnurr '28 1-0
Shaina Faiena Ashouri '32 2-0
Colleen Kennedy '40 3-0
Esther Rós Arnarsdóttir '59 4-0
Elísa Lana Sigurjónsdóttir '61 5-0
Elísa Lana Sigurjónsdóttir '74 6-0
15.06.2022  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 11 gráður, vindur og grátt yfir
Dómari: Lars Davíð Gunnarsson
Maður leiksins: Colleen Kennedy
Byrjunarlið:
31. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Shaina Faiena Ashouri
4. Halla Helgadóttir
6. Hildur María Jónasdóttir ('72)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('72)
14. Kristin Schnurr ('62)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('62)
33. Colleen Kennedy ('62)

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('72)
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('62)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('62)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('62)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
26. Eydís Arna Hallgrímsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Dagur Óli Davíðsson
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Selma Sól Sigurjónsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risasigur FH á heimavelli í kveld. Ég þakka samfylgdina. Skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
83. mín
Inn:Inga Rún Svansdóttir (Grindavík) Út:Kara Petra Aradóttir (Grindavík)
82. mín
DAUÐAFÆRI!
Rannveig á skot í stöngina sem stúkan byrjar að fagna en boltinn fór ekki inn! Ótrúlegt.
80. mín
Lítið að frétta þessa stundina. FH-konur eru að sigla þessu heim.
74. mín MARK!
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
6-0!!!
Elísa með sitt annað mark í leiknum. Hún fylgir eftir skoti Shainu, sem Lauren varði út í teiginn.
72. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Hildur María Jónasdóttir (FH)
72. mín
Inn:Eydís Arna Hallgrímsdóttir (FH) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
66. mín
Inn:Ragnheiður Tinna Hjaltalín (Grindavík) Út:Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík)
66. mín
Inn:Viktoría Sól Sævarsdóttir (Grindavík) Út:Bríet Rose Raysdóttir (Grindavík)
62. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Colleen Kennedy (FH)
62. mín
Inn:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH) Út:Kristin Schnurr (FH)
62. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
61. mín MARK!
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Nánast alveg eins mark og hið fjórða!
Endurtekinn leikur þar sem að Colleen kemst inn á teiginn, gefur boltann til hliðar á Esther sem skýtur, en í þetta skiptið ver Lauren boltann, þó ekki lengra en út í teiginn, þar sem Elísa Lana stendur og klárar.
59. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
Stoðsending: Colleen Kennedy
Fjögur mörk gegn engu!
Vörnin enn og aftur í vandræðum með Colleen á hægri kantinum, sem kemst auðveldlega inn á teiginn, gefur knöttinn á Esther, sem klárar snyrtilega.
55. mín
Það er skemmtilegt að fylgjast með baráttunni á milli Elísu og Ásu á vinstri kantinum. Þær gefa ekki tommu eftir.
51. mín
Una með frábæra sendingu inn fyrir á Júlíu sem kemst framhjá Fanneyju en vörn FH kemst fljótt í boltann, svo að Júlía nái ekki almennilegu skoti á markið.
47. mín
FH-konur byrja hálfleikinn með uppteknum hætti og sækja hornspyrnu.
45. mín
Jæja, þá hefjast leikar aftur. Hálfleiksræða Jóns Óla verður að hafa heppnast vel ef liðið á að koma til baka.
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótartími og Lars flautar til hálfleiks.
40. mín MARK!
Colleen Kennedy (FH)
Frábærlega gert!
Þriðja markið á tólf mínútum! Colleen þeytist upp kantinn, kemur sér inn á teiginn og lætur vaða í nærhornið.
36. mín
Shaina með frábæra spyrnu inn á teiginn. Boltinn svífur þó óskiljanlega yfir allar hvítu treyjurnar!
36. mín
FH-konur sækja af miklum krafti og vinna hornspyrnu.
32. mín MARK!
Shaina Faiena Ashouri (FH)
Þegar það rignir, þá hellirignir!
Nánast afrit af fyrsta markinu. Hildur á skot sem er varið en Shaina nær til knattarins og sýnir mikla yfirvegun í slúttinu.
32. mín
Colleen sýnir lipra takta á hægri kantinum, kemur knettinum fyrir og Kristín nær skoti en það fer af vörninni.
28. mín MARK!
Kristin Schnurr (FH)
Elísa skýtur á markið og Lauren ver út í teiginn, þar sem Kristín er vel staðstett til þess að setja boltann þægilega í netið.
24. mín
Grindavík á í miklum erfiðleikum með að tengja saman sendingar vegna ógnvænlegrar hápressu heimakvenna.
18. mín
Esther með góðan bolta inn á teiginn, sem Shaina reynir að ná til, en rekur sig utan í Lauren og nær því ekki til boltans.
14. mín
Elísa Lana í harðri baráttu við Ásu og kemst inn á teiginn, en Ása nær fyrr til boltans. Stúkan kallar eftir vítaspyrnu.
11. mín
FH-konur með miklu meiri tök á leiknum þessa stundina, eins og við var að búast.
10. mín
Grindavík á hornspyrnu.
9. mín
Grindavíkurkonur sækja hratt og Júlía kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem rennur í gegnum allan pakkann.
5. mín
FH á horn sem Sunneva tekur. Ekkert úr henni.
3. mín
Shaina á skottilraun utan af teigi sem Lauren grípur auðveldlega.
1. mín
FH byrjar sterkt og Shaina sækir hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá hefst veizlan. Grindavík byrjar og sækir í átt að æfingasvæði FH-inga.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Lars Davíð Gunnarsson. Honum til aðstoðar eru þeir, Hrannar Björn Arnarsson og Ásgeir Sigurðsson sem gegna hlutverki aðstoðardómara.
Fyrir leik
Grindavík hefur ekki byrjað tímabilið eins vel og FH, en liðið er samt sem áður mjög kröftugt og með frábæran þjálfara í Jón Óla. Grindavíkurliðið hefur átt í erfiðleikum með markaskorun þar sem að liðið hefur aðeins skorað sex mörk og á Mimi Eiden fjögur þeirra. Liðið verður að fá framlag frá fleiri leikmönnum í kvöld.

Fyrir leik
FH hefur vegnað vel á tímabilinu og situr í efsta sæti Lengjudeildarinnar. Markaskorun né varnarleikur hefur verið vandamál hjá þeim. Liðið er taplaust það sem af er tímabili og hefur skorað 17 mörk í sex leikjum og aðeins fengið á sig fjögur. Að því sögðu, má gera kröfu á sigur hjá fimleikafélaginu í kvöld.
Fyrir leik
Leikið verður á Kaplakrikavelli í kveld.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Grindavíkur í Lengjudeild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Lauren Houghton (m)
2. Bríet Rose Raysdóttir ('66)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
6. Helga Rut Einarsdóttir
7. Kara Petra Aradóttir ('83)
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Júlía Ruth Thasaphong
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('66)
18. Ása Björg Einarsdóttir
22. Sigríður Emma F. Jónsdóttir

Varamenn:
12. Irma Rún Blöndal (m)
5. Kolbrún Richardsdóttir
16. Viktoría Sól Sævarsdóttir ('66)
17. Inga Rún Svansdóttir ('83)
19. Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('66)
21. Birta Eiríksdóttir
26. Elísabet Birgisdóttir

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Alexander Birgir Björnsson
Signý Ósk Ólafsdóttir
Petra Rós Ólafsdóttir
Vladimir Vuckovic
Rósa Ragnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: