FH
2
2
Leiknir R.
0-1 Emil Berger '3 , víti
Baldur Logi Guðlaugsson '6 1-1
Kristinn Freyr Sigurðsson '21 2-1
2-2 Maciej Makuszewski '90
16.06.2022  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Hvasst og gráskýjað
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Viktor Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('75)
19. Lasse Petry ('62)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('75)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
2. Ástbjörn Þórðarson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson ('62)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Oliver Heiðarsson ('75)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('75)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Jóhann Emil Elíasson
Heiðar Máni Hermannsson
Jón Páll Pálmason

Gul spjöld:
Lasse Petry ('57)
Eggert Gunnþór Jónsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mögnuðum leik hér lokið!

Minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.
90. mín Gult spjald: Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
Sparkar boltanum í burtu þegar FH á aukapyrnu.
90. mín MARK!
Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
Leiknir eru að jafna!!!

Sá ekki hver átti sendingu fyrir markið en Maciej er mættur að pota honum inn!
90. mín
Maciej Makuszewski gerir vel og sendir út á Jón Hrafn sem skýtur í varnarmann.
90. mín
Uppbótartími eru fjórar mínútur.
88. mín
Leiknir eru að sækja mikið núna og ætla sér að fá eitthvað úr þessum leik.
87. mín
Frekar daufar mínútur hérna í lokinn.
81. mín
Vuk fær aðhlynningu eftir að hafa fengið boltann í höfuðið.

Hann er staðinn upp og við getum haldið áfram.
79. mín
FH-ingar að liggja djúpt niðri, ætla bara að reyna sigla þessum þrem punktum heim.
77. mín
Logi Hrafn skallar fyrirgjöf Emils Berger í horn.
77. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Mikkel Dahl (Leiknir R.)
76. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
76. mín
Bæði lið að hrista upp í hlutunum með skiptingum.
75. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Máni Austmann Hilmarsson (FH)
75. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
74. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
74. mín
Inn:Maciej Makuszewski (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
74. mín
Mikkel Dahl keyrir upp og fær nú enga hjálp frá liðsfélögum. Tekur síðan skotið beint á Atla þegar FH-ingarnir umkringja hann.
69. mín
Birgir Baldvins á skot sem fer af Finn Orra og í horn.
67. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
65. mín
FH-ingar vilja víti eftir að Máni fer niður í vítateig.

Gyrðir var í bakinu á honum en ég veit ekki með vítaspyrnu.
63. mín
Leiknir fær aukspyrnu á hægri kanti, taka stutt og Mikkel Jakobsen á skot sem vörn FH tekur.
62. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Lasse Petry (FH)
60. mín
Gyrðir Hrafn tekur boltann úr vörninni og keyrir alveg upp að vítateig FH en á síðan sendingu sem fer beint í vörn FH.
57. mín Gult spjald: Lasse Petry (FH)
Tekur mann niður þegar Leiknir voru á leiðinni upp í sókn.
57. mín
Bjarki Aðalsteins með of fasta sendingu upp á Róbert Hauks og boltinn fer út af endalínu.
54. mín
Emil Berger reynir fyrirgjöf sem er aðeins of há fyrir Róbert.
52. mín
Leiknir skalla í horn eftir fyrirgjöf.
48. mín
Mikkel Jakobsen með frábæra fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Birgir Baldvins er mættur. Atli Gunnar gerir vel og ver frá Birgi.
48. mín
Róbert Hauks fær hornspyrnu fyrir Leikni.
46. mín
Gyrðir Hrafn misreiknar sig og fær boltann undir sig. Matti Vil keyrir upp kantinn og sendir fyrir en Leiknismenn koma þessu í horn.
46. mín
Leikur hafinn
FH byrjar seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
FH leiðir í hálfleik.

Þrjú mörk sem eru komin en hefðu hæglega getað verið fleiri.
42. mín
USSS!

Lasse Petry með frábæra aukaspyrnu enn eina ferðina sem ratar að þessu sinni á Óla Guðmunds sem nær góðum skalla en Viktor Freyr ver frábærlega í slánna!
41. mín
Finnur Orri vinnur boltann og Máni Austmann keyrir upp í skyndisókn. Hann nær ekki að gera neitt úr því og FH halda boltanum.
40. mín
Tvíburar að mætast.

Skemmtileg staðreynd að Máni Austmann Hilmarsson í liði FH og Dagur Austmann í Leikni eru bræður og meira að segja tvíburar.
39. mín
Dagur Austmann fær aukaspyrnu við hægri kantinn.
38. mín
Baldur Logi með aukspyrnu rétt framhjá!!!

Þessi var góð.
37. mín
Lasse Petry fær aukaspyrnu fyrir utan vítateig Leiknis.

34. mín
Skalli í slá!!!

Lasse Petry tekur spyrnuna beint á Gumma Kri sem stangar boltann í slánna og yfir markið í markspyrnu.
34. mín
FH fær aukaspyrnu á hægra horni vítateigsins.
33. mín
Bæði lið að skiptast á boltanum.
29. mín
Ólafur Guðmunds reynir fyrirgjöf en Dagur Austmann hendir sér fyrir boltann og FH fær horn.
25. mín
Birgir með snyrtilega sendingu á Mikkel JaKobsen sem fær hornspyrnu.
23. mín
Árni Elvar reynir fyrirgjöf sem fer himinhátt yfir markið.
21. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
MAAARK!

Kiddi Freyr fær skopandi bolta úr teignum eftir hornspyrnu og tekur hann viðstöðulaust í hornið!

Mjög vel tekið þarna!
19. mín
Kristinn Freyr sendir út á Matta Vil en Birgir Baldvins með góða vörn og hreinilega kjötar Matta af boltanum.
18. mín
Dagur Austmann keyrir í bakið á Baldur Loga og Erlendur dæmir aukaspyrnu á vallarhelming FH.
16. mín
Emil Berger á fyrirgjöf og Róbert Hauks nær skoti í fyrsta en beint á Atla Gunnar í markinu.
15. mín
Nafnarnir tveir aftur að verki fyrir Leikni, eiga gott samspil og fá horn.
13. mín
Mikkel Dahl tekur boltann á kassann og sendir út á Mikkel Jakobsen sem keyrir á vörnina en skotið slakt.
11. mín
Viktor Freyr hafði heppnina með sér þarna!

Ætlar að sparka út frá marki en Matti Vil fær boltann í sig og yfir markið í markspyrnu.
10. mín
Kristinn Freyr sendir háan bolta inn í teig á Mána sem sendir út á Matta Vil en vörnin tekur skotið.
9. mín
Þeir taka hornið stutt og Ólafur endar með því að taka skot sem fer beint á Viktor Frey.
8. mín
FH fær hér horn sem Ólafur Guðmunds tekur.
6. mín MARK!
Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
FH búið að jafna!

Leiknir nær ekki að koma boltanum frá eftir sókn FH eftir margar tilraunir og Baldur Logi nær frákasti og potar honum inn.
5. mín
Mikkel Dahl reynir að senda í gegn á nafna sinn Mikkel Jakobsen en Gummi Kri sér við honum.
4. mín
FH fær aukaspyrnu hægra megin sem Lasse Petry tekur en Leiknismenn koma boltanum frá.
4. mín
Enginn draumabyrjun sem FH er að fá.
3. mín Mark úr víti!
Emil Berger (Leiknir R.)
Emil Berger skorar með miklu öryggi framhjá Atla Gunnnari
2. mín
Vítiiii!

Leiknir er að fá víti eftir að Mikkel Jakobsen reynir fyrirgjöf sem fer beint í hendina á Loga Hrafn!
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrja leikinn!
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson dæmir leikinn í dag og er með þá Egil Guðvarð Guðlaugsson og Guðmund Inga Bjarnason sér til aðstoðar á línunum. Einar Ingi Jóhannsson er skiltadómari að þessu sinni og KSÍ sendi Viðar Helgason til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.

Erlendur dæmir í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nú rétt í þessu tilkynntu þjálfarar liðanna byrjunarliðin sín og þau má sjá hér að neðan. FH spilaði síðast gegn KR 29. maí og tapaði 2 - 3 en á sama tíma tapaði Leiknir heima gegn Breiðabliki 1 - 2.

Ólafur Jóhannesson þjálfari FH gerir fjórar breytingar á sínu liði síðan þá. Atli Gunnar Guðmundsson kemur í markið í stað Gunnars Nielsen sem var að spila landsleik með Færeyjum í vikunni og er ekki í leikmannahópnum. Ólafur Guðmundsson snýr aftur eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla og þeir Máni Austmann Hilmarson og Logi Hrafn Róbertsson koma líka inn.

Steven Lennon sest á bekkinn eins og Ástbjörn Þórðarson en Haraldur Einar Ásgrímsson er utan hóps.

Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir líka eina breytingu á sínu liði. Mikkel Dahl kemur inn fyrir Brynjar Hlöðversson.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan á liðunum

Bæði lið hafa ekki átt gott mót hingað til og þurfa sigur í dag.

FHingar sitja í 9. sæti með sjö stig. Ljóst er að væntingarnar í Hafnarfirði fyrir mót hafi verið meiri og Óli Jó hefur verk að vinna ef þeir ætla sér í efri hlutann.

Leiknismenn eru í 11. sæti með þrjú stig og eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Leiknir hafa verið í vandræðum með markaskorun og hafa skorað minnst allra liða, einungis fjórum sinnum.
Fyrir leik
Veriði hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá leik FH og Leiknis í 9. umferð Bestu-deild karla!

Leikurinn hefst á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.


Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('74)
8. Árni Elvar Árnason ('67)
9. Róbert Hauksson
9. Mikkel Dahl ('77)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann ('74)
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
7. Maciej Makuszewski ('74)
10. Kristófer Konráðsson ('67)
19. Jón Hrafn Barkarson ('77)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('74)
24. Loftur Páll Eiríksson
80. Karan Gurung

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Maciej Makuszewski ('90)

Rauð spjöld: