Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
2
Vestri
Hákon Ingi Jónsson '70 , víti 1-0
1-1 Vladimir Tufegdzic '73 , víti
1-2 Martin Montipo '90
18.06.2022  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Marvin Darri Steinarsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
3. Reynir Haraldsson
10. Viktor Andri Hafþórsson
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('65)
17. Lúkas Logi Heimisson ('89) ('89)
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('72)
78. Killian Colombie

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('65)
4. Júlíus Mar Júlíusson
7. Dagur Ingi Axelsson ('89)
7. Arnar Númi Gíslason
9. Andri Freyr Jónasson ('89)
16. Orri Þórhallsson ('72)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Víðir Gunnarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Guðmundur Þór Júlíusson ('45)
Killian Colombie ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Endurkomusigur Vestra. Þeir taka öll þrjú stigin með sér Vestur. Fjölninsmenn hljóta að vera gjörsamlega brjálaði með að missa þetta niður. Fjölnir náði ekki tökum á leiknum og var refsað fyrir það í lokin.
90. mín
Hornspyrna Reynis frá vinstri fer yfir allan pakkan. Sigurjón Daði var kominn fram. Vestri var nálægt því að komast fram hinumegin og skora eftir að Silas stal boltanum eftir misheppnaða sendingu sendingu Fjölnismanns.
90. mín MARK!
Martin Montipo (Vestri)
Eftir aðra hornspyrnu datt boltinn fyrir leikmann Vestra sem leggur boltann á Martin Montipo sem hamrar boltann í netið. Rétt áður hafði Sergine átt geggjað skot í skeitin.
90. mín
Boltinn dettur fyrir Daniel í teig Fjölnis. Hann tekur boltann á lofti einn og óvaldaður en hittir boltann illa. Fjölnir kemur boltanum aftur yfir endamörk. Hornspyrna þeirra fer aftur fyrir endamörk hinumegin.
89. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
89. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
88. mín
Vestri nælir sér í hornspyrnu eftir sprett Sergine upp hægri kantinn. Gummi Júl nær að hoppa hæst í teignum og skallar boltann áfram frá markinu þar sem leikmaður Vestra tekur skot. Himin hátt yfir markið.
85. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu aðeins vinstra megin á vellinum sem Lúkas Logi setur inn á teiginn. Boltinn laus og auðvelt fyrir Vestra að koma boltanum frá.
84. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu úti í horni hægra megi. Reynir Haralds setur boltann á fjærstöngina. Aðeins of utarlega og Vestri kemur boltanum í burtu.
82. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
Fjölnir á leið í skyndisókn sem Nacio stöðvar með peysutogi.
79. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
79. mín
Reynir með hornspyrnu. Fjölnir setur alla leikmenn inn að markinu. Orri nær skalla en boltinn hátt yfir markið.
76. mín
Vilhjálmur einn á móti markmanni eftir sendingu inn fyrir vörn Vestra frá Orra Þórhalls. Vilhjálmur ætlaði sennilega að chippa boltanum yfir Marvin í markinu sem stóð mjög framarlega í markinu. Skotið var hinsvegar beint í hendur Marvins.
73. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Hans Viktor steig í veg fyrir sóknarmann Vestra sem hafði fengið boltann eftir beinskeitta sókn Vestra. Slakur varnarleikur hjá Fjölni sem hefði átt að vera löngu búið að koma boltanum í burtu.
72. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
70. mín Mark úr víti!
Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
Fjölnir komst í sókn. Missti boltann til Cristian miðvarðar Vestra sem ætlaði að spila boltanum til Marvins í markinu en sendingin allt of laust og Hákon Ingi komst á milli. Potaði boltanum framhjá Marvin sem braut á Hákoni. Ansi klaufalegt hjá Vestra.
68. mín Gult spjald: Marvin Darri Steinarsson (Vestri)
65. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
63. mín
Viktor Andri fær boltann inni á teignum eftir fyrirgjöf frá Reyni Haralds. Æðisleg fyrirgjöf sem flaut á grasinu. Reynir getur svo sannarlega sparkað almennilega í boltann. Viktor Andri lagði boltann fyrir sig en skot hans með tánni fór í hliðarnetið.
61. mín Gult spjald: Killian Colombie (Fjölnir)
Killian straujar niður leikmann Vestra sem voru komnir í álitlega sókn.
59. mín
Nacio með aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis. Chippar boltanum beint inn að markinu. Sigurjón fer niður á hnén og grípur boltann auðveldlega.
58. mín
Pétur Bjarna með lausan skalla í grasið og í hendur Sigurjóns markmans Fjölnis eftir sendingu frá Diogo af vinstri kantinum. Fínt færi sem Pétur verður að gera betur úr.
57. mín
Fjölnir við það að sleppa í gegn en slakar sendingar verða til þess að þeir fá einungis hornspyrnu. Fjölnir komst í stöðuna þrír á tvo en náðu ekki að nýta sér það.
55. mín
Reynir Haralds með skot sem fer beint á Marvin í marki Vestra. Boltinn barst til Reynis eftir að Fjölnir fékk aukaspyrnu á miðjum vellinum. Leikmaður Vestra tæklaði boltann og svo datt Fjölnis maðurinn. Rangur dómur enn og aftur frá Einari Inga.
52. mín
Fjölnr gefur Vestra hornspurnu eftir pressu gestanna. Upp úr horninu nær Vestri skalla rétt framhjá marki Fjölnismanna.
50. mín
Fjölnir vill vítaspyrnu þegar Killian sendir boltann fyrir markið en leikmaður Vestra sem reynir að tækla fyrir boltann á leið fyrir markið fær boltann augljóslega í hendina. Einar Ingi sleppir að dæma víti sem hefði verið erfitt að þræta fyrir.
48. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Gult fyrir að strauja niður Killian. Fjölnir fljótir að taka aukaspyrnuna og aftur gerist Daniel brotlegur þegar hann togar niður leikmann Fjölnis sem var að keyra upp hægri kantinn.
47. mín
Vestri með aukaspyrnu úti á hægri kantinum en það rennur út í sandinn eftir að leikmaður Vestra fær boltann í hendina.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað. Heimamenn byrja með boltann. Vonandi fáum við skemmtilegan seinni hálfleik, mörk og læti.
45. mín
Hálfleikur
Vonandi verður seinni hálfleikur tíðindameiri en sá fyrri. Þrátt fyrir nokkur færi, mis góð þá eiga bæði lið meira inni sóknarlega. Svo á Einar Ingi dómari mikið inni. Margir skrítnir dómar allan fyrri hálfleikinn.
45. mín Gult spjald: Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
Gummi Júl fær gult spjald eftir mótmæli. Brotið var á honum, ekkert dæmt hann eltir Pétur Bjarna sem dettur. Ef eitthvað er náði Gummi boltanum en í fyrra atvikinu var alveg augljóst að um aukaspyrnu var að ræða.
44. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Brýtur á Hans Viktori eftir að hafa tapað boltanum á miðjum vellinum.
40. mín
Pétur Bjarna með skalla framhjá marki Fjölnis. Boltinn kom frá vinstri en var aðeins of hár fyrir Pétur sem náði ekki að koma boltanum á markið.
39. mín
Inn:Martin Montipo (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Önnur skipting Vestra vegna meiðsla. Elmar meiddist við að sparka Hákon Inga aukaspyrnunni á 35 mínútu.
35. mín
Guðmundur Júl með langa sendingu fram á Hákon Inga sem er einn á stóru svæði gegn varnarmönnum Vestra. Hákon sparkaður niður og Fjölnismenn fá aukaspyrnu á vinstra vítateigshorninu. Lúkas Logi tók aukaspyrnuna sem fór í varnarvegg Vestra. Barst til Gumma Kalla sem átti skot sem Marvin varði til Gumma Júl sem var flaggaður rangstæður.
30. mín
Vestri í sókn: Ignacion með hornspyrnu sem Pétur Bjarna framherji Vestra skallar frá markinu eftir að Fjölnismaður náði að trufla hann frá því að eiga skallann inni í miðjum markteignum. Hann hefði sennilega alltaf skorað ef hann hefði ekki verið truflaður á síðustu stundu.
29. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Aurelien Norest (Vestri)
Aurelien meiddist eftir samstuð fyrr í leiknum.
28. mín
Guðmundur Karl með aukaspyrnu langt úti á vinstri kantinum. Boltinn fer rétt yfir höfuðið á öllum og rétt framhjá fjærstönginni.
25. mín
Vestri búið að vera tvisvar rangstæðir eftir langar sendingar fram. Bæði skiptin í tæpara lagi.
23. mín
Lúkas Logi með aukaspyrnu frekar langt fyrir utan teig aðeins vinstra megin. Skot hans fer langt yfir. Aukaspyrnuna fengu Fjölnismenn stuttu eftir að þeir unnu boltann á miðjum vellinum.
20. mín
Dofri Snorra með skot fyrir miðjum teig. Allt í einu var hann aleinn fékk boltann með jörðinni í mjög góðu skotfæri en skot hans fer of nálægt Marvin í marki Vestra.
19. mín
Fjölnir fær skyndisókn boltanum er spilað til vinstri á Lúkas Loga sem kemur inn á völlinn, tekur skot sem varnarmaður Vestra kemst fyrir.
16. mín
Hornspyrnuna taka Fjölnismenn stutt en uppskera einungis innkast eftir að boltanum hafði verið spilað út fyrir teiginn fyrir miðjan völlinn.
14. mín
Hákon Ingi fékk boltann í gegn frá Dofra Snorra. Varnarmenn Vestra komust fyrir, þetta virtist vera að renna út í sandinn en Hákon náði skoti sem var á leið framhjá markinu. Þar var mættur hinn sókndjarfi vinstri bakvörður, tók við boltanum og náði skoti úr þröngri stöðu sem Marvin varði í horn.
13. mín
Vestri á auðveldara með að halda boltanu og skapa sóknir. Sjáum hvernig framhaldið verður.
11. mín
Eftir kröftugar fyrstu 3 mínútur Fjölnismanna eru Vestra menn að fá sína aðra hornspyrnu. Hana tók Diogo með vinstri frá hægri stutt, fær boltann aftur og setur hann inn á teig heimamanna sem koma boltanum í burtu.
9. mín
Upp úr horninu berst boltinn til Péturs sem skallar boltann að markinu en Sigurjón vel vakandi í markinu og grípur boltann.
8. mín
Vilhjálmur Yngvi sendir boltann til baka á Sigurjón Daða í marki Fjölnis. Sendingin var á lofti og framhjá Vilhjálmi í markinu. Hefði verið skrautlegt sjálfsmark.
7. mín
Gummi Kalli með skot á lofti langt framhjá marki Vestra. Boltinn barst til hans eftir að Reynir Haralds sendi boltann fyrir. Viktor Andri reyndi að koma sér í skotfæri en varnarmenn Vestra komu boltanum frá þar sem Gummi mætti á vettvang rétt utan teigs.
5. mín
Vestri með skot rétt framhjá. Boltinn barst til Péturs á vítateigs horninu. Hann lagði boltann fyrir vinstri fótinn og setti boltann rétt fram hjá fjærstönginn. Sigurjón Daði allan tímann með þetta og lætur boltann fara framhjá.
3. mín
Ljóst á fyrstu mínútum leiksins að þeir gulklæddu eru beinskeittir og vilja setja pressu á gestina. Ætla ekki að gefa þeim neitt andrými. Fljótir að koma boltanum í fremstu línu.
2. mín
Fjölnismenn eru tæpir á að næla sér í vítaspyrnu eftir fínan samleik, þá fellur Guðmundur Karl í teignum. Vestri kemur boltanum í horn. Guðmundur Karl tekur hana, boltinn aftur fyrir endamörk eftir að vindurinn greip boltann sem var ansi hár hjá Gumma.
1. mín
Bæði lið búin að skiptast á löngum boltum í fyrstu sóknum sínum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, það eru gestirnir sem hefja leik. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Sólin er á lofti og völlurinn lítur frábærlega út. Það ætti því ekki að vera vandamál fyrir liðin að bjóða upp á skemmtilegan leik. Allt að verða klárt hér í Grafarvoginum, liðin komin inn að hlusta á síðustu orð þjálfaranna.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin í beina textalýsingu héðan af Extra vellinum í Grafarvogi. Fyrir leikinn er Fjölnir í 6.sæti með 11 stig en Vestri í því 9. með 6 stig eftir jafn marga leiki. Bæði lið gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik, Fjölnir fór til Grindavíkur á meðan Vestri fékk Kórdrengi í heimsókn.
Fyrir leik
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
Daniel Osafo-Badu
5. Aurelien Norest ('29)
7. Vladimir Tufegdzic ('79)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
10. Nacho Gil
13. Toby King
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('39)
27. Christian Jiménez Rodríguez
55. Diogo Coelho

Varamenn:
11. Nicolaj Madsen
14. Deniz Yaldir
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
18. Martin Montipo ('39)
23. Silas Songani ('79)
77. Sergine Fall ('29)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Bergþór Snær Jónasson
Benedikt Jóhann Þ. Snædal
Christian Riisager Andersen

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('44)
Daniel Osafo-Badu ('48)
Marvin Darri Steinarsson ('68)
Nacho Gil ('82)

Rauð spjöld: