
Það er föstudagur og landsleikjaglugginn að baki. Um helgina verða 8-liða úrslit FA-bikarsins leikin. En hér má finna allt það helsta úr slúðrinu. BBC tók saman.
Newcastle, Manchester United, Tottenham, West Ham, Chelsea og Liverpool hafa öll áhuga á kanadíska sóknarmanninum Jonathan David (25), liðsfélaga Hákonar. (i Sport)
Manchester United hefur áhuga á enska varnarmanninum Jarrad Branthwaite (22) hjá Everton. (Sun)
Liverpool mun berjast við Arsenal um Hugo Ekitike (22), franskan sóknarmann Frankfurt, í sumarglugganum. (Mirror)
Manchester United og Newcastle verða einnig með í baráttunni um Ekitike. (Football Insider)
Nottingham Forest, Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Lorenzo Lucca (24), ítölskum sóknarmanni Udinese. Manchester United og West Ham eru á eftir liðsfélaga hans, franska varnarmanninum Oumar Solet (25). (Messaggero Veneto)
Newcastle hefur áhuga á Jarell Quansah (22) varnarmanni Liverpool en Liverpool hyggst ekki selja hann. (Athletic)
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Besiktas, hefur áhuga á að fá vængmanninn Jaden Philogene, vængmann Ipswich Town, á lánssamningi. (Fotomac)
Manchester City avill endurheimta bakvörðinn Jeremie Frimpong (24) frá Bayer Leverkusen en Liverpool hefur einnig áhuga á Hollendingnum.(Teamtalk)
Nottingham Forest hefur áhuga á belgíska vængmanninum Alexis Saelemaekers (25) sem er hjá Roma á lánssamningi frá AC Milan. (Calciomercato)
Liverpool á von á stóru tilboði frá Sádi-Arabíu í úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez (25). (Football Transfers)
Tottenham Hotspur vill ekki útiloka að selja argentínska varnarmanninn Cristian Romero (26) eftir að Atletico Madrid lýsti yfir áhuga. (Givemesport)
Everton hefur áhuga á tveimur leikmönnum Sunderland; framherjanum Chris Rigg (17) og miðjumanninum Dan Neil (23). (Teamtalk)
Millwall og Hibernian eru meðal félaga sem eru á eftir vængmanninum Jordan Thomas (23) hjá Cheltenham. (Football Insider)
Tottenham hefur áhuga á að fá Fabio Paratici (52) aftur til starfa bak við tjöldin hjá félaginu en AC Milan vill einnig fá þjónustu hans. (Radio Rossonera)
Bayern München gæti kallað leikmenn til baka úr láni nokkrum vikum fyrr svo þeir geti spilað á HM félagsliða, þar á meðal er franski framherjinn Mathys Tel (19) hjá Tottenham. (Kicker)
Athugasemdir