KV
1
1
Þróttur V.
0-1
Alexander Helgason
'42
Rafal Stefán Daníelsson
'77
Einar Már Þórisson
'80
, víti
1-1
22.06.2022 - 19:15
KR-völlur
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
KR-völlur
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
Björn Þorláksson
3. Þorsteinn Örn Bernharðsson
('85)
6. Grímur Ingi Jakobsson
('54)
7. Einar Már Þórisson
8. Njörður Þórhallsson
9. Askur Jóhannsson
10. Samúel Már Kristinsson
17. Gunnar Helgi Steindórsson (f)
('69)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
22. Kristján Páll Jónsson
('46)
Varamenn:
12. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
Oddur Ingi Bjarnason
('85)
8. Magnús Snær Dagbjartsson
10. Ingólfur Sigurðsson
('54)
20. Agnar Þorláksson
21. Aron Daníel Arnalds
('46)
Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Auðunn Örn Gylfason
Patryk Hryniewicki
Guðjón Ólafsson
Hrafn Tómasson
Kjartan Franklín Magnús
Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('16)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn búinn. Heimamenn svekktir með jafnteflið eftir að hafa reynt að vinna leikinn einum fleiri.
90. mín
Dómarinn dæmdi við 10 mínútum eða svo. Þær mínútur hefur KV spilað boltanum og reynt að senda boltann fyrir en varnarleikurinn frábær hjá Vogastrákum.
90. mín
Aukaspyrna vinstra megin við teig Þróttar sem Ingó tekur. Boltinn fer af varnarvegg Þróttar og alla leið á fjær. Þaðan er boltinn lagður út á Hrafn Tómasson sem á skot sem fer langt framhjá.
88. mín
Inn:Nikola Dejan Djuric (Þróttur V. )
Út:Oliver Kelaart (Þróttur V. )
Oliver fer út af meiddur á ökkla.
86. mín
KV reynir allt hvað þeir geta til að skora sigurmarkið. Varnarleikur Þróttara heldur áfram að vera þéttur þrátt fyrir að vera einum manni færri.
84. mín
Ingó Sig tók hornspyrnuna í útsnúning frá hægri Samúel Már, miðvörður KV nær skallanum áður en boltinn fór í Þróttara.
80. mín
Mark úr víti!
Einar Már Þórisson (KV)
Setur boltann í hægra hornið. Þórhallur, markmaður Þróttar fer í vinstra hornið. 1-1 allt orðið jafnt!
79. mín
Inn:Þórhallur Ísak Guðmundsson (Þróttur V. )
Út:Jón Kristinn Ingason (Þróttur V. )
77. mín
Rautt spjald: Rafal Stefán Daníelsson (Þróttur V. )
Hrafn Tómasson fær boltann fyrir utan teig Þróttar. Á skot sem fer í varnarmann Þróttar og lengst upp í loft. Boltinn er að fara lenda vinstramegin í teignum þegar Rafal, markmaður Þróttar kemur á ferðinni og kýlir Magnús Snæ í andlitið. Víti og rautt. Skellur fyrir Þróttara.
74. mín
KV spilar vel sín á milli áður en Vilhjálmur Kaldal fær boltann rétt fyrir utan teig Þróttar. Vilhjálmur er sparkaður niður, boltinn barst til Ingó Sig sem tók skot í varnarmann Þróttar. KV vildi aukaspyrnu en Aðalbjörn greinilega ekki á sama máli og beitti hagnaði. Full stuttur hagnaður myndi einhver segja.
67. mín
Alexander Helgason með vinstri fótar skot sem fór beint á Ómar í marki KV. Skotið kom af vítateigslínunni vinstra megin við teiginn.
66. mín
Gult spjald: Unnar Ari Hansson (Þróttur V. )
Stígur fyrir Ómar sem er að fara taka aukaspyrnu innan teigs KV.
63. mín
Langur bolti fram. Oliver náði að flikka boltann á Unnar Ara sem tók hlaupið á bak við vörn KV. Björn Þorláks, miðvörður KV ýtti Unnari sem féll við í teignum. Þróttarar vildu vítaspyrnu, en fengu ekkert.
60. mín
Arnór Gauti með skot yfir mark KV inni á miðjum teignum. Unnar Ari kom boltanum inn í teiginn eftir að boltinn barst til hans hægra meginn við teig Þróttar eftir aukaspyrnu langt úti á vinstri kantinum. Varnarmenn KV eru ekki vel vakandi og gefa óþarfa færi á sér.
57. mín
Ingólfur tekur horn vinstra meginn. Boltinn langt út í teiginn í útsnúning. KV nær skallanum, en boltinn aldrei nálægt því að fara á markið. Rafal rennir sér á boltann og endar sókn KV.
55. mín
Gult spjald: Oliver Kelaart (Þróttur V. )
Sparkar boltanum í burtu eftir að vera flaggaður rangstæður. Unnar Ari fær langann bolta fram frá Andy flikkar boltanum á Oliver sem er klaufi að vera fyrir innan. Unnar Ari lætur hann heyra það!
48. mín
Aukaspyrna Þróttar á miðjum vallarhelming KV. Dale tekur fleitir boltanum inn á teiginn þar sem Haukur Leifur skallar boltann aftur fyrir sig og fram hjá markinu. Ómar í marki KV kom út og reyndi að kýla boltann en hitti ekki. Þetta hefði verið neyðarlegt fyrir Ómar.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað! Vonandi fáum við líf og fjör í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikur var stál í stál. KV var meira með boltann og reyndu að opna Þróttara sem spiluðu vel skipulagðan varnarleik og sóttu síðan hratt á heimamenn. Það bar árangur á 42.mínútu þegar Alexander Helgason skoraði glæsilegt mark.
42. mín
MARK!
Alexander Helgason (Þróttur V. )
Stoðsending: Andri Már Hermannsson
Stoðsending: Andri Már Hermannsson
Þróttur vann boltann við hornfána hægra megin við sitt mark. Arnór Gauti bar boltann upp völlinn, setti boltann upp kantinn á Pablo sem tók hlaupið út að kantinum hægra meginn. Hann gaf hælspyrnu á Andra Má, hægri bakvörð Þróttar, sem tók hlaupið inn völlinn. Andri gaf boltann inn á teiginn þar sem Alexander Helgason kom hlaupandi. Alexander tók tvo varnarmenn KV á með einni gabbhreyfingu og setti boltann að lokum í hægra horn, með hægri fæti vinstra megin úr teignum.
36. mín
KV er komið með tök á leiknum og búið að vera með það síðustu mínútur. Þróttur sest niður fyrir miðju með alla sína varnarmenn og verjast þétt.
32. mín
Grímur Ingi með geggjaða aukaspyrnu af hægri kantinum á nærstöng. Þróttur bjargar á síðustu stundu í horn. Í þetta skipti setur Grímur boltann á fjær úr hornspyrnu. Þróttara reyna að hreinsa en boltinn aftur til KV sem endar á skoti eða fyrirgjöf sem Rafal í marki Þróttar, blakar yfir.
29. mín
Samúel Már sparkaður niður eftr að horn KV var sett með jörðinni inn á teig Þróttar. Samúel mætti boltanum á nærsvæðinu og var augljóslega sparkaður niður. Þarna hefði Aðabjörn þurft að flauta og benda á vítapunktinn.
28. mín
KV fær aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig í góðri fyrirgjafar stöðu. Einar Már lætur vaða á markið og uppsker horn eftir að boltinn hafði farið í leikmann Þróttar sem stóð inni á teignum.
25. mín
KV sækir upp hægra meginn og komast inn í teiginn þar sem Þorsteinn Örn fær boltann rétt við markteiginn hægra meginn og sker boltann út í teiginn áður en Þróttur sparkar boltanum í horn. Hornið var tekið fast með jörðinni inn á teig Þróttar, gestirnir koma boltanum í burtu.
23. mín
Skot í slá! Þorsteinn Örn fékk boltann á fjærsvæði hægra meginn í teig Þróttar, tók boltann á lofti með hægri í slánna. Sóknin hófst ofarlega á vellinum þegar Þróttarar byggðu upp sókn, boltinn út í horn vinstramegin. Frábært skot sem hefði verið eitt af mörkum mótsins.
16. mín
Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (KV)
Kristján Páll, hægri bakvörður KV, fær gult fyrir að mótmæla því að boltinn hafi verið farinn út af vellinum. Dómarinn er að dæma mikið, sennilega til að miss leikinn ekki í einhverja vitleysu. Leikmenn beggja liða virðast ætla selja sig dýrt.
14. mín
Pablo, framherji Þróttar, dæmdur rangstæður. Liðin hafa verið að skiptast á sóknum án þess að skapa hættu.
11. mín
Aftur tekur Andy Pew aukaspyrnu við miðjulínu, nema núna vinstra megin og aftur gerast gestirnir brotlegir innan teigs KV.
8. mín
KV spilar sinn leik. Reyna að láta boltann ganga og brjóta þannig upp vörn Þróttar. Vel skipulagt lið Þróttar með Andy Pew í miðri vörninni virðist eiga auðvelt með að verjast því í upphafi leiks.
5. mín
Andy Pew, fyrirliði og miðvörður Þróttar, tók aukaspyrnu við miðjulínu. Þróttara gerast brotlegir inni í teig KV eftir langa spyrnu inn á teiginn frá Andy.
4. mín
Þróttur nælir sér í horn eftir hraða sókn Paplo Gállego fékk boltann á bak við vörn KV sem stóð hátt á vellinum.
KV kemur boltanum í burtu.
KV kemur boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttarar eiga upphafsspyrnuna. Leikurinn er farinn af stað hér á Auto Park. Það er æðislegt fótboltaveður. Blankalogn og rigning. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Við getum búist við hörku leik þar sem bæði lið munu selja sig dýrt til að koma sér úr fallsætinu. Vogamenn ráku á dögunum þjálfara sinn, Eið Ben. Brynjar Gestsson sem hefur áður þjálfað liðið tók við skútunni. Fyrr á tímabilinu kom Brynjar inn í þjálfarateymið og er eins og stendur þjálfari liðsins.
Fyrir leik
Bæði lið komu úr 2.deild í fyrra, hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils og eru í fallsæti. Heimamenn eru með 3 stig eftir 7 leiki en gestirnir með 1 stig eftir 5 leiki.
Fyrir leik
Í fyrra kom Sigurvin liðinu upp í næst efstu deild í annað skipti í sögu félagsins. Hér sést Sigurvin fagna þeim merka áfanga. Á bakvið liðið er lítið sem ekkert fjármagn, því væri mjög erfitt fyrir liðið að halda sér í mörg ár í deildinni.
Byrjunarlið:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Andri Már Hermannsson
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
9. Pablo Gállego Lardiés
('46)
10. Alexander Helgason
('71)
16. Unnar Ari Hansson (f)
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Varamenn:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
('79)
5. Freyþór Hrafn Harðarson
9. Oliver Kelaart
('46)
('88)
11. Shkelzen Veseli
17. Agnar Guðjónsson
19. Jón Kristinn Ingason
('71)
('79)
22. Nikola Dejan Djuric
('88)
Liðsstjórn:
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Gunnar Júlíus Helgason
Marteinn Ægisson
Margrét Ársælsdóttir
Piotr Wasala
Sigurður Már Birnisson
Gul spjöld:
Oliver Kelaart ('55)
Unnar Ari Hansson ('66)
Rauð spjöld:
Rafal Stefán Daníelsson ('77)