Olísvöllurinn
föstudagur 01. júlí 2022  kl. 20:00
Lengjudeild karla
Aðstæður: Andvari, úði, hiti 10 gráður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Björn Axel Guðjónsson
Vestri 2 - 4 KV
0-1 Björn Axel Guðjónsson ('12)
0-2 Björn Axel Guðjónsson ('41)
0-3 Grímur Ingi Jakobsson ('53)
0-4 Grímur Ingi Jakobsson ('61)
1-4 Deniz Yaldir ('63)
2-4 Pétur Bjarnason ('67)
Vladimir Tufegdzic, Vestri ('81)
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
3. Friðrik Þórir Hjaltason
6. Daniel Osafo-Badu
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daníel Agnar Ásgeirsson ('78)
9. Pétur Bjarnason
11. Nicolaj Madsen (f) ('59)
20. Toby King ('59)
22. Elmar Atli Garðarsson
27. Christian Jiménez Rodríguez
77. Sergine Fall ('46)

Varamenn:
30. Brenton Muhammad (m)
4. Ívar Breki Helgason
14. Deniz Yaldir ('59)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('59)
17. Guðmundur Páll Einarsson ('78)
23. Silas Songani ('46)
25. Aurelien Norest

Liðstjórn:
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)

Gul spjöld:
Daníel Agnar Ásgeirsson ('34)
Friðrik Þórir Hjaltason ('76)

Rauð spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('81)
@ Jón Ólafur Eiríksson
98. mín Leik lokið!
Helgi Mikael segir þetta gott hér á Ísafirði. Afar verðskuldaður sigur KV gegn vondum Vestramönnum.
Eyða Breyta
96. mín
Deniz með aukaspyrnu inn í teig en Ómar grípur vel inn í sem fyrr.
Eyða Breyta
90. mín
8 mínútum bætt við. Talsvert um meiðsli í þessum seinni hálfleik.
Eyða Breyta
90. mín
Dauðafæri hjá KV!. Björn Axel sleppur hér einn gegn Marvin sem nær að loka á hann að þessu sinni.
Eyða Breyta
89. mín
Dauðafæri hjá Vestra! Guðmundur Arnar komst í gegn en sendi hann frekar en að skjóta, á Guðmund Pál sem er of lengi að þessu en sendir hann á endanum á Silas sem skýtur yfir.
Eyða Breyta
81. mín Rautt spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa rekinn útaf. Varnarmaður KV fer neðarlega til þess að skalla boltann en Tufa fer af fullum krafti með takkana á undan og fer í höfuðið á honum. Helgi Mikael snöggur að lyfta upp rauðu. Tufa mótmælir en hann breytir þessu ekki.
Eyða Breyta
80. mín
KV fær horn, vinna boltann eftir slaka markspyrnu Vestra.
Eyða Breyta
79. mín
KV fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Fín sending en Friðrik skallar frá.
Eyða Breyta
78. mín Guðmundur Páll Einarsson (Vestri) Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)

Eyða Breyta
76. mín
Björn Axel finnur Grím, Friðrik tæklar Björn og fær gult spjald á endanum, en Grímur í ágætis möguleika en skýtur í varnarmann.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)

Eyða Breyta
74. mín
Tufa í góðu færi en skallar hann ekki vel, í jörðina og í fang Ómars.
Eyða Breyta
72. mín
KV hér með tvöfalda skiptingu en þar sem skráning varamanna skilar sér illa hér þá get ég ekki sagt hverjir komu inn á. Vestri fá svo dauðafæri sem enda með því Ómar KV bjargar nánast á línu.
Eyða Breyta
68. mín
Tufa fellur hér í teignum og Vestri vill fá víti. Ómar kom út úr marki sínu og dómarinn metur hann hafa tekið boltann.
Eyða Breyta
67. mín MARK! Pétur Bjarnason (Vestri), Stoðsending: Guðmundur Arnar Svavarsson
Deniz og Guðmundur Arnar leika hér upp vinstri vænginn og Guðmundur með flotta fyrirgjöf sem Pétur skallar í netið!
Eyða Breyta
65. mín
Einar með fínt skot og fyrsta markvarsla Marvins í dag lítur hér dagsins ljós.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Deniz Yaldir (Vestri)
Deniz sleppur hér í gegn og boltinn fer í höfuð varnarmanns KV og í netið.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Grímur Ingi Jakobsson (KV), Stoðsending: Björn Axel Guðjónsson
Þetta er orðið vandræðalegt fyrir heimamenn. Eiga aukaspyrnu á fínum stað en drífa varla inn í og KV bruna í sókn. Björn Axel hleypur með boltann og bíður eftir hlaupi Gríms sem fer framhjá Marvin og afgreiðir vel.
Eyða Breyta
60. mín Gult spjald: Einar Már Þórisson (KV)
Sparkar knettinum í burtu eftir brot.
Eyða Breyta
59. mín Deniz Yaldir (Vestri) Nicolaj Madsen (Vestri)

Eyða Breyta
59. mín Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Toby King (Vestri)

Eyða Breyta
55. mín
Ég hef svei mér þá ekki séð Vestramenn verri hér á heimavelli. Taka stundum skelli í ferðalögum sínum en hafa alltaf gert leik úr viðureignum sínum hér á heimavelli. En KV eru að skóla þá hérna í dag.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Grímur Ingi Jakobsson (KV)
Grímur labbar hér í gegnum vörnina og kemst einn gegn markverði og skorar auðveldlega! Númerin eru ekki rétt skráð miðað við þau gögn sem ég hef þannig að ég er ekki 100 prósent með öll nöfn KV manna á hreinu, en ég tel að þetta hafi verið Grímur sem var þarna að verki.
Eyða Breyta
50. mín
Vestri fá horn eftir að Tufa á ágætis sprett. Hornið er fínt á nær en KV skalla hann frá.
Eyða Breyta
48. mín
Vestri fær horn. Brotið á Ómari markverði og aukaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
46. mín Silas Songani (Vestri) Sergine Fall (Vestri)

Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur. Nú er það dökkt, það er ljóst hjá Vestramönnum. Þeir hafa verið arfaslakir hér í dag en að sama skapi hafa gestirnir verið mjög flottir.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Björn Axel Guðjónsson (KV), Stoðsending: Njörður Þórhallsson
Afar einföld útfærsla á hornspyrnunni skapar mark. Rúlla boltanum niðri við markteigslínuna og þar er Njörður kominn og mér sýndist þetta vera Björn Axel á fjær sem fékk boltann á silfurfati og setur hann þægilega í netið.
Eyða Breyta
40. mín
KV fær hornspyrnu, Vilhjálmur að valda usla hér á hægri vængnum.
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
Fremur gróf tækling á miðjunni.
Eyða Breyta
33. mín
Vilhjálmur í ágætisstöðu en slakt skot.
Eyða Breyta
32. mín
Madsen setur boltann hátt yfir og að auki framhjá.
Eyða Breyta
31. mín
Brotið á Toby King hér ca. 25 metra frá marki. Nicolaj Madsen er hættulegur af þessu færi.
Eyða Breyta
29. mín
Badu með flotta sendingu fyrir og Fall hoppar hæst en nær merkilega litlum krafti í knöttinn sem svífur í opið fang Ómars.
Eyða Breyta
26. mín
Badu með sendingu inn fyrir en aftur er Ómar vel vakandi og sækir boltann áður en Pétur Bjarnason kemst í færi.
Eyða Breyta
26. mín
Fall með sendingu fyrir en Ómar í markinu gerir vel að grípa inn í.
Eyða Breyta
25. mín
Gestirnir biðja um hendi eftir hornspyrnuna en Helgi Mikael dómari er ósnortinn og dæmir markspyrnu.
Eyða Breyta
24. mín
KV komast upp að endamörkum og vinna hornspyrnu.
Eyða Breyta
16. mín
KV voru að halda bolta vel stuttu fram að marki og hafa haldið því áfram eftir mark. Þeir líta vel út hérna.
Eyða Breyta
12. mín MARK! Björn Axel Guðjónsson (KV)
Gestirnir eru komnir yfir! Pétur Bjarnason með slaka sendingu á miðjum vallarhelmingi Vestra, KV menn sparka strax fram upp á vinstri vænginn þar sem Björn Axel er einn á móti einum varnarmanni. Björn fer upp að vítateigsshorninu og skýtur lúmsku skoti í nærhornið. Sem áhugamaður um greinarmerki set ég spurningarmerki við Marvin í markinu þarna.
Eyða Breyta
10. mín
Vilhjálmur Kaldal reynir hér bakfallsspyrnu en hún er hættulítil. KV áttu tvær góðar fyrirgjafir í þessari sókn.
Eyða Breyta
9. mín
Heimamenn byrja þetta betur. Engin alvöru færi þó.
Eyða Breyta
6. mín
Tufa kemst upp að endamörkum og á hættulega sendingu fyrir sem Magnús Snær bjargar í horn. Hornið verður að engu.
Eyða Breyta
2. mín
Tufa fær boltann í ágætis skotfæri en skýtur í varnarmann og í innkast.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á. Það gengur eins og í sögu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirmyndarveður fyrir úrvals fótbolta. Léttur úði, hiti um 10 gráður og nánast logn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur KV eftir að Sigurvin Ólafsson yfirgaf liðið til starfa hjá FH. Sigurður Víðisson tekur við taumunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin er komin inn. Gunnar Heiðar gerir tvær breytingar, Martin Montipo er meiddur og Nicolaj Madsen kemur í staðinn, sjálfur að koma úr meiðslum. Nacho Gil er í banni og Daníel Agnarsson kemur inn. Sömuleiðis eru tvær breytingar á fyrsta byrjunarliði Sigurðar Víðissonar þjálfara KV, Askur Jóhannsson og Gunnar Helgi Steindórsson detta út og Björn Axel og Magnús Snær koma inn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast í deildarkeppni árið 2017, í annarri deildinni. KV vann báða leikina það sumarið þrátt fyrir að þeir enduðu á því að falla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er kominn fínn gangur í lið heimamanna sem hefur unnið tvo góða sigra í röð gegn Fjölni og Grindavík. KV fór illa af stað en hefur náð í öll sín 4 stig í síðustu þremur leikjum þannig að þeir eru að koma til. Með sigri komast Vestramenn af alvöru í toppbaráttuna en gestirnir þurfa nauðsynlega að ná sigri til að missa ekki af liðunum fyrir ofan fallsætin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin á beina textalýsingu frá leik Vestra og Knattspyrnufélags Vesturbæjar. Gaman að fá kvöldleik hérna á Ísafirði en heimaleikir Vestra í Lengjudeildinni eru jafnan spilaðir um miðjan dag á laugardögum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
3. Njörður Þórhallsson
7. Einar Már Þórisson
8. Magnús Snær Dagbjartsson
10. Samúel Már Kristinsson
11. Þorsteinn Örn Bernharðsson
11. Björn Axel Guðjónsson
14. Grímur Ingi Jakobsson
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
22. Björn Þorláksson
22. Kristján Páll Jónsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
4. Patryk Hryniewicki
9. Askur Jóhannsson
10. Ingólfur Sigurðsson
11. Valdimar Daði Sævarsson
12. Rúrik Gunnarsson

Liðstjórn:
Sigurður Víðisson (Þ)

Gul spjöld:
Einar Már Þórisson ('60)

Rauð spjöld: